minningar og fl.

ókei ég veit ég er búin að vera mjööööög svo ekki dugleg að skrifa en það er búið að vera brjálaður tími hjá mér, klára grunnskólann og sækja um menntaskóla og svo er það nottla vinnan!! vinnavinnavinna í kreppunni :P 

en ég var að muna eftir einu sem mig langaði að skrifa niður svo ég gleymi henni ekki.

 

núna rétt áðan heyrði ég bróður minn segja við mömmu mína að litla systir mín væri liggjandi á gólfinu með fæturnar uppí stólinn í stofunni, sofandi.  þá kom allt í einu upp minningin.   

ég mundi eftir mörgum kvöldum sem ég lagðist á gólfið inn í herbergi og grét.  ég hugsaði með mér að ég ætti ekki skilið að fá að sofa upp í rúmi.  ég væri of ömurleg og ógeðsleg til að fá að sofa í hlýju og mjúku rúmi.  svo svaf ég á gólfinu.  í sum skiptin þá tóku mamma og pabbi eftir þessu og létu mig fara upp í rúm, en í hin skiptin svaf ég bara á gólfinu um nóttina.    

síðan man ég eftir því að besta vinkona mín sem er einu ári eldri en ég var að fara uppí gaggó.   ég lá og grét og grét og grét uppí rúmi.  Síðan skrifaði ég í "Dagbók" um það hvað það yrði allt ömurlegt þegar hún færi uppí gaggó, að hún myndi aldrei nenna að vera með mér.   hér er það sem ég skrifaði í bókina: ég sakna G**** rosalega mikið. Ég hefeiginlega ekkert að geraþegar hún er ekki hjá okkur. Núna fer hún í gaggó. Hún á örugglega eftir að eignast nýja vini og verður mest með þeim. við eigum eftir að eiga mjög lítinn tíma til að leika saman. Hún á eftir að þurfa að læra svo mikið að hún getur ekki leikið við mig og Á***. Ég vildi óska að við værum jafn gamlar og værum saman í bekk (ég og g**** sko)"     tek það fram að ég var í 6 bekk :P  hehehe veit þetta er asnalega skrifað en þetta er beint uppúr bókinni :P

Síðan þegar ég var að fletta upp í bókinni núna áðan þá sá ég mynd sem ég hafði teiknað. Það var maður, svo stóð að hann var að segja :"ég veit að ég sveik þig og mér er alveg sama um þig o ég hef ekkert með þig að gera, hahahahaha."

 

svona var hugsunarhátturinn minn!!   það er fullt af fleiru í þessari bók sem ég ætla ekki að skrifa niður núna. 

 

ekkert meira í bili, skrifa þegar ég man eitthvað annað ;)

'Fríða


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sé að það er langt síðan þú hefur bloggað. Ég vona að þú hafir það æðislegt og sért að njóta þín í skólanum! :) Var að lesa gömlu færslurnar þínar og komment frá skólafélögum og vildi bara segja hvað það væri nú týpískt að gerendur þykist alltaf koma af fjöllum þegar loksins einhver fer að standa upp og segja "ekki meira!". Það getur svo sem vel verið að þetta lið hafi ekki vitað af því að það væri að leggja í einelti og eyðileggja líf en það getur enginn reynt að segja mér það að þessar stelpur/krakkar átti sig ekki á því að væru að MINNSTA kosti ókurteisar og væru að koma illa fram við þig! Og það er að mínu mati nóg til þess að þær eigi að skammast sín.

Mér finnst þetta frábært framtak hjá þér og er bara stolt! Aldrei þorði ég að segja neitt. Haltu áfram að vera svona dugleg! :)

Gangi þér allt í haginn!!! :)

B.kv.

Nanna

Nanna Imsland (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband