Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

.

takk fyrir :) og það er leiðinlegt að heyra! vona að þér líði betur! ég veit að það ná sér ekki allir jafn vel uppúr svona einelti og þunglyndi en ég vona svo sannarlega að sem flestir geti það, helst allir!

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, fim. 6. ágú. 2009

Heimabósturinn er thrudas@internet.is

Hæ Mér finst þú tilfinigalega sterk að geta talað um þína reinslu . Og geta blogað um þína reinslu.Og hafakomið í sjónvarbimu í ísland í dag á stöðu tvö.Einelti er skelfilegt ofbeldi.Ég var lögð í einelti í grunskóla í 4 ár.Það var þvílukur kvíði og magaverkur.ásamt þúnglindi.Ég hugsaði oftt um sjálfsmorð.Í dag er ég 21 árs. En allvega þú ert bara 15 ára. þú ert þvílík hetja . Það sem þú ert að gera er að segja frá sársaukanum. Það hjálbar fólki sem hefur lent í einelti.Ég ætla að óska þess að þú munir eiga hamingjusamd líf.Eftir alla þjáninguna.

Sigþrúður (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 19. júní 2009

hæ hæ

flott síða hjá þér. Endilega kíktu á mína: www.vinatta.blogcentral.is

vinátta (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 30. maí 2009

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

æji :(

æjji, það er leiðinlegt að heyra :( veistu eitthvað af hverju? eða hafa þau kannski ekki neina ástæðu ? en, þú verður samt að vita að þú mátt ekki láta þau komast upp með að láta þér líða illa! þú hefur alveg jafn mikinn rétt á því að vera þarna og þau! -Fríða

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, þri. 31. mars 2009

þú hefur reynslu.

hæ heyrðu ég flutti úr einum bæ yfir í annan og líður vel í nýja bænum. en alltíeinu hata mig allir í gamla bænum og ég fer bara að gráta við tilhugsunina að fara þangað. og alltaf þegar ég keyri þangað fæ ég hroll og svona 'þú ert ekki velkomin hér' tilfinningu. það er mjög sárt :(

ég (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 30. mars 2009

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

æðislegt !

veistu, mér finnst æðislegt að heyra að skólinn þinn taki á einelti! og mér finnst æðislegt að vita að síðan hjálpar! já, það að skrifa um þetta hefur hjálpað mér mikið, og það hefur hjálpað mér að vinna úr reiðinni. þótt að þessi síða hafi ekki verið gerð til að hefna mín á þessum stelpum þá hefur reiði mín dofnað! og ég er viss um að ég á eftir að geta fyrirgefið þeim sem koma að biðja mig afsökunar, en ég er ekki viss um að ég geti fyrirgefið þeim fyrr en ég veit að þær sjá eftir þessu og geri sér grein fyrir því hvað þær gerðu mér! Takk æðislega fyrir :) -Fríða

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, mið. 11. feb. 2009

Þú ert aðdáunarverð:)

Sæl Fríða. Ég er kennari á Siglufirði og sýndi umsjónarbekknum mínum (8. bekkur) síðuna þína í dag. Það gerði ég til að sýna þeim bæði það sem þú upplifðir og hversu alvarlegar afleiðingar einelti getur haft. Okkar skóli berst gegn einelti og er með Olweusar-áætlun. Hér er teymi í kring um það og ákveðið ferli fer í gang ef að einhver grunur um einelti á sér stað. Í fyrra fengum við viðurkenningu fyrir starf okkar í baráttunni gegn einelti. Einelti er hið versta mál og oft erfitt þegar þolendur þegja um það, því að þá er oft lítið hægt að gera. Þess vegna segi ég við bekkinn minn EKKI GERA EKKI NEITT en þá er ég að höfða bæði til þolenda og þá kannski líka hlutlausra áhorfenda. Þögnin er okkar versti óvinur. Ég er stolt af skólanum okkar því við setjum eineltisvinnuna í gang við minnsta grun. Það er þó einu sinni þannig að enginn er fullkominn og maður má aldrei sofna á verðinum. Það getur líka verið erfitt að vera starfsmaður í skóla og hafa grun um einelti gagnvart einhverjum þegar þolandinn þvertekur fyrir það að eitthvað sé í gangi eða vill kannski ekki gera neitt. Ég dáist að þér og hvernig þú ert að vinna úr þínum málum. Þú ert allt það sem að fólk hefur skrifað um þig: HETJA, HUGRÖKK , KJARNAKONA, STERK svo að eitthvað sé nefnt. Það að þú sért að skrifa um þessa hræðilegu reynslu hlýtur að vera mjög gott fyrir þig. Ég skil vel að þú sért reið og sár yfir því hvernig skólinn þinn tók á þínum málum en mundu samt að það er ekki gott að vera reiður. Þú ert líka bæði sár og reið út í þá sem lögðu þig í einelti og ættu þeir að sjá sóma sinn í því að biðja þig afsökunar. Einnig vona ég að þú eigir eftir að geta fyrigefið hvort sem að þú verður beðin um það eður ei. Því miður getur maður ekki breytt því sem búið er heldur bara framtíðinni. Ég vona að það að þú breyttir um skóla verði þér til góðs og einelti sé hluti af þinni fortíð,ekki framtíð. Með von um bjarta framtíð. Kveðjur. Maddý

Maddý Þórðar (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 11. feb. 2009

WASSAAAP

gaaaur,, ég fokking hels á kökuformi og eg elska þg þu rtt án efa fra´bær! shjiiiiiiiiit vúúú mér liðursvo veeeel ég váá mér alngar gett að ýtá biiiljón taggaaaaa!!!! luseglsaeijrætaiwjrmæamiwfæimaæeijraw4ipæjæithalæwiræaeijr ég var að þvíí tyúrtappar rokkaaa! gaur i feel ur pain! inside its building up like a hurricain so i have to say to everyone watsup! I love u gary wayne I feel just like McCain because i loose all the time i will now go and kill my time peace! freðingaur! ps. horðámyndina " super high me " speeeekk! huner oossom ps. eg elska þig

Karen (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 7. feb. 2009

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

ekkert mál !

ekkert mál :) ég er búin að senda mömmu þinni hotmailið mitt :)

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, fim. 5. feb. 2009

úps..

vúbs.. sendi óvart 2x sorry;*

K****** (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 5. feb. 2009

:)

Gvuð hvað ég vorkenni þér! :* Ég lenti líka í einelti í varmárskóla fyrir stuttu síðan,, kom inn sem nýja stelpan en gafst upp eftir 2 ár og lét mig hverfa.. flutti aftur á staðinn sem eg átti heima og hélt áfram í skólanum þar, ég er búin að lesa allt bloggið þitt með mömmu minnu (sem sýndi mér stuðning í gegnum þessi ár) og vil endliega fá að tala við þig, ég kannast við þig, hef séð þig örugglega bara í skólanum, ef þu ert með msn og ert til í að spjalla við mig um þetta og ég get sagt þér frá mínu líka .. þá geturu sent mer msnið þitt í tölvupósti bara á gunny.b@live.com það er e-mailið hjá mömmu minni útaf ég vil ekki gefa upp mitt,, en þá get ég addað þér :) vonast til að fá að spjalla við þig *:

K****** (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 5. feb. 2009

:)

Gvuð hvað ég vorkenni þér! :* Ég lenti líka í einelti í varmárskóla fyrir stuttu síðan,, kom inn sem nýja stelpan en gafst upp eftir 2 ár og lét mig hverfa.. flutti aftur á staðinn sem eg átti heima og hélt áfram í skólanum þar, ég er búin að lesa allt bloggið þitt með mömmu minnu (sem sýndi mér stuðning í gegnum þessi ár) og vil endliega fá að tala við þig, ég kannast við þig, hef séð þig örugglega bara í skólanum, ef þu ert með msn og ert til í að spjalla við mig um þetta og ég get sagt þér frá mínu líka .. þá geturu sent mer msnið þitt í tölvupósti bara á gunny.b@live.com það er e-mailið hjá mömmu minni útaf ég vil ekki gefa upp mitt,, en þá get ég addað þér :) vonast til að fá að spjalla við þig *:

K****** (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 5. feb. 2009

seinasta commentið

Fyrigefðu að ég nota alltaf e-mail einhvers sem ég þekki ekki ..:( því að ég á engan e-mail.

Aron geir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. feb. 2009

til: Hólmfríðar

Já reyndar neyddist ég til að segja mömmu einu sinni þegar að ég kom heim grátandi,mamma talaði við kennaran og svo fór ég í einn stuttan tíma til sálfræðings en mér finnst eins og að öllum sé byrjað að líka vel við mig,jafnvel þó að það segji það ekki. Ég er núna að fá miklan stuðning frá öllum og krakkarnir eru byrjaðir að tala við mig meira.En samt veit ég að eineltið mun skilja eftir stórt sár og vondar minningar en ég ætla bara að brosa mig í gegnum lífið eins og þú.Ég held að ég skrifi ekki meira inná síðuna en ég mun pottþétt skoða hana á hverjum degji. Takk fyrir kærlega þú ert mjög indæl.

Aron Geir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. feb. 2009

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

til aron geirs

Aron Geir: ertu búinn að segja einhverjum frá þessu? foreldrum eða kennurum? ef ekki þá held ég að það væri sniðugt hjá þér að gera það, reyndu að tala um þetta og held að þú ættir að fá sálfræðilega hjálp! ef fólk hundsar þetta þá máttu ekki gefast upp! haltu áfram þar til fólk hlustar á þig! ég veit að nokkrir skólar hafa verið að styrkja eineltisvarnirnar! endilega haltu áfram að tjá þig um þetta hér á þessari síðu, ég vona að það hjálpi þér! :) gangi þér vel ! -Fríða

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, þri. 3. feb. 2009

...

Sæl aftur. Ég kom inná þessa síðu fyrir löngu og commentaði. Það svaraði einhver kona sem að heitir Berglind commentinu mínu og sagði að ég ætti að vera duglegur að skrifa inná þessa síðu. Ég veit að seinast var ég mjög væminn... fyrigefðu það. Ég skil ekki hvað þessi "Sannleikurinn" er að segja. Hann skilur ekki hversu erfitt það er að ganga í skólann á morgnana finna fyrir kulda, hrolli og kvíða. Manni finnst eins og að jörðin sé að gleypa mann. Svo þegar maður er komin í skólan horfa allir á mann og hvíslast á. Maður fyllist af sorg og þessi hræðilega tilfinning birtist aftur. Þessi tilfinning sem að er eitruð.

Aron Geir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. feb. 2009

svar aftur:

ég veit víst mikið um einelti og ég skil ekki hvað það kemur þér við en sonur minn var lagður í einelti þegar við bjuggum í noregi og hann bauð öllum í afmælið en engin mætti og hann var miður mín. stuttu seinna var hann barinn og viku seinna svipti hann sig lífi. Það kalla ég sorglegt en þú þráir greinilega athygli og það er ekkert gaman að þú hafir lent í þessu en samt áttu mikið eftir ólifað og lífið er rétt að byrja mér finnst ekki þægilegt að skoða þessa síðu því að það minnir mig á son minn og tárin eru byrjuð að streyma niður kinnarnar en þú situr þanna í tölvustólnum og brosir og vorkennir þér og ég skil ekki hversu nærri þér þú tekur skoðun mína.

Sannleikurinn (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. feb. 2009

.

já ég held ég viti hvaða manneskju þú ert að tala um :) við erum ágætis kunningjar. í sama bekk meira að segja.

bara ég. (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 1. feb. 2009

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

wtf?

ég sagði aldrei að ég hafi verið sú eina sem hafi verið lögð í einelti! og btw. þá sótti ég aldrei í þessa athygli, heldur stofnaði eg þessa síðu til að skrifa um það sem ég lenti í en síðan viku seinna þá HRINGDI MOGGINN OG STÖÐ2 í mig! ég hringdi ekki í þau! og ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta er af því það eru allt of margir sem lenda í einelti hér á Íslandi og ég er að reyna að minnka það með því að opna þessa umræðu aftur! og þegar ég er að tala um að mér hafi ekki verið boðið í mikið af því sem krakkarnir voru að gera, þá er ég að tala um tímann sem ég var í pebbles sem er vinahópur, og það að mér hafi ekki verið boðið í ýmislegt er ekki allt sem gerðist, það er bara hluti af útilokuninni sem ég lenti í! ég sagði aldrei að ég væri sú eina sem lenti í einelti, ég vorkenni mér ekki neitt, og ég er ekki að gera úlfalda úr mýflugu úr þessu, og ég er sko EKKI athyglissjúk! það að þú komir og segir eitthvað svona er bara algjör dónaskapur og þú átt bara ekki að vera að tjá þig um þetta mál því þú veist greinilega ekki neitt! -Fríða

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, lau. 31. jan. 2009

blessuð

ég sé að þú hefur skrifað um að þú hafir ekki verið boðinn í allt sem að er svosem mjög leiðilegt. En stundum þegar að krakkar vingast við fólk þá skapar það svona grúbbur eða vinahópa og bjóða hvor öðrum í bíó og svona en þar sem að þú varst ekki hluti að neinum hóp þá getur reynst mjög erfitt fyrir þig að blanda gleði . En þú ert samt sem áður ekki sú eina sem lenti í einelti og milljón barna hafa lent í miklu verra en þú ! ein stúlka í Serbíu var lögð í einelti og svo úti í frímínútum kom einhverjir krakkar með hníf og byrjuðu að pynta hana! Það er mjög sorglegt ! En það eru líka hellingur að börnum sem að hafa lent i einelti á íslandi sem hafa framið sjálfsmorð! mér finnst þú sækja um of mikla athygli og sjónvarpsviðtal,fréttablaðið! Það hafa milljón krakkar lent í verra en þú !Þú ert ekkert sú eina!!hættu nú að vorkenna sjálfri þér ég meina það kallar maður bara stundum að gera úlfalda úr mýflugu eða bara vera að gera mikið mál og vera mjög athyglissjúkur!!!

Sannleikurinn (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 31. jan. 2009

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

,,

mhmm ! hann hefur líka verið leiðinlegur við ákveðna manneskju sem ég þekki!

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, fös. 30. jan. 2009

:S

bróðir tvíburanna er ALVEG EINS. leggur vinkonu mína í einelti ;(. það er sárt að horfa uppá það. sama hvað hann er mikið skammaður þá hættir hann ekki.

bara ég. (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 30. jan. 2009

Kærleikur

Kærleikur hópur fyrir þolendur eineltis. Hittist fyrsta laugardag í mánuði. Kl 19:00. Gamla bókó. Mjósundi 10. 220 Hafnarfirði. Kveðja Ingibjörg Dóra Bjarnadóttir. stofnandi og stjórnandi Kærleiks.

Ingibjörg Dóra Bjarnadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 25. jan. 2009

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

:)

nei helga var ekkert vond við mig, og annelise reyndi mjög mikið að hjálpa mér :) annelise á ekkert annað en gott skilið og ég er mjög þakklát henni fyrir hjálp hennar! :)

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, fim. 22. jan. 2009

ein spurning:)

mér langar að vita hvort það var helga hitler og anne lise sem voru þessir vondu skólaskjórar, og ég hef heyrt margar ljótar sögur af þessum tvíburadrullum;)

sigga (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 21. jan. 2009

Þú ert frábær manneskja!

Hæ ég heiti Unnur og ég var lögð í einelti í sjötta bekk. En sem betur fer þá flutti ég í Mosfellsbæinn í enda annarinnar. Mér finnst frábært að búa hérna, rólegt og krakkarnir sem eru með mér í árgang eru bara rosalega fínir. Auðvitað fyrir utan nokkra aðila. Ég vildi líka bara segja þér hvað þú átt að vera stolt af sjálfri þér :). Mér finnst þú alveg frábær!

Unnur (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 21. jan. 2009

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

,,

það var ekki heill árgangur, heldur hópur stelpna i '93 árgangnum! en í yngri deildinni var það bekkurinn sem ég var í (líka '93) -Hólmfríður

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, mið. 21. jan. 2009

spurnig

hverjir voru að legja þig í einelti 91-92-93 árgangar? bara forvitinn?

... (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 21. jan. 2009

Einelti alla tíð fram til 38 ára

Takk fyrir hvað þú ert dugleg að opna þig fyrir alþjóð, ég hef allraf verið í felum og vildi alls ekki vera þekkt, því að ég var skilin útundan og rekin frá, og flutti í visst hverfi 8 ára og var lamin og mátti ekki fara úti í búð í friði, því að ég gekk í annan skóla en sá sem var í hverfinu, þ.s skóli fyrir klikkhausa, eins það var sagt þá við mann, síðan gekk ég í venjulegan skóla í hverfinu, en var lamin og uppnefnd því að eg var í hinum skólanum áður. Ég lenti í öllu því vonda í þessu víti, og var viss um að djöfullinn væri til fekar en guð. Það var sama hvort að ég þagði eða svaraði á móti.´Stelpurnar útilokuðu mig og ráku mig burt, og voru með skítkast við mig í leikfimi, ráku mig úr skátunum. Svo flutti ég annað hverfi. En var einnig lögð í einelti, því að ég hafði ekki góða líkamsburði, sennilega komin með slæmar afleiðingar af þessu. Síðan fór ég að vinna í fiski, og hætti í skóla, og það skiptist fólk í hópa, sumir letu mig afskiptalausa, en aðrir niðurlægðu mig með ljótum orðum, og sérstaklega ein eldri kona, hún kallaði mig ljótum nöfnum og hrinti mér, þó að ég hafi ekki svarð henni, ég let hana eiga sig, en samt þurfti hún að níðast á mér. Ég hætti að vinna, og er ekki að vinna í dag nema stundum sjálfboðaliðastörf þegar ég hef heilsu til. Ég á góðan eiginmann í dag og nokkra vini,og stunda kirkjusókn, og það veitir mér hjálp, allavega guð, en fólk er ekki fullkomið neinstaðar, það er guð og maður sjálfur sem getum leist mann úr þessum ljótu hlekkjum. Tilgangur?'Vonandi getur maður hjálpað öðrum. kveðja Eyglo k

Eyglo Karlsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 20. jan. 2009

Lesa takk :D

Hæhæ Fríða, ég heiti Hólmfríður Kristín Fjeldsted ég er aðeins 13ára og hef upplifað það nákalega sama í mörg ár. Fyrst var ég í Setbergsskóla og var smá um einelti að ræða en ekkert mikið. Síðan flutti ég og fór í Hlíðaskóla ég var lamin og kölluð feit og lögð í einelti þessi 4 ár mín í Hlíðasskóla. Nú er ég nýbyrjuð í Háteiggsskóla því að ég gat ekki lifað í Hlíðó. Í háteiggskóla á ég varla vini en ég á vinkonu í hlíðó. Ein vinkona allt of sumt. Svo þarf ég að kljást við alskonar sjúkdóma t.d. Túrett. En ég er heppin í samanburði við þitt einelti. Ég óska þér góðs gengis með síðuna og lífið.

Hólmfríður Kristín (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 20. jan. 2009

Sæl Hólmfríður. Langaði bara að senda þér baráttukveðju og óskir um að þér gangi vel bæði með þessa síðu þína sem er mjög góð og eins í þínu daglega lífi. Það veit engin hvernig er að lenda í svona nema þeir sem hafa lent í því og tala ég þá út frá minni reinslu í barnaskóla. Ég fæ hnút í magan enþá í dag þegar ég mæti þessum krökkum (auðvida erum við orðin fullorðin í dag enda 47 ára ) á götu. En gangi þér vel og ekki láta einhverja letja þig í þessum skrifum þínum . Kveðja Kristólína G. Jónsdóttir

Kristólína G. Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 20. jan. 2009

til hamingju

þetta er rosalega gott framtak hjá þér. Það þarf rosalega mikið hugrekki og þor að gera það sem þú ert að gera. Ég er viss um að þú eigir eftir að ná mjög langt í framtíðinni og ég óska þér alls hins besta. P.s. þú ert mjög góður penni þrátt fyrir ungan aldur

Jói G. (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 19. jan. 2009

Hæ Fríða

Hæ Fríða ég heiti Amalía ég veit hvernig þér líður að hafa ekki sjálfstraust og að langa til að "hverfa". Það er stundum að verið að stríða mér t.d það er einn strákur sem er búin að stríða mér síðan ég var í 3 bekk og hann er enn þá að því og ég er komin í 8 bekk. Síðan hata allar stelpur mig af því að ég er ekki eins vinsæl og þær. Og ég er alltaf að hugsa um að láta mig "hverfa" af því að mér líður stundum svo illa og ég er alltaf að seigja neikvæða hluti um mig. Ef ég geri einhvað af mér þá langar mig að "hverfa" en ég hugsa það bara en ég geri það ekki. en ég tala meira við þig seinna það er svo mikið að seigja bæ bæ :)

Amalía Petra (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 19. jan. 2009

Hæ Fríða

Hæ Fríða. Ég vona að þér eigi eftir að ganga mjög vel í framtíðinni og að þú getur unnið á þessu án þess að líða allt of illa. Það sakna þín margir úr Varmá. Bestu kveðjur Silja, úr kórnum.

Silja (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 19. jan. 2009

Þú ert kjarnakona :)

Sæl Hólmfríður. Þú ert mikil kjarnakona sem á eftir að ná langt:) Það er einhvernveginn þannig að öll reynsla, góð eða slæm, hvetur okkur til að læra af henni og gera betur, það gerir þú með því að rísa upp og tala, ekki láta þetta buga þig. Það eru margir þarna úti sem munu taka þig til fyrirmyndar. Gangi þér alltaf vel :)

RKR (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 19. jan. 2009

einelti

Hæ hæ ég barðist fyrir elstudóttir minni alla hennar skólagöngu ertu með email mig langaar að seigja þér frá þeirri reinslu ef þú villt lesa það og það gæti eitthvað hjálpað þér

Rósa (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 19. jan. 2009

:)

gangi þér ofsa vel

=) (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 19. jan. 2009

Aron Geir og Hólmfríður!

Hólmfríður mín, þú hefur opnað fyrir heila flóðgátt af tilfinningum hjá fólki. Bara 15 ára og geri aðrir betur! Manneskju með svona sterka réttlætiskennd eru allir vegir færir. Þú labbaðir út upp á eigin spýtur. Héðan í frá munt þú bara taka réttar ákvarðanir í lífinu. Þú ert fæddur sigurvegari. Aron Geir, sérðu hvað margir hafa verið í þessum sporum? Og eru enn? Eitrið er allt í kringum þig og nú verður þú að vera duglegur að halda áfram að skrifa á síðuna hennar Hólmfríðar. Segðu frá því sem er gert við þig. Ef þú færð ekki hjálp heima, eða þorir ekki að tala, hringdu þá STRAX í vinalínuna og fáðu ráð hjá þeim. Vertu duglegur að skrifa. Kær kveðja Berglind Hilmarsdóttir, mamma og kennari

Berglind Hilmarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 18. jan. 2009

TORFEY

Sæl FRÍÐA MÍN,ÉG ER BÚIN AÐ RENNA YFIR COMENTIN HJÁ ÞÉR OG ÞÚ FÆRÐ ÆÐISLEGA FLOTTA DÓMA EÐA UMSÖGN HELDUR.þÚ ERT BARA FRÁBÆR STELPA ENDA ÞEKKI ÉG ÞIG NOKKUÐ VEL OG BARA AF GÓÐU.HALTU SVONA ÁFRAM.KVEÐJA ÞÍN VINKONA TORFEY.

Torfey Hafliðadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 17. jan. 2009

:/

Ég finn til með þér.

daníel (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 17. jan. 2009

:-)

Mér líkar vel við það sem þú ert að gera hér og þú átt skilið mikið hrós fyrir að koma svona fram og seja frá reynslu þinni. Ég vildi að ég hefði haft einhvern svona miðil til að segja frá þegar ég lenti í einelti sjálfur. Mitt einelti stóð yfir alla mína skólatíð (ég er 38 ára) að undanskildu síðasta árið í gagnfræðaskóla. Haltu áfram á þessari braut og þá kannski skammast skólastýran og kennarar til að horfa í kringum sig og stöðva svona persónuleika morð. Kveðja Þorgeir (Akureyri)

Þorgeir Arnórsson (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 17. jan. 2009

Þú ert frábær

Viðtalið við þig í gær var mjög flott, þú varst afslöppuð og komst vel fyrir þig orði. hrópa hátt húrra fyrir þér. Mikið eiga þessir einstaklingar bágt sem standa fyrir einelti, þeir þurfa svo sannarlega á hjálp að halda. Endilega haltu áfram að blogga. kveðja María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 17. jan. 2009

Stattu þig stelpa

Ég á líka stelpu er lenti í einelti í skóla hún er búin að vinna sig út úr því. Það er ekki mikill heili í krökkum er leggja aðra krakka í einelti og það er ekki nóg að vera með rétta lúkkið réttu fötin búin að fara í ljós vera ljóshærð og þekkja réttu gæjanna þegar heilan vantar, þetta finnst mér um stelpur er leggja aðrar stelpur í einelti. Svo er eitt þær eiga líka eftir að eignast dætur og hvað??????? stattu þig mér finnst frábært hvernig þú tekur á þessu KV Eygló

Eygló (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 17. jan. 2009

Til hamingju með kjarkinn þinn

Ég hvet þig áfram til góðra verka í framtíðini og óska þér til hamingju með kjarkinn þinn. Skólastjórnendur í varmáskóla meiga aldeilis setjast niður og skammast sín fyrir lélega farmmistöði og framgöngu í málum sem þínu og þurfa sterklega að líta yfir sviðið hjá sér. Það ætti eflaust einhver að sjá sóma sinn í að segja upp starfi sínu þar á bæ, það er alveg ljóst að það eru ekki allir starfi sínu vaxnir í Varmáskóla. Greinilegt er að þetta er ekkert að byrja þar, eins og kemur fram hér á síðuni og ráðleggingar þeirra til þín um að þú þurfir að breyta þér, ættu þeir að taka sterklega til sín sjálfir og sjá hvort það sé ekki bara stjórnendur skólans sem þurfa að breyta sínum stjórnunaraðferðum það er mikil ábyrgð að taka ekki á málum sem þessum með ungt fólk í höndunum sem getur skaðast fyrir lífstíð við þessar aðstæður. Til hamingju og gangi þér sem best í framtíðini. kv. Hjördís

Hjördís (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 17. jan. 2009

Þessi síða hjálpar öðrum . . .

Það eru svo margir sem halda að þeir séu einir í heiminum og að bara þeir verði fyrir einelti. Það er til fyrirmyndar fyrir aðra hversu vel þú tekur á málunum. Þú getur verið stolt af sjálfri þér. Flott hjá þér og ég bið Guð að fylgja þér ;).

G.S. (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 17. jan. 2009

rosalega stolt af þér dúllan

mikið hrikalega finnst mér þetta frábært hjá þér að tala um þetta og koma þessu út ! ég lenti í mjög svipuðu en það var meira bert ofbeldi hjá mér, og ég breyttist í kringlótta mús með snilligáfu í veikindu, til að vera heima dag og dag og mamma studdi mig í því, því hún rakst á veggi við að reyna hjálpa mér.. hætti einmitt ekki fyrr en ég skipti um skóla og bæjarfélag ( hata þennan bæ enn þann dag í dag )og þá loksins eignaðist ég vini . kæra og raunverulega vini sem á enn í dag :) ég er enn að vinna úr mínu einelti og stundum blossar upp hjá manni svakalegt óöryggi og maður dettur inn í gamla farið og er ljóta feita stelpan sem mengaði andrúmsloftið, og mátti hvergi sjást. varð líka snillingur í að finna nýjar leiðir heim úr skólanum hvern dag, svo maður fengi ekki allt pakkið yfir sig líka þá. ennnn þetta kemur, misfljótt og er ég viss um að þú kemst burtu frá þessu heil, þú ert sterk og sæt stelpa og greinilega ferlega hugrökk :) ég verð svo ótrúlega reið þegar ég heyri um svona, að þetta skuli enn vera að gerst, því maður MAN þetta alltaf . en þú ert rísandi stjarna vinkona :) kær kveðja, Inga 27 ( gömul ég veit hehe ) akureyri

inga (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 17. jan. 2009

Þú ert frábær

Heyrði af þessari síðu í dag og ákvað að kíkja hér inn. Það er sorglegt að lesa lýsingar þínar á því einelti sem þú hefur þurft að þola öll þessi ár. Lélegt af skólayfirvöldum að bregðast ekki við þessu, maður hefði haldið að metnaður væri fyrir því að reka góðan skóla þar sem ÖLLUM liði vel, bæði nemendum og kennurum. Ég dáist að því hvað þú ert hugrökk að þora að koma fram með söguna þína og opna þig svona fyrir öðrum, vonandi verður það til þess að fleiri stígi sömu spor. Haltu áfram að vera sterk.

Elsa (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 17. jan. 2009

Þú ert frábær

Heyrði af þessari síðu í dag og ákvað að kíkja hér inn. Það er sorglegt að lesa lýsingar þínar á því einelti sem þú hefur þurft að þola öll þessi ár. Lélegt af skólayfirvöldum að bregðast ekki við þessu, maður hefði haldið að metnaður væri fyrir því að reka góðan skóla þar sem ÖLLUM liði vel, bæði nemendum og kennurum. Ég dáist að því hvað þú ert hugrökk að þora að koma fram með söguna þína og opna þig svona fyrir öðrum, vonandi verður það til þess að fleiri stígi sömu spor. Haltu áfram að vera sterk. kv Elsa

Elsa (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 17. jan. 2009

Þakka þér fyrir Hólmfríður! Nú breytist vonandi allt!

Elsku Hólmfríður. Ég er á sama máli og allir hinir sem hafa skrifað hér inn á síðuna þína "þú ert hetja að þora að koma svona fram" og það eru ekki til nógu sterk orð til að lýsa hugrekki þínu (þú ert frábærust og langt yfir þessa vesalinga sem lögðu þig í einelti hafin). Við sem höfum persónulega reynslu af einelti gerum okkur alveg grein fyrir því að það er eitthvað mikið að hjá þessu liði sem kom svona fram við þig árum saman. Greinin í Mogganum í dag ásamt blogginu þínu skiptir gríðarlegu máli fyrir alla þá sem eru að lenda í einelti núna og líka fyrir þá sem urðu fyrir einelti fyrir löngu síðan. Kannski ýtir þessi umræða við skólastjórum að taka nú virkilega á þessum málum (það er ekki nóg að skrifa bara á heimasíðu skólans að hann starfi eftir ÖLVEUSARÁÆTLUN). Ég hef þurft að standa í ömurlegu stappi við kennara ofl. aðila (m.a. foreldra gerenda) vegna eineltis sem dóttir mín hefur orðið fyrir í sínum grunnskóla til fjölda ára. Einelti eyðileggur ekki bara þolandann, heldur alla fjölskylduna, vegna þess að álagið og sorgin sem þessu fylgir er svo mikil. Einelti eyðileggur pabbana (skiptir engu hversu sterkir þeir eru, þeir bugast líka undan þessum ansk. viðbjóði sem börnin þeirra verða að þola dag eftir dag og pabbarnir eins og aðrir í fjölskyldunni verða líka varnarlausir gagnvart gerendunum, því allt sem fjölskyldan gerir til að reyna að ná fram réttlæti, bitnar bara á þolandanum og er notað gegn honum), mömmurnar, systkyni þolandans, ömmur og afar líða líka fyrir eineltið. Inga Baldurs ásamt fleira fólki hefur stofanað samtökin Liðsmenn Jerico og vonandi styrkir allt þetta fólk sem hefur skrifað inn á síðuna þína þau samtök, því ekki veitir af að taka höndum saman og uppræta þennan fjanda úr íslenskum skólum. Ég er kannski rosalega barnaleg að halda að það sé hægt. En til þess að svo megi verða þurfa kennarar og skólastjórnendur m.a. að hætta að segja setninguna sem ég hef svo oft heyrt þá segja, en hún er "Einelti hefur alltaf verið til staðar í skólum og mun svo verða áfram". Það er náttúrulega von að einelti þrífist eins og sterkasta lús í grunnskólum og öðrum skólum meðan hugsunarhátturinn er svona. Svo langar mig að heyra frá fleirum hvort það sé líklegt til árangurs fyrir þolanda að skipta um skóla, hvað segið þið um það sem hafið reynslu af því? Auðvitað ætti gerandinn að víkja, en það er náttúrulega ekki gert og þess vegna viðgengst einelti. Að mínu mati breytist ekkert fyrr en það nær fram að ganga hvernig sem sú framkvæmd fer svo fram, en það eru ábyggilega til ótal leiðir. Kannski þarf bara lagasetningu? Jæja ég óska þér alls hins besta í framtíðinni elsku stelpa og reyndu að sjá björtu hliðarnar í lífinu. Þú ert vel gefin, góð, falleg og hefur allt til að bera sem prýtt getur eina manneskju. Kveðja frá konu í Reykjavík sem barist hefur með barni sínu árum saman.

E.S. (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Þú ert hugrökk!!

Þú ert hugrökk stelpa!! Til hamingju með síðuna, ætla að fylgjast með þér. Gangi þér vel, ingibjörg

ingibjörg G (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

ég er fastur.

Ég er fastur í þykku eitri. Ég er að drukkna. Allir ýta mér lengra ofan í eitrið. Þau reyna að sökkva mér. Ég reyni að halda mér á floti. Fólkið í kringum mig öskrar á mig. Ég get ekki andað. Hvað er að gerast við mig... Á ég þetta kannski skilið. Ég er lagður í einelti. Engin réttir mér hjálparhönd. Mér líður eins og ég sameinst eitrinu. Hver einasti dagur er helvíti. Ég er bara 11 ára. Hvað á ég að gera...hjálp.. Þú komst þér upp úr gildruni . Gildruni sem ætlaði að eyðileggja líf þitt. Ég hef enga hugmynd hvernig ég get gert það... Hjálp..

Aron Geir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Vonandi lestu þetta.

Ég er 11 ára stelpa. Ég var að horfa á fréttirnar áðan. Ég sá þig. Ég sá þig seigja Íslandi hvernig þig leið. Segja hversu erfitt það er að ganga í gegnum einelti og hversu margir lenda í því. Ég er ekki lögð í einelti og ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera lögð í einelti eða jafnvel vera sá sem leggur í einelti. Í skólanum mínum erum við búinn að skipta okkur í tvo hópa. Vinsælu krakkana og óvinsælu krakkana. Það á þó hver og einn einstaklingur vini. Ég þekki stelpu sem var með mér í skóla og bjó með mér um tíma. Hún er besta vinkona mín. Hún er í öðrum skóla en ég og oft hringdi hún í mig leið og við spjölluðum tímunum saman. Ég spurði hana um daginn hvern hún væri oftast með útí frímínútum. Hún svaraði "engum,,. Hún sagði að engin vildi hafa sig með sér.´Hún sem er alltaf brosandi,hlæjandi og alltaf skemmtileg & mjög falleg. Hún var alltaf ein. Og ef að hún spyr einhvern hvort hún megi vera með þá er svarið alltaf við vorum búnar að ákveða að vera einar. Ég kom í heimsókn í skólan og var með henni allan . Allir horfðu á okkur. Við brostum bara og hlóum lengi. Þá sáu allir hverja þær höfðu verið að leggja í einelti og eyðileggja og rústa hluta af lífi hennar. Vinkona mín áttaði sig fljótt á því að ef einhver er leiðilegu þá brosir hún og segjir eitthvað fyndið til að hindra rifrildi. Hún er ekki lengur lögð í einelti. Ég sýndi henni þessa síðu til að sjá hverju hún hefði getað lent í ef þetta hefði gengið lengra ,hún hefði getað orðið þunglynd og byrjað að lenda í líkamlegu einelti líka. Þú ert hugrökk og sterk. Njóttu lífsins ,það er svo stutt.

ég123 (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Það var rétt !!

Þetta finnst mér frábært hjá þér - að nota bloggið til að hjálpa sjálfri þér og öðrum. Allt lífið er fólk að lenda í erfiðleikum sem annað hvort beygja eða styrkja - maður ræður því sjálfur. Nú ert þú að taka skref í rétta átt í því að láta erfiða reynslu gera þig að sterkri manneskju. Haltu áfram svona Fríða - húrra fyrir þér. Ég kem til með að heimsækja síðuna þína og fylgjast með. Kveðja, Linda

Linda Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Hæ Hæ!!

Ég heiti Þór og er 12 ára og nú rett áðan sá ég þig í fréttunum og ákvað að koma og kíkja. Mér finnst þú vera mjög hugrökk lýsa lífsreynslu þinni og koma þessu á netið því þetta getur hjálpað mörgum sem eru lagðir í einelti. Sjálfum finnst mér þetta ÖMURLEGT og já ég þekki þetta. ég ætla að segja stutt frá þessu: mér leið mjög vel í skóla þangað til í 3 bekk þegar aðrir krakkar í bekknum byrjuðu að stríða mér og kalla mig ljótum nöfnum. mig langaði til að öskra eða berja þá en ég var svo hræddur um að þeir myndu berja mig (sem hefur komið fyrir áður) og þorði ekki heldur að klaga þau (hálfur bekkurinn tók þátt). Svona hélt þetta áfram í 3 ár. Svo í 6 bekk þá var verið að kynna fyrir okkur um eineltishringinn en nokkrum dögum seinna var diskótek og þá gerðist þetta aftur. ég fór að hágráta og hugsaði um eineltishringinn og gerði mér grein fyrir að ef ég vildi að þetta hætti VERÐI ég að segja. Ég sagði kennaranum mínum frá þessu sem hringdi í mömmu mína daginn eftir og boðaði fund bara við 3. kennarinn tók á þessu og strákarnir hættu. Nú eru þeir bara góðir vinir mínir og ég á góðan stórann bróður sem spyr reglulega hvort allt sé ekki allt í lagi:D. þetta var kannski ekki alveg það stutt en þá viltu örugglega ekki heyra alla útgáfuna.

Þór (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Þú ert Frábær

Kæra Hólmfríður ;) Mér finst þú vera frábær að koma fram í sjónvarpinu og láda eingan seigja .ér hvernig þér eigi að líða. Ég bið þig að vera svona áfram og ég vona að það fólk sem kemur svona immit fram bara að labba í burtu. Með kv Esther

Esther Erludóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Þú ert Frábær

Kæra Hólmfríður ;) Mér finst þú vera frábær að koma fram í sjónvarpinu og láda eingan seigja .ér hvernig þér eigi að líða. Ég bið þig að vera svona áfram og ég vona að það fólk sem kemur svona immit fram bara að labba í burtu. Með kv Esther

Esther Erludóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Hetja!!

ég er alveg orðlaus!! þú ert hetja og ekkert smá sterk. ég varð líka fyrir einelti og var oft að spá hvað ég gæti gert en sagði aldrei frá en flutti svo í annað skólakverfi og þá var allt breytt og sagði mömmu frá þessu og eignaðist mínu fyrstu vini en það var þegar ég var orðin 14 ára og er orðin breittur og það sem fer mest í mig er það að þetta fólk sem var verst við mig halda í alvöru að þau séu vinir mínir í dag ég hlæ oft inni í mér þegar þetta lið fer að tala við mig eins og við séum gömul og góð skólasistkyn hehe en best finnst mér er að gleima þessu og nýta sér þessa lífsreynslu og satt að segja væri ég ekki til í að missa af þessum árum ef ég hugsa aftur þetta gerði mig að betri manni þótt þetta hafi ekki verið svaka draumur. stattu þig stelpa þú ert að opna umræður sem hefur yfirleitt verið í skugganum ;)

aðdáandi (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

sterkust!

vááh þú ert alveg storkoslega sterk!!!!!!þú ert sterkasta manneskja sem ég veit um!!!!!!!!!!VÁÁÁHH! þú ert bestust! frábær! geðveik! ég bara elska þig!!

dagbjört (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Þú er hetja

Ég tek undir öll ummælin hér. Ég sá þig í sjónvarpinu áðan og ég dáðist af þér. Gangi þér allt í haginn, varðandi allt í þínu lífi. Kv, Gylfi

Gylfi Gunnarsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Þórdís Guðmundsdóttir

Þú ert hetja

Að geta farið í sjónvarpsviðtal... það er stórkostlegt, bara hetjudáð. Það er gott að þú gerir þér grein fyrir að þetta sé ekki þér að kenna. Kveðja Dísa

Þórdís Guðmundsdóttir, fös. 16. jan. 2009

váá!

ókey, vá! Auður heiti ég og er líka 15 ára.. Ég var sjálf lögð í einelti í um það bil 7 ár, það er að segja, frá því að ég var á seinasta ári í leikskóla, þangað til í byrjun 7unda bekk. Ég hefði aldrei getað gert þetta sem þú ert að gera núna, og þegar ég les bloggið þitt kannast ég við ýmislegt sem þú skrifar. Ég var í skóla á seltjarnarnesi, en skipti svo yfir í Landakotsskóla, eftir fjögurra ára þunglyndi.. Ég vildi bara segja hvað mér finnst þetta alveg æðislegt hjá þér, og vona að þetta hjálpi sem flestum. -gangi þér vel! -margrét auður,

Margrét Auður (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

þetta er frábært hjá þér

rakst á bloggið þitt og fynst þetta frábært hjá þér. Vonandi gengur þér vel að vinna þig út úr þessu og gangi þér rosa vel.

ókunnug (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Frábært hjá þér!!!

Mér finnst þetta æðislegt hjá þér að standa svona upp og tjá þig um þessa agalega reynslu. Þetta á bara eftir að hjálpa þér við úrvinnslu um þessi mál. Ég vona að allir fari nú að ranka við sér og fari að leggja verulega vinnu í þessi mál bæði börn, foreldrar, kennarar og skólastjórnendur. Haltu áfram að vinna í þínum málum :) brostu vertu ánægð með þig. :) Bestu kveðjur Hogga

Þ'orgunnur Guðgeirsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Elsku Fríða

Ég heiti Herdís og ég sá fréttina um þig á mbl og er búin að lesa það sem þú hefur verið að blogga um. ég fékk tár í augun og varð rosalega reið meðan ég las og mig langar allveg rosalega að segja þér hvað þú ert sterk og hugrökk að blogga svona um þetta mér finnst þetta allgveg hreint frábært hjá þér! Ég lenti sjálf í einelti í grunnskóla og þegar ég fór á mitt 5 ára reunion fyrir 2 árum síðan þá komst ég að því að þetta lið sem hafði verið kallað "vinsæla" fólkið hafði lítið sem ekkert þroskast á þessum 5. árum og voru flest illa sett í lífinu voru mörg í einhverju rugli og ekki í skóla. Ég vorkendi þeim rosalega því þau voru enn allveg eins. Ég bað einn um að færa sig aðeins svo ég kæmist að sætinu mínu og mér leið eins og ég væri komin aftur í grunnskóla því ég fékk allveg það sama svar og þá.. "nei afhverju ætti ég að færa mig fyrir þig??" og ég vorkendi grey stráknum! því ég er þroskaðari í dag og gengur betur í lífinu :D og ég er ánægð með það hvernig ég komst út úr þessu því þessi reynsla gerði mig að betri manneskju. því ég veit hvernig það er að vera komið illa fram við og þess vegna geri ég mitt besta í því að koma vel fram við aðra. gangi þér vel í lífinu elsku Fríða! Kveðja Herdís

Herdís Þóra (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Sæl Fríða

Ég heiti Sunna og var í Varmárskóla, nokkrum árum á undan þér. Ég var einmitt lögð í mikið einelti þar og fékk litla sem enga hjálp frá skólayfirvöldum. Aðstoðaskólastjórinn sagði mér að hætta þessu væli, þau væru bara að grínast, og skólastjórinn bað mig um að hætta að rétta upp hönd í tímum, láta minna bera á mér, þá myndi þetta ábyggilega lagast. Ég var lengi alveg ofsalega reið yfir því sem kom fyrir mig, ég skipti um skóla eins og þú, bara aðeins fyrr, um áramótin í 9. bekk og ég þurfti sko að berjast fyrir því að fá það í gegn, það var ekki fyrr en foreldrar mínir sendu skriflega umsókn um skólaskipti sem eitthvað fór að gerast í mínum málum. Varmárskóli var með sanni sagt, versti skóli sem ég hef verið í og ég skil þig þegar þú talar um að þú hafir ekki þolað frímínúturnar, þær eru verstar, þá hafa allir lausan tauminn til að hegða sér eins og þeim sýnist. Ég ætla ekki að vera að fara nánar út í hvað þau gerðu mér hér, en ég vill að þú vitir að núna er ég að verða 22 ára og er búin með ár í Lögfræði í þýskum háskóla, ég efast það stórlega að meirihlutinn af þessu liði sem var að leggja mig í einelti hafi það jafngott og ég núna, né að þau hafi þor til að fara ein til útlanda að læra. Þegar ég komst í annan skóla, skóla þar sem fólk kom almennilega fram við mig átti ég samt alveg rosalega erfitt með sjálfa mg, svona hlutir skilja eftir sig sár og þau eru lengi að gróa. Ég var mjög óörugg með sjálfa mig lengi eftir á og mjög reið út í heiminn og náttúrulega sérstaklega þessa krakka og skólann. Ég var með þetta á heilanum heillengi og fór ekki að öðlast almennilegt sjálfstraust, né traust á öðru fólki aftur fyrr en í miðjum menntaskóla, þá fattaði ég allt í einu að það þýddi ekkert að velta sér uppúr þessu, það myndi ekki hjálpa mér að vera reið né þunglynd. Ég tók meðvitað skref um það að ýta þessu úr huga mér, þetta væri liðið og ekkert við því að gera lengur, sætti mig við að þetta hefði gerst en ákvað að það myndi ekki trufla mína hamingju né mitt sjálfsálit lengur. Þó það hljómi halló þá máttu vita að einhvern tímann lagast þetta, ekki alveg en þú lærir að lifa með þessu. Ef þig langar að spjalla endilega hafðu samband; sunnago@hotmail.com kv. Sunna

sunna (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Sæl Fríða

Ég heiti Sunna og var í Varmárskóla, nokkrum árum á undan þér. Ég var einmitt lögð í mikið einelti þar og fékk litla sem enga hjálp frá skólayfirvöldum. Aðstoðaskólastjórinn sagði mér að hætta þessu væli, þau væru bara að grínast, og skólastjórinn bað mig um að hætta að rétta upp hönd í tímum, láta minna bera á mér, þá myndi þetta ábyggilega lagast. Ég var lengi alveg ofsalega reið yfir því sem kom fyrir mig, ég skipti um skóla eins og þú, bara aðeins fyrr, um áramótin í 9. bekk og ég þurfti sko að berjast fyrir því að fá það í gegn, það var ekki fyrr en foreldrar mínir sendu skriflega umsókn um skólaskipti sem eitthvað fór að gerast í mínum málum. Varmárskóli var með sanni sagt, versti skóli sem ég hef verið í og ég skil þig þegar þú talar um að þú hafir ekki þolað frímínúturnar, þær eru verstar, þá hafa allir lausan tauminn til að hegða sér eins og þeim sýnist. Ég ætla ekki að vera að fara nánar út í hvað þau gerðu mér hér, en ég vill að þú vitir að núna er ég að verða 22 ára og er búin með ár í Lögfræði í þýskum háskóla, ég efast það stórlega að meirihlutinn af þessu liði sem var að leggja mig í einelti hafi það jafngott og ég núna, né að þau hafi þor til að fara ein til útlanda að læra. Þegar ég komst í annan skóla, skóla þar sem fólk kom almennilega fram við mig átti ég samt alveg rosalega erfitt með sjálfa mg, svona hlutir skilja eftir sig sár og þau eru lengi að gróa. Ég var mjög óörugg með sjálfa mig lengi eftir á og mjög reið út í heiminn og náttúrulega sérstaklega þessa krakka og skólann. Ég var með þetta á heilanum heillengi og fór ekki að öðlast almennilegt sjálfstraust, né traust á öðru fólki aftur fyrr en í miðjum menntaskóla, þá fattaði ég allt í einu að það þýddi ekkert að velta sér uppúr þessu, það myndi ekki hjálpa mér að vera reið né þunglynd. Ég tók meðvitað skref um það að ýta þessu úr huga mér, þetta væri liðið og ekkert við því að gera lengur, sætti mig við að þetta hefði gerst en ákvað að það myndi ekki trufla mína hamingju né mitt sjálfsálit lengur. Þó það hljómi halló þá máttu vita að einhvern tímann lagast þetta, ekki alveg en þú lærir að lifa með þessu. Ef þig langar að spjalla endilega hafðu samband; sunnago@hotmail.com kv. Sunna

sunna (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Birta Rós

Mér finnst þetta frábær síða hjá þér, þú ert rosalega sterk að geta komið svona opinberlega fram með þetta! ég er sjálf 18 ára og ég man hvað grunnskóla árin gátu oft verið erfið, því sérstaklega stelpur geta verið virkilega andstyggilegar á þessum aldri! ég lenti í nokkrum atvikum, en ég átti traustar og góðar vinkonur sem studdu mig alltaf, en eitt skiptið lenti ég uppá kant við eina stelpu úr öðrum ,,vinahóp'' og eitt laugardagskvöldið þegar ég fór utí sjoppu var þar 20 manna krakkahópur að drekka. Þeim fannst allveg æðislegt að sjá mig labba þarna framhjá því þá gátu þau nýtt þetta tækifæri og barið mig,(af því ég og þessi stelpa höfðum rifist) það voru aðallega tvær stelpur þarna fremst í flokki, og hinum fannst bara rosalega skemmtilegt að fylgjast með einhverri stelpu að vera lamda þannig enginn stoppaði þetta, ein stelpa kyldi mig nokkrum sinnum í andlitið, engin kom mer til hjalpar, þegar eg labbaði i burtu var eg elt..eftir þetta var aldrei eins að mæta í skólann, ég titraði öll og skalf þegar ég mætti þessum krökkum í skólanum, enda var besta tilfinning í heimi að losna frá öllu þessu og komast í menntaskóla og þar sem allt þetta ,,lið'' endaði að vinna á McDonalds eða einhverstaðar annarstaðar, og varla neinn fór í skóla..þessum krökkum vantar bara einhverja viðurkenningu í lífinu..og þú segist vera góður námsmaður, þá áttu eftir að ná langt í lifinu, ég vona bara að þú farir í góðan menntaskóla og vonandi munt þú einn daginn hlægja af þeim sem komu verst fram við þig því það rættist aldrei neitt ur þeim...

Birta Rós (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Frábært hjá þér....

Elsku Fríða, það er hræðilegt að lesa um þessa reynslu þína hérna á síðunni....á sjálf börn í Varmárskóla og þekki vel til kennara og starfsfólks...mér finnst þú sýna hugrekki að skrifa þig frá þessum slæmu tilfinningum og ég veit að þessi skrif þín eiga eftir að hjálpa þér og mörgum öðrum með að vinna sig út frá þessari vanlíðan.....óska þér alls hins besta í framtíðinni og sendi þér og þínum ósk um hamingju og gæfu....trúðu á sjálfa þig...njóttu lífsins til fulls og gefstu aldrei upp...

Sigrún (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

frá einni ókunnugri

Vá verð að segja eitt að ég fékk bara hnút í magann þegar ég fór að lesa bloggið þitt. En mig langar að segja eitt við þig. Þú ert alveg ótrúlega mögnuð persóna. Ef fleiri tækju svona á málunum, þá væru fleiri sem kæmust nokkuð heilir út úr svona. mér finnst þú sýna alveg ótrúlega góða leið bæði fyrir þig og aðra sem eru kannski í sömu sporum og vita ekkert hvað þeir eiga að gera. Ég hef verið í þessum sporum eins og þú, og meirisegja sami skóli :) Reyndar var þetta ekki svona slæmt en nógu slæmt. Ég á eitt barn sem þurfti að gera það sama og þú, skipta um skóla, í leiðinni skiptum við reyndar um hverfi og hefur það bjargað okkar barni að hafa fengið nýja byrjun í nýjum skóla. Eitt sem þú þarft að muna og segja við sjálfan þig oft á dag. þeir sem eru gerendur í einelti eru þeir einstaklingar sem eru veikir/sjúkir, það eru þeir sem þurfa hjálpina. Þeir ráðast alltaf á þá sem hafa hluti /eiginleika sem þá vantar, þannig að þetta er ekki eitthvað sem er að þér heldur er þetta sjúkleiki í þeim sem hafa beitt þig eineltinu. Þetta getur tekið langann tíma að vinna sig út úr öllu erfiðu tilfinningunum en með þessu bloggi ertu á frábærum stað og haltu þessu áfram. Mér finnst þú eiga mikið hrós skilið fyrir þetta, þú sýnir með þessu hvað þú ert í raun sterk og frábær manneskja.

sunna (ókunnug) (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Hrós til þín, þú ert frábær.

Ég las fréttina um þig á mbl og nokkrar minningar sem þú skirfar á bloggið þitt og mig langar bara að hrósa þér fyrir hvað þú ert dugleg að standa upp og láta ekki bjóða þér þetta óréttlæti lengur. Þú munt ekki sjá eftir því. Ég er móðir tveggja unglinga sem hafa mátt þola einelti, og það er ekkert sárara en það að horfa uppá börnin sín brotin niður og hundsuð (skilin útundann) og geta ekkert gert í því og það sárasta er þegar maður sér að skólanum sé alveg sama. Skólinn felur sig á bak við eieltisáætun og eineltilsteymi og halda að það sé nóg að tala en gera svo ekkert í málunum. Mig langar líka að óska þér góðs gengis í framtíðinni. kveðja Nína.

Nína (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Takk fyrir að vekja okkur öll til umhugsunar.

Elsku Fríða mér þykir sárt að heyra hvað þú hefur þurft að þola. Ég er foreldri barna í Varmárskóla og hef alltaf verið glöð með allt í sambandi við mín börn, ég hef heyrt um einelti í skólanum en mig hefur aldrey grunað að það væri ekki tekið á málum betur og meira en þetta ? bloggið þitt er vonadi til þess að þú náir að skrifa þig frá þessari reynslu, vekja skólana og almenning upp til að taka betur á þessum hormungum sem börn þurfa að þola daglega í skólakerfinu. gangi þér vel :0)

Guðbjörg (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Við erum EINS!!!

Hæjj;* ég heiti Hrafhildur og er 12 ára en ég er búin að upplifa einelti síðan í 1 bekk einu vinir mínir í skólanum sem hafa aldrey verið leiðinlegir eða lagt mig í einelti eru Fjóla og Rebekka þær eru æði en þau sem hjálpa mér mest eru ástkærir foreldrar mínir!!!:D:D

Hrfnhildur (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Ég er mjög stolt af þér elskan mín

Elsku Fríða, það kom mér á óvart að þú skyldir fara þessa leið. En ég er stolt af þér og allir sem þekkja þig vita hversu frábær stelpa þú ert. Ég hef trú á því að þú átt eftir að fara allt sem þig langar þú ert svo dugleg og klár. Ég vona að skólastjórnendur taki þetta til sín og fari að taka almennilega á svona málum sem upp koma. Ég trúi að þessi skrif eigi eftir að hafa áhrif og að greinin í mogganum hafi virkilega hrisst upp í fólki um að fara að hugsa sinn gang. Það er ekkert réttlæti í því að einhver þarf að líða svona framkomu. knús og kram til þín kv. Dódó

Dódó (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Þórdís Guðmundsdóttir

hafa samband?

Ef þú vilt.. og það er engin kvöð, þá er þér velkomið að hafa samband og ræða málin... bara reynsla á móti reynslu, ef þú skilur hvað ég meina...

Þórdís Guðmundsdóttir, fös. 16. jan. 2009

Hjartagull og KÆRLEIKUR

Elsku Hólmfríður, takk innilega fyrir að tala upphátt til þjóðfélagsins, þú ert með þessu fyrirmynd, því nauðsynlegt er fyrir alla að átta sig á því að tala saman um alla hluti opinskátt, það er eina heilbrigða leiðin, að dylja vanlíðan og fela fyrir öðrum er skelfilegt. ég hef lesið í bók um fyrirgefninguna, að við skyldum ætíð muna að þeir sem valda öðrum skaða og sársauka séu " Týndar sálir að leita að hjálp " þessi settning hjálpaði mér heilmikið,ennfremur er gott að dvelja í ljósinu og kærleikanum sem allra mest með því erum við ekki að samþykkja ljóta framkomu annarra heldur senda frá okkur friðarhugsun sem umvefur einstaklingana með "ljótu framkomuna" og með þeirri von að ljósið nái inn í myrkur þeirra. Lögmál er í gangi í þessum heimi okkar sem við getum ekki umflúið og talað er um " sjö fallt til baka" ef fólk leggur sig niður við að særa aðra sál, meiða , ljúga, svíka, og annað álíka - -- svo er hér falleg hugleiðing sem ég veit ekki hver er höfundur að, en ég held mikið upp á. Hvar sem lítið KÆRLEIKSKORN, kann að festa rætur. Þar fer engin út í horn, einmana og grætur. Umvef þig með Kærleikskveðju Hjartagull , og ég óska þér alls góðs þú átt bara eftir að láta gott af þér leiða og það mun launast þér. Guð geymi þig

Alda Sigurbrandsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Hvatning

Heil og sæl, Hólmfríður Ég vil hrósa þér fyrir að taka þetta skref, að segja frá skólagöngu þinni og aðkastinu. Ég vona að skólastjórnendur sjái sinn þátt í því að hafa mótað umhverfi sem gerir einelti kleift að þrífast. Til dæmis á ekki að láta börn velja sig saman í hópa eða sæti. Þú ert einstök manneskja og getur allt sem þú vilt. Ég vona að við fáum líka að lesa um það góða og spennandi sem drífur á daga þínum á nýjum vettvangi. Ég óska þér alls hins besta í framtíðinni.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, fös. 16. jan. 2009

Þú ert dugleg!!!

Sæl Hólmfríður, Þórdís heiti ég og er kölluð Dísa. Ég er bara búin að lesa brotabrot af því sem þú hefur skrifað og þetta er bara eins og að rifja upp barnæskuna allt upp á nýtt. Mig langar að segja þér að þunglyndi er því miður mjög algengur fylgifiskur eineltis, en það er ekki það sama og dauðadómur. Þegar maður hugsar um sjálfsvíg, þá finnur maður til léttis, ég þekki það... en af hverju að láta krakkana vinna? Er ekki betra að vinna gegn þessu og standa uppi sem sigurvegari? Ég hef gengið í gegnum slæmt einelti og ef þig langar þá er ég alveg meira en til í að spjalla við þig ;) Kær kveðja, Dísa

Dísa (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Flott hjá þér

ég sá bloggið þitt í mbl og er mjög stolt af þér því þetta á ekki að líðast en þetta hefur verið mjög langur tími hjá þér án þess að enginn grípi inní svona skil ég ekki en flott og haltu áfram að vera stolt af þér því þeir sem lögðu þig í einelti eiga greinilega mjög erfitt

Bryndís Björk karlsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Gangi þér vel

Las bloggið þitt og finnst þeta virkilega flott hjá þér, það þarf hugrekki til að koma svona fram og tala um eineltið sem fær að ganga alltof lengi á alltof mörgum stöðum. Takk fyrir þetta framtak og aftur gangi þér vel með allt

Salvar (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Sæl

Ég sá einmitt líka bloggið þitt á mbl.is. Mér finnst þetta alveg rosalega flott hjá þér og vona innilega að þér eigi eftir að líða betur í framtíðinni. Enginn á það skilið að láta koma svona fram við sig og mér þykir alveg voðalega leitt að heyra að svona sé komið fram við fólk af engri góðri eða gildri ástæðu. Ég trúi því að þetta blogg hjá þér eigi eftir að hjálpa mjög mörgum. Ekki bara í þeim tilgangi að aðrir í svipaðri ef ekki sömu stöðu og þú geti séð að þau eru ekki ein að ganga í gegn um þetta heldur líka að það sé til lausn. Að hlutirnir verði ekki alltaf slæmir. Endilega haltu áfram að vera svona dugleg og sterk!! :) Ég mun halda áfram að fylgjast með blogginu þínu og ef það er eitthvað sem ég get hjálpað þér við, skal ég gera það :) Bestu kveðjur, Eva Björg Þorleifsdóttir, 18 ára.

Eva Björg Þorleifsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Sæl

Ég sá fréttina um þig á mbl.is og varð að kíkja á bloggið :) Mér finnst þú rosalega sterk og dugleg. Ég verð svo reið þegar ég heyri um einelti :( Þetta er svo ljótt. Haltu áfram að vera svona hugrökk! :) Ég las allar bloggfærslurnar þínar. Kær kveðja, Elsa Björk Einarsdóttir www.ebe.bloggar.is

Elsa Björk Einarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Flott hjá þér

Sæl. Ég var að lesa bloggið þitt og varð hrygg að sjá hvað fólk getur verið vont. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig börn sem leggja aðra í einelti verði sem fullorðnir. Það hlýtur að vera eitthvað mikið að uppeldinu eða innrætinu hjá svona grimmum börnum. Ég dáist að þér fyrir að vinna svona vel úr þessu og bloggið er góð leið til að "moka út". Vertu sterk og vertu glöð - þú átt allt gott skilið! Kær kveðja, Inga Björk Gunnarsdóttir.

Inga Björk Gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

það eru til leiðir

Komdu sæl Hólmfríður ég veit af hópi http://bjart.bloggar.is/ sem vinnur með svona mál. vonandi gengur vel hjá þér að vinna þig í gegnum þetta. kveðja Aðalsteinn Gunnarsson

Aðalsteinn Gunnarsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

ÞIG ættu allir að taka til fyrirmyndar!

Sæl Fríða. Ég þekki þig ekki, (þó ég vildi það sannarlega eftir að sjá bloggið þitt) en ég sá greinina um þig á mbl.is og varð forvitin. Ég fletti blogginu þínu strax upp á google, ekki erfitt að finna það, og vildi endilega segja þér hvað mér finnst. Ég er svo snortin og hrærð af þessum texta og því sem þú ert að gera. Fríða, þú ert algjör hetja! Ég er ótrúlega ánægð að sjá unga manneskju eins og þig sýna svona mikið frumkvæði og hugrekki að koma hreint út og segja frá þeirri hræðilegu reynslu sem alltof margir verða fyrir á grunnskólaárunum - og mun lengur! Það eru einstaklingar eins og þú sem gera heiminn að betri stað! Ég skil hvað það getur verið erfitt að byrja að segja frá svona hlutum, en það er gott að þér líði betur með að opna þig. Þú ættir líka að vera ansi stolt af þér! Það að þú sért að þessu öllu saman á eftir að bjarga fjöldanum öllum frá því að verða fyrir einelti sem er orðið allt of algengt. Það eru líka eins og þú segir svo margir sem horfa framhjá því eða í fáfræði sinni og leti, þekkja það ekki - og reyna ekki að koma auga á það! Einelti er ein versta plágan sem hrjáir mannkynið og sterkir, hugrakkir einstaklingar eins og þú eruð það sem við þurfum til að sigrast á því! Þú ferð fyrir okkur í baráttunni gegn eineltinu með því að opna augu okkar munum við standa uppi sem sigurvegarar í þessu eilífa stríði, þökk sé þér. Fyrir hönd allra sem eru á móti óréttlæti, mismunum og fordómum vil ég bara segja - haltu áfram ótrauð! Við stöndum á bak við þig gegn þeim fáfróðu og oft illkvittnu sálum sem vilja meiða og særa þá sem minna mega sín. Þú er sannkölluð HETJA! Ég vona að þér takist að vinna fram úr þínum málum og finnir hamingjuna sem þú átt skilið. Reyndar er ég viss um að þú munir gera það, þú ert greinilega svo sterkur og sjálfstæður einstaklingur! Kær kveðja, Lena Margrét Aradóttir. lenamaradottir@hotmail.com

Lena Margrét Aradóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

:)

takk :) :) sakna ykkar allra og vona að ég hitti ykkur bráðum til að knúsa ykkur öll :) loooov -Fríða

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, þri. 13. jan. 2009

Guð hvað þú ert dugleg!

elsku ástin mín.. þegar ég les þetta langar mig að hoppa uppí næstu flugvél bara til að gta knúsað þig og sagt þér að þú ert sterkasta stelpa sem ég þekki og ég er stolt af því að eiga þig sem frænku! Það er frábært að þú sért að koma þessu frá þér á bloggsíðu! tárin láku meðan ég las bloggin þín elsku fríða... mér finnst að þetta sé ekki réttlátt! ég man hvað þessar stelpur voru leiðinlegar við mig og ástrós og langar að vera með þér í anda og geta knúsað þig alltaf! ég elska þig ástin og sakna þín!

sessa (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 12. jan. 2009

hetja

Hæ Fríða. Hér koma skilaboð frá Spáni. Þú ert hetja og að skrifa um hlutina og koma þeim frá sér er einmitt leiðin sem ég mæli með. Þú veist auðvitað að þið systkinin eruð í sérstöku uppáhaldi hjá fjölskyldumeðlimum hér úti. You go girl!! (eitt sem ég vil að þú vitir er að þessum stelpum líður pottþétt illa og alveg á hreinu að ekki eru þær að vinna í sínum málum, seinna meir á þeim eftir að líða enn verr...)

steina (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 12. jan. 2009

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

..

takk :) báðar tvær :D

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, fös. 9. jan. 2009

!

ef þig vantar eyra veistu hvar þú finnur það ;) -gerða

gerða jóna (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 9. jan. 2009

Vá!!

vá hvað þú ert dugleg ástin mín !! bara segi frá hjartanu að ég myndi aldrei nenna þessu en þú ert svo æðisleg og þú veist að ég er búin að vera með þér í líði í þessu síðan síðast þegar ég man. Þetta á eftir að vera æðisleg síða hjá þér og ég mun alltaf styðja þig! kærar kveðjur frá bestu frænku þinni! ástrós :D;***

ástrós hera (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 9. jan. 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband