svar

þótt að þessum krökkum sem eru að svara fyrir hönd þessara stelpna er ekki vert að svara, þá hef ég ákveðið að skrifa hérna smá færslu/svar.

Ég nefni hvergi nöfn,  hvar sjáið þið nöfn?   þið eruð að tala um það hvað þeim líði illa en þið gerið ykkur ekki grein fyrir því að mér leið illa i 9 ár útaf eineltinu.     margir segja að þetta séu bara einstök tilfelli og að það sé ekki einelti.   Þetta voru ekki bara einstök tilfelli heldur var mikið ítrekað, td. þegar þær hunsuðu mig og buðu mér ekki í mikið af því se þær voru að gera, það var ítrekað gert aftur og aftur og aftur.  Það að þær görguðu á mig að ég væri ömurleg og ógeðsleg,  var líka ítrekað atferli hjá þeim. Það er mikið fleira sem þær gerðu við mig sem ég er bara ekki búin að nefna hér á þessari síðu.  Þetta eru bara einstök tilfelli sem ég skrifa á síðuna bara til að gefa dæmi um það hvernig komið var fram við mig!   Og þeir sem eru að halda því fram að ég sé að ljúga, vil ég bara segja þetta;  af hverju í ósköpunum ætti ég að ljúga um eitthvað svona?  af hverju ætti ég að ljúga um svona lagað á bloggsíðu, í viðtali við morgunblaðið og í sjónvarpsviðtali í "Ísland í dag".

Þessi síða er mín aðferð við að vinna úr mínum tilfinningum,  þetta er ekki síða til að koma með skítköst á þessar stelpur!     Eina ástæðan fyrir því að þessar stelpur taka þetta svona nærri sér er sú að þær vita upp á sig sökina.

Svo vil ég benda á að ýmis af þessum kommentum eru frá krökkum sem voru ekki einu sinni í skólanum þegar þetta átti sér allt stað,  eins og td. Benni Gúndi og Fríða Líf.  

 

Ég bara bið ykkur um að leyfa mér að gera þetta í friði.

 

En ég vil þakka öllum hinum sem komu með falleg komment og góð ráð.  Ég met það mjög mikils.  

Takk fyrir

-Fríða

ps.  ég fékk eitt komment hérna þar sem sagt var að það væri nýbúið að skipta um skólastjóra og að þær séu að gera gott í dag.      Það er nefnilega ekki satt,  það var önnur þeirra sem sagði við mig að þetta hefði gerst í þriðja bekk, ég ætti að gleyma þessu og ekki tala um það!    vildi bara koma því á framfæri!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við vildum bara segja Fyrirgefðu ef það sem við höfum verið að segja hljómi eins og þú Hafir verið að nafngreina fólk.. við meintum það ekki þannig heldur til fólksins sem vilja að þú nafngreinir en við vitum að þú ert of góð manneskja til þess ;)

og er alveg sammála þessu með skólastjórnenduna,, þetta hefur EKKERT breyst

þú ert alveg yndisleg manneskja Fríða og við vitum að þú hefur átt erfitt, alveg mjög erfitt og að þetta sem henti þig áttiru alls ekki skilið..

Fyrirgefðu allt sem við höfum sagt ef það hefur móðgað eða látið þér líða illa :(

við viljum það alls ekki

random (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 15:53

2 identicon

sá þessa síðu í morgunblaðinu og ákvað að kíkja, þetta er slæmt eitthvað biturt fólk hérna:S, en vonandi er allt orðið betra og ég vona að þér gangi vel í framtíðinni og ég ætla halda áfram að lesa bloggin þín :)

Kv. María

María (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 16:07

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sá þig í Íslandi í dag og þú mátt vera hreykin af þessu framtaki þínu. Varðandi þessar leiðindaathugasemdir vil ég bara segja að það skiptir enginn um skóla að gamni sínu, það gerir maður ekki fyrr en allt er komið í hönk.

Helga Magnúsdóttir, 18.1.2009 kl. 16:27

4 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Flott hjá þér Hólmfríður mín, þú ert á réttri braut. Ekki einu sinni svara þessum krökkum sem eru að pexa eitthvað hér á síðunni hjá þér.  Þau ættu að skammast sín og sjá sóma sinn í því að vera ekki að tjá sig hér á þínu bloggi. Svo finnst mér það líka til skammar af skólastjórnendum skólans að tala svona til þín þegar þú varst í Varmárskóla. Ég hélt að skólastjórnendur og kennarar væru uppeldismenntað fólk.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 18.1.2009 kl. 21:27

5 identicon

Sæl og blessuð!!!

 Kærastinn minn sendi mér linkinn á síðuna þína eftir að hafa lesið um þig í Mogganum. Mér finnst glæsilegt hjá þér að skrifa þig frá þessu á þennan hátt og það lýsir miklu hugrekki að mínu mati.

 Sjálf veit ég fullkomlega hvað þú hefur þurft og ert að ganga í gegnum því það sama gerðist hjá mér. Ég var lögð í andlegt og líkamlegt einelti frá átta ára aldri og þar til ég einmitt gekk út úr skólanum (reyndar Réttarholtsskóla) í október ´93 og sagði "ekki meir takk".

Ég skipti um skóla og allt breyttist, eignaðist vini og uppgötvaði að það var ekki ég sem var ömurleg heldur krakkarnir sem beittu mig ofbeldinu (og ekki gleyma því að einelti er ekkert annað en ofbeldi og þeir sem beita því eru ofbeldisseggir...)

Mundu bara að það getur tekið langan tíma að vinna sig út úr þessu (ég er enn að þó ég sé að verða þrítug) og það er allt í lagi.

Þú ert dugleg og ég mun fylgjast með þér:)

Bestu kveðjur, Elva Dögg Gunnarsdóttir...

Elva Dögg (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 22:14

6 identicon

Ein spurning: Er búið að láta skólastjóra, þáverandi og núverandi, vita af þessu ástandi í þessum guðsvolaða skóla??

Drífa (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 23:03

7 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

ef þú ert að tala um varmárskóla,  þá er svarið;  já, oft og mörgum sinnum,  þetta er meira að segja búið að fara í gegnum nemendaverndarráðið !

-Fríða

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 18.1.2009 kl. 23:53

8 identicon

Sæl Hólmfríður.

Mér finnst frábært hjá þér að setja þetta á netið og ég ætla að vona að það hjálpi þér. Sjálf lenti ég í andlegueinelti í grunnskóla og ég skipti um bekk og ekkert gekk, bæði ég og eina og besta vinkona min lentum í útilokun og þess háttar. Ég fann líka til þess að ein ákveðin stelpa sérstaklega vildi ekki að ég ætti vinkonur og reyndi hvað sem hún gat til þess að ég væri helst alltaf ein og ætti ekki vini, það er ógeðsleg framkoma og tilfinningin sem henni fylgir er hræðileg. 

Þetta lagaðaist sem betur fer allt á endanum og núna er ég komin í Framhaldsskóla og ég valdi mér skóla þar sem engin úr gamla skólanum mínum var. Ég hef eignast fullt af mjög góðum vinum og lífið mitt hefur breyst til muna.

Ég vona að hlutirnir fari að ganga betur fyrir sig hjá þér vegna þess að það á engin það skilið að líða illa yfir einetli og það á engin a þurfa að verða fyrir einelti. Svo er manni alltaf bara sagt að þetta sé af því að gerandanum líður illa, hann eigi bágt þess vegna verði hann ða láta öðrum líða illa, það er kannski satt.. en það er ekkert til að gera hlutina sanngjarna. Og það er alveg rétt hjá þér að það er alltaf bara reynt að breyta fórnarlambinu... en ekkert gert í gerandanum, sem er svo vitlaus aðferð...

Endilega halltu áfram að skrifa hér, ég er viss um að það hjálpar fólki, það hjálpar mér líka að rifja upp minningar úr minni grunnskólagöngu..

Bestu Kveðjur..

L. (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 23:55

9 Smámynd: Zaraþústra

Sæl!

Það er afskaplega leiðinlegt að þú hafi orðið fyrir einelti.  Ég er samt ekki viss um að þetta sé besta leiðinn til þess að takast á við það.  Ég er ekki að leggja neinn dóm á þig, taktu það ekki nærri þér þó ég reyni að gefa þér ráð.  Ég hef enga reynslu af því að verða fyrir einelti, hins vegar hef ég þurft að kljást við þunglyndi og sjálfsmorðshugleiðingar, en það er meðfætt og er engum að kenna.  Mér finnst gagnlegt að tala um þessar tilfinningar en það hef ég alltaf gert nafnlaust eða hjá sálfræðingi sem ég hitti annars ekki dags daglega og hann er bundinn þagnareið.  Þó það sé gott að tala um tilfinningar sínar þarf það ekki að vera fyrir allra augum ef þú skilur hvað ég á við.

Nú þegar þú skrifar undir nafni og skrifar um erfitt og ögrandi mál ertu að setja sjálfan þig og aðra í erfiða stöðu.  Þó þú nefnir enginn nöfn er ekki nema stigsmunur á því að tala um jafnaldra þína og til dæmis nefna tvíburana, því þú skrifar undir nafni.  Það er afar sjaldgæft að fæðast tvíburi, mig grunar að þeir hafa ekki verið margir í skólanum þínum á sama aldri.  Þannig að þó svo þú nefnir engin nöfn ertu á gráu svæði.  Þú ert kannski ekki meðvitað að reyna særa þetta fólk en það gæti vel verið að þú sért að því, það er alveg augljóst að nokkrir átta sig á því um hvern er verið að tala. Þó svo að þessi börn hafi verið þér grimm ættir þú að reyna að hlífa þeim, þessir krakkar voru og eru óvitar og munu líklegast sjá mjög eftir þessu þegar þau hafa þroska og skynsemi til að skilja það sem þau gerðu.  Þeir sem leggja í einelti ungir eru sjaldnast af því vegna þess að þeir njóta þess að sjá aðra þjást, það gera afar fáir einstaklingar og þeir eiga við geðræn vandamál að stríða, þessir krakkar eru oftast að reyna bæta eigin sjálfsímynd en gera það án þess að hugsa um þá sem athæfi þeirra bitnar á.

Núna ert þú í þeirri stöðu að reyna að bæta eigin sjálfsímynd og vinna úr tilfinningum þínum, gerðu samt ekki þau mistök að láta það bitna á öðrum, jafnvel þótt þú ætlir þér það ekki.  Ég mæli með því að þú skrifir nafnlaust um eineltið (og minnist ekki á skólann o.s.frv.) og leitir aðstoðar hjá geðlækni varðandi þunglyndið (þó þú finnir ekki fyrir því í augnablikinu, það er ekki víst að þunglyndið tengist bara eineltinu og þú getur fundið fyrir því aftur, forvörn er best).

Gangi þér sem best í lífinu!

Zaraþústra, 19.1.2009 kl. 00:10

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hólmfríður. Aldrei að hlífa neinum í eineltisumræðu. Allir sem taka þátt í einelti bera SJÁLFIR ábyrgð á því og eina ráðið til að fá þá til að hætta því er að refsa þeim harðlega fyrir það, rétt eins og þegar fullorðið fólk er sett í grjótið fyrir að brjóta af sér.

Þú hlífir greinilega ekki sjálfri þér í þessari umræðu og krakkar í grunnskóla eru ekki óvitar. Hvað þá kennarar og skólastjórar.

Þessi umræða hér ætti að vera lesin og stúderuð af ÖLLUM grunnskólanemendum. Einelti á sér stað í öllum grunnskólum og á flestum vinnustöðum.

Gangi þér vel í þessari umræðu og lífinu öllu, Hólmfríður mín.

Þorsteinn Briem, 19.1.2009 kl. 02:21

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einelti í grunnskólum og á vinnustöðum er GLÆPUR.

Þorsteinn Briem, 19.1.2009 kl. 02:33

12 identicon

Tek undir þetta með Steina Briem. Af heilum hug. Gangið þér vel

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 06:29

13 identicon

Þú fattar það að þú hefur engann rétt til að vera boðin í hitt og þetta með skólafélögum þínum?

Og þú fattar það líka að það er málfrelsi á Íslandi, ég sé ekki betur en á hverjum einasta laugardegi fá sumir alþingismenn að heyra mun verri hluti en það sem þú hefur lýst hér, og ekki sé ég þá stofnandi bloggsíður og vælandi eftir athygli.

Mikið er það líka ofsalega áhugavert að 3/4 af notendum blogg.is telja sig hafa verið lagðir í "einelti", er það ekki í mótsögn ef við reiknum með að blogg.is sé ekki meint hæli "eineltis" fórnarlamba?

Siggi (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 06:54

14 identicon

"Hólmfríður. Aldrei að hlífa neinum í eineltisumræðu. Allir sem taka þátt í einelti bera SJÁLFIR ábyrgð á því og eina ráðið til að fá þá til að hætta því er að refsa þeim harðlega fyrir það, rétt eins og þegar fullorðið fólk er sett í grjótið fyrir að brjóta af sér.

Þú hlífir greinilega ekki sjálfri þér í þessari umræðu og krakkar í grunnskóla eru ekki óvitar. Hvað þá kennarar og skólastjórar.

Þessi umræða hér ætti að vera lesin og stúderuð af ÖLLUM grunnskólanemendum. Einelti á sér stað í öllum grunnskólum og á flestum vinnustöðum.

Gangi þér vel í þessari umræðu og lífinu öllu, Hólmfríður mín."

Ert þú eitthvað geðsjúkur?

Erum við ekki að tala um vanlíðan einnar stúlku, sem er hérna hægri vinstri að tjá sig í fjölmiðlum og á þessari síðu?

Og er þá ekki gríðarleg hræsni af henni að skapa vanlíðan með því að reynað vinna úr sinni eigin?

Hvað ætlar þú að segja? "þær byrjuðu" ?

Þá ert þú klárlega barnið í þessu máli.

Einnig tek ég undir með Sigga.

Bara sorry - Fólk er svo gríðarlega áhrifagjarnt að það er rosalegt.

Gummi (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 09:13

15 identicon

Einelti er hræðilegt og ég er ósammála ráðleggingum að Hólmfríður ætti að ræða þetta undir dulnefni opinberlega eða sleppa því.

Einelti er og hefur alltaf verið til staðar, því miður. Takk fyrir Hólmfríður að vekja athygli á þeim ófögnuði sem einelti er, samfélagið okkar þarfnast þess. Með því að tala um þetta opinberlega og vekja upp þennan draug hjálpar þú eflaust mun fleirum en þig mun nokkurn tíman gruna. Það sem meira er að þú hefur vafalaust vakið fleiri til umhugsunar, þá sem illa koma fram við aðra og þá sem standa hjá og fylgjast með.

Ég veit hversu erfitt það getur verið að leiða hjá sér illar tungur eins t.a.m. þau tvö komment sem hér eru á undan, reyndu að leiða hjá þér ómálefnalega umræður og komment. Öll þannig skrif bera vott um óþroska, æsing og hörundsærindi, það er sóun á orku að hugsa of mikið um þess háttar skrif.

Er eflaust mjög ruglingslegt að fá ráð úr öllum áttum en mér sýnist þú vera ákveðin og sterk stelpa sem veit hvað hún vill.

Gangi þér vel! 

Lísa (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 11:16

16 identicon

Hæ ég gef þer hérna lítið ljoð sem ég samdi fyrir mörum árum

Einelti




Í myrkrinu vakir hann veikur
og vonsljór um betra líf
við mennina hræddur svo smeykur
með sár eftir illskunnar hníf

Þeir áttu hans andvökunætur
þær ætlar hann þeim öllum að gjalda
því að hatrið með grimmdinni grætur
og geldur því skuldina þúsundfalda

Eftir háðung og spott í lífinu stutta
skal ferðinni heitið yfir í annað
endapunkt smellt á með einum putta
paradís fundin og landið þar kannað



Viddilitli
1977-

Viðar Örn Sævarsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 12:07

17 Smámynd: Zaraþústra

Steini Briem, þú refsar ekki börnum með því að gera þau að athlægi opinberlega (með einelti í raun, netheimur gegn nokkrum stúlkum), það er rangt sama hvað þau hafa gert af sér.  Ef tilgangurinn með þessu bloggi er að vinna úr eigin tilfinningum og hjálpa öðrum þá er enn frekari ástæða til þess að taka þessa krakka ekki sérstaklega fyrir.  Þetta ætti að snúast um það að Hólmfríður vinni úr sínum tilfinningum (eins og hún segist sjálf vera að gera) og auka umræðu um einelti til þess að hjálpa öðrum.

Zaraþústra, 19.1.2009 kl. 14:17

18 identicon

tek undir með Gumma!

það er engan vegin verið að vinna rétt úr málunum ef það eina sem þið gerið er að brjóta niður gerendurna (sem þið allavega teljið) og stimpla þær bara sem eitthvað helvítis pakk!

þið ættuð núna að fara að líta aðeins í eigin barm og sjá hvernig þessi síða er orðin

og þið sem teljið að þið séuð að gera Fríðu gott og setjið útá allt sem ég skrifa, eina sem þið eruð að gera er að auka allt helvítis dissið á pebbles... þær eru eiginlega bara orðnar fórnarlömbin í þessu

--Benni Gúndi!

BENNI GÚNDI!! (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 14:35

19 identicon

já Benni þær eru búnar að vera fórnalömb núna í 12 daga......................aðeins 3273 dagar eftir

Daja (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:18

20 identicon

mm Daja, eins og ég segi

líttu í eigin barm ef þú ætlast til þess að ÍSLENSKA ÞJÓÐIN leggi stelpur í rúst fyrir eitthvað sem þær eru sagðar gera Í GRUNNSKÓLA...

átt þú ekki að vera ein af þeim þroskuðu í þessu máli OG KOMA Í VEG FYRIR EITTHVAÐ SVONA!!

--Gúndi

BENNI GÚNDI!! (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:50

21 identicon

Er þetta virkilega grundvöllurinn til að tala um hvort hún sé að gera rétt eða rangt?

 Hún er ekki að drulla yfir neinn, hún er ekki að nefna nein nöfn. Hún er opna umræðu, sama hvort þið eruð sammála henni með leiðina til þess eða ekki.

Auðvitað er rangt af öllum að koma hér inn á og óska hinum stelpunum alls ills, þær gerðu mistök en þær þurfa samt að læra af þessum mistökum

Þessi síða ætti bara að vera grundvöllur fyrir jákvæð og uppbyggjandi komment sem koma Fríðu við, ekki fyrir neikvæð komment í garð annarra.

Hugsið áður en þið skrifið hér inn á!

Anna

Anna (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 16:32

22 identicon

sammála önnu

Ásta (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 17:17

23 identicon

Benni ertu talsmaður fyrir þessar stelpur því þær þora ekki að tala sjálfar?

 Ég má alveg drulla yfir þær eins og mér sýnist, sem ég ætla að vísu ekki að gera bara út af einsækrri virðingu fyrir Fríðu.

Þú kemur hingað inn og lýsir því yfir hvrsu yndislega þessar stelpur séu, sem þýðir ekkert annað en þa að þú truir ekki því sem Fríða hefur sagt um þær, því að yndislegt fólk gerir ekki svona hluti. Og áður en þú færð eitt kasstið enn hérna, þá eru þær búnar að vera fínar við þig en ekki Fríðu.

 Jú það er satt ég á að vera ein af þessum þroskuðu í þessu máli og koma í veg fyrir svona lagað, en þegar maður er búinn að horfa í 9 ár upp á frænka sýna þjást yfir því hvernig þessar stelpur hafa komið fram við hana þá er reiðismælinn löngu orðinn fullur.

líttu í eigin barm ef þú ætlast til þess að ÍSLENSKA ÞJÓÐIN leggi stelpur í rúst fyrir eitthvað sem þær eru sagðar gera Í GRUNNSKÓLA...

þetta finnst mér toppurinn á því sem þú hefur sagt á þessu bloggi! Þessar stelpur eru ENN í grunnskóla og hafa ENN tækifæri til að halda áfram að haga sér svona!!!

Það er ekki eins og við séum að tala um fullorðið fólk sem gerði þetta í æsku og líður fyrir það núna!!

En núna er ég hætt að eyða orðum í þig og færðu aldrei komment frá mér aftur. Þetta er einmitt það sem Fríða vildi ekki og þarf ekki á að halda, við rífandi kjaft við hvort annað, en það er annað sem hún þarf ekki og það er það að henni sé ekki trúað. Ef þið trúið henni ekki, gerið henni greiða og sleppið öllum kommentum. Þessi stelpa hefur þurft að þola nóg!

Love you Fríða

Dæja

Daja (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 17:26

24 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

takk dæja :)  love you :D 

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 19.1.2009 kl. 17:37

25 identicon

Heyrðu vina nú finnst mér þú ganga of langt svo persónulegar ásakanir á Benna og Fríðu er svoldið gróft!
Ég þekki þig sem persónu og veit að þú getur oft sett arnarvængi á mýfluguna ef þú skilur hvað ég á við...
Þú veist það að þegar háflt ísland er að lesa bloggið þitt þá ertu að gera þessum stelpum eitthvað!
Hver sú vonda nú!
Þú ert hér að lýsa yfir allt ísland í fjölmiðlum hversu vondir allir eru við þig og notar grófann orðbrag
og ég veit vel að þetta var ekki nálægt því að vera gróft! Þessi Yfirlysing þín hér fyrir ofan gengur bara of langt!!!
Ertu ekki að fatta hvað þú ert að gera!!!??? Farðu að passa hvað þú segir! Þú ert að misnota hvað þú hefur í höndunum!
athugasemd mín á undan var áður en þessi yfirlýsing kom fram en nú hefur viðhorf mitt gersamlega snúist við!
Þú ert sú vonda núna ekki þær! Þessar sögur sem þú segir eru kannski sannar en ekki eins og þú segir þær!
T.d úlpuatriðið var leikur ykkar allra! Ekki neitt helvítis einelti! Þessar stelpur sem vildu
ekki (að þú heldur) sitja hjá þér voru ekki að leggja þig í einelti þær voru að sitja hjá vinkonum SÍNUM!
Þú áttir kannski ekki marga vini en það gerði þig ekki að einkaeiganda hvers og eins!
Þú getur ekki þvingað stelpur sem þú vilt vera vinur til að verða vinkonur þínar!
Ef þeim líkar ekki við þig þá ertu bara hreinlega ekki þeirra týpa/þeim finnst þú ekki skemmtileg!
Og það var enginn að reyna ná af þér vinkonum þínum!
Ég þekki þessar stelpur og veit vel að þær myndu aldrei eins og ég hef sagt áður gera (fyrrum) saklausri stelpu nokkurn hlut eins og þennan!
Mér finnst þú ættir að fara hugsa um þinn hlut því nú ert þú alls ekki saklaus lengur!
Þú baktalaðir fólk oft á göngum skólanns svo í sjálfu sér ert þú alls ekki saklaus heldur.
Guðbjörg... Hvernig geturu hvatt hana til að halda svona áfram? Lastu ekki nógu vel yfir þetta?
Því hún er alls ekki á réttri braut! Og þessir krakkar sem þú ásakar nefniru bara víst með nafni!
Þú talar um tvíbura sem eru kvk og í sama bekk og þú...Þar ertu þegar búin að nefna 2 nöfn...
Það þekkja nær allir í Mosfellsbæ þessa byrjunar stafi vegna þess að enginn þeirra sem byrjuðu á þessum stöfum
áttu bekkjarafélaga með sama byrjunar staf nema 2!
Þú ásakar G**** um að hafa lagt þig í einelt meðan hún er bara einvher
hreinasta sál sem ég veit um og styður alla sem eiga bágt og það var ÞAÐ sem hún gerði þegar þú varst í skólanum
og ekki einu sinni reyna segja neitt annað því það væri bara einhver ANDSKOTANS lygi eina ferðina enn! Þú nefnir ekki nöfn
af ástæðu... Og það svo þú farir ekki persónulega í málið en þarna ertu að því því að fólk sem veit hverjir þetta eru
fatta um leið að þú sért að tala um þær!
Þú talar um réttlæti þitt... Að refsa þeim... Hvað viltu að skólinn geri sendi þær úti horn í stofuna með hatt á hausnum
sem stendur á TOSSI... Nei ég hélt ekki. Það mátti kannski taka á þessu sem og þau gerðu en ekkert breyttist að þér fannst...
Og veistu hvers vegna það að ég held er? Giskiði!

Ég vil benda fólki sem les þetta á taka þessar sögur með smá salti og ekki dæma varmárskóla of harkalega!  Þið vitið ekkert um þetta! Fjölmiðlar eru að taka gersamlega vitlaust á málinu! Þú færð bara að sjá eina hlið á málinu frá einni manneskju sem þykist hafa haft hræðilegt líf! Og ef þið öll hafið lendt í einelti þá ættuð þið að sjá að svona tala ekki manneskjur sem hafa lendt í harkalegu einelti!

Styð þig á allann hátti Gúndi því Við vitum hvað er raunverulega í gangi en ekki þið!

Sami nemandi í Varmárskóla (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 18:19

26 identicon

Anna hvað ert þú að segja "hugsið áður en þið skrifið hér inná!" Ertu að tala við okkur (sem vitum eitthvað um þetta mál)eða fólk eins og þið sem þykjast vita allt því það hefur lesið við og við yfir þetta ROSALEGA blogg hennar hólmfríðar og heyrt einhverjar ROSALEGAR fréttatylkinningar (en vita samt ekki rassgat um þetta)???

Held þú ættir að fara gera eitthvað annað við tölvur en að blogga...

Sami nemandi í Varmárskóla (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 18:27

27 identicon

Nei, ég er bara að tala um athugasemdir eins og einmitt þessa.

Þú ert hið fullkomna dæmi til að standa undir máli mínu.

Takk nemandi í varmárskóla

Anna

Anna (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 18:31

28 identicon

váá !! 'Sami nemandi í Varmárskóla' !! SNIIIILLD! ALLT PJÚRA SANNLEIKUR! En eins og Benni sagði þá er þessi síða að verða eineltissíða !! Og að hugsa sér að fullorðið fólk sé að comenta hérna ? Og fjölmiðlarnir þurfa að tjékka báðar hliðar á málunum áður en þeir faraa að blaðra svona um þetta! Veistu.. orðin sem er hægt að finna um þetta eru "WTF ???!"  og "URRHHGG!!!"-ótrúlega mikið pirrípú ! ^^

Fríða Líf (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 19:01

29 identicon

Hæ, ég hef kommentað áður og er enn að flygjast með; geggjað og haltu þessu áfram.

Ég ætla bara að koma með örlítið öðruvísi vinkil á málið en þessir Steini Briem, Gummi og fleiri. Auðvitað þarf að reyna að koma vitinu fyrir gerendurna og auðvitað er það engum nema þeim að kenna. Hins vegar eru börn óvitar. Þegar einelti byrjar í yngstu bekkjum grunnskóla vita börn ekki hvað þau eru að gera og þess vegna verður starfsfólk að vera með opin augu fyrir því sem fram fer. Svo kemst þetta í vana hjá krökkum og ef ekkert er að hafst þá getur þetta haldið áfram þar til þolandinn gefst upp.

Þessir krakkar sem komu illa fram við mig í grunnskóla eru allir vinir mínir í dag. Mér finnst ekki hægt að saka þau um eitthvað sem þau voru að gera áður en þau höfðu næga þekkingu á málinu til þess að vita um hvað það snýst. Ég er 19 ára í dag og einelti var ekki mikið í umræðunni þegar ég var yngir, þó svona stutt sé síðan. Það er bara um að gera að fyrir gefa liðinu en standa fast á sínu.

Ég er ekki að segja að þú (Fríða) þurfir að gera þetta fólk að vinum þínum, en svona varð þetta hjá mér. Útgönguleiðirnar eru svo mismunandi.

Kristjana Louise (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 19:53

30 identicon

nei Fríða Líf við erum ekki að leggja ykkur í einelti, okkur finnst þið einfaldlega ekki skemmtileg.....................eða var það ekki út af einhverju þannig sem þið sögðuð að væri í lagi að útiloka?? Las það hérna aðeins ofar frá einum stuðningi ykkar.

Já ég er svo sem sammála því að fjölmiðlar eiga alltaf að skoða báðar hliðar á öllum málum áður en skrifað er um þær í blöðum, en myndu þessar stelpur ekki bara halda áfram að ljúga eins og þær hafa gert í öll þessi ár. Samt held ég að þessar stelpur fatti ekki að það sem þær gerðu sé einelti, ég held að þær fatti ekki hvað þær létu Fríðu líða ílla því þær hafa aldrei lennt í því sjálfar. Þær eru líka bara krakkar og krakkar geta verið skelfilegir við hvort annað, en þær eiga eftir að þroskast og þá kanski sjá þær þetta, þær sjá þetta þegar þær sjálfar eignast börn. Og ég vona svo innilega að þeirra börnum eigi aldrei eftir að líða eins og Fríðu hefur liðið í öll þessi ár út af gjörðum annara, engin börn eiga þetta skilið.

Ég myndi ekki vilja vera foreldri þeirra barna sem gera öðrum börnum svona íllt, það er ekki auðvelt að viðurkenna að sitt barn geri svona lagað og kanski varla hægt þegar að barnið sýnir ekkert nema gott heimafyrir.

D

Daja (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 20:07

31 identicon

Æji trodd'essum sleikjum skap þangað sem sólin skín ekki

Sami nemandi í Varmárskóla (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 20:12

32 identicon

HAHAHAHAHAHAHAHA þarna fórstu alveg það og sýndir þinn raunverulega innri mann, takk fyrir það ;) knús á þig sko :P

D

daja (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 20:50

33 identicon

Sæl  Fríða ,þú verður bara að muna hvers vegna þú ert með þessa síðu og halda þínu striki, ekki láta krakka sem ekki vilja viðurkenna sök sína draga úr þér kjark. Vona að þín bíði björt og hamingjurík framtíð .

Þín nafna Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 20:51

34 identicon

Og ef þið öll hafið lendt í einelti þá ættuð þið að sjá að svona tala ekki manneskjur sem hafa lendt í harkalegu einelti!

 Svona á þess að þekkja til eins né neins hérna þá verð ég bara að spurja um þessa setningu......hvernig í fj****anum tala þá manneskju sem hafa lent í harkalegu einelti? Eins og mús og útí horni?? 

Nei ég bara spyr því ég var sjálf lögð í einelti(*andköf* já eins og megnið af þeim sem hafa kommentað hérna) og ég held að ég tali nú bara eins og flest allir aðrir. Opinskátt um það sem mér finnst ég þurfi að tala um.

Allavega kæra Hólmfríður. Gangi þér sem allra best og mundu að það allra besta sem þú getur gert er að halda áfram að vera opinská með tilfinningar þínar og reynslu og hlusta ekki á neikvæðu raddirnar í kringum þíg.

Kv. Tinna

Tinna (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 21:17

35 identicon

Komdu sæl Hólmfríður.

Ég vinn sem stuðningsfulltrúi í skóla og hef orðið vitni að einelti og veit hvað einelti er. En skólinn sem ég vinn í er Olweus skóli og vinnur samkvæmt því ef eineltismál koma upp.  Einnig eru regluleg námsskeið þar og kennararnir eru með bekkjarfundi fyrir nemendur sína.

En Hólmfríður mér finnst virkilega átakanlegt að lesa bloggið þitt en að sama skapi finnst mér það alveg frábært hjá þér að skrifa þig frá eineltinu. Styð þig alveg 100% og vona að gerendur lesi þetta líka og hugsi sinn gang

kveðja

Anna 

Anna ókunnug (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 21:44

36 identicon

Eru allir búnir að gleyma málinu með Lúkas?

Orð eru vopn.

Gummi (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 21:49

37 identicon

Hæ,hæ Fríða. Frábært framtak hjá þér að blogga um þína reynslu af einelti og haltu því endilega áfram. Einelti á ekki að vera neitt "tabú" í þessu þjóðfélagi en greinilega kemur þetta illa við suma sem eru að kommenta hér inni. Afhverju ætli það sé?Mér finnst viðbrögðin hjá sumum koma þannig út eins og þeir/þær hafi eitthvað óhreint í pokahorninu. Tveir aðilar sem standa mér næst voru alla sína skólagöngu í Varmárskóla og það eru næstum 30 ár síðan, þau urðu fyrir mjög miklu einelti þar. Greinilega lítið breyst Það hefur haft mikil áhrif á þeirra líf,má meðal annars nefna að þau heldu ekki áfram í skóla,hafa haft það erfitt félagslega og margt fleira. Það særði mig djúpu sári þegar þau töluðu um þetta og sársaukinn sem skein úr þeirra augum er ólýsanlegur. Ég er svo þakklát að þú skulir svona ung segja frá þínu einelti og þú hefur fullan rétt á því. Afhverju átt þú að þegja?Afhverju átt þú að kveljast?Afhverju á þér að líða illa?Af því að samfélagið krefst þess? Hey, þið þarna úti ekki gleyma að einelti drepur!!!

Haltu áfram Fríða,ekki stoppa!

Kveðja ,Til þín.

Til þín. (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 21:50

38 identicon

Mér finnst þú hetja. Ég lenti líka í einelti, en ég bý á miklu minni stað. Enginn hlustaði á mig eða foreldra mína. Ég átti bara að breyta mér, herða mig og "sætta" mig við þetta. Það var fenginn félagsráðgjafi og hún gerði ekkert gagn. Alltaf fær maður svarið Hertu þig bara og hunsaðu þær. Ég vildi að það væri betur tekið á Einelti í flestum skólum landsins. Ég hef heyrt margar sögur frá öðrum stelpum sem hafa sömu sögu að segja.

Haltu áfram að vera bara þú.

Svala

Svala. (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 22:38

39 identicon

"Mér finnst viðbrögðin hjá sumum koma þannig út eins og þeir/þær hafi eitthvað óhreint í pokahorninu"

ætla ekkert að vera með nein leiðindi en sumir hérna vita bara sannleikan og eru búnir að heyra tvær hliðar á þessu máli.

það er enginn hérna að REYNA að vera með einhver leiðindi. erum bara að lýsa okkar sjónarhorni af þessu máli og koma á framfæri að þið eruð að særa fólk sem þið gerið mun sekara en það er......

vitiði mér er alveg slétt sama hvort að þið ætlið að trúa því eða ekki en ÉG trúi því að þær séu ekki eins sekar og þið haldið og mér er alveg skítsama hvaða vitleysingar ætla að setja út á það...

--Gúndi

BENNI GÚNDI!! (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:01

40 Smámynd: Kristján Logason

Stattu þig vel stúlka stattu þig.

Einn dag munt þú átta þig á því að þeir hinir sömu og ráðast hvað harðast á þig eru hvað veikastir fyrir sjálfir. Þarf ekki annað en að les athugasemdirnar hér til að sjá það.

Að bera einelti og sálarlíf sitt á torg eins og þú hefur gert krefst hugrekkis, hugrekkis sem ekki allir hafa. Einelti er því miður einum of landlæg plága í íslensku skólakerfi og hefur oftar en ekki verið tekið snar vitlaust á því.

Einn daginn þegar þér hefur næstum runnið reiðin (hún hverfur aldrei alveg) munt þú sjá að þú ert í raun mun sterkari en hinir aðilarnir. Þú mátt ekki biðja um hefnd, né láta kröfuna um slíkt éta þig að innan eins og hætt er við. Notaðu reynsluna og reiðina í að skapa. Skrifaðu, talaðu, og segðu frá. Það hjálpar ekki bara þér heldur hinum líka og þeir eru of margir í þessu þjóðfélagi því miður.

Gangi þér vel í baráttunni

Kristján Logason, 19.1.2009 kl. 23:12

41 identicon

Ég er búin að fylgjast með þessari umræðu þróast hérna..

og guð minn góður "Gúndi" þú ert búinn að segja á svona 20 mismunandi vegu hvað þessari elskulegu vinkonur þínar eru saklausar og góðar manneskjur

við náðum því hvað þér finnst.. ókei? og já auðvitað er þeirra hlið á málinu en það virðist bara ekkert réttlæta þá hlið málsins og hún bara meikar ekkert sens, þannig að hvað er eigilega verið að reyna að verja? Ertu virkilega að segja að það sé í lagi að koma svona fram við manneskju öll þessi ár? eða ertu að segja að þetta sé eintóm lygi hjá henni?

En fyrirgefðu það finnst engum það öðrum en þessum "pebbles" vinahóp og nágrönnum, reyndu að sjá það would you..og leyfðu Hólmfríði að vinna í sínum málum eins og hún er að gera það.

Haltu áfram Hólmfríður, ekki láta þessa "talsmenn" "pebbles" á þig fá. Og guð farðu að nafngreina liðið, það ætti alveg að geta þolað afleiðingar gerða sinna án þess að fara að væla svona.

Með kærri kveðju

Ninna

Ninna (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 00:02

42 identicon

Sæl. Mig langar að hrósa þér fyrir ótrúlegt hugrekki með því að koma fram með afleiðingar eineltis. Til hamingju. Ég sá viðtal við þig í sjónvarpinu um daginn og varð dolfallin yfir hugrekki þínu. Þú ert í einu orði sagt glæsileg. Ekki taka mark á neinu skítkasti sem þú verður fyrir hér inni. Haltu bara ótrauð áfram. Þú átt stuðning þúsunda manna að minnsta kosti.

Valdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 00:34

43 Smámynd: Zaraþústra

Hólmfríður, ég vona að þú sjáir nú betur hvað ég var að tala um.  Hér eru greinilega ýmsir sárir, því þeir taka orð þín til sín jafnvel þótt þú nafngreinir engan.  Nú ert þú með fjölmenni á bakvið þig og þarft að gæta þín.  Er tilgangur þessarar síðu að hjálpa þér að vinna úr tilfinningum þínum og koma í veg fyrir einelti?  Sá málstaður er göfugur en líður fyrir þá staðreynd að fyrir sumum virðist þú vera að hefna þín (ekki að ég haldi því fram, en eins og ég sagði í upphafi var víst að slíkt myndi gerast).

Ninna, ég vona að þú gerir þér grein fyrir að þú hjálpar Hólmfríði ekki með því að hvetja hana til þess að særa aðra eða lítillækka.  Almannadómur getur verið miskunnarlaus, vilt þú að þessir einstaklingar fari í gegnum sama helvíti og Hólmfríður?  Ef svarið er já, þá ert þú litlu betri en þessir krakkar.

Zaraþústra, 20.1.2009 kl. 00:38

44 identicon

Nei auðvitað ekki, það er alveg margt til í þessu hjá þér Zaraþústra.

ég verð bara svo fjandi pirruð við að lesa þessar sögur Fríðar, trúi því varla að einelti sé ennþá í gangi, ég vona bara að einelti deyi út og verði fornt orð í framtíðinni.

En það er alveg rétt þú átt að nota þessa síðu til þess að vinna úr tilfinningum þínum, og mér finnst það frábært:)

Ninna (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 02:13

45 identicon

Ég held að fólk ætti að lesa það vandlega sem Zaraþústra hefur haft til málanna að leggja hérna, áður en það dásamar Hólmfríði fyrir hetjuskap og fordæmir fólkið sem hún skrifar um. Maður getur skilið að grunnskólakrakkar geri sér ekki fulla grein fyrir því hvað internetið getur verið vandmeðfarið tæki til tjáningar, en að fullorðið fólk skuli ekki vita betur en að hvetja til áframhaldandi ásakana á hendur fólki (nafnleyndin er lítils virði fyrir tvíburana úr því sem komið er) er alveg hrikalegt.

Þetta snýst ekki um að þegja einelti í hel, heldur að gæta þess að taka ekki fólk af lífi fyrir framan alþjóð, án þess að geta einu sinni verið viss um sekt þess. Nú er ég ekki að saka Hólmfríði um ósannindi en hún skrifar auðvitað bara um málið frá sínu sjónarhorni. Meintir gerendur í málinu hafa kannski aðra sögu að segja og fólk sem ekki þekkir málið frá báðum hliðum ætti að steinhaldakjafti um það á internetinu. Þetta er ekki almenn umræða um einelti, heldur umræða um tilfelli Hólmfríðar.

Það er fátt eins ógeðslegt og persónulegar illdeilur á netinu og fullorðið fólk ætti að hafa vit á því að taka ekki þátt í þeim. Hinsvegar má alveg óska Hólmfríði alls hins besta. En þetta blogg er komið út í rugl þótt ásetningurinn hafi kannski verið góður. 

Friðrik Magnússon (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 03:34

46 Smámynd: Hlédís

Eru þessir gunnar, gúndar oo siggar úr Varmárskóla virkilega svona fáfróðir? Eða eru þeir bara vinir stelpnanna í sama skóla sem "hafa" alltaf einhverja "útundan"  að skólastelpna sið - Þið gunna-gúnda-siggar virðist ekki vita, frekar en stelpur þessar, að það "að hafa útundan" á grófan hátt, er versta eineltið.

Ég skil ekki ráðleggingar ZARAÞÚSTRA - þó sé sannfærð um að að hann meini vel.  Fríða er staðin upp og segir frá ástandi sem viðgengst í miklu mæli í skólum landsins - og víðar! Finnst Z. að hún eigi að leggjast niður aftur og láta sem ekkert hafi gerst, m a, vegna þess að gerendum eineltisins muni annars líða illa? Gerendur verða að fræðast um skaðann af eineltinu - þá er von til að sumir þeirra hætti.

Hlédís, 20.1.2009 kl. 06:24

47 identicon

Sæl Hólmfríður.

Stattu á þínu stelpa og hlustaðu ekki á þá sem verja gjörðir glæpamanna, og mundu líka eitt - einelti kemur ekki bara frá krökkunum sem níðast á þér - það kemur frá foreldrum og forráðamönnum þeirra - sem er sama um þó þeirra elskulegu börn leggi önnur börn í einelti.

Mín upplifun var sú að það voru ekki bara skólafélagarnir sem lögðu í einelti - heldur líka foreldrar þeirra og svo hluti kennara í skólanum sem fannst þetta bara allt í lagi - og einhvern vegin þyrfti að herða í þessum skælandi útkrotaða krakka í rifnu fötunum.

Þið sem gagnrýnið Hólmfríði - SKAMMIST YKKAR !

María (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 08:42

48 identicon

vertu sterk elsku hólmfríður

ég hef sjálf lent í einelti og ég get ekki ímyndað mér hvað þetta hlýtur að vera erfitt fyrir þig ! þú veist ekki hversu mikla virðingu ég ber fyrir þér.

ekki láta einhverja rakka þig niður ! þú ert of góð til þess

gangi þér sem allra best með þetta !

nafnlaust (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 08:49

49 identicon

Æji Gúndi, Gummi, Siggi og "Sami nemandi í Varmárskóla".

Hún er bara að tjá sitt á sinn veg. Þið gerið ykkur ekki grein fyrir mikilvæginu af því að reyna að finna sína leið til þess að vinna úr þessu því að ykkur hefur svo augljóslega ekki verið útskúfað úr hóp, komið fram við ykkur svo rosalega illa en maður vill ekki segja neinum því allir halda að þetta séu vinkonur sínar.  
    Manni er hleypt inní hóp og maður er rosalega glaður því þarna er endinn á öllum mans erfiðleikum. Maður er loksins komin inní vinahóp. Nei, þar er nýðst á manni, daginn út og inn en maður vill ekki segja það neinum.
Svo eins og svo greinilega sést hér ætlar maður að tjá sig eitthvað um þetta og það er strax skotið niður útaf "vitnum" eins og ykkur. Þið eruð vafalaust vinir þeirra. Hafið verið eða eru e.t.v. skotnir í þeim eða bestu vinir þeirra. Og auðvitað tókuð þið aldrei eftir neinu. Því manneksjan var upptekin að fela það fyrir öðrum og útá við leit þetta út eins og þetta væir bara góður vinahópur.
Og ykkar vitneskja er alveg ábyggilega bara frá vinkvennum ykkar.

Einelti er svo algengt. Það er í hvejum skóla, og nærri hverjum árgangi. Mis hræðilegt að sjálfsögðu en það er til staðar, þess vegna eru svona margir hér sem hafa verið lagði í einelti og geta miðlað reynslu. Og þess vegna finnst fólki þetta ver gott hjá henni. Hún fann sér leið. Sumir eru alla ævi eða stóran part hennar að vinna úr þessu.

Takk fyrir og ég vona að þið hættið að áreita hana. Ef þetta er ekki það rétta frá ykkar sjónarhóli séð, talið þá bara um þetta ykkar á milli en ekki vera að drulla yfir hana þar sem hún er að reyna að vinna úr sínu, það má segja að hún hafi þolað nokkuð mikið og ekki þarf að bæta þar á.

Góð leið.

Alma (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 09:24

50 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Sæl elsku Hólmfríður

Ég er alveg ótrúlega stolt af þér, ég er sjálf þolandi langvarandi eineltis og veit hvað það hefur langvarandi áhrif á líðan og heilsu okkar.  Ég er stolt af þér að opna þessa umræðu og skil vel að þú notar þessa aðferð.  Stundum er betra að skrifa niður tilfinningar sínar og líðan heldur en að tala um það.  Það er líka oft gott að fá jákvæð viðbrögð við því sem maður er að gera.  

En að fá neikvæð viðbrögð við að opna umræðu um einelti og þá aðferð sem þú kýst að nota þér til að vinna í þínum áföllum sýnir bara hvernig því fólki líður sem gerir það.

Ég byrjaði að lesa þessi komment við þessari færslu þinni og varð REIÐ... ég gat ekki lesið meira, ætla að gera það á eftir. 

Það gerir sér ENGINN grein fyrir því hvað það virkilega er að lenda í EINELTISOFBELDI!!!  nema sá sem hefur gengi í gegnum það sjálfur.  Það þarf að opna umræðuna um þetta og það þarf að fá þjóðina í heildsinni til að viðurkenna hver ber ábyrgð á ofbeldinu.  Eineltisofbeldi hefur alltaf verið falið í kerfinu, enginn þykist geta tekið á því og enginn vill taka á málinu að festu. 

Það er mín von að skólakerfið og gerendur axli ábyrgð og stigi fram. 

Elsku Hólmfríður ekki láta þessi neikvæðu komment hafa áhrif á það sem þú ert að gera núna, ég veit að það er ERFITT því jú eitt niðurbrot verður oft til þess að brjóta mann niður og tekur langan tíma að byggja það upp. 

ÞIÐ HIN sem viljið hlýfa gerendum í þessu máli, ég skil ykkar afstöðu upp að vissu marki, en eins og einhver sagði hér að ofan þá gekk hún í gegnum OFBELDI í 9 ár, ekkert var gert og þetta hefur fengið að viðgangast allan þennan tíma, ALLTOF LANGAN TÍMA. 

Hennar leið er að opna umræðuna um einelti, örugglega bæði til að reyna að koma í veg fyrir að aðrir gangi í gegnum sama helvítið og hún og einnig til að vinna sig út úr þessari miklu og erfiðu reynslu. 

Ég finn til með gerendum, þó svo að ég sé þolandi.  Því ég veit að gerendur eru oft mjög veikir, því enginn gerir svona slíkt nema að líða sjálfum illa

AÐGÁT SKAL HÖFÐ Í NÆRVERU SÁLAR

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 20.1.2009 kl. 09:33

51 identicon

Þetta er flókið mál einelti, og margir skólar hafa tekið vel á því en aðrir ekki.

 Olweus stefnan er góð sjálfsagt svo langt sem hún nær, en eins og ég skildi hana þá gildir þar að allir aðilar komi að borðinu, þolendur, gerendur og foreldrar þeirra. En vandamálið er að erfitt er að fá foreldra gerenda til að skilja málið og koma að því. Og því virkar þetta oft ekki.

Fyrir mér er þetta að mestu foreldravandamál, því ef þeir taka á málinu líkur þessu oftast ótrúlega fljótt, en alltaf kemur upp setningin "mitt barn gerir ekki svona".

En það að ætlast til að öll börnin í bekknum séu vinir er bara fáranlegt, við hinir fullorðnu kærum okkur ekki um að aðrir velji fyrir okkur vinina og getum ekki ætlast til að börn sætti sig við það heldur, það bara virkar ekki svoleiðis sama hvað við reynum. Við getum hins vegar krafist þess að öllum sé sýnd kurteisi og tillitssemi og vinsemd. Að neyða krakka til að vera með þessum eða hinum til að viðkomandi verði ekki útundan er hins vegar fáranleg krafa því við mundum ekki sætta okkur við það sjálf, og hvernig getum við þá krafist þess af börnum okkar. Raunsæi verður líka að vera með, og það að einhver vilji ekki vera vinur manns er ekki einelti, við ákveðum ekki hver verður vinur þess eða hins enda er sú krafa óeðlileg.

Gangi þér vel Hólmfríður mín í þínu lífi, og vonandi eru betri tímar fram undan hjá þér.

það er stundum sagt að stutt sé á milli ástar og haturs, og mér finnst eins eiga um einelti, það er stutt á milli þess að vera þolandi og gerandi.  Farðu bara varlega svo þú lendir ekki líka í seinni hópnum.

PS Þú stóðst þig vel í sjónvarpinu

(IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 11:25

52 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er engan veginn í lagi með kollinn á þeim sem halda því fram að það sé einelti að flengja hér opinberlega þá sem stunda einelti.

Þorsteinn Briem, 20.1.2009 kl. 16:27

53 identicon

Sæl Hólmfríður

Það er sorglegt að lesa bloggið þitt og upplifa í gegnum það hve krakkar geta verið miskunnarlausir og ömurlegir.  Ég hef sjálf ekki lent í einelti - guði sé lof - en mér finnst frábært hjá þér að segja frá þessu hér og reyna þannig að byggja þig upp og vinna úr þessum leiðindum öllum. Get ekki séð að þú hafið nafngreint neinn en þeir greinilega taka það til sín sem eiga það.  Held að nú sé kominn tími til að gúndar-gummar-siggar og pebbles þessa lands hætti að böggast í þér og fari að vinna í sínum málum. Þó ekki væri nema fyrir sjálfa sig. Go girl!

Soffía (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 17:31

54 identicon

"Mikið er það líka ofsalega áhugavert að 3/4 af notendum blogg.is telja sig hafa verið lagðir í "einelti", er það ekki í mótsögn ef við reiknum með að blogg.is sé ekki meint hæli "eineltis" fórnarlamba?"

Siggi, það er alls ekki rétt að 3/4 af notendum blogg.is telji sig hafa orðið fyrir einelti. Augljóslega dregur umræða um einelti þá til sín sem hafa sjálfir lent í þessu og augljóslega kommenta þeir frekar en aðrir.

Ég hef sjálf ekki lent í einelti, en ég var í grunnskóla þar sem var talsvert um einelti. Var ein þeirra sem var vitni og þorði ekki að skerast í leikinn, en slapp að mestu sjálf. Einelti er því miður of algengt í íslenskum skólum og það versta sem við getum gert er að loka augunum og láta eins og það sé ekki til

Adda (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:08

55 Smámynd: Zaraþústra

Hlédís, þú getur eflaust skilið afstöðu mína ef ég geri hana augljósari.  Ég er ekki þeirrar skoðunar að hún eigi að láta sem svo að ekkert hafi gerst, ég hvatti hana til að halda áfram að tjá sig um málið með öðrum hætti, þannig að hún þurfi ekki að þola meira aðkast á meðan hún vinnur úr tilfinningum sínum og það þurfi ekki að koma til þess að aðrir einstaklingar þurfi að upplifa sömu þjáningar.  Ég ráðlagði henni jafnframt að leita sérfræðiaðstoðar.  Ég er einmitt sammála því að gerendur jafnt sem þolendur þurfa að fræðast um einelti, Hólmfríður getur gert þar mikið gagn.  Hins vegar er ég alveg sannfærður um að það sé ekki góð kennsluaðferð að hýða fólk opinberlega eins og Steini Briem álítur að sé sjálfsagt að því er virðist.

Við launum gott og slæmt með góðu og eflum þannig hið góða.  Það er slæm lexía að kenna börnum alvarleika þess að leggja í einelti með því að leggja þau í einelti.  Ég held að allir geti séð, ef þeir skoða nógu vel, að slíkt stangast algjörlega við almennt siðferði.

Zaraþústra, 21.1.2009 kl. 02:09

56 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hólmfríður, til að byrja með finnst mér þú hetja, það þarf stóra manneskju að stíga út úr svona vítahring og tala um það opið er eitthvað sem þú átt og þarft að gera.  Mér finnst þroskað af þér að nafngreina ekki aðila.  Ég trúi því að mistökin liggi víðar, fullorðna fólkið átti að grípa inn í en mistökin hafa verið mörg og þú hefur því miður þurft að þola fyrir þau.

Hins vegar finnst mér sorglegt hvernig fjölmiðlar og dómstóll götunar ætla að jappla á þessu máli og stað þess að snúa umræðunni um einelti almennt(sem er jú alls staðar) og hvernig megi vinna gegn því á að hengja gerendur á torgi hins magnaða fjölmiðlis.  Fólk vill hefna, ekki laga og læra heldur virkilega sýna auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Nú á að leggja gerendur í einelti.  Selja sögu þína hefndarþyrstum áhorfendum og virkilega ná sér niður á þessum krökkum.  Það hefur eflaust hlakkað í einhverju fjölmiðlafólki að fá safaríkasögu sem þessa til að selja.  Mér finnst það pínu sjúkt.

Þér að segja held ég að best sé að fyrirgefa, leggja reiðina til hliðar.  Fyrirgefa og reyna að eyða ekki meiri kröftum í fólk sem vissi ekki, kunni ekki eða vildi ekki betur.  Þú hefur hreina samvisku og bjarta framtíð.  Það gerir þig að meiri manneskju.  Þú þarft ekki að ná þér niður á neinum, getur verið yfir það hafin og haldið áfram bara sterk eins og þú hefur verið.  Reiði og biturð og halda í sára fortíð er eitthvað mest eyðileggjandi afl sem til er en þannig helduru í þann vanlíða og erfiðleika sem þessu fylgdi. Að sleppa fortíðinni, fyrirgefa og horfa fram á við er besta leiðin til að komast yfir erfiðleika.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 21.1.2009 kl. 09:51

57 identicon

Mér finnst þetta mjög góð síða hjá þér. Haltu þessu endilega áfram. Ég er þeirrar skoðunar að þetta hjálpi öðru fólki sem er or var lagt í einelti. Sýnir að það þarf ekki að þjást í hljóði, að það sé stuðningur að það sé fólk sem á betra skilið.  Einelti er ekki einkamál eða vandamál fáeina einstaklinga. Þetta er samfélagsvandamál og sem slíkt þá á það heima í samfélagsumræðunni en samt með hlífskyldi yfir þolenda OG geranda ef gerandi er undir lögaldri.



Heba (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 14:57

58 identicon

Sæl Fríða!

Þú ert alveg rosalega hugrökk stelpa og frábært hjá þér að vera að koma þessu á framfæri með bloggsíðu. Ég sjálf hef verið að fara í gegnum erfiða tíma. Ég átti bestu vinkonu í 1.bekk svo byrjaði önnur stelpa að troða sér inní hópinn og endaði með því að þráðurinn milli mín og bestu vinkonu minnar slitnaði og ég stóð ein eftir. Svo flutti ég og skipti um skóla vegna þess að ég bjó nær þeim skóla og byrja vandræði að elta mig aftur og sú stelpa sem hafði tekið bestu vinkonu mína af mér og líka verið alveg hundleiðinleg við mig, skipti í sama skóla og ég. Ég sagði mömmu minni frá því og sagði að hún væri örugglega búin að breytast svo ég gaf henni séns. En varð þetta enþá verra þegar ný stelpa kom í skólann og urðum við reyndar mjög góðar vinkonur. Þá var stelpan alveg mjög öfundsjúk og tók hana einnig frá mér og fékk hana á móti mér. Þannig var þetta í ca. 2 ár. Þegar ég fór í 7unda bekk byrjar ný stelpa í skólanum og við verðum bestu vinkonur. En þessar tvær leiðindastelpur ná að slíta okkur í sundur og reyna að fá alla á móti mér en það virkar ekki. Mamma mín reyndi oft að tala við skólastjórnendur og láta mig hækka um bekk eða þess háttar, en þau sögðu að það myndi ekkert breyta og ég væri örugglega ekki líkamlega tilbúin í það. Endaði með því að ég skipti aftur í sama skóla og áður og varð allt betra. Nú eru þessar stelpur hættar að vera leiðinlegar við mig en ég treysti þeim samt ekkert fullkomlega.

er nú ekki viss að þetta teljist sem einelti en þetta var allavega byrjun á því og vona ég að þetta verði betra einnig hjá þér
vertu áfram svona dugleg og gangi þér sem best !
btw. sorry að ég skrifa ekki til nafns né skóla, ég vil helst að einginn veit hver ég er svo þetta verður nú ekkert mál ef stelpurnar sjá þetta

- traustur meðhjálpari

.... (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:32

59 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

þetta er hræðilegt að heyra :(  og ég vona að þetta hendi þig ekki aftur :)      takk æðislega fyrir stuðninginn :)

-Fríða

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 22.1.2009 kl. 20:07

60 identicon

Þið sem komið hingað inn og skammist í Fríðu og hinum sem lýsa yfir stuðningi við hana að tjá sig og vinna sig úr þessu hérna á síðunni af því að þá er Fríða allt í einu farin að leggja allar þessar stelpur í einelti sjálf er þvílíkt bull.

Í fyrsta lagi þá er ansi stór hópur lesenda hérna sem hafa ekki hugmynd um hvaða stelpur er um að ræða og flestir eru bara alls ekki að velta sér upp úr því hverjar þær eru heldur eru almennt að hneykslast á þessari framkomu. En um leið og þið byrjið að gagnrýna Fríðu fyrir að nafngreina þær bara að af því að það er talað um tvíburasystur og einhverja upphafsstafi þá eruð þið um leið að gera meira mál úr því en var í upphafi fyrir okkur sem ekki þekkjum til þeirra. Hinir sem sem þekkja til eða hafa "fundið út úr því" um hverja er að ræða hljóta að hafa vitað af þessu og þar af leiðandi engar fréttir þar.

Hún er að segja frá því hvernig hún upplifir hlutina og það kemur meira að segja fram að þessar sögur séu nú kannski sannar en ekki eins og hún segir þær, kommon. Svo er líka talað um að þessi börn séu óvitar og skilji ekki hvað þau gerðu fyrr en þau hafa fengið þroskann og skynsemina til þess og sjá þá á eftir þessu og þ.a.l.  ætti Fríða bara að hlífa þeim. Nú hef ég skilið þetta sem svo að þessi börn séu jafnaldrar .... þýðir það þá að Fríða eigi að hafa meiri skynsemi og þroska en þau og þar sem þessi börn eru svona svo miklir óvitar að þá er þetta bara allt í lagi? Síðast þegar ég vissi þá er talað um að 2, 3ja ára börn séu óvitar... eru þær ekki í grunnskóla þessar stelpur. Meira að segja 6 ára börnin mín vita að svona hegðun er ekki í boði.

Í öðru lagi þá bendið þið á að það eru tvær hliðar á þessu máli, jú það er að sjálfsögðu rétt, en það hefur nú lítið heyrst af hinni hliðinni nema mjög ómálefnalegt og meira í anda skítkasts gegn Fríðu eða það að þær vita ekki hvað þær eru að gera og það yfirleitt frá einhverjum "málsvörum" þeirra flestra.

Í þriðja lagi þá geta þessar stelpur, sem þið verjið svona mikið af því að þið vitið betur og þið segið að þeim sé farið að líða illa yfir þessu og að þetta sé orðið að einelti þessi síða (hafið þið lesið ykkur til um hvað einelti er?), sleppt því að lesa þetta blogg og hundsað þetta - Þeir sem verða fyrir einelti geta ekki hundsað það sem er sagt eða gert á þeirra hlut en myndu líklegast glaðir gera það ef það væri í boði.

Þið eruð búin að gera meira mál og vekja miklu meiri athygli á þessum stelpum sem slíkum heldur en margir hverjir hérna inni hafa  verið að velta sér uppúr. Það er eins og ég sagði áðan hegðunin sem verið er að fordæma og allir sammála um að eigi ekki að viðgangast í neinum skóla og þessi gagnrýni nær til jafnt til foreldra barnanna og skólastjórnendur, ekki bara krakkanna. Sumir jú hafa verið að hvetja til að nafngreina þær og á ekki að hlusta á slíkt enda ekki aðalmálið hér geri ég ráð fyrir og  á meðan það er ekki gert þá þarf ekki að ræða það.

Elísabet

Elísabet (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:55

61 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

"Heyrðu vina nú finnst mér þú ganga of langt svo persónulegar ásakanir á Benna og Fríðu er svoldið gróft!"

bíddu, eru þau ekki að ráðast persónulega á mig?      og ég er ekkert að ráðast á þau persónulega, heldur er ég að benda á það að þau voru ekki á staðnum þegar þetta skeði allt, en síðan þykjast þau vita báðar hliðarnar!

og btw. þá er 9. ára einelti mikið grófara en að nefna þeirra komment!

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 25.1.2009 kl. 22:14

62 identicon

Hæ, ég varð reið þegar ég las mörg Kommenntin hér, Þetta er síðan hennar FRÍÐU hún á þessa síðu og er að skrifa um hvernig henni líður, hún er ekki að skrifa um hvað hún hatar þessar stelpur og vill óska þeim alls ills, hún er að segja okkur sannleikan um einelti, og við þurfum/höfum gott af því að heyra hann. Henni gengur betur í lífinu útaf þessari síðu sem er frábært! Henni á að ganga betur og henni á að geta liði vel. Svo það er best að halda öllu skítkommentum inni sér og tala frekar fallega til hennar! Þar sem hún er algjör hetja. Og Fríða ég vona að þú sjáir þetta comment... Því þú ert frábær... Og þessir krakkar/fullorðið fólk sem skítkommentar inná þessa síðu hugsar bara um sjálfa sig það veit ekki allar hliðar málsins. og er að reyna að verja eitthverja óskiljanlega hlið á málinu! Þú hefur rétt á því að eiga þessa blogg síðu og skrifa um líf þitt. Þú ert lang best <3
SiggaÞ

SiggaÞó (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband