Réttlæti

Ég hef verið að hugsa,,    fékk ég mitt réttlæti? Er réttlátt að ég skyldi hafa þurft að skipta um skóla en þær fá að vera á sama staðnum með öllum sínum vinkonum og þurfa ekki að breyta neinu?  Ég bara spyr.    ÉG vil fá mitt réttlæti, ég vil að þær gjaldi fyrir það sem þær gerðu mér, ég vil að þær gjaldi fyrir öll árin sem þær eyðilögðu.   Ég fæ eitt gott grunnskólaár, og það er af því ég skipti um skóla.   Ef ég fæ ekki mitt réttlæti þá finnst mér lágmark að ég fái að vera í friði frá þessum stelpum.  

Allavega þá finnst mér þetta ekki réttlátt, hvað finnst ykkur?

-Fríða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Sæl Fríða mín.  Það er ekki gott að verða fyrir einelti, ég upplifði það sama í grunnskóla.  Best er að reyna að líta ekki til baka og horfa fram á veginn. Þeir sem stunda það að leggja aðra í einelti hlýtur að líða mjög illa. Ég hef mætt stundum þeim sem lögðu mig í einelti í gamla daga, á förnum vegi og ég get aldrei horft framan í þetta fólk né hvað þá heilsað því. Ég upplifi þessar manneskjur sem óhreina einstaklinga sem komu svona fram við mig og tvo bræður mína, við vorum lögð í einelti sistkynin, við vorum öll þrjú í sama skólanum. Þessi skóli var úti á landi. Annar bróðir minn kláraði ekki skólaskylduna sína útaf þessu einelti. Það er ömurlegt að hafa upplifað svona. Ég segi við þig Fríða mín ekki vera að leita eftir því að hvað sé réttlæti í þessu og að þetta hafi ekki verið réttlátt gagnvart þér. Einelti er ekki hægt að réttlæta og það á ekki rétt á sér. Hugsaðu inná við og hvað þú getur gert fyrir sjálfa þig til þess að þér líði sem best, hugsaðu vel um námið þitt og reyndu að hugsa jákvætt. Ekki eyða þinni góðu orku í það hvað þessar stelpur gerðu þér, þær dæma sí sjálfar. Vertu sterk og gangi þér vel.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 11.1.2009 kl. 15:45

2 identicon

Hæ yndið mitt, takk kærlega fyrir að leyfa mér að sjá.  Ég er rosa stollt af þér.

Tobba (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:16

3 identicon

Hæ elsku Fríða mín,

sá þessa síðu í gegnum Ingva á facebook.

Mikið rosalega er ég stolt af þér að gera þetta! Þú ert algjör hetja, það eru ekki margir sem væru enn að reyna að vinna í sínum málum eftir svona mörg ár í einelti.

Ég var sjálf í Réttó, og það var frábær skóli. Vonandi líður þér vel þar :)

Enn og aftur, þú ert ótrúlega dugleg og aldrei gleyma því!

Elísa (vinkona Önnu og Erlu) (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 08:25

4 identicon

Sæl Hólmfríður.

Þú sýnir mikið hugrekki að birta þetta opinberlega. Ég er viss um að það hjálpar þér að vinna þig út úr þessu. Ég kannast við svona sjálfur, ekki í níu ár samfellt og þó, ég varð fyrir einelti í tveimur skólum. Ég er sammála Guðbjörgu Elínu, það borgar sig ekki að eyða orku í að hugsa um hvort það sé réttlæti í því að þú hafir þurft að skipta um skóla. Þér líður vel í skólanum núna ekki satt? Það skiptir mestu máli. Þeir sem hafa lagt þig í einelti þurfa að lifa við það að hafa bolað þér út úr skólanum.

Gangi þér Hólmfríður og haltu endilega áfram.

Burkni (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 07:33

5 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Hæ Hólmfríður:) Mikið ert þú dugleg að gera þetta og vinna þannig í þínum málum. Dóttir mín sem er jafngömul þér var í grunnskóla úti á landi sem hafði einmitt tekið upp þessa O... eineltisstefnu en var sá skóli sem var held ég og er mesta eineltið í hér í þessum bæ. Henni hefur alltaf gengið mjög vel i skóla og gengur enn en hennar bestu vinir tóku upp á því að leggja hana í mjög ljótt einelti (líflátshótanir bæði henni og okkur, og skildu hana algjörlega útundan var alein heilt sumar ofll) sem varð til þess að lokum að við leyfðum henni að skipta um skóla og hún hefur ekkert samband við neinn af þessum fyrrverandi vinum sínum. Situr uppi með að hún á erfitt með að treysta fólki....En á samt fáa vini en góða í dag. Ég sjálf lenti í einelti þegar ég var 13-15 ára og veit hvað þetta er....Mér finnst þú frábær að gera þetta og haltu því áfram...Kær kveðja Erna

Móðir, kona, sporðdreki:), 16.1.2009 kl. 08:04

6 identicon

Sæl Hólmfríður,

Þú hefur sýnt mikinn styrk og boðið eineltinu byrginn. Haltu því áfram með því að vinna markvisst að því að byggja sjálfa þig upp og losa þig úr fjötrum fortíðarinnar. Einn af þessum fjötrum er reiðin, reiðin sem sprettur upp vegna alls ranglætisins. Ekki leyfa reiðinni að stjórna þínum tilfinningum og hugsunum. Þú átt svo miklu betra skilið. Mesta réttlætið er fólgið í því að þú fáir tækifæri til þess að skapa framtíð þar sem þú getur fengið að blómstra og dafna.

Mundu bara að fallegustu blómin blómstra seint.

Ásgeir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 08:21

7 identicon

Hæ, hæ.

Mér finnst þetta frábært hjá þér. Mig langar bara að deila einu með þér. Ég trúi því að allt sem að maður gerir í lífinu, hvort sem það er gott eða slæmt, kemur til baka í hausinn á manni af tvöföldu afli. Þessar manneskjur sem gerðu líf þitt að lifandi helvíti fá það sem þær eiga skilið á endanum á einn eða annann hátt. Ekki halda í eina sekúndu að þær komist upp með þessa framkomu í þinn garð.

Kveðja Magnína

Magnína (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 08:45

8 identicon

Sæl Hólmfríður,

ég vildi óska þess að ég hefði verði jafn hugrökk og þú að opinbera eineltið mitt sem ég var lögð í í grunnskóla í mörg ár. Ég er nú að verða þrítug í dag og er bara nýfarin að taka af raunsæi á mínum málum. Enginn sem þekkir mig eftir grunnskóla hefði getað trúað að ég hafi nokkurn tíma verið lögð í einelti...nema hann kynnist mér mög vel :)  Ég kem vel fram við alla og er vinkona vina minna. Ég setti mér það sem markmið að læra upp á nýtt allt það félagslega sem ég hafði misst útúr og lærði upp á nýtt að koma fram við aðra krakka og vera vinkona.  En stundum verð ég viðkvæm og dett í gamlar hugsanir. Mér hefur samt gengið rosalega vel í lífinu eftir að ég tók mig á og hætti að stýrast af fortíðinni. Ég er og var eins og þú mikill námsmaður og leið fyrir það. Systir mín líka.  Ég er háskólamenntuð og gengur gífurlega vel í starfi og á rosalega marga vini. Ég á æðislegan mann og son.

Það mikilvægasta af öllu er að leggja ekki sjálfan sig í einelti þó eineltingarnir séu farnir. Þú þarft að þjálfa þig í því. Nú getur þú átt nýtt líf í nýja skólanum. Til hamingju með það.

Kveðja, Hildur. 

Hildur (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:49

9 identicon

Vildi líka bæta við eins og sú fyrir ofan að það ótrúlega er að þær sem lögðu mig mest í einelti áttu mest erfiðast sjálfar, sérstaklega í framtíðinni.  Allar þessar stelpur hafa átt mis-erfitt líf eftir grunnskóla. Flosnað upp úr skóla.  Átt erfitt í einkalífi og samböndum og lent í þunglyndi. Ég veit í dag að sumar þeirra áttu t.d ekki góðan faðir sem jafnvel misnotaði þær. Lífið hefur hisnvegar brosað við mér eftir að ég kláraði grunnskólann og get verið fegin að eiga ekki svona niðurdrepandi vinkonur sem eru alltaf að tala illa um aðra og hneykslast. Ég vel mér vinkonur sem eru upplífgandi og eiga markmið í lífinu. Bera virðingu fyrir öðrum og sjá bbjörtu hliðarnar á lífinu.

Hildur (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:55

10 identicon

okkur finnst þetta alls ekki réttlátt.  okkur finnst líka ótrúlegt að við vorum þarna einu ári á undan í sama skóla og kemur mjög á óvart að við höfum ekki vitað af þessu þar sem okkur var aðeins sagt þegar við byrjuðum að tala um einelti við kennara að ekkert slíkt væri í skólanum og við skildum vera glöð með það, þar sem við í 10 bekk í fyrra vorum gríðalega á móti einelti jafnt sem stelpur og strákar.  við hefðum viljað vita þetta og reynt að hjálpa til þú ert æðisleg stelpa og þú átt þetta alls ekki skilið.

-Stelpurnar í 10-KÁ fyrrverandi!

Sóldís og Vera fyrrverandi Varmárskóla stelpur (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:50

11 identicon

Sæl Hólmfríður.

Ég tek ofan fyrir þér að opna þig og tjá tilfinningar þínar.  Svona ofbeldi hefur eyðilagt marga góða manneskjuna og ég vona svo sannarlega að þú komist í gegn um þetta heil.

Ef ég skil rétt að Varmárskóli hafi tekið upp Olweusar-áætlunina en fari ekki eftir henni, þá er það miður.  Sonur minn lenti í ansi slæmu einelti, einmitt vegna þess að hann var og er betri námsmaður en flestir.  Það tók tvo vetur að berjast við kerfið áður en við höfðum sigur, en það er samt alltaf einhverjir einstaklingar sem þurfa að níðast á öðrum.  Þá má spyrja sig - hvernig er ástandið heima hjá þeim?  Olweusar-kerfið er notað í skóla sonar míns og skólastjórinn er mjög harður á að taka á agabrotum og einelti.

Gangi þér allt í haginn og takk fyrir að deila reynslu þinni með okkur hinum.

Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:31

12 identicon

heyrðu ég er sammála þér , mér finnst þetta mjög óréttlátt :O .. en ég heiti anna birna og vildi skrifa þetta .. þvi ég hata einelti og ég er algjörlega á MÓTI þvi ! :) ..

 - annabirna " (:

anna birna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 21:58

13 identicon

Sæl Fríða,

Ég er sammála þeim sem hafa skrifað hér fyrir ofan að þú ert mjög hugrökk stúlka og ég vona að þessi skrif þín og umfjöllun sem þú hefur fengið hjálpi þér að takast á við afleiðingar eineltisins.

Ég lenti sjálf í einelti í grunnskóla fyrir löngu síðan, þá var ekki til hugtakið einelti og þar af leiðandi engin viðbrögð við því.  Flest var afgreitt sem "stríðni" eða bara ekki hlustað á það.  Ég var alltaf góður námsmaður og það eitt var í sjálfu sér nóg fyrir suma að níðast á manni.  Ég var of klár, kunni of mikið.  Ég var kölluð "kennarasleikja".  Foreldrar mínir voru ekki efnaðir, svo ég átti ekki nýjustu fötin og dótið, var ekki "kúl" og fékk ekki að vera með í hinum og þessum klíkum.  Á tímabili var ég elt í frímínútum af hinum stelpunum, til þess eins að ná mér og ausa yfir mig svívirðingum.  Ég gat nú oftast hlaupið þær af mér, en eftir því sem ég eltist, brást ég við eineltinu með kjafti.  Reif bara kjaft við liðið sem veittist að mér.  Ég var líka líkamlega sterk og bara tók á móti ef ýtt var við mér.  Ég á ótal leiðinlegra minninga úr grunnskóla, og fer aldrei á "reunion" í þessum hópi.  Hef bara engan áhuga á að hitta þetta fólk.  Sumir af þessum aðilum er þekkt fólk í þjóðfélaginu í dag.  Komu frá "góðum" heimilum.  Ég er viss um að ekkert þeirra gerir sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna.  Eða kannski er það enn að leggja fólk í einelti - það er nefnilega líka til hjá fullorðnum.

Ég valdi mér framhaldsskóla sem fæstir úr mínum grunnskóla fóru í og losnaði þar með við meiripartinn af þessu liði.

Ég fékk aldrei neina meðferð við afleiðingum eineltisins, en hef spjarað mig ágætlega í lífinu, er í góðu starfi og fór í háskóla, á góðan mann og barn.  Ég er samt ennþá með ör á sálinni eftir þessa meðferð, og hún gleymist aldrei.  Þegar ég t.d. sé tiltekinn aðila í sjónvarpi sé ég aldrei neitt annað en strákinn sem lagði mig í einelti.  Ég treysti ekki fólki auðveldlega og ef fólk bregst því trausti, afskrifa ég það venjulega.  Ég hef tilhneigingu til að vantreysta sjálfri mér og draga úr hæfileikum mínum, sem ég tel vera beina afleiðingu af því að tala aldrei um allar tíurnar og níurnar sem ég fékk á prófum og reyna helst að fela það fyrir skólafélögunum til að losna við öfundsýkina og leiðindin.

Mín ráð til þín eru haltu áfram að vera þú sjálf, reyndu að vinna úr þessari reynslu með hjálp sérfræðinga og vina.  Trúðu á sjálfa þig og hæfileika þína.  Einelti er skömm, en skömmin er gerandans, ekki þolandans.

Bjarta framtíð.

BaraÉg (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:43

14 identicon

okei, fríða, ég skil alveg að þér líður ílla og allt þannig, en veistu það eru margir sem voru að reyna að vera vinir þínir..  og að þú skulir vera kenna ragnheiði fyrir þetta það er enganvegin sanngjarnt, hún er yndisleg manneskja og er ekki að fara leggja neinn í einelti, hún er ein af þessum manneskjum sem vilja hjálpa öllum en það sem þú ert greinilega ekki að sjá það þarftu að kynna þér það betur, það sjá það allir í kringum hana að hún er bara að reyna að gera gott.

mér fynnst þú ættir að hugsa aðeins hvað þú ert að seigja áður en þú byrjar að tjá þig.... hvort allir sem þú seigir hafa verið að leggja þig í einelti séu réttu aðilarnir....!!!

Gréta Guðný (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:53

15 identicon

" okei, fríða, ég skil alveg að þér líður ílla og allt þannig, en veistu það eru margir sem voru að reyna að vera vinir þínir..  og að þú skulir vera kenna ragnheiði fyrir þetta það er enganvegin sanngjarnt, hún er yndisleg manneskja og er ekki að fara leggja neinn í einelti, hún er ein af þessum manneskjum sem vilja hjálpa öllum en það sem þú ert greinilega ekki að sjá það þarftu að kynna þér það betur, það sjá það allir í kringum hana að hún er bara að reyna að gera gott.

mér fynnst þú ættir að hugsa aðeins hvað þú ert að seigja áður en þú byrjar að tjá þig.... hvort allir sem þú seigir hafa verið að leggja þig í einelti séu réttu aðilarnir....!!! "

ragnheiður vissi af þessu máli en reyndi aldrei að stoppa það.. þá er hún þátttakandi í eineltinu ef hún reyndi ekki að gera neitt.. kíktu bara á eineltishringinn sem á að vera í öllum stofum skólans !..  já hún kom henni í pebblEs og fríða var henni mjög þakklát og leið vel.. um tíma.. en sjáðu hvað gerðist.. hún þurfti að hætta í skólanum !!

Ásta systir fríðu (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:11

16 identicon

Sæl Fríða,

Ég hef aldrei hitt þig en mig langar að byrja á að segja þér hvað þú ert mikil hetja í mínum augum. Mikið vildi ég að ég hefði haft þor til þess að tjá mig svona opinberlega um það einelti sem að ég lenti í.

Ég lenti í því að vera lögð í einelti í grunnskóla og bjó í mjög litlu bæjarfélagi þanni að það var ekki möguleiki fyrir mig að skipta um skóla, einnig á þessum tíma var ekkert farið að fræða krakka um einelti og hvernig hægt væri að þekkja það. Ég fékk alveg gæsahúð þegar að ég var að lesa um þessar tilfinningar að langa til að deyja og meiða sig, þetta er svo óréttlátt að manneskja þurfi að ganga í gegnum svona og bera þetta ör það sem eftir er ævinnar.

Eitt mjög mikilvægt sem að þú þarft að gera til þess að hjálpa sárunum að gróa og það er að fyrirgefa þessum krökkum, trúðu mér ég veit hvað það hljómar fáránlega. Þegar að þetta var sagt við mig þá var það það fyrsta sem að ég hugsaði var "afhverju ætti ég að fyrirgefa þeim, það voru þau sem að voru að kvelja mig og þau eiga ekki mína fyrirgefningu skilið". Þetta er langur "prósess" sem maður fer í gegnum, en þú ert alveg rosalega heppin að hafa svona góða mömmu og fjölskyldu sem veit nákvæmlega hvað er að gerast.Þegar að það var verið að leggja mig í einelti þá þorði ég ekki að segja neinum það en tók samt alla mína reiði og pirring út á fjölskyldunni minni og þau töldu að þetta væri eitthvað gelgjuskeið sem að ég var að ganga í gegnum .

Og það er greinlegt á skrifunum hjá þér að þú ert mjög þroskuð stelpa og sterk persóna að þú átt eftir að komast í gegnum þetta og átt eftir að eiga frábært líf.

Jæja núna ætla ég að hætta að rausa er farin að hljóma eins og einhver sálfræðingur (er það btw ekki)

En vill bara senda þá þig risastórt knús og góðar hugsanir.

Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:56

17 identicon

vill bara koma því á framfæri að þó þessar sögur kannski snerti marga og allt það þá þarf engan veginn að dæma einn eða neinn í þessu!!......þurfið ekki að hugsa um "pebbles" sem einhverja fávita eða kakkalakka, það sem gerðist gerðist og þurfa þær ekki að þola allt þetta skítkast á sig

ást og kveðja: Gúndi..

BENNI GÚNDI!! (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 03:07

18 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Mér sýnist á öllum skrifum hér að Hólmfríður sé mun þroskaðri en samnemendur sínir, sem hér skrifa athugasemdir.  Getur verið að unglingar í dag séu svona svakalega vanþroskaðir einsog færslur þeirra hér sýna (fyrir utan Hólmfríði).  Eitthvað mikið hefur þá farið úrskeiðis í uppeldi þessara ungmenna.  Gleymist að útskýra fyrir þeim hvað er rétt og hvað er rangt, eða eru þau bara svona félagslega ólæs? 

"það sem gerðist gerðist og þurfa þær ekki að þola allt þetta skítkast á sig" segir strákur sem vill kalla sig Benni Gúndi.  Að hugsa sér að láta svona setningu frá sér í máli sem þessu!  Maður á að taka ábyrgð á því sem maður sendir frá sér, og það er ekki rétt að við eigum að láta þetta mál kyrrt og samþykkja þar með þessa hegðun.  Það sem gerðist er mjög alvarlegt og þær eiga að fá að heyra hve illa þær komu fram og allir þeir sem að þessu stóðu. 

Ásgeir, mér finnst þessi setning mjög falleg hjá þér "Mundu bara að fallegustu blómin blómstra seint." og verð að taka undir hana.  Þessi stelpa á eftir að dafna vel og verða flottust.  Hún er flott og sterk og dugleg nú þegar og henni á bara eftir að vegna vel í lífinu því þessi reynsla mun bara styrkja hana, því hún er greinilega farin að rísa strax upp og komin langt á veg með að vinna sig frá þessum viðbjóði.

Ég tek eftir því að Hólmfríður á sterka aðila bakvið sig... hún á greinilega fjölskyldu sem stendur með henni og eiga þau hrós skilið fyrir það.  Það eru því miður mörg ungmenni í hennar stöðu sem eiga ekkert stuðningsnet... jafnvel taka foreldrar þátt í einelti barna sinna, sem er eitt það ljótasta sem til er.  Ég hef því miður heyrt um slíkt dæmi fyrir ekki svo löngu síðan.

Emma Vilhjálmsdóttir, 17.1.2009 kl. 14:53

19 identicon

hey ragnheiður er ekki neinn fkn aðili i þessu einelti ásta!

maður getur ekki raðið yfir öðrum manneskjum og stoppað þær þær raða yfir sjalfum ser og enginn annar sko svo ekki þú voga þér að kenna henni um eh sem er ekki satt.!

og þú vissir af þessu reyndir þú að stoppa þetta? ert þú þá þáttakandi ? aðeins að hugsa uti þetta. svo ekki voga þér að seigja eh sona um hana.

engin skítköst :D

girly (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 15:30

20 identicon

girly mín, ég er algerlega sammála... mér fynnst heldur engan vegin sanngjarnt hvað gagga er búin að standa sig ótrúlega vel að reyna vera vinur allra. hún myndi ekki einusinni meiða flugu...!!! mér fynnst að fólk ætti ekki að vera láta neitt út úr sér ef það veit ekki allar hliðar á málinu.. svo fólk haldið fkn kjafti með öll skítakommentin á þessar stelpur, afþví þið vitið ekki allt..!!!  það er alltaf tvær hliðar á öllu máli!!

nonimus (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 18:55

21 identicon

afhverju látiði eins og það séu allir að kenna göggu um allt saman ??.. þið eruð að reyna að breyta göggu í fórnarlamb í þessu máli ! og allar hinar stelpurnar !!..

þið eruð að banna fólkinu að koma með öll þessi skítakommennt á þær !,,
 þið skulið hætta að koma með skítakomment á fríðu afþví þið hafið engann rétt á því!!

Ásta (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 20:09

22 identicon

heirðu, hún er líka að ljúga frekar mikið um þetta mál...!!! hún veruður aðeins að læra að hugsa um það sem hún er að seigja, því fólk hefur líka tilfynningar...!! eins og þetta með natali.. það er svo mikið fokking kjaftæði. hún er eins og gagga,búin að hjálpa fríðu allan tímann..!

nonimus (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:01

23 identicon

Hjartanlega sammála Ástu í öllu.Hún sagði allt sem segja þurfti.OG bwt afhverju getið þið ekki skrifað undir nafni þarna skítacommentskjúklingar.Ef þig teljið ykkur bara að vera að vernda stelpurnar þá ættti þetta ekki að vera svona hrikalega mikið mál.

 Koss fyrir ykkur báðar Ásta og Fríða.Elska ykkur:* Díza

og bwt nonamar þið ættuð bara að vara ykkur á því að fá mig upp á móti ykkur því ég er ansi beittur penni.

Hjördís Nína (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:09

24 identicon

hverju ætti hún að vera að ljúga ??

og já natalie hjálpaði fríðu mikið og við erum alls ekki að neita því.
En þegar hún fór að hanga með tvíburunum.. þá fór hún aðeins of langt yfir strikið !!

og takk kærlega fyrir dísa mín :) ég er líka sammála dísu !

Ásta (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 22:07

25 identicon

plús það að þótt svo að þið komið ekki undir nafni þá erum við með IP tölurnar ykkar sem við getum rakið !

Ásta (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 22:07

26 identicon

við meigum allveg seigja okkuar skoðanir mer er sama þó þú rekið þvi eg hef rett á minni skoðun.eins og folk seigir sina skoðanir t.d um davið oddson sem eru ekki alltaf fallegar skoðanir.

eg er ekki að seigja neitt að hun var ekki lögð i einelti þvi eg veit ekkert um það en eg veit að gagga á engan þátt svo eg hef minn rétt að skrifa það eins og allir hinir sem skrifa hun se hetja sem hun er fyrir að þora seigja þetta.

friður.

nemadi i 10unda bekk (girly) (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 23:25

27 identicon

og svo ef þú vilt eyða tima þinum i rekja þá er það i lagi en eg sagði ekkert ljót um holmfriði og eg hef ekkert á moti henni bara eg hef á moti hvað þú sagðir um göggu mer fannst það ekki rettlat þannig þú getur ekki sagt eh sona um göggu.

friður ;d

nemadi i 10unda bekk (girly) (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 23:28

28 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Eiga þetta ekki að vera nemendur í tíunda bekk?  Mér sýnist á orðaforðanum og stafsetningunni að þetta séu upp til hópa litlir smápolla sem skrifa þessi skíta-komment. 

Ég ráðlegg þér Hólmfríður að tjá þig alltaf á síðunni þinni, ef þú verður fyrir skítkasti af hálfu þessara aðila eða einhverra vegna þessa máls.  Þetta mál er orðið mjög alvarlegt nú þegar, en ef því linnir ekki, þá er bara að kæra!  Þessir einstaklingar ætla greinilega ekki að læra af mistökum sínum og iðrast, þannig að kannski þarf eitthvað meira til? 

Emma Vilhjálmsdóttir, 17.1.2009 kl. 23:47

29 identicon

Okkur finnst að Natalie eigi rétt á því að velja sér vini sjálf eins og allir aðrir og þó svo að Gagga gerði ekki neitt í eineltismálunum reyndi hún alltaf að vera til staðar fyrir Fríðu. Allavega alltaf þegar ein okkar sá þær saman var Gagga alltaf að tala við Fríðu vera góð við hana og hjálpa henni.. ég veit að Fríða hefur átt erfitt.. ég hef séð hana gráta og mér finnst þetta ekki lítið mál en báðir aðilar hafa nokkuð rétt fyrir sér í þessum málum.. alveg óþarfi að nafngreina fólk.. þv´´i líður bara verr ef það veit að Fríða er að tala um þau en nafngreinir þau ekki því hún er of góð manneskja. Öllum líður illa eftir þetta og já sumir kannski bar aútaf því að þetta komst upp og svona langt, en sumir vilu hjálpa en þorðu því ekki.. Hefðu þeir kannski gert það væri Fríða ekki í þessari stöðu og hvernig haldiði að þeim einstaklingum líði núna ? ég giska á ekki alveg nógu vel.. að þurfa að vera það á bakinu að maður "hefði" getað hjálpað eitthverjum en verið of veikgeðja að hjálpa er fjandiig góð refsing.. og hvað fær maður útúr því að nafngreina fólk ? bara ennþá meiri leiðindi og skítaköst..

Enn samt

við stöndum með þér Fríða ;D

random (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 03:21

30 identicon

Þið fyrrverandi samnemendur Fríðu.

Eruð þið virkilega í tíunda bekk? Vá, andlegi þroski ykkar er á við 6 ára stelpu. Og svo ég nefni ekki stafsetninguna og málfræðina. Þetta er ykkur til skammar! Ég er jafnaldri ykkar og mér finnst að þið þurfið virkilega að líta í eigin barm. Come on, people! Hafið þið EINHVERN TÍMANN pælt í hvernig HENNI líður, ekki bara um helvítis sjálfelska rassgatið á sjálfum ykkur!

Birta (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 21:30

31 identicon

"við meigum allveg seigja okkuar skoðanir mer er sama þó þú rekið þvi eg hef rett á minni skoðun.eins og folk seigir sina skoðanir t.d um davið oddson sem eru ekki alltaf fallegar skoðanir."

Ein spurning. Say whaaaat???

Gangi þér vel að komast inn í menntaskóla girly.

Ekki að furða að landið sé að fara til fjandans. 15 ára krakkar kunna ekki einu sinni að beygja sögnina segja og að halda samhengi í rituðu máli. Emma og Birta ég græt með ykkur.

Þetta eru idjótar!

21 árs Reykjavíkurmær.

Mía (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 21:59

32 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Sýnir þetta ekki bara best hvernig krakkar þetta eru?  Ekki vel innrættir og svo vanþroskaðir að þeir þurfa sennilega að taka allan grunnskólann aftur, hahahaha. 

Hólmfríður, þú ert allt of þroskuð til að vilja umgangast svona smáskjóður.  Þær eiga svo langt í land með að vera með tærnar þar sem þú hefur hælana.  Svona félagsskap á fólk að forðast en ekki sækja í.  Ég efast um að þessir krakkar verði eftirsóttir eftir að upp um þeirra innri mann komst.  Svei þeim sem stóðu að þessu!

Mér finnst sjálfsagt að nafngreina þetta lið.  Best að sýna samfélaginu hvaða aumingjar beita jafnaldra sína slíku ofbeldi árum saman.   Þá gæti fólk varað sig á samskiptum við þá í framtíðinni. 

Eitt er víst... þetta mál mun ekki gleymast og þeirra mannorð er ekki í góðum málum eftir þetta mál, bæði það sem þau gerðu þér og eins hvernig þau hafa svo komið fram í athugasemdunum hér. 

Emma Vilhjálmsdóttir, 18.1.2009 kl. 22:42

33 identicon

hvaða fokking máli skiptir hvernig fólk skrifar eða seigir fokking hluti...  nákvæmlega engu!! þið vitið heldur ekki allar hliða á þessu máli.. okei þið kannski styðjið hana en ekki vera seigja eitthvað um stelpurnar sem þið vitið ekkiert um..!!!! t.d eins og stelpurnar sem gerðu ekki neitt og að það sé verið að kenna þeim um...  fokking fáranlegt!! og landið er ekki stjórnað af 15 ára stelpum mía, svo veistu hvað þú ert að tala um þegar þú seigir þetta...!

nonimus (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 09:13

34 identicon

fólk ekki byrja rífast, það er ekki mikil þroski að 15 ára stelpur og fullorðnar konur rífist bara ekki vera rifast meir, þið hafið greinilega mismunandi skoðanir á málinu og það er bara þannig.það eru ekki allir samála um allt og folk á rétt á mismunandi skoðunum

yes;P (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 14:38

35 identicon

Alveg sammála Yes,, átti þessi síða ekki að vera fyrir fríðu að tjá tilfinningar sínar.. ? gamlar onur og 15 ára stelpur get alveg farið með þetta eitthvað annað eða bar hreinlega sleppa þessu ! þetta hjálpar Fríðu ekkert.. ef þið hafið ekki tekið eftir því

og þið eldri þessar stelpur sem eru að tjá skoðanir sínar eiga rétt á  því svo nenniði að HÆTTA þessu Helvítis skítkasti hérna inná !  Þetta er bara óvirðing  við Fríðu !

Gangi þér vel ástin :D

mary poppins (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 17:16

36 identicon

bið afsökunar friða á þessu komentum átti ekki að vera nein skot á þig og bara gangi þér vel og reyndar þvi miður kom þetta illa ut sem það átti reyndar ekki að gera þvi þetta var alls ekki skítkast á neinn, en bara latt þér liða vel og allt það

friður.

nemadi i 10unda bekk (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 18:59

37 identicon

jæja ég er stolt af þér að vinna á þessu svona.. ég er sjálf 19 og þurfti að þola einelti í 10 ár og ég fékk ekki eitt gott ár í grunnskóla ég fékk 3 mánuði, Og siðan byrjaði það aftur í menntaskóla..

Sama hvað allir segja við þig herna á síðunni mundu þetta er þín síða og enginn getur sagt neitt eða gert neitt sem þér líkar ekki... netið er það skemmtilegt í dag að það er auðvelt að gera dílít...

Gangi þér æðilega vel í að takast á við vandann.. allar mínar slæmu minningar eru einhverstaðar lokaðar í kassa og ég vil kki muna :D

--Árný H.

Árný (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband