Takk fyrir :)

Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og æðislega falleg komment :

ég mun auðvitað halda áfram að blogga en ætla aðeins að reyna að jafna mig á allri spennunni sem hefur verið að gerast undanfarið eins og margir vita.   viðtalið í morgunblaðinu og sjónvarpsviðtalið í "Ísland í dag"

ég læt hér inn linkinn að  sjónvarpsviðtalinu og greininni á mbl.is :)

-Fríða

greinin á mbl.is;

 http://mbl.is/mm/folk/frettir/2009/01/16/matti_thola_niu_ara_samfellt_einelti_i_skolanum/

 sjónvarpsviðtalið;

 http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=d1df3a67-ee63-4a77-ba83-6bfa84c4f027&mediaClipID=7ce86046-a0b4-4eec-ade6-3131549b91b6


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Sæl Fríða. Þú gerir aldeilis góðverk með því að blogga um eineltið og segja frá því. Þetta er einmitt það sem á að gera - segja frá og þú komst því svo vel til skila. Viðtalið við þig í Íslandi í dag var allt mjög gott, það er eins og þú sért vön að koma fram í sjónvarpi. Þú ert einlæg og hugrökk.

Sigrún Óskars, 16.1.2009 kl. 23:26

2 identicon

Ég veit ekki hvert ég get leitað hjálpar... Ég kommentaði hjá síðunni þinni. Ég heiti Aron Geir. Það er erfitt að lifa. ég get ekki lifað. Það er ekki réttlátt...  Mér líður eins og hver dagur sé heil öld sem er full af hatri og tárum. Ég er hræddur um að líf mitt muni verða sorglegur harmleikur. Ég er að byrja líf mitt og það er erfitt. Ég vil ekki segja neinum þetta. Annars meiða þau mig. . .

Aron geir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:29

3 identicon

Sæl Fríða.

Mig langaði bara til að fá að segja þér að ég er stoltur yfir því að þú skulir standa upp og skrifa um þetta. Einelti er hrikalega vondur hlutur og lenti ég sjálfur í gífurlegu einelti þegar að ég var strákur og alveg út allan gagnfræðaskólann. En ég tók mig bara til og breytti eigin hugsunarhætti og svo ég segi eins og er, bæði við þig og Aron sem kommentar hérna að ofan, lífið kann að virka ósanngjarnt í tímum, en vitið með vissu að allt þetta lagast, bara temja sér bjartsýni og horfa fram á veginn....þið verðið ekki alltaf í skóla, þið farið í háskóla eða út á menntaveginn og þar eignist þið vini, allskonar fólk.

Standið bara föst á þeirri skoðun að þið séuð frábært fólk og endilega byggið upp smá sjálfsálit, það hjálpaði mér sem og að vera brutally bjartsýnn.

Jói

Jóhann Waage (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:22

4 Smámynd: aloevera

  Ég hef aldrei séð aðrar eins heimsóknartölur á blogginu.  Á einum degi fékkstu fleiri heimsóknir en vinsælustu bloggarar fá á mörgum mánuðum.  Þú hefur opnað flóðgáttir umræðu sem greinilega þarf mikla umræðu. 

  Þú ert frábær.  Þú ert klárlega bráðgáfuð og átt auðvelt með að koma á framfæri í texta - og tali - þinni hugsun betur en flestir aðrir.  Þú ert algjör hetja að opna þessa umræðu á þennan hátt og afgreiða hana á þann hátt sem þú hefur gert.  Þú veist áreiðanlega ekki ennþá hvað þú ert að gera mörgum mikið gott með þessu framlagi þínu.  Það þarf sterkan persónuleika til að stíga þetta skref sem þú hefur stigið.  Mjög sterkan persónuleika. 

  Varðandi athugasemdir sem þú hefur fengið frá skólafélögum í Varmá:  Þeir sem reyna að afsaka vonda framkomu í þinn garð eru ekki endilega að mistúlka viljandi það sem hefur gerst.   Krakkar eru óþroskaðir og upplifa sína þátttöku í leiðinlegum atvikum á mismunandi hátt.  Það sem eftir stendur er hvernig þú upplifðir atburði.  Ef þú upplifðir einelti þá er það raunveruleikinn sem þú stóðst frammi fyrir.  Alveg burt séð frá því hvernig aðrir upplifðu atburði.  Um það snýst málið.  Engin/n á að upplifa einelti.  Það er punkturinn.   

aloevera, 17.1.2009 kl. 00:29

5 Smámynd: Jens Guð

  Það er klisja að þeir sem leggja skólafélaga eða vinnufélaga í einelti eigi við vandamál að stríða heima fyrir.  Áreiðanlega er það þó í einhverjum tilfellum.  En ekki öllum. 

  Ég átti hamingjusama æsku en hafði ekki félagslegan þroska sem barn og unglingur til að vinna úr afbrýðisemi.  Á unglingsárum var einn skólabróðir minn flinkari en ég að spila á gítar og átti auðvelt með að semja kvæði.  Án þess að ég gerði mér grein fyrir því á þeim tíma þá tók ég upp á því að lemja hann.  Það var mín aðferð - í vanþroska - til að jafna stöðuna.  Sömuleiðis man ég eftir að hafa verið leiðinlegur við stelpur sem ég var skotinn í.  Í stað þess að reyna við þær þá ataðist ég í þeim með andlegu og líkamlegu ofbeldi.  Af minni hálfu var það ekki illa meint.  Það var frekar þannig að ég kunni ekki aðra aðferð til að eiga samskipti við þær á þessum árum.  

Jens Guð, 17.1.2009 kl. 00:45

6 identicon

Sæl.  Þetta er alveg svakalega gott hjá mér að koma svona fram og þora að segja frá öllu því sem gerðist.  En mig langar að spurja þig að einu og ég vona að þú svarir mér.  Mosfellsbær er nú ekki það langt frá Grafarvogi.  Af hverju í ósköpunum skiptir þú ekki fyrr um skóla?  mig langar bara að vita þetta því að ég veit af persónulegri reynslu að það er oft eina ráðið við einelti.

Katrín (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:54

7 identicon

Sæl Fríða

Ég vil byrja á því að hrósa þér fyrir æðisleg blogg og þvílíkt hugrekki, þú ert svo sannarlega hetja, eins og þú hefur eflaust heyrt oft undanfarið. En það er ekki hægt að segja það of oft.

Sjálf hef ég ekki lent í langvarandi einelti en ég lenti í svakalegu máli þegar ég var í 8.bekk (Er núna á fjórðu önn í menntaskóla). Þar var um líkamsárásir að ræða, lögreglumál, kærur, spítala og m.fl. Þar í hlut áttu ekki aðeins bestu vinkonu mínar á þessum tíma sem höfðu stungið mig í bakið, heldur einnig allt hverfið sem ég bý í. Þær voru með bloggsíðu og þar stóð margt hræðilegt og sálarskemmandi líkt og: ,,Gerðu heiminum greiða og hengdu þig" eða ,,Gerðu það, skjóttu þig, þá þarf ég ekki að gera það sjálf/ur".

Þannig ég svona smá innsýn í þetta allt saman...

En aðallega er ég að gera athugasemd hér til þess að benda þér á námskeið. Það heitir Dale Carnegie og er að vísu mjög dýrt en er algjörlega þess virði. Ég fór á námskeið árið 2006 og fannst það æðislegt. Svo varð ég aðstoðarþjálfari núna sl. haust og það gekk rosalega vel. Aðalmarkmið námskeiðsins er varðandi mannleg samskipti. Þrátt fyrir allt sem þú veist, þá geturðu alltaf lært meira, eins og við öll. Þar lærir maður líka námsaðferðir, maður lærir að sleppa feimninni og stækka þægindahringinn og svo kynnist maður auðvitað mikið af fólki. Þetta er ekki bara námskeið fyrir þá sem hafa lent í einelti, heldur bara fyrir alla. Treystu mér, þetta mun hjálpa þér mjög mikið. Þú myndir fara í 14 - 17 ára hóp.

Sendu mér póst ef þú hefur áhuga á námskeiðinu. Það er í 10 vikur, einn dag í viku í fjóra tíma. Þetta bjargaði mér algjörlega.

Haltu áfram að standa þig svona vel og stattu á þínu.

Sugar (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 01:00

8 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

Katrín;  ef ég á að svara spurningunni sannleikanum samkvæmt þá verð ég að segja að ég bara veit ekki af hverju ég skipti ekki um skóla :/

Sugar ;  takk fyrir ábendinguna, hef hana í huga en veit ekki hvort ég hef efni á að fara í það :/

-Fríða

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 17.1.2009 kl. 01:19

9 Smámynd: Róbert Björnsson

Kæra Fríða,

Það er frábært að sjá hvað þú ert hugrökk og flott - Bestu þakkir fyrir að deila sögu þinni með alþjóð.  Það er gríðarlega mikilvægt að opna umræðuna um einelti og berjast fyrir breyttum hugsunarhætti innan skólakerfisins og í þjóðfélaginu öllu.  Þetta á erindi við okkur öll og ég er viss um að þú hefur hjálpað mjög mörgum krökkum í svipaðri stöðu sem halda að þetta sé allt þeim sjálfum að kenna!

Sjálfur sagði ég mína sögu á youtube fyrr í sumar (sjá hér og hér) og ég fann að það hjálpaði mér...og vonandi einhverjum fleirum.

Bestu kveðjur frá Ameríku,

Róbert Björnsson.

Róbert Björnsson, 17.1.2009 kl. 01:39

10 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

ég einmitt horfði á þetta um daginn og fannst það alveg æðislegt :)  það meðal annars hvatti mig til að segja mína sögu :)  takk fyrir :)

-Fríða

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 17.1.2009 kl. 01:45

11 identicon

Sæl Fríða.

Ég var lögð í einelti í grunnskóla og ég get samsvarað þér í mörgu. Ég varð þunglyndi að bráð og reyndi sjálfsmorð. Þetta er hræðilegur hlutur að ganga í gegnum. Ég er 26 ára í dag og er enn að díla við afleiðingar eineltisins.

 Þú ert miklu hugrakkari en ég var, og margir aðrir. Ég þorði aldrei að tala um þetta og mamma mín vissi aldrei af þessu. Það er frábært að lesa það sem þú skrifar, þvílíkt hugrekki!

Endilega haltu áfram að blogga, þú ert greinilega yndisleg stelpa og átt bjarta framtíð framundan :)

Birta (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 01:48

12 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Fríða: Gangi þér vel. Ég er 27 ára og mátti þola einelti í 8 ár af grunnskólagöngu minni. Í dag er ég búinn að vinna úr flestum mínum málum og líður talsvert vel og tel mig sterkari af reynslu minni. Vona að þú finnir hjá þér styrk til þess að nýta þessa reynslu þína á jákvæðan máta. Mín reynsla hefur verið mér endalaus uppspretta sköpunar og hefur það hjálpað mér mikið. Það var ekki komið blogg þegar ég var á þínum aldri, en ég vona að það komi til með að hjálpa þér. Ég hef fulla trú á að þú sért á réttri braut og þú sýnir fádæma þroska og hugrekki fyrir þinn aldur að hreinlega þora að stíga fram og ræða þessi mál sem eru ekki svo löngu liðin.


Aron Geir: Hertu upp hugann og mundu að það er dimmast rétt fyrir sólarupprás. Talaðu við foreldra þína eða aðra aðstandendur sem þú telur að geti hjálpað þér. Enginn er eyland og það er fólk þarna úti sem vill standa með þér. 

kv.

J. Einar V. Bjarnason Maack.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.1.2009 kl. 02:13

13 Smámynd: Oddur Ólafsson

Þú ert hetja.

Gangi þér vel í lífinu.

Oddur Ólafsson, 17.1.2009 kl. 09:11

14 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Sæl Fríða mín. Ég sá þig á Stöð 2, þú komst mjög vel fram þar. Fríða veistu það að þú ert það sterk persóna að þetta verður BARA auðvelt það sem framundan er hjá þér, skólinn, námið og félagslífið og að lifa lífinu og það á jákvæðan hátt, þrátt fyrir það sem gerst hefur hjá þér varðandi eineltið. Líttu á eineltið sem verkefni sem þú ætlar að leysa á jákvæðan hátt. Hugsaðu til þeirra sem lögðu þig í einelti í Varmárskóla, hugsaðu um það hvað þau eiga bágt, að geta komið svona illa fram við bekkja - og skólafélaga sína. Þeim er vorkunn. Sendu þeim hlýja strauma því þeim líður svo illa, þau eiga það samt ekki skilið en þeim líður bara svo illa í hjörtunum sínum og þér mun líka líða betur með það.  Þú stendur með pálmann í höndunum varðandi framtíð þína. Gangi þér.

Kveðja,

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 17.1.2009 kl. 09:28

15 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Sæl Fríða,

Ég er búin að lesa allar færslurnar þínar, fréttina í  mbl og einnig viðtalið við þig.  Í viðtalinu virkar þú mjög örugg og það er greinilegt að þú ert mjög sterkur persónuleiki sem lætur ekki valta yfir þig.  Þú átt stórt hrós skilið fyrir að þora að opna þetta alvarlega mál. Það er alveg á hreinu að framtíð þín mun vera björt og fyrst þú ert búin að opna þetta mál núna, þá munt þú sennilega ekki þurfa að takast á við afleiðingar þessa ofbeldis á þínum fullorðins árum, sem betur fer ekki.  Þú munt vinna úr þessum erfiðleikum núna, fyrst þú ert búin að opna þetta mál, og þá munt þú eingöngu standa uppi sem sigurvegari.  Þú virkar mjög þroskuð, sterk og staðföst.

Öll erfið reynsla sem við göngum í gegnum, þroskar okkur á endanum.  Þó svo að okkur finnist við ekki geta höndlað daginn í dag, þá veit ég að eftir mikla baráttu og erfiðleika, munum við koma mun sterkari út í lífið, en þeir sem ganga sársaukalaust í gegnum dagana.  Þeir sem komast sársaukalaust í gegnum lífið eiga mun erfiðara með að takast á við smá mótlæti í lífinu á fullorðins árum og gengur mun verr að fóta sig í lífinu.  Þannig að í raun eigum við að þakka fyrir alla erfiðleika sem við göngum í gegnum, þó okkur finnst þeir stundum óyfirstíganlegir, því þeir verða okkur bara til framdráttar síðar á lífsleiðinni.  Við eigum að reyna að finna jákvæða punkta í öllu sem við þurfum að takast á við... þannig mun okkur ganga enn betur í lífinu.  Það er hins vegar ekki hægt að fyrirgefa ofbeldi og einelti sem þú lentir í öll þessi ár og vona ég að gerendurnir verði látnir biðjast afsökunar og borga þér skaðabætur fyrir þann tíma sem þeir reyndu að skemma þitt líf.  Það er smá sárabót, þó það sé ekki hægt að borga dýrmætan tíma með peningum, sem þú tapaðir í vanlíðan, vegna þeirra.  Kannski kennir það þessum einstaklingum líka að hugsa sinn gang í framtíðinni. 

Krakkarnir sem gerðu þér þetta, munu hins vegar þurfa að takast á við sínar gjörðir út lífið þ.e. innri sársauki þeirra og vanlíðan mun fylgja þeim það sem eftir er.  Framkoma þeirra er óafsakanleg og setur stóran blett á þeirra lífsferil. 

Mér finnst óafsakanlegt hvernig skólinn þinn brást þér.  Þú áttir rétt á stuðningsneti í skólanum og mikil mannaskipti samtalsráðgjafa er mjög slæm á slíkum tímapunkti sem þú varst að ganga í gegnum.  Mér finnst mjög athugavert hvernig skólinn komst upp með þetta gagnvart þolanda ofbeldis.  Ég set stórt spurningarmerki við vinnubrögð og hæfni þessara svokölluðu "fagaðila" og "skólastjórnanda" og þeirra sem komu að þínu máli.  Vissulega er erfitt að taka á eineltismáli, en mér sýnist samt á öllu, að vinnubrögðin í þínu máli hafi verið mjög óvönduð og vanhugsuð.  Auðvitað áttu þeir að byrja á því að rannsaka hegðun gerendanna í þessu máli og fá þá til að mæta daglega í viðtöl.  Auðvitað áttu þessir aðilar að fá viðvörun og vera svo vísað úr skólanum, en ekki þú, sem fórnarlamb.  Ég vona að skólastjórnendur hugsi sinn gang og sína framkomu í þinn garð og læri af þessari reynslu hvernig takast á við svo alvarleg mál sem þessi.  Spurning um að þessir aðilar verði látnir biðjast afsökunar á sínum mistökum og að krakkarnir sem gerðu þér þetta, verði settir í meðferð vegna þessa máls.  Þau þurfa greinilega hjálp og ég ætla rétt að vona að fólkið þeirra reyni að sjá að það er eitthvað mikið að hjá þeim og að þau þurfa að ræða alvarlega við sitt fólk.  En þeirra framkoma lýsir þeirra vanþroska vel og þeirra innri manni og ég vona að allt þeirra fólk sjá hvað þau hafa gert þér og hvernig þau hafa reynt að skemma fyrir þér.  Hugsaðu þér samt hvernig það hefði verið ef einhver enn viðkvæmari en þú hefði lent í þínum sporum... einhver sem ekki hefði getað risið upp einsog þú... og hefðu lent í þeim.  Hvernig hefði það farið?  Skólastjórnendur mega líka velta því fyrir sér og eins að gæta þess að aðrir lendi ekki í klóm þessara einstaklinga. En skaðinn er skeður og ekki hægt að taka til baka og þess vegna finnst mér sjálfsagt mál að þessir aðilar verði að gjalda fyrir sínar gjörðir og mistök með því að biðjast afsökunar og borga þér skaðabætur.

Fólk á að hafa það að leiðarljósi að "slökkva ekki á kerti annarra, svo sitt ljós logi betur".   

Lífið er þannig, að það sem við sendum frá okkur, kemur aftur til okkar síðar í einhverri mynd.  Það sannar sig í þessu dæmi... því öll árin sem þessir einstaklingar létu þig þjást... eru að koma til þeirra núna, bara í öðru formi.  Ég vona að þessir einstaklingar nái þroska og sjái hvað þeir gerðu þér og að þeir geri öðrum aldrei slíkt.

Nú er hins vegar mál til komi að stjórnvöld fari inn í þetta mál og skoði hvað fór úrskeiðis í skólanum þínum. 

Emma Vilhjálmsdóttir, 17.1.2009 kl. 11:14

16 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Aron Geir... sendu mér e-mail á emmav@visir.is 

Þú mátt tala við mig og segja mér hvernig þér líður.  Ég get örugglega aðstoðað þig að finna lausn á þínum málum. 

Ofbeldi á aldrei rétt á sér... ekki í neinni mynd. 

Uppgjöf er aldrei lausnin heldur...

Æðri máttur leggur aldrei meira á okkur, en við getum tekist á við.  Þó erfiðleikarnir virðast ófyristíganlegir... er það samt þannig að þegar hurðin skellur í lás, er "Guð að reyna að benda okkur á opnu dyrnar skammt frá".  við sjáum það ekki í svartasta skammdeginu en það birtir til um síðir, og þá sérðu hvað ég átti við. 

Endilega sendu mér mail.

Gangi ykkur sem allra best!

Emma Vilhjálmsdóttir, 17.1.2009 kl. 11:22

17 identicon

Sæl Fríða

Þar sem þú ert í 10. bekk stendurðu frammi fyrir erfiðu vali í vor, valinu á framhaldsskóla. Þar sem þú ert mjög klár og velgefin stelpa vil ég benda þér á að skoða þann möguleika að fara í MR.
MR er mjög sérstsakt samfélag þar sem hver og einn fær að vera nákvæmlega eins og hann er og allir virða það.
Í grunnskóla átti ég næstum enga vini og þegar ég byrjaði í MR þekkti ég engan, ekki sálu en núna 2 árum síðar hef ég eignast mína bestu vini sem ég veit að eiga eftir að verða vinir mínir um ókomin ár.
Í MR ríkir sérstakur andi. Það má líkja honum við stóra fjölskyldu þar sem öllum þykir vænt um alla. Það eru rétt rúmlega 800 nemendur í skólanum þannig að hann er ekki næstum eins fjölmennur og margir aðrir framhaldsskólar og það gerir það að verkum að við erum sterkari heild. Bekkjarkerfið er líka heillandi því að bekkirnir standa saman og mynda góðan hóp. Ég þekki ófá dæmi um það að bekkir sem útsrifuðust á 8. áratugnum og fyrr eru að hittast á ''bekkjarkvöldum'' enn þann dag í dag. Fólki þykir svo vænt hvort um annað, skólann sinn og bekkinn að það vill ekki missa félagsskapinn þrátt fyrir að fólk hafi tekið ólíkar stefnur í lífinu.

Í MR er námið krefjandi en jafnframt skemmtilegt og félagslífið er frábært þar sem allir fá að vera með.

Það sem mér finnst standa upp úr í MR er það hvað allir bera mikla virðingu fyrir skólanum sem samfélagi og öðrum nemendum óháð því í hvaða bekk þeir eru.
Fjölmargir nemendur vinna saman að því að gera árshátíðir okkar sem glæsilegastar, þær 2 sem eru yfir skólaárið. Samvinnan er svo mikil. Við keppum í Gettu Betur, við keppum í Morfís og fleiri keppnum þar sem allur skólinn stendur saman og allir eru stoltir af því að vera eins og þeir eru.

Sumir segja að þetta sé svona í öllum skólum. Ég segi, nei, þetta er ekki svona í öllum skólum. Ég hef skoðað marga skóla og kynnst andanum þar í gegnum félaga og vini. MR er einstakur skóli.

Endilega skoðaðu þennan möguleika að fara í MR og við tökum fagnandi á móti þér.

kynning skólafélagsins á MR '07: http://kynning.mr.is/ 
Skólafélagið : www.skolafelagid.mr.is
MR: www.mr.is

MR-ingur (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 12:45

18 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Sæl Fríða!

Takk fyrir að vera svona sterk og hugrökk og koma fram með þína sögu. Það ætti að hrista upp í kennurum og skólastjórnendum og fá þá til að skoða stöðuna innan sinna skóla, en þeir eru því miður oft í bullandi afneitun hvað einelti varðar. Þetta segi ég því ég þekki það af eigin raun. Sonur minn mátti þola þennan viðbjóð í alltof mörg ár og eins og þú segir sjálf, þá var það alltaf HANN sem var vandamálið, HANN sem átti að breytast, HANN sem var sendur til skólastjórans þar sem skammirnar dundu á honum, HANN sem var sendur til námsráðgjafa, sálfræðings, félagsráðgjafa og á barnageðdeild í viðtöl....þar sem fræðingarnir hristu hausinn því þeir fundu EKKERT AÐ HONUM...

Við fengum nóg einn daginn og hann fór í tíunda bekk í annan skóla...og ég ætla ekki að segja þér hvílík breyting varð á öllu í hans lífi. Hann NAUT SKÓLAGÖNGUNNAR í fyrsta skipti í mörg mörg ár....fannst GAMAN í skólanum og sópaði að sér vinum.

Hann er á fyrsta ári í menntaskóla núna og er hinn glaðasti, á fullt af vinum og nýtur þess að vera til.

Samt sem áður er hann mjög litaður af þessu fjandans einelti...er varkár, treystir fólki ekki og fer af staðnum ef honum liður illa, svo einhver dæmi séu tekin.

 Ég og pabbi hans höfum miklar áhyggjur, við erum hrædd og veltum því oft fyrir okkur hversu vel eða hreinlega hvort hann hafi unnið eitthvð úr þessu öllu saman, hann er með marblett á sálinnisinni og við óttumst afleiðingarnar.

Við fylgjumst óeðlilega mikið með honum, hvert hann fer, með hverjum, hversu lengi ætlar hann að vera þar og svo framv.

Hann hefur aldrei sýnt merki um þunglyndi eða neitt þess háttar, en það segir kannski ekki allt um hvernig honum líði innra með sér. Hann segist hafa fyrirgefið...en er það hægt? 

Ég er svo glöð að þú skulir stíga fram og vekja athygli á þessu málefni....það má aldrei hætta að tala um það...það er eina leiðin til að uppræta það. Svona á enginn að þurfa að þola...að á enginn "skilið" að líða svona ömurlega og það er ekki fórnarlambinu að "kenna" eða réttlætir á neinn hátt það að gerendurnir hegða sér svona.

Hjartans þakkir duglega stelpa og bjarta framtíð! 

Bergljót Hreinsdóttir, 17.1.2009 kl. 12:46

19 identicon

Þú ert frábær stúlka. Takk fyrir að deila þessu með okkur. Þú ert trúlega að hjálpa mjög mörgum. Tek undir orð Bergljótar að má aldrei hætta að ræða þetta.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 15:00

20 identicon

Sæl Hólmfríður

Vildi bara segja þér að þú ert mjög hugrökk að koma fram og segja þína sögu og voandi mun það hjálpa þér að vinna úr þessu öllu saman!! :)

 En síðan langar mig líka til að benda öllum á það að það er ekki hægt að skella allri skuldinni á varmárskóla né þann skóla sem eineltið fer fram í því ég er alveg viss um að það fari fram í einhverri mynd í hverjum einast grunnskóla landsins og það eru alltaf margir aðilar sem koma að svona málum og fólk mis hæft að takast á við svona mál. Vandinn gæti verið skólinn, foreldrar geranda og eða foreldrar  fórnalambsins.

Íbúi í Mosfellsbæ (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 18:50

21 identicon

Ég var lagður í einelti af börnum á sama aldri, kennurum og samfélaginu í heild sinni frá fyrsta ári grunnskólagöngu minnar. Ég flutti sumarið eftir 4. bekk frá staðnum þar sem allt saman hófst, foreldrar mínir höfðu fengið nóg og mér leið líklegast alls ekki vel. Á nýja staðnum hélt eineltið áfram, varð ef til vill aðeins verra ef eitthvað. Skólastjórinn lét alltaf sem ekkert væri að og tók þátt í eineltinu. Foreldrarnir stimpluðu mig sem vandræðagrip og leiddi það til þess að ég varð fyrir aðkasti frá börnunum.

Í stað þess að skipta enn og aftur um skóla, vera reiður eða leggjast í djúpt þunglyndi tók ég ákvörðun. Af hverju að hafa áhyggjur af þessu ? Ég skipti um gír og hætti að verja mig fyrir samfélaginu, hætti að biðjast afsökunar á því að vera eins og ég var, í stað þess að leitast eftir samþykki samfélagsins þá ákvað ég að samþykkja ekki samfélagið. Ég var ekki reiður eða í leit að réttlæti, ég vissi að heimurinn myndi gera það fyrir mig. Ég varð ekki dapur því ég gerði mér grein fyrir því að þetta fólk vissi ekki betur, gerði sér ekki grein fyrir þeim skaða sem það væri að valda. Þetta gerði ég í byrjun 9. bekkjar. 

Þegar að ég hætti að leita samþykkis samfélagsins þá breyttist líf mitt. Ég hætti að vera neikvæður sem gerði það að verkum að starfsfólk skólans kom betur fram við mig, varð vinalegt [að sjálfsögðu voru sumir kennarar sem hættu ekki en það skipti engu máli]. Foreldrarnir fóru að sjá mig í öðru ljósi, ég var ekki lengur ógnandi eða furðulegur sem gerði það að verkum að ég var ekki lengur aðalumræðuefnið við matarborðið og ekki stimplaður sem vandræði. Í kjölfarið sáu krakkarnir að ég var bara ágætis manneskja, dæmdu mig eftir því hver ég var, ekki eftir því sem þeim var sagt sagt um mig.

Það sem ég er að segja er, þetta snýst ekki um að fyrirgefa. Þetta snýst ekki um að hefna sín. Þetta snýst ekki um að syrgja þá æsku sem hefði getað verið svo allt öðruvísi. Við getum ekki breytt fortíðinni. Við getum hinsvegar ráðið því hvaða mynd líðandi stund tekur og við getum haft áhrif á framtíðina. Það hjálpar frekar að hafa hugann við líðandi stund og framtíðina í stað þess að horfa sífellt til fortíðarinnar. Þannig vann ég úr mínum málum, ekki með hefnd eða fyrirgefningu held samþykki.

Flott blogg hjá þér, mikilvægt að vekja athygli á einelti því svo allt of margir láta eins og að það sé ekki meira en léleg draugasaga.

18 (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 18:53

22 identicon

Elsku Fríða.Það er ótrúlega leiðinlegt að þú hafir þufrt að þola svona mikið og þú bara verður endilega að halda áfram að segja sögu þína því hún virkilega snertir við fólki.Það er kannski spurning um að skrifa bók um þetta.Það myndi ég allavega gera.Bara mundu að það sem þú segir alltaf við mig það á ekki síður við um þig.Þú ert yndislega og æðisleg og frábær og skemmtileg og fyndin.Sé þig vonandi bráðum.Þangað til :*

XOXOX Díza

Dísa (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 20:29

23 identicon

Þú varst æðisleg !
loksins þorði eitthver að tilkynna þetta fyrir öllum á íslandi að ástandið er ekki bara eitthvað sem fer burt með tímann!!!
Sem betur fer í skólanum mínum er gert í þessu strax!


elska þig <3

-Nikki Frænka :)
þú ert eftir að breyta þessu öllu!!
breyta einelti.
láta laga þetta !
ég er mjög mjög stolt af þér !

Nikki (: (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:10

24 identicon

Kæra Fríða, þú ert greinilega yndsleg og mjög hugrökk manneskja, en sem verr er að margt slæmt hefur hefnt þig... og það er auðvitað óréttlátt, það er alltaf óréttlátt þegar fólk er lagt í einelti, ég var sjálf lögð í einelti en ekki grófu einelti og það lagaðist/lagast vel..., ég vil bara þakka þér yfir ða deila þessu með okkur því þá getum við fundið það út hvað við erum heppin að eiga vini og að enginn skuli stríða okkur á nokkurn hátt, ég vil líka þakka þér fyir að skrifa um þetta því það hjálpaði mér að skilja það sem ég var í og gera mér grein fyri því að drepa sig er ekki rétt aðferðin og að eineltið sem ég lennti í er ekki jafn alvarlegt og sum einelti :) Svo þakka þér innilega fyrir, þú ert algjör hetja!!!

Kærar Kveðjur Sigga Þ

Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband