einelti

Einelti getur haft langvarandi skaðleg áhrif á sálina.  Fólk hefur mismunandi aðferðir við að vinna úr sínum málum og eins og margir vita þá ákvað ég að nota þessa aðferð.   Sumir vilja loka þessar tilfinningar og reynslu inni og tala ekki um það (sem er ekki sniðugt) en aðrir vilja bara tala um þetta við fjölskyldu og/eða sálfræðing sem er bundinn trúnaði.

Maður getur líka orðið þunglyndur af einelti en ég var búin að fjalla um það hérna fyrir neðan!

Ég vil benda foreldrum á að ef börnin ykkar eru að vakna á hverjum morgni með hausverk og illt í maganum þá eru það kvíðaeinkenni. Þá gæti verið eitthvað að og það væri sniðugt að athuga það.  Ef krökkunum líður stanslaust illa en vita ekki afhverju þá er pottþétt eitthvað að.

Verið dugleg að berjast gegn þessu, bjargið börnunum ykkar!

Í morgunblaðinu i dag 20. janúar, birtist bréf frá mömmu minni, endilega kíkið á það :)

-Fríða

ps. endilega kíkiði á www.regnbogaborn.is     þar stendur mikið um einelti, áhrif eineltis, og hvað er einelti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér

Guðný (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 11:51

2 identicon

Það sem ég ætlaði að skrifa var :)

Mér finnst þú ótrúlega dugleg og endilega haltu þínu striki.
Það er ferlega leiðinlegt að lesa sum commentin hérna á fyrri
færslur.  En ekki láta þetta á þig fá og halt áfram að vekja athygli
á einelti. 
Ég veit það allavega að ég er mjög stolt af þér fyrir að gera þetta.

Gangi þér vel

Guðný (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 11:53

3 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Þú ert flott og frábær

Gangi þér áfram vel óg bið ég fólk að þakka henni fyrir að geta verið svona opinská um sína reynslu þetta ung, það er sko ekki auðvelt.

Bil endilega benda ykkur á aðra heimasíðu með ýmsum fróðleik, reynslusögum og fleira, einnig er boðið uppá ráðgjöf þar http://lidsmennjerico.is 

Stöndum saman að þjóðarátaki gegn einelti

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 20.1.2009 kl. 12:13

4 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

Takk fyrir. Ég reyni að leiða þessi komment hjá mér, en ef eitthvað komment fer virkilega fyrir brjóstið á mér þá lít ég bara á öll hin góðu kommentin sem ég hef verið að fá :D    

takk fyrir stuðninginn :)

-Fríða

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 20.1.2009 kl. 12:37

5 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Þannig var öll mín skóla ganga,en ég skammaðist mín svo að ég tók þá stefnu að birgja það inni í mér(sem er brjálaði)Stór skammaðist mín.Það varð til þess að ég opnaði augun ekki fyrir eineltið hjá mínum börnum fyrr en of seint,skaðinn var skeður,því miður.

Þú ert forkur

Fyrir þinn dugnað

Bestu birtu kveðjur

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 20.1.2009 kl. 12:38

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það verður að taka STRAX á öllu einelti og REFSA harðlega fyrir það.

Allir grunnskólanemar bera sjálfir ábyrgð á því sem þeir gera.

Og sjálfsagt að láta þennan skríl skæla.

Þorsteinn Briem, 20.1.2009 kl. 16:34

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Foreldrar eiga að brýna það fyrir börnum sínum að leggja ekki aðra í einelti. Sonur minn fékk góða kennslustund varðandi einelti á leikskóla og þú getur séð um það á blogginu mínu. Baráttukveðjur og haltu þessu endilega áfram.

Helga Magnúsdóttir, 20.1.2009 kl. 17:18

8 identicon

ég er búin að lesa það og fann gamla sársaukan og þegar ég komst að því að yngsta dóttir mín var lögð í einelti.ég tek undir með móðir þinni mér fannst ég hafa brugðist

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:28

9 identicon

ég var að koma af starfsmannafundi (vinn í skóla) þar sem meðal annars var rætt um einelti, skólastjórinn sagðist vilja ræða þetta því það sé búið að vera svo mikil umræða um þetta í fjölmiðlum og sjónvarpi. Þetta er auðvitað allt Fríðu að þakka að fólk fara að tala um einelti, öðruvísi er ekki hægt að koma í veg fyrir það, ég hef unnið í þessum skóla í 5 ár og man ekki eftir að þetta mál hafi verið tekið fyrir á fundi áður. Nema hvað að skólastjórinn sagði að við yrðum að hafa augun opin og gera allt til að koma í veg fyrir einelti. Það sem sló mig alveg svakalega á þessum fundi var að það eru um 5000 skólabörn sem lenda í einleti, það eru 125 grunnskólar á Íslandi sem segjir okkur að það eru 40 börn í hverjum skóla sem lenda í þessu!! Ógeðslegt!!!!

Love you Fríða

Daja (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 16:29

10 identicon

sæl gamla vinkona veistu hvað ég er ótrúlega stollt af þér ??,, ég hafði ekki hugmynd um á þessum tíma að þú hefðir verið lögð í einellti en eg veit að þú vissir um hluta af mínu einellti af því að mæður okkar voru svo góðar vinkonur. Þú ert frábær og hugrökk og þú hjálpaðir mér að segja frá mínu einellti líka.. ég bið kærlega að heilsa öllum:D Kv Jóhanna

jóhanna maría (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:11

11 identicon

Ég fékk linkinn á síðuna þína áðan, og hef verið að lesa þetta.. ég get ekki annað en sagt að þetta fékk mig mikið til að hugsa. ég var lögð í einelti og sagði aldrei neinum frá.. gat aldrei sagt foreldrum mínum neitt né vinum né neitt mér fannst þetta bara eitthvað sem ég þurfti að leyna.. en þegar ég fer að lesa bloggin þín um þetta þá fer ég mikið að hugsa kannski ég hefði átt að tala við eitthvern í staðinn fyrir að leyna þessu.. ég leyndi þessu í 21 ár.. og er ennþá að leyna því... 

En ég verð bara að segja þú ert að gera æðislega hluti hérna.. það ættu allir að lesa þetta því það eru mörg börn sem leyna þessu rosalega mikið og segja aldrei neitt.. þetta er bara æðislegt sem þú ert að gera...

þetta fær mann allavena til að hugsa aðeins:)

og eitt ég vill eins skritið og mér finnst þetta hljóma þakka þér fyrir að koma með þessi blogg þetta er að hjálpa mér að hugsa og bara hjálpar mér mikið:)

Þetta er æðislegt haltu áfram að gera góða hluti að koma með blogg hérna:)

Ósk (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:10

12 identicon

Kæra Hólmfríður.
Ég tek virkilega ofan fyrir þér, þú sýnir ómælt hugrekki með því að stíga svona fram. Og fyrir alla muni taktu ekki mark á gerendunum sem nú eru  að reyna að fegra gerðir sínar á þinn kostnað. Þetta fólk er greinilega enn að, enda sjúkir einstaklingar. Og þau munu halda áfram að gera samferðamönnum sínum lífið leitt, hvort heldur er í skóla eða á vinnustað, nema þeir hafi vit á að leita sér hjálpar.
Einelti er sálarmorð og á aldrei að fá að þrífast.

Gangi þér allt í hagin í þínu lífi.

Eygló (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 21:08

13 identicon

ókei mér finnst leitt að seigja þetta fríða , ég var með þer í árgang, enn í einhverjum kommentum sem ég er búin að lesa frá þér seigir að þú hafir EKKI nafngreint stelpurnar, en fríða þú gerðir það fyrst þegar þú gerðir síðuna , getur ekki viðurkennt það ?
ég man fyrsta daginn sem þú lést fólk vita afþessari síðu þá nafn greinduru allar stelpurnar! svo nú er fólk alltaf að kommentna: vá fríða flott hja þér að nafngreina ekki?!

svo líka hef ég heyrt að þú hafir svagt við vinkonu þína í skólanum að hún mætti ekki umgangast þennan svo kallaðann "pebbles" vina hóp? Bíddu á hún bara að hætta tala við þær og verða ein aftur eins og í byrjun eða?  varst það ekki þú sem talaðir fyrst um að þessar stelpur töluðu svo lítið við hana eftir að þú varst farin úr skólanum ?
svo loks þegar þær eru með henni, þá viltu banna henni að vera með þeim! og HÚN þurfi að VELJA milli þér og systur þinni og stelpnana!
Þú ert að HÓTA henni? þú ert ekkert skárri sjálf núna :S

ég veit að margir túlka einelti á mismunandi hátt og sumt sem þú kallir einelti köllum venjulegir krakkar( ekki svona viðkvæmir eins og þú) stríðni! bara smá skot á næsta mann, fyrirgefðu en ég trúi þér allveg að þér hafi liðið illa í skólanum og mér finnst flott að þú sert komin í annan skóla og lýði vel þar ;)

en mundu eitt að þú varst að hóta þessari vinkonu þinni og ekki ljúga, það er satt. :/

  gangi þér vel;*

nafnlaus1 (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 23:50

14 identicon

hverskonar vinkona manns myndi hanga með liði (ekki lyði) sem kom svona fram við mann??

Ef ég ætti vinkonu sem myndi  gera það segði mér ekkert annað en að hún er engin vinkona mín.

Og nenniði svo, þið sem komið hingað inn  eingöngu til að reyna að láta Fríðu líta ílla út vera annars staðar og leyfa henni að vinna í sínum málum.

Ég fæ alveg velgju að lesa "Fríða þú ert sko ekkert skárri, þú gerðir þetta og hitt, en flott hjá þér að blogga og vona að þér líði rosa vel" gubb!!

Ykkur er svo nákvæmlega alveg sama hvernig henni líður!! annars hefðuð þið ekki gert það sem þið gerðuð henni. Þið eruð ótrúlega heppin að ég næ ekki í rassgatið á ykkur!!

Daja (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 02:23

15 identicon

Og fyrir alla muni taktu ekki mark á gerendunum sem nú eru  að reyna að fegra gerðir sínar á þinn kostnað. Þetta fólk er greinilega enn að, enda sjúkir einstaklingar.

...

Ef þú veist ekki neitt um nitt nema um eina hlið á einhverju máli ættirðu að halda þér saman, vinkona.

=) (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 10:26

16 identicon

Ykkur er svo nákvæmlega alveg sama hvernig henni líður!! annars hefðuð þið ekki gert það sem þið gerðuð henni. Þið eruð ótrúlega heppin að ég næ ekki í rassgatið á ykkur!!

Úff 

Hvað ætlarðu að gera?

Skrifa okkur í drasl?

Eða ertu kannski one of 'em big ladies sem mun koma og setjast á okkur?

Mundu : Að rífa kjaft á netinu er eins og að taka þátt í ólympíuleikum fatlaðra, jafnvel þó þú vinnir - þá ertu ennþá fatlaður.

DajaHater (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 10:28

17 Smámynd: Kolbrún Kvaran

Mikið óskaplega er óþroskað fólk hérna inni! En Fríða,þakka þér kærlega fyrir bloggin þín.Ég á enn eftir að lesa mörg en ég get sagt þér að þú ert hetja.Ég varð sjálf fyrir einelti á sínum tíma og börnin mín hafa líka lent illa í einelti.Ég gerði allt vitlaust í skólanum þeirra og þá fóru málin að mjakast.Meira að segja kennarar valda einelti stundum en svoleiðis fólki er hægt að koma frá.

Einhvernveginn grunar mig þó ég þekki þig ekki neitt að þú munir rísa úr öskunni og halda áfram að nota reynslu þína öðrum til góðs,hver væri annars tilgangurinn með að lenda í svona? 

Ég get eiginlega lofað þér að þar sem þú ert að nýta reynslu þína nú þegar,þá áttu eftir að þakka fyrir sömu reynslu seinna meir.Það virðist kannski ótrúlega fjarstætt í augnablikinu en ég veit hvað ég er að segja.

Ef ég væri þú myndi ég fara að starfa með Regnbogabörnum,heimsækja skóla og segja frá reynslu þinni.Verulega gott meðal.

Þú átt eftir að eiga góða æfi,sterka kona!

gangi þér vel

Kolla

Kolbrún Kvaran, 23.1.2009 kl. 11:39

18 identicon

Mundu : Að rífa kjaft á netinu er eins og að taka þátt í ólympíuleikum fatlaðra, jafnvel þó þú vinnir - þá ertu ennþá fatlaður.

Þetta er nú bara ílla sagn gagnvart þeim sem eru fatlaðir og geta ekkert að því gert,svo fyndist mér þú ættir að fara eftir því sem þú predikar!

En svo þarf maður ekki að vera one of'em big ladies til að kremja pöddu, en takk samt fyrir að kalla mig lady ;)

Daja (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:12

19 identicon

bíddu tók engin eftir því að ég skrifaði að fríða hefði VÍST  nafngreint stelpurnar!!!?

og svo er fólk að hrósa henni fyrir að hafa EKKI nafn greint þær? fríða þú gerðir það víst! ég las bloggið fyrsta daginn sem þú opnaðir það :S

nafnlaus1 (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:21

20 identicon

Úfffffff ok hún nafngreindi kanski, so what? hvað er málið? Á hún þá ekkert skilið að vera með þessa síðu, er þá allt í lagi að að TVÍBURARNIR gerðu það sem þeir gerðu?

Daja (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:33

21 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

NÚ ER KOMIÐ NÓG! Það að þið komið hingað inn og eruð að koma með einhver skítakomment nafnlaust er meira en nóg, en það að þú skulir segja þetta við frænku mína: Mundu : Að rífa kjaft á netinu er eins og að taka þátt í ólympíuleikum fatlaðra, jafnvel þó þú vinnir - þá ertu ennþá fatlaður.

er eitthvað að? veistu hvað það er ljótt að segja svona?  ég á frænku sem er fötluð og vann meðal annars á ólympíuleikum fatlaðr!

Og þegar þú ert að segja þetta þá ert þú greinilega að tala um sjálfan þig því þú ert sjálf/ur að rífa kjaft á netinu!  og þú veist greinilega ekki NEITT um þetta mál!  og ef þú segir: já en ég veit hlið tvíburanna á þessu máli,,    þá skal ég segja þér það að þær ljúga eins og þær fái borgað fyrir það!

Þið öll sem eru að koma með einhver skítakomment eruð að segja að fólkið sem er að koma með falleg komment til mín viti bara eina hlið á þessu!    ÞIÐ vitið greinilega bara eina hlið á þessu máli eða þið viljið ekki sjá mína hlið!   flest af ykkur þekkið mig ekki neitt en eruð samt að segjast þekkja báðar hliðarnar á þessu máli!

og til nafnlaus1:   já, það voru nöfn á síðunni fyrst um sinn en þegar eg fattaði það þá tók ég þau útaf (daginn eftir), aðalástæðan fyrir því er að ég copy paste-aði bara bréfið inná síðuna og í því voru nöfn!   ég gerði mistök en ég fattaði þau og lagfærði,       og ég má alveg nefna nöfn, það er ekki bannað með lögum, en ég er nógu þroskuð til að gera það ekki!     Þessi síða er ekki svo ég geti hefnt mín á þessum stelpum, heldur til að vinna úr mínum málum og hjálpa öðrum!    og það að segja að ég hafi verið að hóta vinkonu minni með því að segja henni að hún þyrfti að velja þá er það ekki satt!  það kallast ekki að hóta!   ég bað hana um að velja því ég er ekki nógu tilfinninga sterk í að vera í einhverju reipitogi um vinkonu mína,  og ég bað systur mína aldrei um að biðja hana um að velja heldur ákvað systir mín það sjálf, en þegar "vinkona mín" sagði á móti að þá þyrftum við að velja, þá völdum við og sögðumst frekar vilja vera ekki vinkonur hennar heldur en að vera vinkonur hennar ásamt tvíburunum!     ég er búin að fá nóg af því,    ég hef nógu mikla reynslu í því að missa vinkonur mínar til þeirra til að vita að það fara flestir á endanum til þeirra!

Og tvíburar er ekki nafngreining, því vinkonur sem eru mikið saman, geta td. verið kallaðar tvíburar (við köllum litlusystur okkar og bestu vinkonu hennar tvíbura)! og tvíburar er ekki nafngreining, það er enginn póstaður í símaskranni undir nafninu tvíburi.    og G*** er ekki nafngreining, það er stafur með stjörnum fyrir aftan, það er til fullt af fólki sem byrjar á nafninu G, og ég hefði alveg getað skrifað G í staðin fyrir einhvern annan staf!   hættið að kommenta um eitthvað sem þið vitið ekkert um!

og það að þið komið með einhver skítakomment en segið síðan í lokin;  en gaman að heyra að þér líði vel í skólanum og gangi þér vel með síðuna ;** !   maður fær gubb upp í háls!  ef þið mynduð meina það þá væruð þið ekki að koma með einhver skítakomment!

en fyrir alla hina:    takk æðislega fyrir stuðninginn :D  og ef ég gæti svarað öllum góðu kommentunum þá myndi ég gera það,  en þau eru bara svo mörg ;)

-Fríða

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 23.1.2009 kl. 16:35

22 Smámynd: Kolbrún Kvaran

DUgleg stelpa!! En ef þú vilt þá er ég svona Big Mama sem getur sest á fólk ,býð mig fram

Kolbrún Kvaran, 23.1.2009 kl. 17:01

23 Smámynd: Kolbrún Kvaran

Annað sem mig langaði að segja,það fólk sem commentar nafnlaust,hefur eitthvað á samviskunni.Eitthvað sem þau vita að þau eiga að skammast sín fyrir.

þú ættir í raun að stilla síðuna þína þannig að það sé ekki hægt að commenta nafnlaust

Kolla Bolla

Kolbrún Kvaran, 23.1.2009 kl. 17:07

24 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

er það hægt?

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 23.1.2009 kl. 17:14

25 identicon

hæhæ aftur.. eins og ég sagði seinast þá er netið yndislegt og getur alltaf gert dílít... allavega á landspítalanum við hringbraut er geðdeild eða göngu deild eða einhvað solis og þau eru búin að hjálpa mer hellling að takast á við minn vanda..

en mig langar að vita eitt.. þegar þær buðu þér ekki buðu þær þer ekki sienna með?.. þæ í bekknum mínum gerðu það og þá fór ég ekki með því ég treysti þeim ekki :O þannig...

 En þú ert alger hetja að láta þetta ekki á þig fá...

--Árný H

Árný (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 18:09

26 identicon

halló, þetta er alveg frábært hjá þér :)

en já þessar stelpur sem eru að tala um að hún hafi nafngreint

okei ég skil alveg að það er óþarfi að segja einhver nöfn, en afhverju ekki ? meina þetta er bara það sem að þið gerðuð henni, hún er bara að segja frá því sem þið eruð búin að vera gera henni í heil 9 ár, eruð greynilega farnar að skammast sín fyrir þetta, en þið hefðuð bara átt að hugsa út í það fyrr þið þarna stelpur sem voru að eyðileggja heil 9 ár í lífinu hennar. ! það er ekki alveg í lagi sko!

En vertu sterk Hólmfríður og gangi þér rosalega vel í lífinu og ég vona að þér líði vel:)

Maríaa (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 21:16

27 Smámynd: Kolbrún Kvaran

Ég veit að þú geur allavega stillt síðuna þannig að engin comment birtast nema með þínu samþykki.Ég skal tékka á því hvort hitt sé ekki alveg örugglega hægt líka

Kolla bolla

Kolbrún Kvaran, 23.1.2009 kl. 21:34

28 Smámynd: Kolbrún Kvaran

Jæja búin að tékka á þessu og þú getur stillt bloggið þannið að óskráðir notendur verða að skilja eftir email adressu. Þannig ertu búin að sigta frá

Kolbrún Kvaran, 23.1.2009 kl. 21:40

29 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

takk :)

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 23.1.2009 kl. 21:42

30 Smámynd: Tómas Þráinsson

Þú gætir líka stillt bloggið þitt þannig að eingöngu skráðir notendur geti kommentað á bloggið þitt, mjög gott öryggistæki þar á ferð, ef þú vilt hafa svo þétta stillingu.

Til að virkja það ferðu inn á stjórnborðið þitt og smellir á Stillingar og Blogg. Þar er felligluggi undir merkinu "Hverjir mega skrifa athugasemdir?" Þar er hægt að velja þann möguleika að aðeins skráðir bloggarar geti skrifað athugasemdir á bloggin þín. Þannig geturðu vinsað út þennan leiðindahóp sem gerir ekkert annað en að hrauna yfir þig þegar þú ert að reyna að vinna úr þínum málum.

Svo ég snúi mér nú að því öllu saman. Mér finnst bara stórfenglegt hvernig þú tekur á málunum hér. Ég varð fyrir aðkasti ákveðins hóps samnemenda minna í þá gömlu góðu, en tókst sem betur fer að losa mig undan því  með því að finna mér áhugamál sem ýttu undir félagsstyrk og liðsheild, þannig að allir fengu þann stuðning sem þeir þurftu. Ég vona að þú notir þessa reynslu til að byggja þig upp til framtíðar, þvi þó þetta sé sárt núna, þá hjálpar það þér við að taka eftir þessum hlutum í fari annarra síðar á lífsleiðinni. Ég vona að þú munir þá hafa þann styrk til að bera að geta hjálpað þeim að snúa við blaðinu.

Tómas Þráinsson, 24.1.2009 kl. 00:39

31 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

takk :)

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 24.1.2009 kl. 09:49

32 identicon

Sæl Fríða,

takk kærlega fyrir þetta blogg þitt !!   Ég varð fyrir einelti í 11 ár. Var 20 þegar mér var boðið í fyrsta skipti í afmæli - þorði reyndar ekki að mæta þar sem mér fannst þetta of ótrúlegt til að vera satt :p

Ég vona að þú setjir ekki þannig að einungis skráðir bloggarar geti commentað - því t.d. er ég ekki skráður bloggari og myndi því ekki geta commentað hjá þér - en sniðugt að hafa að fólk þurfti að gefa upp netfang :)

Gangi þér rosalega vel í lífinu og endilega reyndu að fá faglega aðstoð frekar fyrr en seinna - ég fór ekki fyrr en 10 árum eftir að eineltinu lauk og þá komin með mikinn kvíða og þunglyndi :/ 

Gangi þér vel stelpa :)

Inga (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 09:02

33 identicon

Hæ hæ Fríða mikið er svaka gaman að heyra að þér gangi svonna vel:D 
 
Ég heiti María 
 
Ég lenti sjálf í miklu einelti í grunnskóla eða frá 1.bekk upp í 6. bekk. Ég 
skipti 
svo um skóla þegar ég fór í 7. bekk. Skólinn sem ég fór í heitir 
Suðurhlíðarskóli og 
er einkarekinn af aðventistum. Frá 1. bekk upp 6. 
bekk þá var 
ég alltaf sí grátandi og vildi ALDREI fara í skólann. Sama hvað 
foreldrar 
mínir gerðu þá vildi ég bara ekki fara í skólann. Ég vissi hvað beið mín í 
skólanum og 
vildi ekki verða niðurlægð fyrir útlitið mitt og lærdómin. Ég er lesblind og 
fór 
alltaf í sérkennslu. Ég var tekin úr tíma og mér fannst ég svo mikill 
lúser og 
skammaðist mín. Ég verð 20 í desember og er ennþá að jafna mig á þessu öllu. 
Ég tala 
stundum svo vitlaust og er mjög feimin að reyna að tala. Ég helst sleppi því 
þegar ég 
get. Ég er hjá sálfræðingi og er búin að vera hjá honum frekar lengi og hann 
hjálpar 
mér mjög mikið. Sálfræðingurinn er mér sem besti vinur. 
 
Þegar ég fór í Suðurhlíðarskóla þá voru það mjög mikil viðbrigði. Að fara 
úr mjög 
stórum skóla í sirka 40 til 50 manna skóla. Það eru kenndir tveir bekkir 
saman. Ég 
gjörsamlega breyttist eftir að ég fór í þennan skóla. Ég fann persónuna mína 
þarna og 
ég varð bara ég sjálf:D ég MÆLI EINDREIGÐ MEÐ ÞESSUM SKÓLA:D

María F. Árdal (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 18:30

34 identicon

Hæhæ Hólmfríður!

Vildi bara segja það enn og aftur að ég er ótrúlega stolt af þér og ég kíki reglulega hingað inn til að lesa meira frá þér.

Þessir sem skrifa nafnlaust hingað inn hafa, eins og þegar hefur verið sagt, eitthvað slæmt á samviskunni og skortir hugrekkið til að viðurkenna gjörðir sínar.

En þa er ekki það sem maður á að horfa á hérna... Þú ert að þessu fyrir þig, ekki neitt meira né minna og ég er stolt af þér fyrir það! 

Haltu áfram að blogga, hlakka til að lesa!:)

Anna K. (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 23:03

35 identicon

Sæl Hólmfríður. Ég vildi bara láta þig vita að þú ert æðisleg, Nákvæmlega eins og þú ert. Ég þekki þig ekki neitt og hef aldrei hitt þig, en ég varð bara að hrósa þér fyrir það sem þú ert að gera. Ég er búin að fylgjast með þér frá því að ég sá þig á mbl.is og ég er miður mín yfir þeirri framkomu sem viðgekkst í þinn garð í varmárskóla. Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem ég veit um svona mál í varmárskóla. fyrir bráðum 20 árum síðan fluttum við fjölskyldan til Mosfellsbæjar og við systurnar fórum þar í skóla ég í gaggó mos og litla systir mín, sem er 6 árum yngri fór í varmárskóla. Hún var alltaf "stillta" barnið, kvartaði aldrei, og heyrðist varla í henni. Hún var svona barn sem hefði getað gleymst í búðinni eða í heimsóknum hjá vinum, því hún dundaði sér bara alltaf sjálf og heyrðis varla í henni. Þess vegna varð enginn var við neitt á meðan við bjuggum í mosó. Það var svo árið 2000 að við komumst að því, (og ég ætla ekki út í smáatriði, því ég veit að hún kærir sig ekki um það) að það var sko alls ekkert allt í lagi hjá litlu systur. Í ljós kom að þessa tvo vetur sem hún var í varmárskóla var hún lögð í einelti og beitt grimmilegu ofbeldi á hverjum einasta degi sem hún var í skólanum. gerendurnir voru samnemendur hennar, og starfsfólk og kennarar litu í hina áttina og gerðu ekkert til að koma henni til hjálpar. Þetta var gríðarlegt áfall fyrir okkur öll, mig, foreldra okkar, og eldri bræður okkar tvo.Þetta gekk blessað barnið í gegnum alein og í þögn og engan grunaði neitt, en þegar þetta komst upp, þá skírði þetta þó svo margt í hennar fari. Áfallið varð þó enn stærra þegar hún árið 2006 sagði mér að það hafi ekki bara verið samnemendur hennar sem voru vondir við hana, heldur hafi á nánast hverjum degi jafnaldri MINN 6 árum eldri en hún gert sér ferð úr gagnfræðiskólanum og í barna skólan til að níðast á henni. Ég fékk áfall við að heyra þetta, 14 - 15 ára krakki að níðast á 8 -9 ára gömlu barni. Á meðan þetta allt gekk á hjá litlu systur, var stóra systir að reyna að venjast nýjum skóla, eignast nýja vini og reyna að passa inní hópinn, algerlega grunlaus um hvað gekk á í næstu skólabyggingu í lífi litlu systur. Þetta var stór og erfiður biti að kingja. Ég þekkti þennan strák ekkert, hann var að mig minnir ekki með mér í neinum tímum, og þegar hún sagði mér þetta þurfti ég að leita á skólamynd að kauða, því hún neitaði að benda á hann þar sem hún hafi verið mörg ár að ná augunum hans úr martröðum sínum. Ég veit ekkert um hans hagi í dag, en ég verð að viðurkenna að góður nætursvefn, hrein samviska, og almenn vel líðan er hann lítur yfir farinn veg eru hlutir sem ég efast um að hann hafi fengið stórann skammt af í gegnum tíðina. Þó veit ég ekkert um það,ég er mjög trú á það að batnandi mönnum sé best að lifa og vona að hann sem og allir hinir yngri gerendur í þessu máli hafi unnið í sínum málum og ekki eyðilagt fleiri saklausar sálir.Ég get ekki lofað að ég myndi haga mér á skynsaman, eða ábyrgan hátt ef ég hitti þennan jafnaldra minn einhvern tíma aftur, svo ég vona að ég þurfi aldrei að sjá framan í hann aftur.

Einelti er hrikalegt fyrirbæri sem getur, og hefur eyðilagt allt of mörg líf og ætti ekki að líðast í siðmenntuðu nútíma samfélagi. Ég tek ofan fyrir svona fólki eins og þér Fríða mín, sem lætur ekki þagga nyður í sér til að allt sé nú slétt og fallegt á yfirboðinu. Það þarf að draga allan sannleikann upp á yfirborðið, hversu ljótur sem hann kann að vera og nudda okkur öllum uppúr honum. Það er ekki hægt að útríma einelti ef að það á alltaf að þagga það nyður í fórnarlömbum þess svo að "öllum hinum" líði nú ekki illa yfir sannleikanum, nú eða svo viðkomandi skóli líti nú ekki illa út útávið. Þú ert frábær og falleg stelpa Fríða, og láttu engan telja þér trú um annað. Aldrei. Haltu áfram ótrauð, því ég tel að akkúrat þú getir komð af stað viðhorfsbreitingu í samfélaginu, börnum okkar allra til góða.

Ég vona að þú fyrirgefir mér að ég setji ekki fullt nafn hérna, en þetta er persónuleg saga systur minnar, en ekki mín, og þar af leiðandi ekki minn réttur að skrifa fullt nafn mitt hér, og þar með í rauninni nafngreina hana.

Haltu áfram að vera sterk og falleg manneskja Fríða mín

Rakel stóra systir.

Rakel (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 14:27

36 identicon

Ertu nokkuð hætt að blogga? Endilega haltu áfram að tjá þig því mér finnst frábært að lesa um reynslu þína og ekki síst að þú slappst frá þessu með glæsibrag. Skrif þín hjálpa miklu fleirum en þú getur nokkrun tímann ímyndað þér. Þess vegna vona ég að þú stillir bloggið þitt þannig að einungis skráðir notendur getið skrifað athugasemdir.

Ég kenndi um skamma hríð í grunnskóla á unglingastigi þar sem Olveusarverkefnið var notað. Ég sá samt sem áður einelti en það sem mér fannst merkilegast í því sem við kennarar fræddumst um var að þeir sem leggja aðra í einelti eru ekki þeir sem eiga bágt sjálfir. Ég hélt alltaf að það væri rosalega mikið að þeim sem legðu aðra í einelti en málið er að þetta gengur þar til það er stoppað. Annars ekki. Og í Olveus fékk ég margar leiðréttingar á minni fáfræði sem orsökuðu fordóma. Endilega skrifaðu meira!

Valdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:24

37 identicon

mer finnst einelti lika leiðinlegt enda lendi eg i þvi i öskjuhliðaskola fra morgum það var sparkað i mig og eg kolluð feit þroskaheft og svona enn þetta folk er ekkert skárra sem er að koma hingað með skitakomment meina hvað er að ykkur hun hefur ekkert gert ykkur þið ættið að skammast ykkar eg vil oska þer holmfriður góðs gengis i þessu og eg list vel á að þu skulir vera herna að tjá þig enda máttu það lika eg er stollt af þer elskan:)

Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband