2 minningar frá eineltinu..

Ég var að muna eftir 2 atvikum sem gerðust í eineltinu og ákvað að skrifa þau niður.

Hér er hálfgert gullkorn;;

Í skólanum var ég farin að þurfa að panta sæti með vikufyrirvara.  Ég spurði stundum G**** hvort hún vildi sitja við hliðina á mér í tíma og eiginlega alltaf sagði hún "nei, eg er að fara að sitja við hliðina á.... "   Ég var farin að þurfa að "panta" það að sitja hjá henni með vikufyrirvara xD haha     Það var ekkert gaman þá en þegar maður hugsar útí það þá er það frekar fyndið, sérstaklega það að maður skuli láta bjóða sér uppá það =''D  haha..

 

Hér er samt eitt sem ég var að muna sem er ekki beint gullkorn en í svipuðum dúr, með sætin.    Alltaf þegar ég spurði S******* eða J*** hvort önnur hvor þeirra vildi sitja hjá mér þá sögðu þær alltaf að þær væru búnar að skipuleggja að sitja saman.  Síðan lenti ég í því að J*** spurði mig "viltu sitja hjá mér" og ég sagði já, en þá kom S******* og sagði, "en Fríða, þú varst búin að lofa að sitja við hliðina á mér"   ég mundi ekki eftir því, en af því ég vissi ekki hvað ég átti að gera þá sagði ég bara "já, ég man"  og síðan sat eg við hliðina á S******* í tímanum. Síðan sama dag þá hitti ég J*** eftir skóla og var með svo mikið samviskubit yfir því að ég og S******* skyldum hafa logið svona að henni að ég sagði J*** frá þessu. Hún hló bara og sagði "alltílagi, ég og S******* erum búnar að vera að gera þetta við þig í heilan vetur".    Þá leið mér mjög illa. 

 

Ég og mamma vorum að tala saman áðan og þá mundi ég eftir þessu og ákvað að skrifa þetta niður áður en ég gleymdi því.  Því ég er mjög líkleg til að gleyma svona löguðu því hugurinn er enn að reyna að blocka slæmu minningarnar út,  en ég er að vinna í því að ná þeim öllum upp á yfirborðið til að vinna úr þeim!

-Fríða

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

okay... talandi um að nefna engin nöfn ? þeir sem þekkja þig og búa í bænum þínum vita nákvæmlega hverjar þær eru ! Og þetta er ótrúlega rangt af þér að tala svona um sérstaklega G**** því hún var alltaf vinkona þín og studdi þig ótrúlega mikið! Eftir að þú byrjaðir að segja svona hluti um hana þá get ég ekki annað en hætt að trúa öllu hinu sem þú sagðir mér :S Var ég ekki bara líka að leggja þig í þetta svokallaða 'einelti' ? nei, ég meina.. ég bara spyr! Ég hef heyrt það frá fullt af vinkonum mínum að þú sért að segja það og að ALLIR í pebblEs hafi verið að leggja þig í þetta einelti og ég líka og það lætur mér ekkert líða vel sko og örrugglega ekki hinum stelpunum heldur !

ég með engri nafnleind eða "*****" ,,

Fríða Líf

Fríða Líf (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 18:37

2 identicon

btw .. mér finnst þetta rosalega ljótt af þér að ljúga svona um þessar stelpur þegar þær voru búnar að vera mjög næs við þig.. :S

Fríða Líf (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 18:40

3 identicon

Sælar duglega stúlka

stolt er ég þó ég þekki þig ekki af því hvernig þú tekur á þínum málum.  Mundu að þú lætur enga segja þér hvernig þú upplifðir skólavistina.  Þó svo að komment eins og hér að ofan komi inn þá lætur þú það ekki hafa áhrif á að þú ætlar að eiga gott og innihaldsríkt líf.  Maður nefnilega VELUR vini sína.

kv. Fríða (kona úti í bæ)

Fríða (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 08:18

4 identicon

Gott hjá þér og ég stið þig i þvi sem þú ert að gera og mér finnst allt í lagi að þú tjáir þínar raunir, því þær ERU ÞÍNAR. og það tekur þær engin frá þer sama hvað hver segir. Ef þessir krakkar þora ekki að horfast í augu við sannleikan þá er það ekki þitt mál. Haltu áfram og stattu þig  stelpa

Ásta út í bæ (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:14

5 identicon

Sæl duglega stelpa. Mér finnst ótrúlegt að lesa um það sem þú hefur gengið í gegnum í Varmárskóla, ótrúlegt að svona skuli vera að gerast enþá, ég á 4 börn og 2 af þeim sem eru orðin uppkomin núna lentu í hræðilegu einelti í Varmárskóla, annað lenti í skelfilegu einelti af völdum nemenda og hefur með ótrúlegum styrk og dugnaði náð sér nokkurnveginn eftir það, en hitt var lagt í einelti af kennurum og skólastjóra og hefur aldrei borið þess bætur. Ég hélt að það væri búið að uppræta þennan fjanda sem virðist fylgja þessum skóla, en það er greinilegt ekki, yngsta barnið mitt er í Lágafellsskóla og það er frábær skóli, ég er fegin að ég tók þá ákvörðun af fenginni reynslu að vera ekki með hana í Varmárskóla þó hann sé hér í næsta húsi nánast. Að lesa þessar frásögur þínar lstyrkir mig í þeirri trú að þar hafi ég tekið hárrétta ákvörðun. Þakka þér fyrir að deila þessu með okkur hinum og gangi þér vel, þú ert yndisleg og dugleg og átt allt gott skilið, láttu ENGANN segja þér annað, ég tek undir með Fríðu, þú skalt velja þér góða vini.

Kær kveðja. Þórdís Una

Þórdís Una (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:06

6 identicon

Kæra Fríða Líf:

Sjálf varð ég fyrir einelti þegar ég var yngri og ég held að enginn í kring um mig hafi jafnvel gert sér grein fyrir því að þeir ýttu undir einelti. Algerlega óviljandi. Það fólk upplifði hlutina öðruvísi en ég enda er mitt sjónarhorn annað og jafnvel magna ég það upp í huganum.

Af hverju ætti hún endilega að þurfa að leyna nafni nokkurra? Fólkið í kring veit auðvitað um hverja er verið að tala hvort sem nöfnin eru leynd eða ekki, því það var á staðnum. Auðvitað koma aðstæðurnar öðruvísi út hérna i skrifum Hólmfríðar heldur en að þú mannst eftir þeim.

Gerðu frekar athugasemdir og útskýrðu þitt sjónarhorn en ekki koma með svona skítkast. Það lætur þig ekki líta vel út að drulla yfir stúlku sem segir sína reynslu af einelti. "Lagðir þú hana í einelti? Leggur þú hana enn í einelti?"

Solla (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:11

7 identicon

Fríða Líf og vinkonur hennar. Ég er búin að vera vinkona hennar Hólmfríðar í mörg mörg ár eða síðan ég fór að búa með bróður hennar.  Allan þennan tíma hefur ekki liðið það skipti sem við hittumst að hún hafi ekki haft eitthvað ferlegt að segja, m.a. af pebbles. Hve Fríða var kát og glöð að vera komin í hóp, hún var allt önnur manneskja.  í smá tíma.  Ég var þarna og trúðu mér að sorg Fríðu var einlæg og mikil, mjög mikil reyndar.  Það leikur enginn svona.  Haldið þið í alvörunni að fjölskyldan myndi standa með henni við gerð þessarar síðu ef við vissum ekki nákvæmlega hvað væri í gangi?  Ég ætla að ganga svo langt að segja að eineltið haldi áfram hér.

Ég held að þið séuð það siðblindar að þið haldið að það sem þið gerðuð sé allt í lagi, þið sjáið ekki hvað þið eruð búnar að gera.  Annað hvort það eða að ykkur er alveg sama.  Hvort sem er þá er öllum sama hvað þið segið úr þessu, það trúir ykkur enginn, nema kannski pabbi ykkar og mamma.  Hvernig finnst þér og ykkur að vera í þessum sporum, að láta tala um ykkur?  Munurinn á ykkur og henni er sá að þið verðskuldið að fullu allt sem er sagt, þið unnuð ykkur þetta inn.  Nú standa fleiri  við bakið á Fríðu og þeim fjölgar bara og fjölgar.  Við erum að tala um hundruði manna sem lesa blaðið og skoða síðuna.  Það lýgur enginn upp svona sögu. Haldið þið í alvöru að hún myndi skrifa þetta um ykkur ef það væri ekki alveg satt?  Ef þið væruð vinkonur hennar væri hún búin að missa ykkur núna.  Já það er greinilegt að Fríða hafði ekki miklu að tapa.

Þið eruð heppnar að ég er ekki kennarinn ykkar.  Hálfvitar.

Tobba (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:20

8 identicon

Vel mælt! Mikið væri ég til í að sjá framan í þessar stelpur og líka stráka sem vita upp á sig sökina.

Reykjavíkurmær

Reykjavíkurmær (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:42

9 identicon

heyr heyr Tobba. Gangi þér vel Fríða enn og aftur

Þuríður R. Sig. (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:27

10 identicon

Sæl Fríða. Til hamingju með þessa síðu. Mér finnst það mjög kjarkað af þér að opinbera þig undir nafni og með mynd. Það segir að þú ert yfir allt kjaftæði hafin. Ég vona af öllu hjarta að þetta muni hjálpa þér við að vinna í þínum málum.

Samkvæmt Olweusarkerfinu ætti það að vera gerandinn sem víkur, þarf að taka á sig afleiðingarnar og því hefði verið eðlilegra að þær skiptu um skóla en ekki þú. Mér finndist það rétt. Það væru líka góð skilaboð til hinna um að svona er ekki liðið í skólanum.

Þessi síða er ólík mörgum sem fjallað hafa um svona mál vegna þess hversu stutt er liðið síðan þetta ástand var í gangi, og það er greinilega enn í gangi. Þess vegna er reiðin mikil og það er skiljanlegt. Ég vil því hvetja þig Fríða og aðstandendur, að passa upp á orðalagið, hvernig þið segið hlutina (t.d. Tobba sem endar á að kalla skólasystkin hálvita). Gerendur og þolendur eru börn sem hafa tilfinningar og kannski hafa ekki alltaf gert sér grein fyrir alvarleika málsins eða að þau hafi ekki haft styrk til að fara á móti straumnum. Það þarf styrk til þess.

Sumum sem hafa horft upp á einelti líður mjög illa og hafa nagandi samviskubit. Þess vegna þarf að passa að dæma ekki of hart. 

Gangi ykkur öllum sem best að vinna í þessum málum. Ekki gefast upp en hafið þetta á siðmenntuðu plani. Það gerir ykkur stærri og sterkari. 

Harpa Rut kennari

Harpa Rut Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:49

11 identicon

vá flott hjá þér að opna þig svona hérna. ég vona innilega að þetta hjálpi þér eitthvað og að þú hafir það sem allra best. ég vona líka að fleiri taki þig til fyrirmyndar og ég vill biðja þig um að eyða sem minnstri orku í það að vera reið og sár út í krakkana. það er aðeins tímasóun. einbeitu þér að þér og vertu góð við sjálfan þig... þu átt það skilið :D

ég verð líka að vera sammála Hörpu rut kennara... ekki láta þessa síðu fara út í það að vera eithvað rugl... bögg á bloggsíðum er einfaldlega það ósvalasta sem til er... 

mér finnst mjög svalt hvernig þú talar um þessa hluti... ég gat ekki lesið neina... eingin ljót orð, ekkert að bölva þeim í sand og ösku... mér finnst þetta svalt :D og ég vona að þú haldir þessu afram...

ég er mjög stolt af þér, þó ég þekki þig ekki neitt og ég vona að þú haldir þessu áfram :D til hamingju með þessa síðu .. ég skal kíkja reglulega inn á hana ;D

stoltur lesandi :D (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:18

12 identicon

Sæl Hólmfríður

Ég þekki þig ekkert, en mig langar til að segja þér smá sögu.

Þegar ég var í grunnskóla var hugtakið einelti ekki til. En í skólanum mínum var mikið og ljótt einelti, mikil "stéttaskipting" - hverjir voru kúl og hverjir ekki, og klár goggunarröð. Allt umhverfið var gegnsýrt af þessum hugsunarhætti og þetta þótti bara eðlilegt. Jafnt kennarar og nemendur litu á þetta sem sjálfsagðan hlut. Ég lærði fljótt að ég var ekki efst í goggunarröðinni, en ég gat komist hjá því að verða neðst með því að láta lítið fara fyrir mér. Ef ég sá einhverjum hrint ofan í drullupoll og hvolft úr skólatöskunni hans, þá gerði ég ekkert til að stoppa það, því ekki vildi ég kalla þessa meðferð yfir sjálfa mig - en rétti honum kannski húfuna sína svo lítið bæri á, þegar allt var um garð gengið.

Í skólanum var einn strákur, alinn upp við mjög erfiðara aðstæður, var oft í skítugum, gömlum og slitnum fötum og illa lyktandi. Þegar hann gekk framhjá var pískrað og tekið fyrir nefið og eflaust var eitthvað fleira gert sem ég man ekki eftir. Eitt árið tóku bekkjarfélagar hans sig til og ákváðu að gera hann svolítið flottan fyrir árshátíð skólans. Með samþykki og vitund kennara og sturtuvarðar í íþróttahúsinu tóku þeir hann með valdi, klæddu hann úr og létu hann undir sturtu, létu hann skrúbba sig með sjampói og sápu. Létu hann svo fara í hrein og fín föt, settu gel í hárið á honum og gerðu hann fínni en hann hafði nokkurn tímann verið. Sagan um þetta barst um skólann eins og eldur í sinu og það var mikið hlegið, blístrað og kallað í kring um strákinn - orðinn svona fínn! En það var líka hneykslast á því hvað hann væri nú vanþakklátur - kom ekki einu sinni á ballið! Þakkaði ekki fyrir sig! Mætti svo bara aftur í rifnu og skítugu fötunum sínum næst í skólann!

Ef hann hefði- eins og þú - skrifað sögu um þetta í bæjarblaðið og kallað þetta einelti, þá hefðu mjög margir orðið til þess að svara á móti. "Neihei, þetta var sko ekki einelti, strákarnir vildu bara leyfa honum að vera hreinn og flottur"! Hvað er eiginlega að því? Ég hefði líklega kinkað kolli og tekið undir.

En auðvitað veit ég betur í dag og ég get ekki ímyndað mér hryllinginn og niðurlæginguna sem þessi strákur upplifði. Og auðvitað veit ég í dag að þetta var svo RANGT. Og að kennari og sturtuvörður hafi leyft þetta og samþykkt! En það segir bara sitt um "menninguna" í skólanum á þeim tíma. En í skólanum mínum var þetta "normið". Maður var búinn að sjá svo margt slæmt og svo oft að manni fannst það eðlilegt - eða allavega þorði ekki að hugsa mikið sjálfstætt.

Ég held að þú hafir gert algjörlega rétt með því að fara úr þínum skóla. Réttlæti eða ekki - en etv. er þessi skóli orðinn gegnsýrður af viðhorfum sem ýta undir einelti og annan viðbjóð. Þegar um er að ræða eitt einstakt eineltismál, þá á maður ekki að flýja, en ef um er að ræða gegnsýrt og fársjúkt umhverfi - þá er best að velja betri og meira mannbætandi aðstæður fyrir sjálfan sig.

Ég skrifa þetta út af kommentunum sem koma hér frá skólafélögum þínum. Sum eru eineltisforsprakkar, önnur eru kannski bara að reyna að vernda viðkvæma stöðu sína í þessu sjúka umhverfi - að reyna að lifa af. Sum gera sér eflaust ekki enn grein fyrir því hversu margt er rangt í samskiptamynstri nemenda skólans - flokkadrættirnir og goggunarröðin og grimmdin öll. Sumir telja sig hafa verið að vinna góðverk - á sinn hátt. Eins og þegar ég rétti einhverjum húfuna sína þegar hann lá í drullupolli og búið að sturta úr skólatöskunni hans, og mér fannst ég vera mjög góð. Ég efast um að hann hafi upplifað mikinn náungakærleik á þeim tímapunkti.

Aðrir telja sig hafa unnið mikið góðverk fyrir vanþakklátan krakka - eins og þegar strákarnir settu bekkjarfélaga sinn í sturtu. Það var almennt litið á það í skólanum sem góðverk.

Þannig virðast stelpurnar í "pebbles" eða hvað þær kalla sig líta á sig. Þær telja sig hafa unnið mikið góðverk með því að leyfa þér að vera með. Kannski kallaði það á hugrekki af þeirra hálfu - að rugla aðeins goggunarröðinni í skólanum. Kannski töldu þær sig vera að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að minnka eineltið. Og kannski er það rétt hjá þeim (án þess að ég þekki nokkuð til). Það er nefnilega ekki hægt að ætlast til þess að nokkrir krakkar, sem sjálfir þurfa að verja sína stöðu, geti lagað svona fársjúkt umhverfi. Ef ekki kemur til stuðningur frá skólastjórnendum, kennurum og foreldrum þá endar svona yfirleitt illa, þrátt fyrir góðar fyrirætlanir í upphafi.

Ég skil vel að þú sért reið við þessar stelpur í dag, og þú hefur fullan rétt á því. En það getur líka verið gagnlegt að reyna að setja sig í þeirra spor. Kannski áttu seinna eftir að vorkenna þeim. Þú slappst úr þessu sjúka umhverfi en ekki þær.

Það er á ábyrgð skólastjórnenda, kennara og foreldra að skapa gott umhverfi í skólanum sem öllum börnum getur liðið vel í. Einelti þrífst alls ekki í öllum hópum. Einelti er ekki sjálfsagður eða eðlilegur hlutur. Vonandi verða þessi skrif þín til þess að bæta ömurlegt líf margra barna í grunnskólum í dag.

Þú ert hugrökk og sterk stelpa. Þú ert frábær eins og þú ert.

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:21

13 identicon

Ok ég er nýbúin að segja að þeir sem mótmæla og skammast yfir þessu bloggi og því sem er skrifað hérna séu ekki svaraverðir en ég verð bara að segja nokkra hluti.

Það segir sig sjálft að þið sem farið í svona mikla vörn og komið með skítkast og neikvæðnis komment virðast taka það eitthvað til ykkar og þá er það spurning hvort það sé ekki eitthvað til í því sem Fríða er að segja.

En aftur á móti þið sem gætuð svarið fyrir það að hafa ekki: staðið fyrir, tekið þátt í eða horft upp á eineltið án þess að gera nokkuð og kallið ykkur vinkonu hennar þá er engin ástæða til að taka skrif hennar persónulega til ykkar. En ef þið hafið grun um að hún telji ykkur (sem segjið að þið hafið ekki komið illa fram við hana) hafa lagt hana í einelti þá er þetta blogg ekki vettvangurinn til að ræða það eða vera með skítkast. Þið hljótið þá með góðri samvisku að geta hringt eða farið í heimsókn til hennar og rætt þetta við hana. Ef þið getið það ekki þá get ég ekki ímyndað mér að samviskan sé hrein. 

Einnig kvartið þið yfir nafngreind, málið er að það er ansi stór hópur fólks sem hefur lesið og kemur til með að lesa þetta blogg sem þekkja ekki til og "S", "G", "J" og hvað annað sem hefur eða gæti komið hérna fram hefur enga merkinu fyrir okkur sem þekkjum ekki til. Aftur á móti þið sem þekkið til, fullorðnir og börn, í afneitun eða ekki, af því að þið búið þarna og eruð í skólanum vitið hvort eð er um hverja er að ræða og skiptir engu hvort að fyrsti stafurinn er þarna eða ekki. Það ætti ekki að fara framhjá neinum svona einelti (og hvað þá ef einelti í þessum skóla hefur viðgengist öll þessi ár) og ef það gerir það þá er kominn tími til að börn og fullorðnir verði meðvitaðir um þetta.

Hún er að segja frá upplifun sinni og líðan og sannir vinir virða þær tilfinningar og ræða það þá við viðkomandi ef þeir skilja þær ekki og styðja hana.

Þeir taka það til sín sem eiga það skilið aðrir ekki.

Gangi þér vel Fríða

Kveðja Elísabet

Elísabet (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:34

14 identicon

ég ætlaði ekki að comenta meira en þetta sem ég sagði hérna efst en ég verð bara að segja þetta :

Hvernig haldið þið að okkur í "pebbles" líði ?

Ef þið væruð ásökuð um þáttöku í einelti - og það væri ekki satt - þá er ég viss um að ykkur myndi ekki líða vel ! Og með virðingu fyrir öllum öðrum sem eru að skrifa skoðanir síðar hérna; Hugsið áður en þið skrifið og ekki skrifa ef þið vitið alls ekkert frá hinni hliðinni !

Ég og G**** höfum aldrei lagt Fríðu í einelti en vorum mjög góðar við hana. Það er mjög rangt gagnvart ykkur að benda á okkur og segja að við erum vonda fólkið í þessu öllu saman! Ég er viss um að ykkur myndi ekki líða vel ef þið væruð í okkar sporum, blásaklausar rétt eins og tvíburarnir og allar í pebblEs, og vera sökuð um eitthvað svona hræðilegt! Er það nokkuð ?

kveðja,

Fríða Líf

Fríða Líf (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:35

15 Smámynd: Jóhann Frímann Traustason

Hae elskan leiðinlegt að heyra að þú værir lögð í einelti ,en vonandi ekki meir ,fólk er svo vont ,vonandi gengur þér vel . kær kveðja og baráttukveðjur joi

Jóhann Frímann Traustason, 16.1.2009 kl. 18:42

16 identicon

Mér finnst gaman að lesa þetta og vona að þau sem lögðu þig í einelti sjái eftir þessu. Sá þig í sjónvarpinu og flott hjá þér að geta sagt svona frá.

Siggi (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:24

17 identicon

 Komdu sæl Fríða Líf.

Það getur vel verið að þér finnist þú ekki hafa gert mikið til að verðskulda það að Hólmfríður sé sár við þig. Það breytir hins vegar ekki að hér er hægt að sjá svart á hvítu að eitthvað og einhverjir urðu til þess að þessari stelpu hefur liðið mjög illa.

"Hvernig haldið þið að okkur í "pebbles" líði ?

Ef þið væruð ásökuð um þáttöku í einelti - og það væri ekki satt - þá er ég viss um að ykkur myndi ekki líða vel !"

Ef að ég væri ásökuð um þáttöku í einelti þá myndi ég persónulega hafa beint samband við viðkomandi aðila, komast að því hvað ég gerði sem lét manneskjunni líða svona og vera nógu mikil manneskja til þess að sjá að ég hef valdið öðrum vanlíðan hvort sem ég ætlaði mér það eða ekki, og svo myndi ég biðja manneskjuna afsökunar án þess að búast við því að hún fyrirgæfi mér. Því örin sem við fáum á sálina á þessum  árum rista yfirleitt dýpst af öllum.  

Hvað kemur það málinu við að þér fannst þú reyna að vera næs við hana? Af hverju þurftiru að taka það eitthvað sérstaklega fram. Er það ekki sjálfsagt að maður sé almennilegur við vini sína? Eða var hún kanski bara aldrei vinkona þín.

Hólmfríður hefur upplifað einelti hvað sem þér finnst um það mál. Ég hef engan áhuga á því að skíta þig út eða þína vini. Ég geri mér grein fyrir því að þú kanski trúir í alvörunni að þú hafir ekki gert henni neitt. En á sama tíma skil ég að þú veist í hjarta þínu að Hólmfríði leið aldrei vel í skólanum og hafði ekki sanna vini til að treysta á.

Ef þú og Hólmfríður voruð svona góðar vinkonur og þú og þínar vinkonur alltaf svona almennilegar við hana og ekkert satt í þessu máli hennar, af hverju ertu þá ekki löngu búin að hringja í hana og útkljá þennan "misskilning"? Af hverju myndiru koma inn á þessa bloggsíðu og reyna að rífast um það hvort vinkonu þinni liði illa eða ekki?

Ef vini manns líður illa þá hleypur maður til og reynir að hjálpa, maður reynir ekki að sannfæra vin sinn um að það sé ekkert að.

Ég get fullyrt að þú kemur ekki vel út í þessum kommentum þínum. Sama hvort þér finnst Hólmfríður fara með rétt eða rangt mál þá hefur hún fullan rétt á því að kljást við sín vandamál eins og henni hentar. Þú verður sjálfri þér og þessum "pebbles" félagsskap til enn meiri skammar en nokkurt orð frá Hólmfríði hefur áorkað. Sem er þónokkurt afrek.

Það er enginn í þessum heimi 100%vondur eða góður. Öll gerum við hluti sem hafa góð áhrif og vond áhrif.

Gjörðir þínar og þinna vina hafa haft mjög vond áhrif á jafnöldru ykkar. Hvort sem það var viljandi eða óviljandi, meðvitað eða ómeðvitað.

Þætti þér ekki vænna um sjálfa þig ef þú bæðir hana afsökunar?

Ég veit að ég er ekkert að fara að breyta þinni sýn á hlutina, til þess þekki ég félagslega uppbyggingu stelpuhópa of vel, en gaman þætti mér ef þú gætir áttað þig á því að margar manneskjur geta orðið vitni að nákvæmlega sama hlut en allir haft gerólíka upplifun og minningar frá aðstæðunum.

Það sem stendur á þessari bloggsíðu eru minningar og upplifanir Hólmfríðar. Hver þykist þú vera að ætla að segja henni hvernig henni hefur liðið og hvað hún man. Þín skoðun er greinilega sú að það hafi ekkert með þig að gera......vertu þá annarsstaðar.

Með von um að þú leggir þig fram um að hætta að gera lítið úr tilfinningum annarra.

Anna K.

Anna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:32

18 identicon

Til þín Fríða, vil ég segja að það þarf bein í nefinu til þess að gera þetta sem þú ert að gera og það hefuru svo sannarlega.

Það er eitt sem er verra en að eiga enga vini og það er að eiga þykjustuvini. Vonandi þekkiru sanna vináttu og færð að njóta þín til fulls í lífinu.

Gangi þér vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.

Bestu kveðjur,

Anna K.

Anna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:42

19 identicon

Fríða Líf: Ert þú þá að segja að lýsingar hennar og sögur af þessu einelti séu heill uppspuni?.. að það sé enginn sannleikur í því sem hún segir? Því ekki nokkur manneskja myndi búa til bloggsíðu til að ljúga um það að hún hafi verið lögð í einelti alla sína skólagöngu. Þið eruð greinilega bara ekki nógu þroskaðar til að sjá nokkuð rangt í því sem þið gerið og ég vona innilega, sárt og innilega að þegar þið verið eldri horfiði til baka, sjáið það sem þið gerðuð og skammist ykkar!

"Ef þið væruð ásökuð um þáttöku í einelti - og það væri ekki satt - þá er ég viss um að ykkur myndi ekki líða vel !" ...      nei bíddu nú, er verið að reyna að gera fleiri fórnarlömb í þessu máli, greyið þið!

 Jæja Hólmfríður. Þú ert hetja og þó ég þekki þig ekki neitt og ég vil benda á það að ég er ekki nema nokkrum árum eldri en þú, er ég að rifna úr stolti, að þú hafir guts í að tala svona opinskátt um þetta helvíti sem grunnskólinn var fyrir þér, ég finn það á mér að þú hefur styrkinn að komast í gegnum þetta fyrir fullt og allt, og eins og einhver hefur kommentað áður um, þá breytast hlutirnir í menntaskóla! trúðu mér, gerðu sem best úr þeim, njóttu þess með góðu fólki og bættu upp þessi 9 ömurleg ár með því að rokka menntaskólaárin í tætlur!

Ég lenti sjálf aldrei í neinu einelti, en ég varð vitni af því í mörg ár í skólanum mínum, þó svo að aðgerðir hafi verið betri þar og hlutirnir lagast örlítið með árunum þá var þetta sárt að horfa upp á, ég talaði stundum við yfirmenn skólans og nefndi það sem var í gangi, en ég skammast mín ennþá í dag fyrir að hafa samt sem áður horft upp á þetta án þess að grípa meira inn í en ég gerði. Og ég hét sjálfri mér að ég myndi aldrei! aldrei sætta mig við að horfa upp á eitthvað svoleiðis aftur. Einelti er andstyggð og ég vorkenni krökkum sem fá sig til að koma svona illa fram við aðra manneskju afþví það er örugglega ekki góður hlutur að horfa til baka þegar maður er eldri og vita að maður eyddi æskuárunum í að vera vondur við aðra manneskju. Ég vorkenni þeim. Vorkenndu þeim líka.

Það er alveg með ólíkindum að skólayfirvöld láti svona viðgangast! Það ætti bara að halda ræður yfir krökkum hvert einasta skólaár til að kenna þeim muninn á réttu og röngu og taka harðar á þessu!

Hómfríður haltu áfram að vera svona sterk og segja frá reynslu þinni, þú ert örugglega talsmaður fullt, fullt af krakka sem eru að lenda í því sama og þú lentir í og vonandi lesa þau þetta og fá styrkinn til að sætta sig ekki við þetta!

Með kærri kveðju:)

Ninna

Ninna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:45

20 identicon

æjih greyið! ég vorkenni þér of mikið fríða, og þú Fríða líf, hvernig veistu hvernig henni líður! hugsaðu aðeins út í það! 

ég sá þig í ísland í dag og öll fjölskyldan mín horfði á þig og verkenndi þér innilega með þetta einelti  

það langar engum til að vera lagður í einelti.

lára (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:46

21 identicon

Það er rétt Harpa, ég mátti passa mig aðein þarna á einum stað.

Tobba (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:52

22 identicon

ef fríða væri að segja að einhver hefði nauðgað sér þá þyrfti allavega að rannsaka málið og "nauðgarinn" fengi benefit of the doubt. en afþví að hún segist hafa verið lögð í einelti þá er allt sem hún segir dæmt rétt og allir krakkar í kringum hana dæmdir hálfvitar, aumingjar eða eitthvað þaðan af verra.

 veriði ekki að dæma eitthvað útaf því sem stendur á netinu og þið hafið ekki hundsvit á, efast ekki um að þetta séu fínustu stelpur sem hún er að ásaka. sorry

jónas (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:30

23 identicon

Sæl. Ég var að horfa á þig í fréttunum áðan og vildi bara segja þér að ég er ótrúlega stolt af þér og ánægð fyrir þína hönd að þér er farið að líða aðeins betur! ég sjálf lenti í einelti þegar ég var aðeins yngri og ég skil mjög vel hvernig þér líður! Ekki láta þetta fólk draga þig niður! þú ert svo miklu betri en þau í alla staði.

Guðrún (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:39

24 identicon

Ok mér langaði bara að commenta á hann Jónas.

Sorry það sem þú ert að skrifa hérna á ekki heima hérna ef þú þekkir eitthvað til eða hvað og hefur lesið eitthvað af því sem þessi fallega stelpa hefur skrifað þá hefur verið rannsakað og mikið verið að spá í hvað þessi stelpa hefur gengið í gegnum. Ef þú ert foreldri eða eitthvað þannig (sem lítur út fyrir að vera) ættir þú að skammast þín og þroskast .... varð ekkert lítið reið þegar ég sá þetta comment frá þér.

 Þeir sem hafa ekki aldur til að kenna krökkunum um skulu kenna foreldrunum um!! 

Hólmfríður þú ert hetja.

Hjördís (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:59

25 identicon

vill bara koma því á framfæri að þó þessar sögur kannski snerti marga og allt það þá þarf engan veginn að dæma einn eða neinn í þessu!!......þurfið ekki að hugsa um "pebbles" sem einhverja fávita eða kakkalakka, það sem gerðist gerðist og þurfa þær ekki að þola allt þetta skítkast á sig

ást og kveðja: Gúndi..

BENNI GÚNDI!! (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 03:09

26 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

"Pebbles" og allir aðrir gerendur í þessu máli, mér finnst að þið ættuð að sýna sóma ykkar í því að biðjast afsökunar.  Það sem þið gerðuð var rangt og mjög ljótt og þið fáið þetta allt í bakið síðar.  Þannig er bara lífið.  Þið segist hafa verið "góðar við hana" en ef þið hafið verið sannir vinir þá er sjálfsagt að allir séu jafnir.  Ég vona svo innilega að foreldrar ykkar sjá þetta allt saman og einnig það sem þið eruð að skrifa hér... því þið hafið greinilega margt að fela og vitið sjálfsagt innst inni hvað þið gerðuð rangt.  Þó svo að þið upplifðuð ekki eineltið sem slíkt, þá upplifði hún þetta svona og það sem hún segir um vist sína með ykkur, er virkilega alvarlegur hlutur.  Ég trúi því ekki að þið séuð alveg siðlausar og alveg tilfinningalausar og bíst við því að þið eigið eftir að þurfa að vinna úr þessu í mörg ár.  Ég vona ykkar vegna að þið komið með sannleikann uppá yfirborðið sem fyrst, því fyrr því betra, því annars þurfið þið að burðast með þessar sakir það sem eftir er. 

Meiri hluti þjóðarinnar hefur nú þegar snúist gegn ykkur, svo þið skuluð vanda næstu skref ykkar, því brotið mannorð er erfitt að lagfæra.  Það sem þið hafið skrifað hér inn á bloggið hjá Hólmfríði, lýsir miklum vanþroska ykkar og segir okkur að þarna gerðist eitthvað mikið sem þið viljið halda áfram með.   Þið vilduð hafa þessa bloggsíðu sem áframhald á eineltinu.... en því miður ykkar vegna, standa nær allir með Hólmfríði.  Þið ættuð að handskammast ykkar og farið heim til ykkar og takið til í ykkar hegðun!!! 

og Hólmfríður.... mér finnst að þú ættir bara að nafngreina þessa krakka!  Og gott hvernig þú segir frá þessu því þeir sem þekkja til eiga auðveldara með að rekja það hverjir þetta eru.  Bara gott að upp um þetta ofbeldi komist strax. 

Ég óska þess að þið náið allar dýpri þroska, því þið munuð ekki komast langt í lífinu með þetta viðhorf ríkjandi og þessa hegðun.  Þið eruð ekki smábörn lengur... heldur fer að styttast í fullorðins ár ykkar.  Sýnið ábyrgð og biðjist afsökunar!

Emma Vilhjálmsdóttir, 17.1.2009 kl. 14:21

27 identicon

Sæl Hólmfríður

Ég vil byrja á því að segja hvað mér finnst þú vera ótrúlega sterk að geta komið svona fram og svona ung.  Held að margir ættu að feta í þín fótspor.

En við hina sem greinilega eru gamlir bekkjafélagar að eftir að hafa lesið hverja einustu færslu þá sé ég hvergi að hún tali um ALLA sem einhverjar vondar manneskjur þetta eru nokkrar og aðrar sem að fylgja með því þau þora ekki öðru til að lenda ekki í þessu sjálf. Þessir sem eru fylgjendur þeir fara sennilega heim og líður illa yfir því að hafa komið svona fram og eru að reyna að bæta það upp með því að reyna að vera vinir Hólmfríðar en mistekst því að stjórnandinn hefur of mikil völd yfir þeim. Því vil ég segja við þessar stelpur sem líður illa yfir því að og halda að þær hafi verið komnar undir rangri sök ættu að sleppa því að commenta á síðuna og ef þær vilja gera það þá allavega sagt "Hólmfríður ég biðst afsökunar á því ef ég hef komið illa fram við þig. Ég sé ekki hvað ég gerði en mig langar til að vita það og geta svarað fyrir mér á rólegum nótum án hnífakasts."

En ég sem algerlega utanaðkomandi get ekki lesið út úr því að allar í þessum stelpuhóp hafi verið vondar heldur bara 1 - 3 hinar verið fylgjendur og ekki þorað að standa uppi á móti þeim.

En ég vil líka segja að þetta eru stelpur í 10. bekk og eru ekki enn komnar með þroska til að koma frá sér rétt því sem þær vilja segja ég skil það sem þið vilja segja en þið  eruð alls ekki að koma því rétt frá ykkur. Ég get alveg viðurkennt að ég hef sennilega ekki verið neitt skárri á mínum unglingsárum og það er margt sem ég hugsa öðruvísi en ég gerði þegar ég var í 10. bekk. Ég er ekki að dæma neinn hérna finnst þetta bara frábær síða og ætla að halda áfram að fylgjast með.

Kveðja

Þórfríður Soffía (Toffy)

Þórfríður Soffía (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 17:38

28 identicon

Með fullri virðingu við alla sem halda að Fríða sé að ljúga þá veit ég það að hún er það svo sannarlega ekki.Ég er ári yngri og vinkona systur hennar og það sem meira er þá þekki ég þessar stelpur sem lögðu hana í einelti.OG ég veit að þær eru að ljúga.Mér líður illa að þurfa að umgangast þetta fólkí skólanum og mér finnst persónulega að þær ættu bara að biðja þig afsökunnar Fríða í staðinn.Ég hef líka svolitla reynslu af einelti og ég veit að það getur verið erfitt að benda á sökudólga.En er einhver í raun og veru saklaus.Kannski hafa saklausir einstaklingar ekki gert henni neitt en með því að láta þetta eiga sig og gera ekki neitt þá eru þær jafn sekar og hinar.

Gnagi þér vel elskan mín :*

Díza

Hjördís Nína (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:03

29 identicon

Mér finnst alveg órtúlegt að hún Fríða Líf
commentaði þetta:

"Hvernig haldið þið að okkur í "pebbles" líði ?

HVERNIG HELDURU AÐ HENNI LÍÐI ?!


að leggja hana í einelti fram og til baka.
í yngri áunum mínum hafa verið mikið af einelti við mig of vinkonur.
EN gettu hvað, þessir krakkar þroskast annað en fólk sem ég þekki,
ÞAU BIÐJAST FYRIRGEFNINGAR. Nú til dags.
Eineltið hefur lagast hér.
Útaf því við erum búin að losna við krakka eins og krakkarnir í " Pebbles "
Ég vona að þið prófið að þroskast.
Þótt að þið getið það örugglega ekki.
Þið eruð búin að sanna það fyrir okkur, ykkur og HEIMINN

-Nikki Frænka :)

Nikki (: (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:05

30 identicon

Við göngum í Varmárskóla og við vildum koma með eitt hjérna

í okkar vinahópi þurfum við líka stundum að "panta" að sitja við hliðinna á eitthverri sem okkur langar að sitja við hliðina á. en þó fannst okkur það óþarfi af gellunni að segja þetta við þig, hreinlega bara ógeðslegt.

Okkur finnst samt asnalegt að nafngreina fólk... sona common það veit uppá sig skömmina og líður illa.. það á að fara til Fríðu og biðjast afsökunar.. allavega ætlar ein af okkur ( vinkona hennar btw) að fara til hennar og biðjast afsökunar þótt hún kæmi þessu máli ekki við en kannski er eitthvað sem FRíðu fannst ég gera svo það eina sem getur komið útúr því er að eitthvað batni. Hin af okkur þekkir hana ekkert.

fólkið sem hún nafngreinir líður illa.. við vitum að Fríðu líður illa og hefur liðið illa fr´aþví að þetta byrjaði og það er fjandi langt síðan.. en samt óþarfi að bæta meiri leiðindum á þetta en það er þegar orðið, meikar sens ?

en við styðjum þig Fríða allt til enda veraldar ! (fyrir utan þetta með að nafngreina)

random (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 03:34

31 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

hvar nafngreini ég?  ég er ekki búin að nafngreina neinn!   það eru þeir sem eru að kommenta fyrir hönd þessara stelpna sem eru að nafngreina þær

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 18.1.2009 kl. 14:36

32 identicon

Random, til þín: OK, gott að þú styður Fríðu. Frábært, mér finnst að allir ættu að gera það!

En hún er hvergi búin að nafngreina neinn!

Og hvers lags vinahópur er það nú eigilega að panta hverjum maður situr hjá eða ekki? Á að vera einn sterkur og einn veikur aðili í vinahópnum? Eiga ekki allir að vera jafnir? Ég er á sama aldri og Fríða og aldrei í lífinu mundi mér detta í hug að panta hvort ég sitji hliðina á Jóni eða Gunnu.

Og Fríða, þú ert hugrökk og alger hetja. Og hversu dónalegur getur maður verið. Þetta er bara illa gert.

Birta (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 15:14

33 identicon

nei við erum að segja við fólkið sem er að segja að það eigi að gera það að það myndi bara byrja meira skítkast ..

random (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 15:15

34 identicon

og btw við erum MARGAR í vinahóp svo að það er dálítið erfitt ef að það eru tvær sem vilja setjast við hliðina á sömu stelpunni ! og ef þú ert að kalla okkur dónalegar þá er nú bara eitthvað að því að við erum á þeirri skoðun að gellan sem sagði þetta við Fríðu er algör djöss Drusla ! ;)

random (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 15:18

35 identicon

Og birta þú myndir kannski vilja kíkja á commentið okkar í Réttlæti ? hmmm gæti sagt þér eikkvað ;)

random (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 15:21

36 identicon

Random, ég er alls ekki að segja að þú sért ekki að styðja hana né neitt... bara það að það er dáldið asnalegt að skipuleggja svona... Ég er sjálf í mjög stórum vinahóp, en ég segi ekki hey Jón má ég sitja við hliðina á þér.

Bara að segja að mér finnst þetta asnalegt. :) Engin móðgun, sko.

Birta (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 16:16

37 identicon

okei en  svona er þetta gert hjá okkur til að koma í veg fyrir misskilning og leiðindi

random (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 17:17

38 identicon

Ahahaha, að panta að sitja við hliðina á vinkonu sinni?

Í alvöru? Svo að ég kvóti í Grey's Anatomy: Srsly?! =D

Eru þær þá með svona miða system? Svona rauða græju með gulum miðum eins og í bakaríum? Krúttlegt.

Og til að forðast leiðindi og misskilning? Mean Girls bíómyndin kemur mér til hugar. . .

Að fá að sitja við hliðina á einhverri 'Queen Bee' til að koma þér að og að sýna að þú sért mega svöl og töff og omg og allt það og vona svo í þínu litla hjarta að þú verðir ekki baktöluð um leið og frímínúturnar byrja eða eftir skóla.

Random ég segi þetta vegna þess að ég var í gr.skóla fyrir nokkrum árum og var í svona hóp í 8. og 9. bekk. Ég þekki þetta.

Vera í skólanum, versla í 17 og TopShop, fara í ljós, senda miða í tímum, mála sig á hverjum degi, fara í klippingu og litun og plokkun og litun. . . . . Vera sæt og hlæja að því sem að sætu strákarnir með the hot bods og í flottu fötunum segja. .

Þreytandi tími. Algjörlega. Og þú átt vonandi að það er til svo mikið spennandi og annað en það. Og jújú ég geri ráð fyrir því að þú gerir e-ð annað eins og að æfa fótbolta eða dans eða ert í hestum e-ð, en bíddu bara. Ég tala ekki við neina af mínu grunnskóla vinkonum.

Anyways, þú tókst sem dæmi að kannski vildu 2 stelpur sitja hjá sömu stelpunni og þess vegna þarf að panta. Af hverju sitjið þið 'auka' gellurnar sem að komast ekki að saman. Þið eigið amk eitt sameiginlegt. ;)

Gangi þér allt í haginn og ekki sætta þig við að standa í röð að vinkonum þínum eins og í banka. :)

Kv. Mía.

Mía (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 20:25

39 identicon

takk benni og jónas ^^

Fríða Líf (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 20:29

40 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Panta að sitja við hliðina á vinkonu sinni/vini sínum!  Eruði ekki að grínast?  Erum við ekki að tala um unglinga sem eru í tíunda bekk?  Lítur út fyrir að við séum að tala um lítil börn í sandkassaleik... kannski komin upp í annan bekk?  Ég reyndar hef aldrei heyrt svona barnalegan skrípaleik áður.   Ég á bæði smábörn og eins unglinga tvo sem eru einmitt í "vinsælum vinahóp", en svona hef ég aldrei í lífinu heyrt!  Þetta hlýtur þá að vera einn hallærislegasti eða nördalegasti hópurinn á Íslandi.  Hneyksl!

Emma Vilhjálmsdóttir, 18.1.2009 kl. 22:35

41 identicon

vá... ég vil byrja á að segja þér Hólmfríður að þú ert algjör hetja, að þú skulir þora að opinbera þig sjálfa og öll þessi "ljótu leyndarmál".
ég var í lágafellsskóla á sínum tíma og var lögð í einelti þar, en stöðugir tímar hjá námsráðgjafa og skólasálfræðing hjálpuðu mér og líka hvað ég leyddi allt frá mér, aftur á mót bitnaði einelti frá einnu stúlku sem stjórnaði skólanum algjörlega á náminu minu, ég féll svo rosalega á samræmdu prófunum að þú mundir ekki trúa því en svo gengur mér rosalega vel í menntaskóla, það að þú fékkst að skipta um skóla ættiru að nýta þér vel, eins og þú greinilega ert að gera, brosa allan dagin og hlægja og vera glöð. Svo þegar þú ferð í menntaskóla eignastu enþá fleiri og betri vini:D ég óska þér alls gotts í hagin og endurtek mig hér, þú ert hetja.

 Fríða Líf: ég þekki þig nú alveg ágætlega, og ég vil meina að þú sért nú alveg ágæt í því að leggja fólk í einelti, ég lenti reyndar aldrei mikið fyrir högginu hjá þér, en aðrir hafa gert það og þú mátt líka alveg kíkja aðeins á sjálfa þig og endurskoða kommentin þín hér, ég þekki ekki mikið til þessa mál með Hólmfríði, mér var bent á það frá kennaranum mínum, og þú ert held ég ekkert alveg blásaklaus. eins og þú heldur framm.

 koss og knús til þín Hólmfríður, þú ert æðisleg stelpa. (L)

 p.s. ég kýs að koma framm sem nafnlaus því ég vil ekki að fólk viti hver ég er ;)

nafnlaus (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband