Besta vinkona mín :)

Þetta blogg ætla ég að tileinka bestu og æskuvinkonu minni síðan 2ja ára!

Þessi frábæra manneskja er ein af þeim sem hefur stutt mig frá byrjun!

Hún hefur aldrei efast um mig, aldrei efast um það að ég sé að segja sannleikann (ekki svo ég viti) og hún hefur verið æðislegur klettur fyrir mig!

Ég veit ekki hversu oft ég hef farið grátandi til hennar útaf krökkunum, og alltaf hefur hún komið með opna arma!  Hún hefur alltaf hlustað á mig, alltaf stutt mig og alltaf varið mig!

Hún og mamma mín eru manneskjurnar sem ég hef alltaf hugsað til og farið til þegar ég hef lent í krökkunum!    Oftast var það þannig að ég lenti í krökkunum, fór grátandi til vinkonu minnar og hún fór með mér til mömmu minnar!!

 Hún hefur reynst mér stórkostlega vel!    Enda hef ég aldrei efast um hana sem vinkonu!  hún er ein af mjög fáum sem ég hef vitað með vissu að væri alvöru vinkona mín!

Ég man þegar snemma í 9unda bekk þá lenti ég í því að stelpurnar sátu nokkrar á móti mér og öskruðu á mig,   síðan fer ég í tíma og ég skalf svo mikið að ég gat ekki skrifað!  eftir tímann þá fer ég fyrir utan stofuna þar sem þessi vinkona mín var í tíma og ég var öll á nálum,  ekki grátandi en ég var mjög taugaóstyrk og leið mjög illa!  um leið og þessi vinkona mín kom fram þá sá hún að mér leið illa og kom strax til mín og ég fer alveg að hágráta!  hún talar við mig og huggar mig og fer með mér til  mömmu minnar þar sem mamma mín útskýrði fyrir okkur eineltishringinn og talaði við mig!  Þessi vinkona mín sleppti tíma bara til að vera með mér!  Hún er ÆÐI!

Þessi vinkona mín er ein frábærasta manneskja sem ég þekki,  æðisleg vinkona og allir sem þekkja hana eru heppnir, sérstaklega ég!     Hún hefur reynst mér æðislega vel og ég vona svo sannarlega að ég hafi reynst henni jafn vel,  þó ég haldi að það sé ekki hægt að toppa hana!

Elsku besta vinkona mín, þú veist hver þú ert!

hér er vinaljóð:

 

Að vera vinur er að treysta,
Að vera vinur er að hjálpa,
Að vera vinur er að gleðja,

Að eiga vin er manni allt
Að eiga vin að vera aldrei einn,
Að eiga vin er lífsins fjársjóður

Vinir gera allt saman,
Þeir deila öllu saman,
Hlæja saman og gráta saman,
Vinir elska hvorn annan.

fengið af síðunni : http://www.styrkur.net/html/vinaljod.html

 

Ég elska þig :)

-Fríða

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

<33

Gerða Jóna (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 19:25

2 Smámynd: Dísa Dóra

Það er yndislegt að eiga slíka vinkonu og frábært hjá þér að skrifa þessa færslu til hennar

Vinir eru gullmolar lífsins og svo sannarlega þess virði að fara vel með gullið okkar

Dísa Dóra, 26.2.2009 kl. 20:02

3 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

jámm :)

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 26.2.2009 kl. 20:09

4 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Þú er mjög lánsöm,það eru ekki allir sem geta sagt sama og þú.Það er hægt að eiga marga vini en að eiga einn sannan það eru fáir ,þú átt eina eða tvær.Þú ert mjög lánsöm mín kær.Gott hjá þér að hún er ábigilega heppin með vin sem þig líka.Vinir eru GEIMSTEINAR

Blíðlegt blíðu knús til þín

Sofðu rótt í alla nótt

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 26.2.2009 kl. 20:29

5 identicon

Frábær færsla og ég er viss um að þú hjálpar mörgum með því að miðla reynslu þinni - bæði góðri og slæmri. Það er hræðileg tilfinning að vera ekki trúað um svona alvarlega hluti. Þá margfaldast níðingsverkið heldur betur. Óska þér aftur til hamingju með að skrifa um þetta á bloggi og með að hafa komist frá þessu.

Kveðja

Valdís

Valdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:43

6 identicon

Auðvitað áttu góðan vin. Enda ertu frábær unglingur. 

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 15:30

7 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Frábært Hólmfríður mín, vinur sem maður getur treyst er ekki á hverju strái. Gangi þér vel vina mín og mundu að þú ert númer 1,2 og 3.

kveðja,

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 27.2.2009 kl. 21:11

8 identicon

Sæl Fríða mín

Þó svo að fólk eigi vini þá gæti það vel lennt þannig að þessir "Vinir" manns séu ekki beintt vinir heldur "tækifærissinnar". Ég þykist þó þekkja þessa sem að þú ert að tala um og hún er mjög fín stelpa. Efast stórlega um að hún fari að stinga þig í bakið eins og sumir aðrir sem að myndu gera.

Ég þekki þetta sjálf og er alin upp í mun minna sammfélagi en Mosó og svona vini er erfitt að finna meðal þess samfélags (enda er ég flutt í bæinn). Í dag á ég æðislegustu vinkonu í heimi og við erum ekki búinar að geta hætt að tala saman þannig séð í að verða 10 ár (frá því að við kynntumst). 

Ég vil líka bara minna á að þeir sem eru í raun og veru vinir manns hjálpa manni, trúir manni og treystir, alvöru vinir efast ekki um mans eigin sögusagnir eða hlaupa annað þegar hlutir verða slæmir. Þeir bíða þó svo að maður geti rifist og allt það þá kemur sá vinur alltaf til baka.

Trúðu á sjálfa þig.

Horfðu á framtíðina með björtum augum.

Fullkomnaður líf þitt með trúnni á sjálfið.

Ég get, ég skal, ég ætla.

Með bestu kveðju

        Lilja 

Lilja Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 02:36

9 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Sæl vertu Fríða.

Það gleður mig að sjá hve dugleg þú ert að skrifa.  Þú þarft ekki að skrifa daglega, jafnvel ekki vikulega til að vera dugleg í mínum huga. Því það tekur á að setjast svona niður og opna hug þinn og hjarta fyrir hverjum sem lesa vill, líka þeim sem koma illa fram við þig. 

Auðvitað sjá þessir krakkar ekki sök hjá sjálfum sér. Þau hafa ekki þroska né vilja til að horfa innávið. Það kostar hugrekki að viðurkenna að maður hafi verið illgjarn og ósanngjarn gagnvart öðrum.  Það hugrekki öðlast sumir seint og aðrir aldrei. Það er heill hellingur af fullorðnu fólki, sem enn leggur samferðamenn sína í einelti og kann ekki aðra hegðun. Það eitrar útfrá sér á vinnustöðum og veldur fjölda fólks angist og mæðu. Órtúlegt en satt.

Ég lenti í svona útilokunareinelti sem unglingur af hendi stúlku sem bjó í sama hæusi og ég og er jafnaldra mín. Ég hitti hana sem betur fer nær aldrei, því ég hef enn skömm á henni og þykir ekki neitt til hennar koma þó hún sé sprenglærð og í miklum metum sums staðar.  Í mínum huga er hún enn illgjarna, öfundsjúka stelpan sem bjó á efri hæðinni og gerði mér lífið eins leitt og henni var unnt.

Þó eru inn á milli einstaka menn og konur, sem koma fram og biðjast fyrirgefningar á breytni sinni og líða kvalir er þau uppgötva hvað þau voru að gera annarri manneskju. En því miður öðlast ekki margir slíkan þroska.

Fríða mín...... stattu sterk og njóttu samverunnar með þeim sem kunna að meta þig. Mundu að þú ert einstök!

Kveðja,

 Linda Gísladóttir

Linda Samsonar Gísladóttir, 28.2.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband