Önnur minning úr eineltinu

Ég var einmitt að muna eftir einu.

Ég er mikil námsmanneskja og hef alltaf verið, ég fæ alltaf góðar einkunnir og er mjög samviskusöm í námi,  samt vildi eiginlega aldrei neinn vera með mér í hóp í verkefnum í skólanum.      Ég lenti í því einn daginn að vera veik þegar það var raðað niður í hópa í verkefni í eðslisfræði.  Síðan í næsta eðlisfræðitíma kem ég og önnur stelpa sem hafði líka verið veik.  Þá sagði kennarinn að við ættum að finna okkur hópa. Það var strax pantað að fá hina stelpuna í hóp en enginn var neitt ólmur í að vera með mér í hóp.  Þá sagði kennarinn mér að vera með hóp sem 3 stelpur voru í.   Síðan þegar ég kom til þeirra og sagði að ég ætti að vera með þeim í hóp, þá voru þær mjög fúlar og reyndu að koma sér útúr því að vera með mér í hóp.

 

Síðan lenti ég líka í því að í eðlisfræðitíma þá var verið að raða í hópa fyrir annað verkefni.  Ég sá að A*** og E**** voru saman í hóp og fór til þeirra og spurði hvort ég mætti vera með þeim í hóp.  Þá sagði  E**** "bíddu aðeins"  og síðan kallaði hún  "S***, viltu vera með okkur í hóp?" þá sagði S*** "nei ég ætla að vera með ....... í hóp"    Þá sagði E****  "okei, þú mátt vera með okkur í hóp"

 

Þetta er eitthvað sem ég skil eiginlega ekki því þær vita að ég er góður námsmaður og að ég fæ alltaf góðar einkunnir en samt vildi eiginlega aldrei neinn vera með mér í verkefni.

 

-Fríða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Þessi saga fynst mér vera hrikalegt og á bara ekki gerast í dag.Þetta er bara vibbi og skömm.'Eg veit að þetta er erfitt en þú verður að vera sterk.Kær kveðja og ég mun biðja fyrir þér

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 14.1.2009 kl. 16:22

2 identicon

Æ, elsku vinur. Ég þekki einelti svo vel. Ég varð fyrir ömurlegu og hrottalegu einelti í bæði grunnskóla, fjölbraut Suðurlands og svo á vinnumarkaði. Þetta er ömurlegasti hlutur sem maður getur lent í. Mér finnst þú svo hugrökk að koma svona fram og segja sögu þína.

Einelti er bara hrykalegur hlutur sem ég óska engum að verða fyrir. Þetta er sálarmorð á hæsta stigi. Ég hef skrifað mikið um einelti, m.a. á gamla blogginu mínu og svona. En ég er ekki lengur með það blogg. En ég þekki og hef upplifað þessa hræðilegu vanlíðan sem þú lýsir svo vel hér á blogginu þínu.

Þú ert HETJA. Þú ert SÖNN HETJA að hafa komist í gegnum þessa hörmung sem eineltið er. Þú ert bara best og flottust. Það er ekkert annað hægt að segja.

Ég vona elsku vinur að þér gangi sem best í þinni baráttu og ég mun ávalt hugsa til þín og ég bíð þig velkomna á síðuna mína í framtíðinni. Þar mun ég án efa skrifa einhvern tímann eitthvað um mínar minningar af eineltinu sem ég varð fyrir.

Ég sendi þér baráttu kveðjur og þú mátt ef þú villt senda mér línu ef þú villt spjalla eða deila með mér einhverju sem þú þekkir úr þessu hvelvíti sem eineltið er. Fyrirgefðu orðbragðið.

Hafðu það sem best vinkona og gangi þér sem allra allra best. Þú ert best.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 00:05

3 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Erlingur ég er ekki allveg sammála þér þarna, að eineltið snúist fyrst og fremst um börn sem eru á undan sínum jafnöldrum eða á eftir sínum jafnöldrum. Eineltið snýst um svo miklu miklu meira, sem varla er hægt að útskýra. Ég og mínir bræður vorum hvorki á eftir né á undan okkar jafnöldrum, samt urðum við fyrir mjög svo ógeðfelldu einelti sem börnin ÖLL í skólanum sem við vorum í, tóku þátt í, allir krakkarnir í skólanum HALLÓ ! á móti okkur þremur, mér og tveimur bræðrum mínum. Þarna voru að mig minnir um hundrað börn í þessum skóla, sem var sveitaskóli úti á landi. Þetta var Nesjaskóli í Nesjum, Hornafirði ( heimavistarskóli ).

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 15.1.2009 kl. 12:10

4 identicon

Hæ hæ Hólmfríður og takk fyrir skrifin.. ég var líka lögð i einelti frá 1 til 4 bekk í Austurbæjarskóla ,, það var þannig þá í skólum að þegar frímínúturnar komu þá voru allir settir út i port og hurðunum að skólanum var læst á meðan.. Svo í hvert sinn sem það komu frímínútur þá voru krakkarnir búnir að safna "liði" á mig svona ca 20 til 30 krakkar sem 2 til 3 forsprökkum.. svo byrjaði "eltingaleikurinn" ég er mest hissa á því að hafa ekki bara verið drepinn á þessum árum, ég kom heim blóðug og í rifnum fötum á hverjum einasta degi í 3 ár..

En sko síðan heldur lífið áfram og þá þarf að díla við afleiðingarnar af þessu og það er hægt að gera það á 3 vegu ,, annars að vera reið og reiðari og reiðari og láta það eyðileggja manns eigin hamingju (því það svo sannarlega hefir enginn áhrif á þá sem voru að leggja mann i einelti) þetta myndi eg ekki telja góðan kost.. svo er það nr 2 og það er að horfast i augu við vandamalið ( sem þú ert að gera)  og síðan þegar það er búið þá er mjög mikilvægt að sleppa öllum sárum tilfinningum og breyta þeim frekar í jákvæða orku til að hjálpa sjálfri sér og öðrum.. Nr 3 er að hefna sín á viðkomandi krökkum sem leiðir til stundaránægju en þá er samt sem áður lagst á sama plan og þeir sem eru að beita ofbeldinu og getur því engann veginn byggt upp hjá manni sjálfum og til lengdar litið gerir mann ekki að betri manneskju..

 Mér finnst bloggið þitt mjög gott og það er góð leið til að verja sig og byggja upp.. og mér finnst það segja mjög mikið um þig sem manneskju að blogga um þetta og láta vita .. þú átt framtíðina fyrir þér sem heilsteyft hrein og bein manneskja,, reyndu að hugsa ekki út i neitt þunglyndi því það er svo margt sem þú getur áorkað í lífinu!!!

Svo ekki láta eigin hugsanir eða annað fólk buga þig því þú ert hetja og þær láta ekki bugast!!!!

Krissa (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 05:46

5 identicon

Ég var mikið lagður í einelti í skóla, af því að ég var ekki eins og hinir.

ég lofa þér því að eftir 10 ár, þá sérð þú hvernig líf þeirra sem lögðu þig í einelti er ekki nálægt því jafn yndislegt og þitt.

Það sem brýtur þig ekki, gerir þig sterkari og þú ert greinilega sterk, því annars væri ég ekki að skrifa neitt hérna akkúrat núna.

Njóttu lífsins og vertu glöð :D

Einar Helgason (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 07:35

6 identicon

Sæl Hólmfríður

Þú ert algjör hetja.

Sonur minn var í Varmárskóla frá fyrsta bekk til þriðja bekkjar og lenti þá í einelti. Ég verð að segja að mín reynsla af skólanum er ekki góð. Ekki er tekið á eineltismálum í skólanum þó svo þar eigi að vera einhvert prógram í gangi. Sonur minn var m.a bitinn og það tvisvar sinnum af bekkjarfélaga sínum þegar hann var 8 ára og það var ekkert gert í því. Það þykir sennilega eðlilegt í Mosó að bíta annað fólk þegar maður er á þessum aldri.

Þú ert vonandi ánægð í nýja skólanum þínum, laus við einelti og getur farið að njóta þín vel. Ég sendi þér styrk og hlýjar hugsanir.

kv Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 08:34

7 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Sæl Hólmfríður flott hjá þér að skrifa um þetta.  Einelti er eitt af því versta sem börn lenda í og þekki ég það mjög vel.  Ég var lagður í einelti í grunnskóla og sá skóli gerði lítið sem ekkert, þetta var á þeim tíma sem ekki mátti ræða einelti eða um kringum 1980.

systir mín hefur lent mjög illa í einelti og á þeim tíma var þetta alvarlegasta eineltismál sem skólayfirvöld höfðu vitað af.  Svo ég þekki einelti vel og veit að það þarf að vinna markvist og rétt til að uppræta einelti.  

 Þú ættir að hafa samband við systur mína hún er að koma af stað hóp þar sem krakkar sem lent hafa í einelti eða lent í því að vera mikið ein koma saman til að byggja sig upp og fá styrk hjá hvort öðru.  Þessi hópur hennar heitir Kærleikur og er með heimasíðu www.bjart.bloggar.iseins er hópurinn á facebook.  Hún eitir Ingibjörg Dóra (Inga Dóra)  Hún mun hafa gaman að heyra í þér því hún veit vel gegnum hvað þú hefur gengið.

kv

Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnason, 16.1.2009 kl. 08:34

8 identicon

Sæl Fríða,

Mig langaði bara að segja við þig hversu mikið ég dáist að þér! Haltu áfram að vera svona dugleg, þú ert öðrum hvatnig :-)

Mbk. Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 08:47

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert dugleg að skrifa þetta hérna, haltu því áfram og gangi þér vel að vinna þig út úr þessu

Jónína Dúadóttir, 16.1.2009 kl. 08:48

10 identicon

Sæl Hólmfríður,

gott hjá þér að losa um á þennan hátt. Ég hef búið í Mos núna mjög lengi og er móðir sem þekki marga aðra foreldra hér í bæ. Því miður þá virðist einelti vera viðvarandi vandamál hér í bæ í báðum þeim skólum er hér starfa og fyrir utan að hafa lent í þessu með mitt barn þá hef ég heyrt margar misljótar sögur annarra foreldra. Það er ekki nærri nógu vel tekið á þessu og oftar en ekki lenda þeir á vegg sem leita ásjár stjórnenda skólanna.

 Haltu áfram á sömu braut og gangi þér vel.

Íbúi í mos (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 08:50

11 Smámynd: Guðrún Ösp

Sæl Fríða.  Mikið ertu dugleg að skrifa hvernig þér líður.  Ég bjó rétt hjá ykkur í Mosfellsbæ í 7 ár og var sonur minn oft inná ykkar heimili.  Á þessum árum átti þessi sonur minn mjög bágt vegna eineltis í Varmárskóla en þú varst honum ávallt góð.  Þú ert stelpa með stórt hjarta og þykir mér sorglegt að heyra frásögn þína.  Vona að þú náir að vinna þig fljótt og vel útúr þessu og örin verði ekki stór.  Með kveðju til þín og þinna.  Guðrún Ösp

Guðrún Ösp, 16.1.2009 kl. 08:51

12 identicon

Varmárskóli er sjálfum sér til skammar að láta þetta viðgangast og ætti skólastjórinn að seigja af sér!

Lóla (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 08:55

13 identicon

Skrítið, ef eitthvað er myndi ég miklu frekar sækjast í að vera með fólki í hóp sem að kann eitthvað.

Og já, mér finnst líka verst þegar maður er hundsaður svona :)

Hafdís (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 08:59

14 identicon

Sæl Fríða.

Guð minn almáttugur. Þegar ég las fyrstu frásögn þína mundi ég eftir því þegar ég (góður námsmaður líka) fór að skrópa í eðlisfræði í 9. bekk vegna þess að enginn vildi vera með mér í hóp. Ég var líka lögð í viðbjóðslegt einelti jafn lengi og þú, alveg þangað til ég fór í annan landshluta, alein, í tíunda bekk þar sem enginn þekkti mig. Það bjargaði lífi mínu. Vona að þú þurfir ekki að grípa til svo róttækra aðgerða. Í mínu tilfelli reyndu kennarar ekki að hjálpa mér, ein undantekning er þó á því. Þetta gerðist fyrir 25 árum og mér þykir sárt að svona sé enn að gerast. Þú ert hetja og haltu áfram að láta í þér heyrast. Guð blessi þig duglega stúlka.

Baráttukveðjur

Ingunn (núverandi kennari, sem líður ekki einelti)

Ingunn (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:04

15 identicon

Til hamingju með þetta Hólfríður.

 Ég var sjálfur lagður í einelti í mínum grunnskóla í 8 ár og leið fyrir það í mörg ár á eftir. Núna er ég 28 ára og vegnar vel í lífinu mínu. Mundu bara að "það blóm sem blómstrar í mótvindi er allra blóma fegurst". Þú er frábær. . . . Baráttukveðjur til þín frá mér

Ágúst (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:07

16 identicon

Ég lenti í svipað. Bara út af því að ég er útlensk.

Þegar við byrjuðum að læra að lesa t.d. þá gat bara ég og x lesa. Svo var eitthvað kosning um hver átti að lesa hvað. Svo var alltaf þessi eina stelpa sem var alltaf, bara ALLTAF að senda allir á móti mér. Þetta endaði með því að enginn kaus mig og kennari þurfti að minna allir á að ég kunni að lesa líka og fara aftur í kosning. Þetta var venjulegur skóla dagur hjá mér, plús strákar að kalla mig nöfn þegar það var komin í pásu. Mér fannst það bara mjög normal, og mér var alltaf alveg saman hvað krakkarnir gerði við mig. Ég hugsaði bara ekki mikið um þetta, svo var mér bara alveg sama um hinir.

Nema eitt sem pirraði mig var þegar einhver var stanslausn að kalla mig með sama orð. T.d. Þetta særði mig ekki, þetta var bara svo pirrandi. Ég var t.d. að hlusta á vinkona mín í einu pásu ( við vorum ekki saman í bekk), þá kom hinn stærri strák og sagði það sama XX aftur og aftur (eins og hann geri alltaf), að ég gat heyrði ekki lengur hvað vinkona mín sagði. Þannig ég lamdi hann á höfuðið og öskraði „Ef þú geri þetta einu sinni enn þá skal ég lemja þig aftur og aftur“ Hann hljóp í burtu, og læt mig í fríði eftir það.

Svona gerði ég BARA þegar ég var pirruð eða truflað, annars var mér bara sama um þetta fólk.
 
En þegar fjölskyldan fluttu í stærri bæ (4 bekk), þá var allt annað. Engin truflu-fólk lengur. Nokkrar útlendingar, ekki bara ég. Allir voru vinir.
Friða ég er mjög fegin að þér líður núna betra í Réttarholtsskóli, ég er fegin að það séu til skólar eins og Réttarholtsskóli, þú ert mjög falleg stelpa og ég skil ekki hvernig svona truflu-fólk getur hagað sér stundum. En þegar maður er orðin 30 þá vorkenni ég þeim bara.

barbara (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:09

17 identicon

Sæl Hólmfríður

Það eru til tveir hópar fólks, almennilegt fólk og svo hinir. Þú tilheyrir fyrri hópnum en þeir sem valda öðrum leiðindum, t.d. með einelti eða með því að hjálpa ekki, tilheyra þeim seinni. Í fyrri hópnum getur verið alls konar fólk, jafnvel frekjudallar og leiðindadurgar, en þeir eru þó lausir við að þá löngun að vilja láta öðrum líða illa. Þér ber ekki skylda til að hafa samskipti við fólk í seinni hópnum, það fólk þrífst hins vegar á því að valda öðrum vanlíðan. Ef þú lætur sem þetta fólk sé ekki til (sækist ekki eftir samskiptum við það, hvað þá "samþykki" eða velþóknun þess) slærð þú vopnin að miklu leyti úr höndum þess og þér líður betur. Krakkar og fullorðið fólk sem er með leiðindi af einhverju tagi mega bara eiga sig og það var rétt hjá þér að fara úr skólanum fyrst þú varst búin að reyna það sem þú gast. Þetta er ekki stríð sem þú tapaðir með því að fara, þinn sigur felst í því að láta þér líða vel.

Kveðja,
Magnús

Magnús (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:12

18 identicon

Liðið fær bara minnimáttarkennd vegna þess að þú ert góður námsmaður!
Einelti er jú oft vegna minnimáttarkenndar geranda, gerendur eru þeir sem eiga virkilega bágt.

Peace

DoctorE (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:19

19 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Gott hjá þér að skrifa um þetta Hólmfíður - gangi þér allt í haginn

Jón Snæbjörnsson, 16.1.2009 kl. 09:25

20 identicon

kom líka fyrir mig þegar ég var í einum skóla...

Íris (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:27

21 identicon

Sæl Hólmfríður, þvílík hetja sem þú ert, ég á dóttir sem er í sjöunda bekk og hefur verið lögð í einelti síðan í fyrsta bekk, allt sem þú hefur skrifað er eins og hennar saga.

 Endilega haltu áfram að blogga þó svo gerendur í þínu tilfelli reyni í vanmætti sínum að rífa kjaft hér sem sýnir að eitthvað hafa þær á samviskunni.

 Ég veit að þessi skrif eiga eftir að hjálpa dóttir minni mikið og hvetja hana áfram og ekki ólíklegt að við förum að hugsa okkar gang og skipta um skóla áður hún fer á unglingastigið, þar sem eineltið verður örugglega ekki minna.

 Kv Margrét.

Margrét Einarsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:30

22 identicon

vá, mér finnst þú alveg frábær að gera þetta  Þetta sem þú ert að lýsa er alveg nákvæmlega það sama og ég lenti í þegar ég var í grunnskóla... alveg ótrúlegt að lesa sumt því það er bara nákvæmlega eins og þessar fáu minningar sem ég á frá þessum tíma. Gangi þér allt í haginn með nýja skólann

Sólveig Hulda (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:31

23 identicon

Þú ert mjög dugleg og flott stelpa gangi þér vel !!!

En það sem krakkar á þínum aldri skilja ekki er að það þarf ekki endilega að lemja, bíta eða klóra eða jafnvel beita ljótum orðum í garð þolanda eineltis.

Þetta getur verið svo ótrúlega lúmskt hvernig er horft á mann maður hunsaður og bara almennt skeytingarleysi og áhugaleysi á þolanda er alveg ótrúlega sársaukafullt og getur haft hræðilegar afleiðingar. Síðan þegar á að taka á vandanum er svo erfitt að benda á eitthvað atriði eða jafnvel einhverja einstaklinga vegna þess að þetta fer fram jafnvel án þess að sumir taki eftir því og auðvitað vilja krakkarnir ekki viðurkenna að hafa gert eitthvað rangt vegna þess að þeim finnst þeir ekki hafa gert neitt (lemja, bíta, klóra eða uppnefna)

Ég á dóttur sem hefur einmitt verið að kljást við slíkt og það er eins og að tala við vegg að fá skólastarfsfólk til að skilja þetta og mín er einmitt ein af þessum hæfileikaríku og kláru stelpum.

Námsárangur fer hins vegar niður á við þegar henni líður svona illa í skólanum og ég hræðist það mjög að hún fari að gera einhverja vitleysu til að þóknast einhverjum aðilum í skólanum til að fá þó einhverja athygli og vináttu.

ég held að það hafi verið frábær ákvörðun hjá þér að skipta um skóla, gangi þér vel í lífinu.

kv Dagný

Dagný (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:40

24 Smámynd: corvus corax

Hólmfríður, þú átt alla mína aðdáun fyrir hetjulega baráttu og að láta ekki bugast fyrir fullt og allt. Þú ert miklu meiri og merkilegri manneskja en allt liðið í Varmárskóla til samans og þar með talinn er skólastjórinn. Saga þín er þungur áfellisdómur yfir stjórnendum Varmárskóla og löngu ljóst að skólastjórinn er gjörsamlega óhæfur í starfi. Það ætti ekki að bíða þess að skólastjórinn segi af sér vegna afglapa í starfi heldur verður að reka hann strax með skömm og tryggja að þessi skólastjóri fái aldrei aftur opinbert starf með mannaforráðum, hann (eða hún) er óhæfur stjórnandi með öllu. Hólmfríður, þú ert hins vegar hetja!

corvus corax, 16.1.2009 kl. 09:45

25 identicon

Mig langaði bara að segja þér að þú ert ótrúlega hugrökk að segja frá þessari lífsreynslu þinni. Það er hrikalegt hvað þú hefur mátt þola. þú er ert ótrúlega dugleg og ég er ánægð að þú skiptir um skóla. Gangi þér vel í nýja skólanum og að vinna þig út úr þessu.

Kveðja

Harpa

Harpa (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:46

26 identicon

Sæl Hólmfríður

Mér finnst þú ótrúlega sterk og dáist að þér að skrifa hérna á opnum vef. En hinsvegar verður þú að gæta orðalags og aldrei nefna nöfn. Það er langtum best að blanda ekki öðrum í málið þó svo að ég sé sammála því að draga eigi þá til saka sem fyrir svona löguðu standa. Sjálf var ég gerandi eineltis á mínum grunnskólaárum, og þar að auki forsprakki. Það einelti stóð þó ekki lengi yfir og notuðum við aðallega hunsun sem er samt sem áður hrikalegt. Ég bætti ráð mig áður en skólaárinu lauk og tókst að snúa öllu til betri vegar, með hjálp kennara og skólastjóra. Í dag erum ég og stelpan sem ég "hataði" svona mikið mjög góðar vinkonur og höfum við rætt þetta og ég beðist afsökunar á þessari framkomu minni.

Gangi þér vel að vinna þig út úr þessu og ég mæli einmitt með því að taka þátt í stuðningshópum og leita þér sérfræðiaðstoðar.

Bestu kveðjur

Jóhanna Reykjalín (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:51

27 identicon

Varð að skrifa hérna inn.

Finnst þú ekkert smá dugleg. Ég er nokkrum árum eldri en þú og var einmitt líka lögð í einelti í varmáskóla og eins og hjá þér var voða lítið sem skólinn gerði í því, þeir reyndu bara að líta framhjá því.

Mér finnst allveg hræðilegt hvað er lítið gert í eineltismálum oft á tíðum og mér finnst þú ekkert smá sterk að hafa staðið upp og skipt um skóla, það gerði ég ekki og sé mjög eftir því.

En eins og flestir segja hérna fyrir ofan þá gerir þessi reynsla mann að rosalega sterkri manneskju og þú verður eflaust mikið hamingjusamari en þessar stelputuðrur eiga nokkurtíman eftir að vera.

... (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:53

28 identicon

Hæ hæ langaði bara að hrósa þér fyrir þetta framtak, ótrúleg sterk manneskja sem hefur þolað mikið ung að árum.

Halda áfram að vera sterk og dugleg og gott hjá þér að vera komin í nýjan skóla

Kv. Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:54

29 identicon

Sæl Fríða.

Ég dáist að hugrekki þínu og andlegum þroska. Ég lenti í svipuðu dæmi, þó aðeins í 3 ár (í skóla) og ég finn enn fyrir hatri til aðal gerandans. Ég er rúmlega helmingi eldri en þú og ekki enn búinn að hreinsa út úr skápnum, ætli það náist nokkurn tímann.

Í dag á ég þó frábært líf, fallega og góða konu og 3 yndisleg börn.Það var þó í raun alger hundaheppni að ég skyldi ekki lenda í algeru rusli í framhaldi af grunnskóla, ég var orðinn þvílíkt hræ á sál og líkama.

Það sem "reddaði" mér var það að ég fór á sjóinn strax eftir grunnskóla og styrktist mikið andlega, en þó sérstaklega líkamlega.

Líkamlegur styrkur skiptir miklu máli fyrir andlegu hliðina, allavega í mínu tilviki, það tekur í burtu óttann við aðra og þegar sá ótti er ekki til staðar þá hefur maður fulla möguleika á því að þroskast á sínum forsendum andlega. Ég fékk sjálfstraust til að snúa aftur á skólabekk og fá betri einkunnir en ég hafði nokkurn tímann séð áður.

Ég hef ALDREI séð líkamlega sterka einstaklinga vera lagða í einelti, hvorki á sjónum eða í skólanum, þó eru báðir þessir staðir kjörnir fyrir einelti af verstu sort.

Mín börn munu æfa sjálfsvarnaríþróttir þegar réttum aldri er náð til að þau lendi ekki í minni reynslu. Það er ekki víst að þau verði jafn heppin og ég ef þau lenda í krumlunum á skítugum drullusokkum í skóla, og hafa ekki getu til að verja sig.

Ég ber mikla virðingu fyrir þér og skrifum þínum Fríða, haltu áfram og mundu að þótt það sé trampað á gáfaða fólkinu í grunnskóla, þá verða þeir eftirsóttir félagar þegar í menntaskóla og háskóla kemur. Þar þykir eftirsótt að vera í félagsskap "nördanna" því þar fer fólk að átta sig á því að menntun skiptir máli og gott að eiga góða að til að hjálpa sér í gegnum Calculusinn og önnur "horror" fög. Þessu get ég lofað þér !!!

Gangi þér vel Fríða og mér sýnist að góðan félaga hafir þú í mömmu þinni, ég var ekki eins heppinn með það. Hún sá nefnilega um eineltið upp í gaggó, þar sem aðrir tóku við keflinu af henni.

Júlli (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:55

30 identicon

Sæl og blessuð! 

Ég þekki einelti ekki af eigin raun en mig langaði bara að segja þér hvað ég er stolt af þér að standa á þínu og labba út!!  Það þarf sterkan karakter í það sem þú ert að gera og þér á alveg örugglega eftir að farnast vel í framtíðinni!!  Þú ert líka að hjálpa mörgum sem eru í sömu sporum og þú!  Þetta er ljótur "leikur" sem þarf að stoppa!  Gangi þér vel í framtíðinni og berðu höfuð hátt!

Magnea Magnús (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:57

31 identicon

Frábært framtak hjá þér. Haltu áfram að vera svona hugrökk. Gangi þér vel.

Kv. Aldís

Aldís (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:03

32 identicon

Sá umfjöllun í Morgunblaðinu og vildi bara hvetja þig áfram til góðra verka, þú ert mikil hetja.

Kv. Marteinn 

Marteinn (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:13

33 identicon

hæ,ég þekki þig nú ekki neitt en þú ert rosalega sterk.

og þessar tvíburastelpur sína bara hvað mikil mannílska býr í þeim.......eða.....MANNílska........segjum frekar kakkalakkar.

kristinn (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:47

34 identicon

Sæl Hólmfríður.

Ég dáist að þér að tjá þig svona um málið og vona innilega að það komi til með að hjálpa þér og kannski líka öðrum sem hafa lent í svipuðu.

Með góðri kveðju, Signý.

Signý (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:51

35 identicon

Sæl Hólmfríður,

gott hjá þér að blogga um þetta og finna leið til þess að koma þessum tilfinningum og upplifunum frá þér.  Mér fannst bréfið þitt til Þorláks einnig mikilvægt vegna þess að þó svo að skólarnir séu með einhverjar eineltisáætlanir þá þýðir það ekki að það grasseri ekki einelti í þeim skólum.

Ég hef víðtæka og langa reynslu af einelti frá öllum hliðum.  Ég var þolandi í mörg ár, seinna "hlutlaus" áhorfandi og gerandi.  Það sem er samt verst við þetta allt að það situr ennþá í mér 20 árum seinna að hafa verið "hlutlaus" áhorfandi og gerandi.  Maður getur einhvern veginn aldrei almennilega beðist afsökunar á því sem maður gerði, sem er kannski ágætt svo að maður verði meðvitaður um hvaða afleiðingar einelti getur haft í för með sér fyrir mann sjálfan og aðra.  Þar að auki þá er þetta mikilvægt fyrir mann sem foreldri að hafa á bakvið eyrað.

Ég hef unnið í skóla sem er með Olweusar áætlunina og þau ár sem ég vann þar tók ég ekkert eftir þessu verkefni, að vísu voru einhver plaggöt uppi á vegg og árlega könnunin leiddi ýmislegt í ljós en það var aldrei unnið með þetta á meðan ég var þar.  Eineltið fékk að grassera þar sem að þessi áætlun er hugsuð sem forvarnartæki en ekki úrræði.  Það virtist enginn vita hvernig ætti að bregðast við því einelti sem kom upp og þessar skráningar (sem á að gera við hvert tilvik) voru með öllu marklausar af því að kennararnir nenntu ekki að fylla þetta út og þar fram eftir götunum.

En megnið af eineltinu fer fram þar sem kennarar eða aðrir sjá ekki til og það er algjörlega óviðunandi að kennarar taki ekki mark á krökkunum.  En þolendur standa líka frammi fyrir foreldrum gerenda sem trúa þessu aldrei upp á börnin sín sama hvað.

Ég vona samt að þér gangi vel í framtíðinni og get fullvissað þig um að það verður meira úr þér heldur en gerendunum.  Ég vona líka að bréfið þitt til Þorláks geri þeim ljóst að þessi Olweusar stimpill sem skólarnir eru með eru gagnlausir í augum þolenda og margra annarra.

Kær kveðja, Bangsi

Bangsi (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:56

36 identicon

Hæ Fríða mín!

Sá greinina þína í morgunblaðinu og mikið rosalega er erfitt að heyra þetta. Þetta er hræðilegt! Þú ert ekkert smá dugleg og algjör hetja að blogga um þetta hérna ;)

Þú verður bara ennþá sterkari að geta talað um þetta við annað fólk! Haltu áfram að vera svona góður námsmaður og vertu þú sjálf..þú ert frábær!

Knús,

Brynja frænka 

Brynja frænka (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:57

37 identicon

Sæl Fríða, ég rakst á umfjöllunina í Morgunblaðinu, og ég vil bara lýsa yfir mínum stuðningi. Það þarf mikið hugrekki og sterkan persónuleika eins og eflaust margir hafa sagt þér, að ganga út. Ég kannast við þetta af eigin reynslu og er stolt af þér þó ég þekki þig ekki neitt. Haltu þínu striki og gangi þér vel ;)

Kveðja, Björg

Dexxa (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:01

38 identicon

Sæl Hólmfríður.

Mig langar að hrósa þér fyrir að tala svona opinskátt um það sem þú hefur þurft að ganga í gegnum.  Ég var í þinni stöðu sem barn. Var lögð í einelti í 4.5.6.7 bekk. Þegar kom að því að fara í gagnfræðaskóla fór ég ekki í hverfisskólann minn af þeim völdum heldur í einkarekinn skóla niðrí bæ.

Þetta situr lengi á sálinni ef maður vinnur ekki úr þessu.  Ef það er sagt við mann daglega með orðum og framkomu að maður sé einskis virði, ljótur og leiðinlegur fer maður að trúa því sjálfur og það tekur mun lengri tíma að sannfæra mann um hið gagnstæða.

Ég er rúmlega 30 í dag og er enn að berjast við afleiðingar eineltisins. Sjálfstraustið er ekki upp á marga fiska en ég veit að ég er ekki ljót leiðinleg og einskis virði.  Ef ég hefði, eins og þú ert að gera í dag, tekist á við þessa hluti þá væri sjálfstraustið mitt eflaust á betri leveli!  Það er baráttuandi í þér sem er aðdáunarvert og ég hef mikla trú á að þú náir að vinna úr þessum erfiðu minningum og standa uppi sem sterkur einstaklingur.

Ég fór á reunion í fyrra og hitti aftur þetta fólk. Sagði við sjálfa mig að þau hefðu bara verið börn og að mér væri alveg sama í dag. En þegar ég hitti þau fann ég þessa utangarðstilfinningu aftur sem ég var svo löngu búin að gleyma.  Einn gerandanna í mínu tilviki kom þó til mín og baðst afsökunar á framkomu sinni. Að hún sem móðir í dag þætti mjög leiðinlegt að hafa komið svona illa fram við mig.  Þó ég hefði verið búin að telja mér trú um að mér væri í raun sama þá var ákveðinn léttir sem fylgdi afsökunarbeiðni hennar.

 Í dag er ég móðir og á börn í Varmárskóla.  Eitt barna minna er í erfiðri félagslegri stöðu í skólanum og vona ég svo sannarlega að gangi ekki eins langt og þú þurftir að þola.  Það var hálfgert sjokk að heyra um viðbrögð skólastjórnenda í þinn garð og Guð hjálpi þeim ef ekki verður tekið á þessum málum af viti í framtíðinni!

Gangi þér sem allra best og haltu í baráttuandann þinn, þú ert greinilega klár og skynsöm stúlka og ég veit að þú munt ná langt í lífginu.

Íris 

Íris (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:08

39 identicon

Flott hjá þér að blogga um þetta.. þú sýnir styrk og átt örugglega eftir að spjara þig vel :) Mjög margir hafa lent í slæmu einelti og margir eru í því miðju í dag, það sem þú gerir hjálpar þeim.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:17

40 identicon

Stolt af þér elsku Fríða.

Hrönn (Sessu,Villu og Evu Maríu amma)

Hrönn Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:27

41 identicon

Ég ætla að taka undir með öllum sem hafa skrifað hér á undan mér. Þetta er rosalega flott hjá þér;)

Ég þekki þetta svolítið af eigin raun, fék ekki eins svakalega útreið og þú en mér leið nú samt nógu illa. Þú ert ótrúlega sterk.

Þú ert heppin að þetta r búið. Grunnskólakrakkar geta alltaf verið hættuegir en um leið og maður er komin í menntaskóla/framhaldsskóla fer að þykja töff að klæða sig öðruvísi eða bara vera mjög gáfaður. Í grunnskóla er erfitt að vera öðruvísi en seinna meir er það ekkert annað en töff;)

Haltu áfram an standa þig vel.

Kristjana Louise (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:29

42 identicon

Sæl Hólmfríður

Mig langar bara að kvitta hér á síðuna þína og segja að mér finnst þú ótrúlega sterk og hugrökk að tjá þig svona um þessa ömurlegu reynslu. Þú ert líka að takast á við þetta á þroskaðan máta sem á án efa eftir að hjálpa þér mikið og vittu til, þú átt eftir að standa eftir sterkust - mikið sterkari en allt þetta fólk sem kom illa fram við þig. Haltu áfram að gefa tilfinningum þínum útrás á svo jákvæðan og gáfulegan hátt eins og þú gerir, áfram Hólmfríður!

Kv.

Adda Rut

ps. ég ef ekki lent í einelti sjálf, en það gerði eldri bróðir minn og ég þurfti að horfa upp á það, "slást" við stóru strákana í bekknum hans og svara fyrir hann til að reyna að verja hann. Á þeim tíma var algjörlega horft framhjá einelti - ég er ekki einu sinni viss um að þetta orð hafi verið til, en ég hélt að þetta hefði breyst - en því miður virðist ekki svo vera.

Adda Rut (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:29

43 identicon

sæl ég bara varð að skrifa til þín sá þetta í mogganum

en bara vá hvað þú ert sterk, bara alger hetja. þú mátt vera stolt af þér og það er alveg satt sem þau segja hér að ofan ég efa það ekki að það verði e-ð mikið úr þér (og þegar orðið=)

það sem getur líka hjálpað Þér er að vita það að fólk sem leggur í einelti líður oft mjög illa sjálft, það er óöruggt og leitar af því að upphefja sig með því að særa aðra. með því að skilja það er mun auðveldara að fyrirgefa og þá þarftu ekki að vera reið heldur þakklát fyrir þessa reynslu sem gaf þér tækifæri til þess að deila reynslunni og verða þessi sterki karakter

fólk sem leggur í einelti hefur jafnvel lent í eitthverju eins og misnotkun eða á erfitt heima hjá sér og það kann jafnvel ekki eðileg samskipti eða skilur ekki að það er á þeirra valdi hvort öðrum líði vel í kringum þau...

með von um allt hið besta =) god bless

silvía (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:36

44 identicon

Hæ Fríða

Fríða ég rakst á etta í morgunblaðinu og man vel eftir þér.

Ég var ekki með þér í bekk en í mörgum tímum þó. Og mig langar að tjá mig smá. 

Ég er vinur margra sem þú ásakar um að hafa lagt þig í einelti og ég man þegar nokkrir þeirra voru teknir til kennarastofunnar vegna ásakana þinna. Og það gerðist nokkrum sinnum. Þannig að mér finnst þú ekki geta talað svona illa um skólayfirvöld. Þau augljóslega gerðu eitthvað en kannski ekki nóg eins og þér finnst líklegast. En það gæti verið vegna þess að þeim fannst saga þessara svokallaðra geranda trúlegri.

Ég er vinur þessara "geranda". Og ég man þegar þeir komu öskurreiðir af kennarastofunni eftir ásakanir þínar. Sumir hreinlega helltu sér yfir mig fyrir það að ég sagði þeim að kannski hafðir þú rétt fyrir sér. Þau komu með alskins rök fyrir því afhverju þú værir ekki að segja satt og komu með hverja dæmisöguna á fætur annarar. Og þessar hótanir sem þú talar svo opin um... Ég hef bara hreinlega ekkert heyrt um þær og þetta "einelti" varð ekki ljóst fyrir neinum öðrum í 9. bekk fyrr en í 9.bekk. Þau höfðu setið oft með þér i tíma en aldrei heyrt múkk um þetta.Og þessar dæmi sögur þá veit ég nákvæmlega hverjir þetta eru og þú nefnir 2 þeirra eins og forsprakkar þessa en svona án djóks þær myndu ekki gera minnsta grín af heyrnalausri flugu. Hvað þá stelpu sem gerir engum neitt og á ekki alltof marga vinir. Ég veit að þú varst mjög saklaus og gerðir aldrei neitt annað af þér en að baktala(ég var á staðnum eitt sinn ásamt annari mannneskju)fólk eins og margir gera oft. Þú kannski lendtir í útilokun og það skil ég og sá ég vel að var mjög ásanngjarnt af þeim... En ofbeldi og Andlegt ofbeldi var það svo ég viti aldrei neitt vera en rifrildi.

Ég var sjálfur lagður í mjög vægt einelti og það var ekkert mál að leysa þennan vanda skólayfirvöld gerðu sitt og ég breytti mér og viti menn ég á handfylli af mjög góðum vinum af báðum kynum.

Og það sem þú lentir í var að mínu mati ekkert svakalegt en það er líka bara vegna þess að þeir sem þú ásakaðir voru vinir mínir og ég heyrði báðar sögurnar og mér fannst þetta kannski mjög vægt einelti aðeins grófara en mitt en alls ekki eins hart og þú talar um hótanir o.fl.

Ef þú vilt svara fyrir þig þá skaltu bara senda mér e-mail mér þætti það mjög gott þá gætum við rætt þetta betur...

En eins og ég segi ég er hlutlaus og kannski ekki búinn að fræða mig of mikið um þetta. E að mínu mati gætiru verið með aðeins vægari ásakanir... Og ef þú ert með eitt einasta orð um það að ég hafi gert þér eitthvað þá er það kollvitlaust því ég veit vel að ég vorkennti þér fyrir að eiga fáa vini og passaði mig að útiloka þig aldrei... 

Nemandi í Varmárskola (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:40

45 identicon

Sæl, sá fréttina á mbl.is og verð bara segja VÁ! hvað þú ert dugleg og hugrökk. Stattu á þínu og haltu áfram að skrifa um hlutina, það er ótrúlegt hvað það getur hjálpað.

Þessar stúlkur sem eru búnar að eyðileggja síðustu 9 ár hjá þér þurfa að hafa þetta á samviskunni það sem eftir er, en þú stendur uppi sem sterkari aðilinn!

 kv, Anna

Anna Elvíra Herrera Þórisdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:44

46 identicon

Þessar stelpur hafa greinilega ekki haft nægan þroska til að "nýta" sér þína kosti og það finnst mér lýsa málinu vel. Langar bara að segja að þú ert HETJA að gera þetta og ég á ekki orð til að lýsa því hvað mér finnst þetta frábært. Ég á son í Varmárskóla og sem betur fer eru margir kennarar sem að greinilega hafa lært eitthvað af þinni sögu því það er ansi oft sem að þetta er tekið sem dæmi (geri bara ráð fyrir því að það sért þú) en auðvitað aldrei neinn nafngreindur. Þannig að batnandi fólki er best að lifa og við skulum rétt vona að svona saga endurtaki sig ekki aftur en skólin á auðvitað að skammast sín fyrir að fara ekki eftir þessu kerfi sem þeir segjast vera með. Gangi þér allt í haginn :)

Freyja Lárusdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:49

47 Smámynd: Sveinn Snorri Sighvatsson

Í mínum huga ertu algjör hetja að koma fram og seigja frá þessu einelti og vona að þú eigir eftir að vinna þig út úr þessu. Lykillinn af þessu öllu er að hugsa jákvætt og nýta þér þessa reynslu á jákvæðan hátt ( þótt erfitt sé )

Ég var einn af þeim sem lenti í einelti af strákum sem voru töluvert eldri en ég. Og var oft  grófu ofbeldi beit   þar sem klósetið var notað hnefar ,  fætur ,orð og hvað þetta var allt sem ég lenti í á þessum tíma, sem stóð í töluverðan tíma, en það voru ekki 9 ár guð minn góður ég hefði aldrei lifað það af. Ég var svo heppinn að í eitt skiptið sem barsmíðar stóðu yfir kom skólastjórinn að og sá hvað gekk á.  þessum skákum 5 að tölu var vísað úr skóla í hálfan mánuð til að hugsa sinn gang. Ég frétti það svo mörgum árum seina að Gunnlaugur skólastjóri hafi sagt við strákana að ég væri á þeirra ábyrgð að ef eitthvað  kæmi fyrir mig svo sem eins og kvef  eða að ég myndi hnerra í skólanum og fyrir utan hann næstu 4 árinn sem ég ætti eftir í skóla, mundi hann persónulega gera þá ábyrga og rekka þá fyrir fullt og allt úr skólanum (ég tekk fram að ég er 12 ár gamall þegar þetta á sér stað ) þessir strákar vernduðu mig næstu 2 árin á meðan þeir stunduðu nám við sama skóla  og ég fékk frið það þorði eingin að snerta mig eftir það

Hlutirnir eru skrítnir vegna þess að ég var ekki bara þolandi heldur varð ég síðan  gerandi líka

Og lagði stráka og reyndar stelpur í einelti. Og mér fannst það bara allt í lagi alger töffari sem ekkert beit á, ég varð svona villingur. Ég varð strákurinn sem lagði mig í einelti á sínum tíma. Ég man að þetta var skrítið tímabil og endaði með því að ég bað um að  fara í heimavist vegna þess að mér leið illa og sá að þetta var ekki það sem ég vildi ég leitaði hjálpar á þessum tíma og mann að það var allt gert til þess að aðstoða mig við þetta.þetta  er árið 1986. Hlutirnir gengu betur eftir það

Ég er í góðri stöðu í dag og á góða fjölskildu góð vinna og mér gæti ekki liðið betur lífið er yndislegt. Ég vakna á hverjum morgni ákveðin að þessi dagur eigi eftir að verða frábær og hvað gerist dagurinn verður frábær af því ég er búinn að ákveða það. þetta er allt í huganum hvernig við viljum að hlutirnir fara.

Rúsínan í pulsuendanum  er þessi

Um daginn eða fyrir einu ári var ég í vinnunni kemur inn maður sem ég kannaðist við og ég spyr hvort hann sé ekki   X  Hann lítur á mig svarar ekki en fölnar upp ég endur tekk spurninguna hann lítur niður og seigir helvítið þitt þú varst einn af þeim sem gerði líf mitt allt að lifandi helvíti og ég vil aldrei sjá þig eða tala við þig aftur, hann sagði þetta með titrandi röddu snérist á hæl og labbaði út.

Þó að ég munni ekki hvað það var sem ég gerði honum man ég að hann var einn af þeim sem ég lagði í einelti. Ég áti þetta skilið svo sannarlega . Eftir þetta  var dagurinn ónýtur og næstu virkur á eftir og ári seina hugsa ég um þetta hvað ég gerði honum samviskan nagar mig  og það líður ekki sá dagur að þetta kemur upp í hugsunum mínum hvað það var sem ég gerði, og vona að guð geti gefið honum gæfu um að takkast á við reyðina í minn garð og að honum takist að fóta sig í lífinu. Ég óska honum alls hins besta sem lífið hefur að bjóð bið hann afsökunar á því sem ég gerði.Fljótlega eftir þetta skrifaði ég honum langt bréf og bað afsökunar á þessu  en ég fékk ekkert svar sem mér finnst ekki skrítið. Fyrir framan vinnufélaga mína sem heyrðu þetta skömmin var hræðileg ég skammaðist mín svo hryllilega, en ég átti það skilið.

Málið er þetta Hólmfríður :

Þeir sem eru gerendur fá bit í rassinn senna meir eins og ég . Í dag líður mér ömmuleg yfir þessu og ég þarf að lifa við þetta það sem eftir er, ég mundi í dag gera allt sem ég æti til vingast við X og þá sem ég lagði einelti. í dag mundi ég gera allt til að bæta fyrir gjörðir mínar. Ég er ekki með hreina samvisku hvað þetta varðar þetta nagar mig að inn en ég er að reyna að vinna í því. Ég hugsa að ég hafi haft  gott af þessu og vakið mig til umhugsunar hvernig maður ég vil vera.

Þessar stelpur sem hafa lagt þig í einelti eru veika þær eiga bát þær eru óöruggar með sjálfan sig með útlit og hegðun og fleira sem ég vill ekki nefna því maður á ekki að tala illa um neinn sérstakleg ekki um þá sem eru veikir og eiga bát eins og þessar stúlkur  og fella þetta með því að dreifa athyglinni frá sér og ráðast á þig.  þú átt alltaf að horfa á þessa einstaklinga   sem veika einstaklinga,einstaklinga sem eiga bágt.

Elsku Hólmfríður

Haltu áfram að berjast og vekja athygli á þessu skrifaðu öllum skólastjórum á landinu  bréf skrifaðu frétta stofum bréf og segðu sögu þína. En ekki vera reið. Reiðinn verður mesti óvinur þin nýtu þér þess reynslu og það mun gera þig betri manneskju . Betri manneskju sem getur hjálpað öðrum sem eru í sama vanda og þú haltu áfram að blogga ég mun fylgjast með þér hér lesa bloggið og læra af þér hvernig þú vinnur þig í gegnum þetta .

Í mínum huga ertu þú hetja að koma svona fram og segja sögu þína

Það á þetta eingin skilið

Gangi þér vel

Sveinn Snorri Sighvatsson

  

Sveinn Snorri Sighvatsson, 16.1.2009 kl. 11:50

48 identicon

hæhæ, vildi bara segja þér að oftast þá breytist viðhorf fólks til manns þegar maður er kominn í menntaskóla! og það er mjög gaman :) svo þú hafir eitthvað til að hlakka til ;) þú munt eflaust kynnast fullt af nýju fólki og eignast nýja vini og skemmta þér ótrúlega vel á skólaböllum. Ekki hætta í skóla út af reynslunni í  grunnskólanum af því ég lofa þér því að það breytist í menntaskóla :D

Eyrún (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:04

49 identicon

Kærar þakkir fyrir það að deila þessu með okkur.  Þú ert sterk!! Það er allt of lítið unnið með einelti á Íslandi og það sem gerist við það er svona, eins og þú hefur þurft að þola - 9 ár í hræðilegri vanlíðan og hræðileri meðferð.  Því miður eru kennarar og starfsfólk skólana misjafnlega innrætt, eins og við öll og hafa sjálfir þessa tendensa, að leggja aðra í einelti.  En sem betur fer eru líka sumir sem hafa hugrekki á sínum vinnustað að gera eitthvað í þessum málum, en allt of fáir, því miður, flestum finnst þetta óþægilegt og hundsa þetta - sem veldur því að þetta stoppar ekki. 

Gangi þér rosalega vel. Ég hef addað þér sem vini og vona að þú verðir bloggvinur minn.

 Bestu kveðjur, Alva Ævarsdóttir.

alva (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:15

50 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæl

Rakst á frétt um þig á mbl.is, fór að forvitnnast betur um þig í framhaldinu.

Það sem ég hef lesið á síðunni hjá þér um hvað það er sem hefur hent þig er svakalegt.

Sumt af þessu er eitthvað sem ég get ekki kallað einelti, heldu skepnuskap.

Það að ráðast á einhvern fyrir sakleysislegt orð eins og "tískusýning" er skepnuskapur.

Hafðu það sem allra best í framtíðinni

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 16.1.2009 kl. 12:19

51 identicon

Sæl, þetta er glæsilegt framtak hjá þér, og þú mátt glöð líta stolt í hjarta þitt og vita að þú ert að gera rétt. Þegar einhver stendur upp og brýtur þagnarmúrinn eru alltaf einhverjir sem reyna að aftra því, en það eru hugleysingjarnir- og sökudólgarnir. Mundu, að það eru MIKLU fleiri sem styðja þig í þessari baráttu en hitt.

 Litla systir mín var lögð í einelti í grunnskóla, stærri part sinnar skólagöngu. Hún er gáfuð, fyndin og skemmtileg, það vildu allir vera vinir hennar en þorðu því fáir vegna þess að það var ein stelpa, og ég endurtek EIN, sem stjórnaði hinum stelpunum í bekknum. Og það var ekki bara systir mín sem varð fyrir barðinu á henni; bara vegna þess að systir mín lék við þá sem voru ekki "vinsælir" í bekknum og vildi ekki taka þátt í eineltinu (heima hjá okkur hafa alla tíð verið sterkar umræður um einelti og afleiðingar þess) þá var hún útskúfuð ásamt hinum 3-4 stelpunum sem voru ekki nógu finar fyrir "vinsæla hópinn." Þessi umrædda stelpa sem lagði í einelti sló meira að segja bekkjarsystur sína utan undir því hún bað hana að hjálpa sér að taka saman eftir einhvern leik og lét þessi orð fylgja; "þú talar ekki svona við mig." Þarna sést svo greinilega að barnið sem leggur í einelti á bágt, en ekki sú sem verður fyrir eineltinu. En systir mín stóð sterk og bugaðist ekki, enda varð hún svo með þeim vinsælli í efri bekkjum grunnskólans loksins þegar krakkarnir þroskuðust og áttuðu sig á því að það var allt í lagi að neita eineltisseggnum. Hún er núna í menntaskóla og blómstrar, og ég efa ekki að það er einmitt það sem þú munt gera. Gangi þér vel, ég fylltist gleði þegar ég sá fréttina um þig á mbl.is. Guð geymi þig og hafðu í huga hversu margir hugsa til þín.

stór systir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:23

52 identicon

Hæ hæ!

Þú ert algjör hetja og mér finnst þetta frábært framtak hjá þér að skrifa svona um reynslu þína!

Hafðu það sem allra best og haltu áfram að vera góð fyrirmynd!

Bestu kveðjur,

Elísabeth

Elísabeth (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:23

53 identicon

Sæl hetja. Ég á dóttur sem var í sömu stöðu og þú, varð fyrir margra ára einelti í skóla sem sagðist vera með eineltisáætlun en gerði ekkert í málunum. Bæði hún og við foreldrar hennar börðumst allt of lengi án árangurs. Hún skipti loks um skóla (þótt gerendurnir hefðu  átt að gera það en ekki hún, eins og þú segir réttilega) og nýtt og betra líf tók við. Ég ætla að sýna henni síðuna þína! Gangi þér sem best og taktu eftir því sem Sveinn Snorri skrifar hér að ofan; hatur gerir engum gott, það er eyðileggjandi fyrir þann sem hugsar þannig, sá sem er hataður annað hvort veit það ekki einu sinni, eða er sama, en réttlætið og kærleikurinn sigrar alltaf að lokum! Kær kveðja, KÞ

Kristján (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:29

54 identicon

og annað sem ég vildi bæta við til þín, þeim sem leggja í einelti er nánast meiri vorkunn en þér. Það er greinilega eitthvað mikið að hjá þeim, hvort sem það er inni á heimilum eða hvar, því krakkar gera ekki svona "af því bara." Með eineltinu eru þau að fá útrás fyrir bældar og vondar tilfinningar sem þau þora ef til vill ekki að láta í ljós heima hjá sér. Það sem er merkilegt er líka það, að oftar en ekki eru þeir sem leggja í einelti vanir því að vera lagðir í einelti sjálfir. Og þó það séu alltaf einhverjir sem þroskast og skammast sín fyrir að hafa lagt í einelti, þá eru líka margir sem halda því áfram á fullorðinsárunum- ætli þeim sé ekki mest vorkuninn, sem þroskast aldrei.

annars ert þú flott stelpa með gott hjartalag- nú er bara þitt að segja þér það sjálf og fara að trúa því :)

stór systir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:29

55 identicon

Kæra Fríða,

mikið finnst mér þú dugleg að nota þessa leið til útrásar.

Ég hef verið að standa í eineltismáli með dóttur minni. Henni hefur liðið illa í nýja skólanum sínum síðan hún byrjaði fyrir ári. Við töluðum við kennara aftur og aftur en ekkert breyttist. Mér sýnist að eins og þú talar um þá hafi margir starfsmenn skólans stutt þig vel en það hafi samt engan árangur borið að það hefur verið eins í hennar tilfelli.

Við viljum trúa því að núna sé eineltinu lokið hjá dóttur minni því við ræddum við mann sem er í forsvari fyrir eineltismál í grunnskólum landsins og hann opnaði augu skólans fyrir vandamálinu. Við fórum á fund með foreldrum gerenda og gerendum sjálfum.

Á fundinum sagði skólastjórinn okkur að gerendur væri ekki sammála okkur. Þeir vildu meina að þeir hefðu ekki lagt hana í einelti.

Skólastjórinn benti okkur öllum þá á eitt sem mér þykir mjög mikilvægt. Henni leið illa í skólanum vegna þeirra og þá er eitthvað að. Alveg eins og að þér leið illa í skólanum vegna þessara krakka, það er það sem skiptir máli.

Nú hefur linkur á þína síðu verið settur á mbl.is og margir lesa skrifin þín. Vonandi verður það til meiri umræðu um eineltismál og vonandi opnar sú umræða augu stjórnenda og kennara við Varmárskóla. En mikilvægast að augu foreldra barna í skólanum opnist líka. Ekki bara þeirra sem lögðu þig í einleti heldur allra. Þú þarft ekki að sanna fyrir þessum krökkum líðan þína því þínar tilfinningar eru sannar og þær skipta máli.

Þú skiptir máli. Ekki gleyma því.

Ég tek ofan af fyrir þér að skrifa um þínar minningar á vefnum og vona að þú hafir það sem allra best í framtíðinni.

Bestu kveðjur,

Hafdís

Hafdís Erla (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:32

56 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Komdu sæl Hólmfríður.

Þetta er frábært hjá þér, þú ert sterk, þú gerir þetta vel og haltu áfram á þessari braut, þú hjálpar öðrum og trúðu því að þú ert hetja og flott stelpa.
Baráttukveðjur J.J

Júlíus Garðar Júlíusson, 16.1.2009 kl. 12:36

57 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Hæ Hólmfríður

Mig langar að segja við þig að ég dáist að hugrekki þínu. Ég þekki þetta mjög vel og ég var lögð í einelti í skóla frá 6 ára aldri alveg þangað til ég lauk grunnskólanámi 16 ára. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt og ollir miklum þjáningum. Þetta er rosalega flott hjá þér. Það þarf nefnilega vitundarvakningu í samfélaginu og benda á hversu alvarlegt þetta er.

Gangi þér allt í haginn hugrakka kona!

Kveðja

Ruth Ásdísardóttir

Ruth Ásdísardóttir, 16.1.2009 kl. 13:08

58 Smámynd: Þóra Mjöll Jensdóttir

Þú ert svo sterk! Það þarf kjark til að birta svona lagað og ég rétt vona að þessir einstaklingar sem stóðu bakvið eineltið munu opna augun gagnvart þessu og sjá að þetta er eithvað sem þau munu sjá eftir alla sína æfi!

Þóra Mjöll Jensdóttir, 16.1.2009 kl. 13:14

59 identicon

Hæ mig langaði bara að segja hvað þú ert dugleg, þetta er frábært hjá þér að skrifa svona um þetta og vonandi hjálpar það þér að líða betur.  Þeim sem lögðu þig í einelti á eftir að líða mjög illa yfir þessu, ef ekki núna þá seinna meir.  Gangi þér rosalega vel í nýja skólanum!

Arna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:16

60 identicon

Elsku Hólmfríður, ég fyllist von og stolti að sjá svona sterka og flotta stelpu eins og þig þora að koma fram og segja sannleikann opinberlega, þú ert hetja og átt eftir að ná langt í lífinu. Þú býrð yfir krafti og sterkum karakter sem gerendur þínir hreinlega hafa ekki og öfunda-annars hafa þeir ekki ástæðu til að berja þig svona niður, þeirra hegðun segir mun meira um þá en nokkurn tíman þig.

Kærastinn minn var lagður í mikið einelti alla sína grunnskólagöngu og eitt skiptið hópuðust krakkarnir að honum og ætluðu að hengja hann, hann var líka felldur og missti báðar framtennur sem hann er enn að glíma við í dag og kostnaðurnn kominn í 2-3 milljónir. Eins og þú gafst hann ekki upp og ég horfi á hann blómstra með hverjum deginum, enda klár og flottur strákur.

Það þarf sterkan og flottan karakter til að synda á móti straumnum og fylgja eigin sannfæringu sem þú ert að gera og þú segir frá sem er virkilega aðdáunarvert. Haltu áfram á sömu braut, þú ert flott stelpa og láttu aldrei nokkurn tíman neinn segja þér neitt annað!

Virðing og kærleikur,

 Erla Gísladóttir

Erla Gísladóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:28

61 identicon

Sæl

Ég vildi bara segja að þú ert hugrökk að geta talað um þetta!

Krakkarnir geta reynt að afsaka sig að vild og komið með hvaða sögur sem þeir vilja, en það útilokar ekki þá staðreynd að þetta var einelti.

Þú ert mörgum innblástur!

Anna Margrét

Anna Margrét (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:33

62 identicon

Elsku Fríða. Ég heyrði af viðtalinu við þig í Morgunblaðinu ... ætla að fara að kaupa það á eftir ... en rakst svo á þessa heimasíðu. Ég er ekkert smá stolt af þér að vinna svona á hlutunum. Ég veit að þú átt yndislega fjölskyldu ... sem betur fer. Vona svvoooo innilega að þú nýtir hæfileika þína og haldir áfam að berjast. Baráttukveðja; Halla Heimis. og fjölskylda.

Halla Heimisdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:45

63 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Sæl Fríða mín og til hamingju með greinina þína í Morgunblaðinu,  þú ert algjör hetja að hafa haft kjark til þess að opinbera eineltið sem þú varst fyrir í Varmáskóla svona vel.  Ég vona svo innilega að þetta verði til að hjálpa öðrum sem eru að berjast við þetta ofbeldi sem einelti er. Gangi þér vel og haltu áfram að tjá þig um eineltið sem þú varst fyrir, núna liggur leiðin bara uppá við hjá þér.   

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 16.1.2009 kl. 13:47

64 identicon

hæ skvís - líst vel á þetta framtak hjá þér :) !! þú ert flott stelpa og ótrúlega dugleg að vilja tjá þig um eineltið í staðinn fyrir að fela það :) .. einelti er algjört ógeð og maður skilur ekki hvað fólk fær út úr því að láta öðrum líða illa.. EN þetta er einhvert form af því að fólk þurfi að upphefja sjálft sig á kostnað annarra - og þannig týpum vorkennir maður eiginlega bara fyrir að vera svona sorglegt...

sjálf lenti ég aldrei beint í einelti en fékk samt stundum að finna fyrir því að ég væri ekki alveg jafn flott og fín eins og hinar stelpurnar (ég t.d. var þessi týpa sem elskaði íþróttaföt og naut þess að vera krakki í staðinn fyrir að vera gelgja í flottustu fötunum og alltaf stífmáluð) og það situr ennþá geðveikt í mér þegar vinkona mín sem ég hékk mest með sagði: veistu þú ættir ekki að fá þér göt í eyrun, ég held það myndi ekki fara þér .. ! já ég veit að þetta er ekkert miðað við það sem þú hefur gengið í gegnum, en þetta er samt eitt af því sem sat í mér í svona 10 ár!! maður getur valla ímyndað sér allt sem þú hefur gengið í gegnum :/ EN ég skil það samt að nokkru leyti því tvær náfrænkur mínar lentu báðar í hræðilegu einelti allan grunnskólann, bæði líkamlegu og andlegu :(

ég trúi því samt að þú verðir bara mun sterkari manneskja fyrir vikið og þú átt eftir að ná MIKLU LENGRA heldur en þessir krakkar sem lögðu þig í einelti !

haltu áfram að vera dugleg að blogga og ekki hlusta á einhverja vitleysinga sem vilja rífa þig niður hér á blogginu! hugsaðu bara að þú sért flottust og MIKLU betri manneskja heldur en þessir krakkar!!!!

áfram þú :O) KNÚS KNÚS!!

Sigrún :) (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:58

65 identicon

Hólmfríður,

Ég verð að hrósa þér fyrir að opna augu þjóðfélagsins fyrir einelti. Því miður hefur einelti verið viðvíkjandi íslenska skólamenningu og menningu yfir höfuð um áraraðir, jafnvel áður en einelti fékk sitt nafn.

Líkt og þú var ég lagður í einelti í skóla og lít á mig sem uppkomið eineltisfórnarlamb. Munurinn á okkur er að þú gast fært þig yfir í annan skóla. Ég bjó í litlu bæjarfélagi þar sem allir þekktu alla og það lagaði ekkert að flytja sig yfir í hinn skólann.

Samnemendur mínir voru ekki þau alverstu í eineltinu, heldur árgangar fyrir ofan og neðan. Ég segi ekki að samnenemendurnir væru saklausir, en ég erfi það ekki við þau í dag... enda nenni ég ekki að lifa með þeirra vanlíðan.

Samtals var ég lagður í andlegt einelti í 14  ár, frá 6 ára og þar til ég fluttist frá staðnum 20 ára. Fyndna við það er að maður lítur til baka og spyr sig... var ég virkilega svona hundleiðinlegur krakki eða bara þessi týpa sem fittaði ekki inn í normið??

Í dag vinn ég á leikskóla og hef sett mér það markmið að uppræta einelti þar sem ég verð þess var.

Ég mæli eindregið með að fara í meðferð hjá Regnbogabörnum, ég gerði það 29 ára gamall, þannig að það er aldrei of seint. Eins er gott að fara á Coda fundi, sem eru fyrir fólk með meðvirkni. Eineltisfórnarlömb eru flest öll svakalega meðvirk og miðað við sögur þínar af bekkjarsystrum þínum sem léku sér að því að láta þig setjast hjá sér og fá samviskubit yfir að sitja ekki hjá hinni, þá ertu eða varstu ansi meðvirk. Coda fundir hafa hjálpað mér rosalega mikið.

Með bestu baráttukveðju og með von um að þú náir að hrista meðvirknina af þér

Ársæll

Ársæll Hjálmarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:10

66 identicon

Húrra fyrir þér hugrakka stúlka. Einelti er samfélagslegt krabbamein sem grasserar í hverju skúmaskoti við mjög fjölbreytt vaxtarskilyrði. Hverjum einasta samfélagsþegn ber siðferðileg skylda til að uppræta og koma í veg fyrir einelti með öllum tiltækum ráðum og þú hefur sko sannarlega lagt þitt af mörkum með því að deila reynslu þinni. Það verða án efa margir einstaklingar sem munu njóta góðs af framlagi þínu.

Gangi þér vel.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:28

67 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sæl unga hetja.

Þegar ég var í 12 ára bekk í Melaskóla fyrir 50 árum síðan, Þá var, held ég, ekki búið að finna upp hugtakið "einelti" þótt gjörðin hafi verið svo sannarlega til staðar. 

Þá var kennari sem heitir eða hét J***, grimmur kvenskörungur.  Kennarinn stundaði einelti meir en þeir skólakrakkar sem verstir voru .  Hún lagði aðallega þá sem komu úr braggahverfinu Kamp Knox þar sem nú er Sundlaug Vesturbæjar.  Því það var svo "vond lykt" af þeim. 

Einnig var hún dugleg að misþyrma krökkum sem komu frá "brotnum heimilum" þar sem heimalærdómur var nánast útilokaður og krakkarnir komu því oft ólesin í skólann.  Hún refsaði bæði andlega og líkamlega með niðurlægjandi aðferðum, svo sem að láta börnin standa upp fyrir framan bekkjarfélagana á meðan þau voru auðmýkt með skömmum og í sumum tilfellum látin halda höndunum hátt yfir höfði þangað til að handleggirnir urðu máttlausir af blóðleysi.  Þá sigu hendurnar niður, og þá trylltist kennarinn og réðist að krökkunum ógnandi með háværum skömmum um aumingjaskap. 

Einnig þurftu sum börnin að fara heim með tilkynningar um ómennsku þeirra sjálfra og foreldrarnir áttu að undirrita að þeir hefðu lesið skilaboðin og svo átti að skila þeim aftur til kennarans.  Það var nú ekki alltaf sem slík undirskrift fékkst og þá með slæmum afleiðingum fyrir börnin. 

Það var um þetta rætt og altalað, en ekkert gert.  Á þeim tímum var ægivald kennarans yfir skólabörnum ótvírætt.

Getur verið að þessi J*** eða einhver afkomandi hennar hafi verið skólastýra í Varmárskóla undanfarin ár? 

Baráttukveðjur til þín hugrakka stúlka frá Birni bónda

Sigurbjörn Friðriksson, 16.1.2009 kl. 14:43

68 identicon

Sæl, Fríða.

Þú ert algjör hetja!!!

Hugsaðu um þau markmið sem þú hefur sett þér í lífinu... Það er ekki langt þangað til þú átt eftir að ná þeim, vittu til!   Vertu samkvæm sjálfri þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur og þá gengur þér allt í haginn!

Stattu þig stelpa

Ína (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:55

69 Smámynd: Didda

Sæl nafna

Þú ert sannkölluð hetja og fyrirmynd, ég las fréttina á mbl og er búin að lesa allt bloggið þitt með tárin í augun yfir því sem þú hefur þurft að ganga í gegnum, en ég finn líka fyrir styrk hjá þér, og efast ekki um að þú átt eftir að standa þig í lífsins ólgusjó, knús og faðmlag

Kv.Hólmfríður.

Didda, 16.1.2009 kl. 15:03

70 identicon

Sæl Fríða.

Ég sá greinina í mbl. las hana reyndar bara því ég kannaðist við andlitið á þér, sé þig stundum í strætó á morgnanna :)

Ég er búin að lesa nokkur komment hérna og t.d. við fyrstu færslunni fullt af einhverju svoan 'ég' og eitthvað svoleiðis. þetta fólk er ekki þroskaðra en það að geta tekið afleiðingum. Ég var lögð í einelti frá 1- 7 bekk og stríðni en kalla það samt ekki einelti fra 8-10 bekk. og ég veit svo nákvæmlega hvernig þér líður. ég gat aldrei talað við neinn, aldrei sagt neinum að mér liði illa og þyrfti hjálp. Sagði við mömmu á hverjum einsta morgni að mér væri illt í maganum og þar fram eftir götunum. Jújú mamma reyndi eitthvað að tala við skólastjórann en það gekk ekkert. þessar 'aðalpíur' gáfu sig ekki. Ég bjó á mjög litlum stað þegar ég hóf grunskólagöngu mína og auvitað þekktu allir alla, faðir þessarra stelpna sem voru sem verstar við mig var einmitt svona 'ríki kallinn' á staðnum.

Mér var oft t.d. sagt að ég væri feit og þar sem ég vildi komast inn hætti ég að borða. og það var helvíti.

Ég er nú á 2 ári mínu í framhaldsskóla og hefur aldrei liðið betur.

Ég tók mig saman í andlitinu, sagði frænku minni frá öllu og líður mun betur. Er í dag í FÁ og á fullt af vinum þar, ég á yndislegann unnusta og fósturstrák. Lífið er yndislegt. Samt fæ ég ennþá þunglyndisköst en þar sem unnusti minn er þunglyndur líka og frænka mín sem er svona semí sálfræðingurinn minn þá fæ ég mikla hjálp og mikinn stuðning frá þeim.

Ég er ekki að monta mig yfir að hafa komist uppúr þessu(las yfir og sá að það gæti verið að einhverjir tæki því þannig) heldur er ég að segja þér að þetta er frábær leið til að koma þessu slæma út.(sem ég t.d. reyndi að koma út með þvi að skera mig og særa mig). Þú getur þetta og mer fynnst að eins og þú skrifaðir að það eru ÞÆR sem þurfa að gjalda fyrir þetta. kannski ekkki núna en seinna. þú færð tækifæri til að byrja upp á nýtt. en ekki þær.

Stattu þig elskan :*

við kannski sjáumst einhverntímann í 15 :)

-Þín Eva

Evaa (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:09

71 identicon

Að lesa þetta rifjar upp mjög sárar tilfinningar. Dóttir mín var lögð í einelti í Sólvallaskóla á Selfossi í mörg ár - og aldrei var neitt gert í málunum, jafnvel þó við foreldrarnir værum næstum daglega í sambandi við skólann, til að fara fram á aðgerðir. Hennar saga er óhugnanlega lík þinni. Eftir á að hyggja, hefðum við betur farið þína leið. Að hún hætti í skólanum. En þá hefði hún líka þurft að fara í eitthvað annað sveitafélag í skóla! Ótrúlega ósanngjarnt að þolandi skuli þurfta að víkja - en gerandinn sitji sem fastast, og að það skuli gerast enn í dag! En þessi stelpa er í góðum málum í dag, fór úr bænum í framhaldsskóla og er núna í háskóla.

Mamman (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:18

72 identicon

Kæra Hólmfríður,

 þú ert ofsalega hugrökk og ég dáist að þér. Ég hefði sennilegast aldrei þorað að opna mig svona á sínum tíma.

Krakkar og unglingar eru grimmustu verur þessar veraldar. Það eru krakkarnir sem leggja aðra í einelti sem verða að morðingjum og nauðgurum. Ekki furða að gagnslausu foreldrar þeirra vilji ekki horfast í augu við hvað börnin sem þau eru að ala upp urðu að miklum skrímslum.

Ef ég kemst einhvern tímann að því að börnin mín væru gerendur í einelti þá lofa ég því að ég mun ekki líta undan og láta það afskiptalaust. Ég mun taka á málinu.

Ég óska þér alls hins besta í framtíðinni.

Hanna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:24

73 identicon

Ég gleymdi að lýsa yfir vanþóknun minni á skólastjóra þessa skóla! Þessi manneskja ætti að vera rekin úr starfi eins og skot! Þetta er ekkert nema aumingjaskapur í þessum skólastjóra, þeir sem líta framhjá einelti - sérstaklega skólastjórar, kennarar og forledrar - eru alveg jafn mikilir aumingjar og gerendur í eineltinu og þeir sem leggja líf þolandans í rúst.

Hanna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:34

74 identicon

mig langaði bara að minna þig á hvað þú ert einstök og frábær manneskja og hversu sterk þú ert að hafa þolað þetta í 9 ár og ég dáist af þér að hafa bara gengið út og geta líka sagt hvernig þér líður, ÞÚ ERT HETJA. ég dáist rosalega af þér.

haltu afram þínu striki.

hulda (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:38

75 identicon

mer langar að spyrja hverjir eru vitni af þessu einelti :S ? 

þvi eg e buin að tala við halfan skolan i dag um þetta og það er víst mikið ýkt í greinini i mogganum en er ekki sjalf að seigja að svo hafi verið en eg fretti lika að margir eru sárir utaf þessu þvi þetta er ekki allt satt og stelpunar sem eru blandaðir inni i þetta þær sögðu mer að þær hefðu haldið sér boð handa þér en eg veit ekki neitt lengur hvað er satt eða ósatt þvi margar sögur eru í gangi :S

en engin skítköst á neinn. 

nemadi i 10unda bekk (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:39

76 identicon

Sæl Fríða. Vildi bara skilja eftir mig smá slóð og segja þér hvað mér finnst þetta ótrúlega gott hjá þér, að skrifa um þetta semsagt. Ég er nokkrum árum eldri en þú og hef fengið minn skerf af einelti en í mínu tilfelli fólst það einungis í algjöru hunsi frá skólafélögum og ef það var hópavinna vildi enginn vinna með mér osfrv, ekkert líkamlegt en nógu slæmt samt. Ég er í framhaldsskóla í dag og hefur aldrei liðið betur, opnaðist og blómstraði þvílíkt, er í sterkum og góðum vinahóp og á kunningja allsstaðar. Það allra glataðasta fannst mér samt að fyrrverandi gerendur í grunnskóla vilja allir þekkja mig núna, þar sem mér gengur vel í skólanum og á marga góða vini.

Mér finnst þú ótrúlega sterk og það er frábært að heyra að þér líkar vel í nýja skólanum. Krakkar eru grimmir en um leið og þú finnur þig í einhverjum hóp verður allt bjartara. Hlakkaðu til framhaldsskóla og njóttu þess að vera til!

..... (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:41

77 identicon

frábært framtak hjá þér. ég er ein af þeim sem hélt að svona laga gerðist ekki lengur í skólum landsins því svona framkoma væri ekki liðin og gerendur látnir taka ábyrgð ásamt foreldrum sínum. Þvi aðalsökin liggur ´hjá foreldrum þessa barna sem hafa verið að leggja þig í einelti.  eitt sem ég lærði þegar ég var barn að þau börn sem voru að leggja önnur börn í einelti að það voru mikil vandamál heima hjá þeim. ánægð börn leggja ekki önnur börn í einelti.

ég óska þér alls hins besta í framtíðinni.

drifa (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:48

78 identicon

Sæl Fríða. Gott hjá þér að segja frá þessu. Reyndar finnst mér að það eigi að nafngreina þá einstaklinga sem stunda einelti, til hvers að vera að hylma yfir með þeim? Það er í laumi og leyni sem liðið stundar einelti og þannig þrífst það af því að allt er í laumi - ég væri sko ekkert að hlífa þessum níðingum.

Imba sæta (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:57

79 identicon

Þú ert flott stelpa! Gott hjá þér að tjá þig um þetta. Gangi þér vel í nýja skólanum.

Lára Herborg (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:00

80 identicon

Ég taldi 4 vondar sögur frá öðrum um Varmárskóla áður en hætti að telja einhversstaðar um miðja síðu.

Gefur það vísbendingu um eitthvað?

Tobba (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:10

81 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Komdu sæl Fríða.

Ég las um þig á MBL. is, og kom strax hér inn og las.

Þú er hetja að gera þetta, og ég trúi því svo vel að það hjálpi þér að skrifa þetta frá þér.

Gangi þér vel um alla framtíð:)

Ingunn Guðnadóttir, 16.1.2009 kl. 16:35

82 identicon

Guð minn góður! Hversu óendanlega mikið fífl þarf fólk að vera til þess að láta svona komast upp í skólanum sem það stjórnar? Viðbjóðslegt, sjálfselskt, heimskt fólk sem hefur ekki hundsvit á því hvernig á að stjórna barnaskóla! Jújú, stundum gerist það að það beri voða lítið á því sem er að gerast og enginn tekur eftir því nema nemendurnir sem í fæstum tilvikum kvarta, EN HÚN VAR BÚIN AÐ KVARTA. GRÁTA, KVEINA OG ALLT OG ÞAÐ DUGÐI EKKI! Reka þetta helvítis lið og fá fólk með vit í hausnum í þessi störf.

Svo þarf maður líka að vera rosalega lélegur foreldri til þess að geta gotið svona kvikindislegum krökkum. Þori að veðja að þetta lið lesi þetta blogg þitt og hlæi síðan af gjörðum sínum. Sálarlaust fólk, vona að þau munu taka afleiðingunum einhvern tímann, efast nú samt ekki um að það gerist einn daginn á einhvern hátt.

Annars geturðu huggað þig aaðeins við það að þú ERT MUN! betri manneskja en þessir krakkar og átt að öllum líkindum góða möguleika á að komast langt í lífinu þar sem þú ert góður námsmaður, annað en eitthvað af þessum krökkum geri ég ráð fyrir.

 Gangi þér vel í lífinu. :D

Ónefnd úr Mosfellsbæ (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:40

83 identicon

Sæl Fríða

Þú er HETJA að tjá þig svona opinskátt! Ég hef ekki lent sjálf í svona reynslu en ég er þriggja barna móðir búsett á Akureyri. Í skóla minna barna er stöðugt einelti í gangi en skólinn vinnur samt eftir þessari blessaðri Olewusar reglu, en því miður held ég að hún komi nú að litlu gagni. Það er til háborinnar skammar þegar stjórnendur skóla, kennarar og starfsfólk lætur einelti nánast óáreytt. Slíkt fólk er ekki starfi sínu vaxið og ætti hvergi að koma nálægt skólastarfi. Það er ekki alltaf hægt að grafa höfuðið í sandinn eða horfa í hina áttina...

Vonandi hefur þú það gott í nýjum skóla og náir þér á strik. Eigðu bjarta og fallega framtíð, þú ert falleg stúlka og láttu engan telja þér trú um annað. Ég sendi þér og fjölskyldu þinni hlýjar kveðjur og strauma. Kveðja Ása

Ása (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:42

84 identicon

hvað kjaftæði er þetta? algjörar lygar og rógburður um Varmárskóla. ég get með sönnu sagt að árin mín 5 í gaggó mos voru með bestu dögum lífs míns, ekki einn dag var ég var við stríðni, enelti eða eitthvað af því tagi. hvorki af minni hálfu né annarra. ég hafði reyndar verið lagður smá í einelti í skólanum sem ég var í áður, en það bólaði ekki fyrir því þegar ég kom í gaggó mos. og skólastjórinn er alls ekki óhæfur, hann hjálpaði mér að bæta mig í námi og komast í góðan menntaskóla.

Hættið svo að skíta yfir Gaggó Mos útaf einni stelpu sem átti einhverjar óvinkonur.

Jonni (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:45

85 identicon

Sæl og blessuð ég þekki þig ekki neitt en sá greinina í morgunblaðinu. Ég er mjög stolt að því sem þú ert að gera og þetta er eitthvað sem ekki allir myndu þora. Mjög stolt af þér og gangi þér ótrúlega vel:D

 Kv Auður

Auður (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:49

86 identicon

Jonni, hvaða pappírspési ert þú, ert þú fylgjandi eineltis og hvað vit hefur þú um skólann ef þú ert svo upptekinn af ,, bestu dögum lífs míns '' að þú tekur ekki eftir einelti í skólanum. Annars er einelti misjafnt eftir árgöngum...

Elli (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:50

87 identicon

Takk fyrir að þora að koma fram.  Ég lenti líka í einelti í skóla en þá hét það bara stríðni.  En það var ekki stíðnin sem mér fannst verst heldur það að vera alltaf skilin útundan aldrei boðin í afmæli eða að vera með í saumaklúbb né neitt þannig og engin vildi vera með mér í hóp.

Fyrir tveim árum var svona reunion í skólanum og var verið að skoða myndir frá þessum tíma úr afmælum og þess háttar.  Ein stelpan sagði þá en skrítið Hulda það eru engar myndir af þér.  Ég horfði bara á hana og sagði "enda var mér aldrei boðið".  Þá sló þögn á allan hópin og á eftir komu nokkrir og báðust afsökunar á hvernig þau komu fram við mig.  Það fannst mér mjög gott, það var eins og viðurkenning á að það hafði eitthvað átt sér stað, þetta hefði ekki verið mér að kenna.

Gangi þér vel í nýja skólanum.

Hulda P (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:51

88 identicon

Sæl Fríða

Ég er gamall nemandi úr Varmárskóla en það eru meira en 10 ár síðan ég kláraði gaggó. Í minni tíð var einnig einelti í gangi og sama hvað hver segir þá hefur þetta verið við líði í mörg ár (bæði áður en ég var í gaggó og eftir að ég hætti).

Baráttukveðjur

Ein úr Mosó

Ein úr Mosó (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:56

89 identicon

Hæ Hólmfríður,

Ég var akkurat í sama skóla og þú og þó ég hafi nú ekki beint lent í eintelti sjálf, þá veit ég um marga krakka í mínum árgangi sem lenntu í því. Þó maður hafi ekki séð það á þeim tíma þá er maður að frétta af því héðan og þaðan núna í dag!

Einelti getur verið erfitt að uppræta sérstaklega þegar skólastjóri tekur ekki þátt og þegar foreldrar barnanna sem eru að leggja í einelti eru að vinna sem kennarar í skólanum.. 

En ég veit nákvæmlega hvaða stúlkur þú ert að tala um. Og hef nú ekki heyrt marga fallega hluti um þessa krakka.

En ég vil segja þér að ég er mjög stolt af þér fyrir að hafa sýnt það hugrekki að koma fram með þetta og segja frá, því þetta er eitthvað sem þú átt enganvegin að skammast þín fyrir, heldur eiga stelpurnar sem gerðu þetta að skammast sín.

Og jú, skólastjórinn ætti að íhuga að segja af sér.. þetta er til skammar, kennarinn sem er foreldri tvíburanna ætti líka að íhuga mál sitt.. því hún hlustaði bara á hliðina sem börnin sín höfðu að segja, hún átti að hlusta á allar hliðar málsins!

Takk fyrir að vera dugleg að blogga um þetta! Ég hef vistað linkinn og mun kíkja hingað inn reglulega:)

Anna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 17:09

90 identicon

Frábært hjá þér að koma fram og tala um þetta! Það á eftir að hjálpa mörgum sem hafa lent í því sama - og það eru ótrúlega margir.

Mundu bara að þú ert miklu betri manneskja en gerendurnir!  Þeir gera lítið úr öðrum til að upphefja sjálfa sig. Gerendurnir og vinir þeirra bregðast líka alltaf illa við þegar þeir eru sakaðir um einelti (af skólastjóra, kennurum) og vilja ekki viðurkenna að slíkt hafi átt sér stað.

Ég hef sjálf lent í einelti en lifi mjög hamingjusömu lífi í dag.  Það átt þú eftir að gera líka, þú ert góð manneskja, klár og dugleg. 

Anna

Anna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 17:11

91 identicon

Anna, foreldrar stelpnanna eru ekki kennarar við skólann. Það er mamma Fríðu sem er kennari við skólann.

Vildi bara leiðrétta það..

...... (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 17:23

92 identicon

Sæl Hólmfríður..

þú ert svo hugrökk að þora að skrifa um eineltið sem þú hefur farið í gegnum, ég er búin að lesa kommentin hér og það eru sumir sem eru að segja sínar hliðar á þessu og það er líka ok.. en ekki láta þaug ráðskast með þig.. svona upplifðir þú þettað og besta leiðin til að komast yfir þettað er að segja sína eigin reinslu.. ég veit hvernig þettað er, ég var lögð í einelti alla mína skólagöngu í 10 ár og það eina sem fær mann að líða betur er að tala um það og segja hvernig ÞÚ upplifðir allt..

halltu áfram að vera svona sterk, og halltu áfram að segja frá því hvernig þú upplifðir þín ár..

Bestu kveðjur 

Margrét (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:01

93 identicon

Langar bara að benda á eitt, svona áður en fólk skellir meira skítkasti á stjórnendur Varmárskóla (Gaggó). Það er mjög stutt síðan að nýjir skólastjórnendur tóku við, þær sem stjórna núna beita sér að því að minnka ofbeldi og laga. Í öllum skólum þekkjast þessi vandamál, en það þarf líka tíma til að laga þau.

Bara svona til að verja þær því þær eru að gera mjög gott starf þarna í dag.

Sigrún (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:19

94 identicon

sæl Hólmfríður

endilega haltu áfram þínu striki!!! Lenti sjálf í einelti í þessum skóla á sínum tíma og bræður mínir einnig. Ekkert virtist vera gert í þessu og þetta versnaði bara með árunum. Mosfellsbærinn er ekkert annað en "fínt" gettó og stundum hafði maður á tilfinningunni að foreldrar barnanna sem stríddu gerðu bara illt verra. Fluttum loksins annað og bræður mínir fóru í annan skóla þar sem þeir blómstra í dag og ég fór í menntaskóla, allt annað líf =) 

það er allveg rétt að það virtist ekki mikið vera gert í þessum skóla til þess að sporna við einelt, og mér þykir leitt að heyra að sömu sögu má segja enn þann dag í dag ( tek það samt fram að auðvitað voru nokkrir kennarar sem reyndu sitt besta til að hjálpa, en það vantaði þetta sameiginlega átak.) 

Bendi foreldrum barna sem eru í Varmárskóla og lenda í einelti að flytja annað, því að því lengur sem beðið er og vonað að allt muni lagast því lengur eru börnin að jafna sig og sum jafna sig aldrei. Einelti skilur eftir sig stórt ör.

haltu áfram að skrifa um reynslu þína og deila henni með öðrum, það hjálpar bæði þér og hvetur aðra til að gera það sama.

sæl að sinni. 

fyrrverandi nemandi í Varmárskóla (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:30

95 identicon

hæ hólmfríður

til hamingju með sjálfa þig. mundu bara alltaf, að allstaðar er til fólk sem skilur ekki hvað einelti er og hvernig fólk er lagt í einelti. líka það, sem mér finnst meira áríðandi, er að þeir sem vita upp á sig skömmina að einu eða öðru leiti (gerendur, hvatningamenn eða áhorfendur) eiga eftir að verja sig og sína með kjafti og klóm. það sem fólk skilur ekki er að upplifunin er þolandans og engra annarra.

ég vona að allt gangi vel hjá þér - bestu kveðjur dóra

(ps ég átti frænku sem hét hólmfríður, hún var líka duglegri en gengur og gerist)

dóra (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:43

96 identicon

Sæl Hólmfríður.

Þú ert sönn hetja. Það sýnir hvað þú ert sterk manneskja að losa þig undan þeim hræðilega hlut sem einelti er og ganga út. Og það að þú skrifir hér um reynslu þína er eitthvað sem ég dáist að. Það verður að vekja athygli á einelti. Ég er 4 árum eldri en þú, lenti blessunarlega aldrei í einelti sjálf en varð vitni að því í grunnskólanum mínum og sá hvernig kennararnir brugðust misvel við því.

Þó að þú hafir gengið í gegnum hræðilega hluti þá ertu greinilega sterk og ég hef fulla trú á þér. Ég veit að þú átt eftir að lifa góðu lífi.

Þú ert mér innblástur og ég dáist að þér.

Ung stúlka (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:51

97 identicon

Sæl Hólmfríður..  Ég þekki þig ekki neitt en sá frétt um þig, eins og margir aðrir á mbl og er nú búin að sytja í örugglega klukkutíma og lesa bloggið þitt og kommentin. Ég ætlaði nú ekki að þora að kommenta en ég bara verð...

Í fyrsta lagi finnst mér þú vera algjör HETJA eins og greinilega fleirum.. Ég hef sjálf upplifað einelti og ég hefði ALDREI þorað að koma svona fram með það opinberlega eins og þú ert að gera.. ég varla þori að kommenta hér undir nafni.

Ég kem úr litlu bæjarfélagi út á landi og upplifði einelt frá miðjum grunnskóla og fram í 10. bekk. Ég gat ekki skipt um skóla þar sem aðeins var einn skóli í þessu bæjarfélagi og allir þekktu alla. Ég var hins vegar heppin og átti góða vini í Reykjavík sem ég heimsótti eins oft og ég gat og þegar ekki var skóli t.d. á sumrin sótti ég í þann félagsskap. 

Meðan ég var að lesa þetta hjá þér hugsaði ég mikið til baka... bar þína reynslu saman við mína og margar minningar komu upp.. ég get hins vegar ekki bent á neina forsprakka eða aðalgerendur í mínu máli heldur var þetta bara svona almen höfunun sem ég varð fyrir og  auk þess var öll fjölskyldan mín mikið á milli tannanna á fólki í bænum..... 

En það sem ég vildi segja er að ég hef séð að hér eru komment frá gerendum og öðrum úr skólanum sem sumir virðast sárir og jafnvel reiðir yfir þessarri umfjöllun þinni og vilja ekki kannast við að þetta hafi verið eins og þú lýsir því. En af fenginni reynslu vil ég segja eins og einhver benti á hérna að ofan að ÞÚ upplifðir þetta sem einelti og ÞÉR leið illa og það er nóg til að þetta kallist einelti, það er það sem skiptir máli. Ég held hins vegar að ef til vill sé ekki víst að gerendurnir geri sér grein fyrir því hvað þeir voru í raun að gera þar sem svona andlegt einelti er svo falið og eins og bent hefur verið á er oft erfitt að skilgreina það þar sem þetta er ekki endilega einhver ákveðin gjörð heldur meira bara höfnun sem viðkomandi upplifir.

Ég held t.d. að ef ég myndi tala um það við fyrrverandi skólasystkini mín að ég hafi lent í einelti í gamla grunnskólanum mínum myndu þau segja.. ha.. einelti.. en við gerðum þér aldrei neitt.. ég er ekki viss um að í dag.. svona mörgum árum seinna.. myndu þau endielga gera sér grein fyrir því hvað var í gangi.. ekki frekar en þau gerðu sér grein fyrir því meðan á því stóð.. 

Ég fór líka á reunion fyrir stuttu og þar kom glökkt í ljós hvað hlutirnir hafa ekki breyst.. þeir sem réðu lögum og lofum í árgangnum fyrir 10 árum síðan gera það ennþá þegar sami hópur kemur aftur saman.. en það er hins vegar ekki endilega þetta fólk sem er best statt í lífinu í dag.. þvert á móti virðist vera að hinir.. sem ekki fittuðu inn í grunnskóla séu að blómstra í dag :)

annað vil ég segja við þig sem hjálpaði mér mikið... ég var ekki eins dugleg og þú að taka á málunum strax í byrjun og nokkur ár liðu áður en ég tók á málunum og þeirri minnimáttarkennd sem skapaðist hafði hjá mér vegna reynslu minnar. ÉG fór að hitta sálfræðing til að fá hjálp við að vinna úr þessari reynslu og hann benti mér á allt það sem ég hafi áorkað þrátt fyrir þessa reynslu, ég lenti ekki í slæmum félagsskap sem hefði svo auðveldlega geta verið leið út fyrir mig, ég stóð fast á mínu og fór í menntaskóla og seinna háskóla og gekk rosalega vel.... hann bað mig að stíga aðeins út fyrir sjálfan mig og horfa á þessa 15 ára stelpu sem leið illa og sjá í henni styrkin en ekki það sem var að.. þann styrk sem þurfti til að standa fast á sínu þrátt fyrir allt sem á undan hafði dunið.. þessi myndlíking hjálpaði mér mikið til þess að sjá hlutina í öðru ljósi nýta þessa reynslu á jákvæðan hátt..

Þú ert sterkust að þora að koma svona opinberlega fram undir nafni og segja sögu þína.. þetta er styrkur sem ég er viss um að mun koma þér langt .. þú munt geta nýtt hann til að gera frábæra hluti í lífinu.. haltu vel utan um þennan styrk sem þú hefur og vertu þakklát fyrir það góða í lífinu og þá yndislegu einstaklinga sem þú greinilega átt að.. 

 ég vona að þessi orð mín geti gefið þér einhverja von og þú ert duglegust að þora og geta tekið á þessu svona snemma.... þú mátt vita það að það eru endalaust mikið af fólki sem stendur með þér og hefur upplifað það sama og þú.. því þetta er.. því miður allt of algengt.. 

með baráttukveðju og STÓRU KNÚSI

Önnur Ína

Önnur Ína (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:51

98 identicon

Blessuð Hólmfríður

Mikið fynnst mér það gott þegar einhver stendur upp og segir hingað og ekki lengra og hefur það þor sem til þarf, alveg frábært

Ég er sko pabbi sem á líka stelpu ( sem er að verða bráðum 25 ára ) eins og þig og ég vissi að hún yrði fyrir einelti, en hún vildi aldrei segja mér hver væri gerandin. Þetta gekk í mörg ár og allt þetta harkaði hún af sér. Fyrir einstaka tilviljun komst ég að því hver viðkomandi var og skal alveg viðurkenna að ég skelfdi viðkomandi svo verulega að viðkomandi hætti öllu þessi atferli sínu og dóttir mín varð laus undan þessu hálfgerðu þrælahaldi. Ég átti svo von á því áð fá foreldra viðkomandi yfir mig, ausa yfir mig skömmum og öllu, en það hefur aldrei skéð, þannig að ég held að viðkomandi hafi gert sér grein fyrir alvarleika málsins og aldrei klagað mig fyrir foreldrum sínum.

Ég lit svo á að það sé hlutverk okkar foreldranna að vernda börnin okkar og gera þeim lífið svo bærilegt sem kostur er, en það er samt ekki alltaf auðvelt, sérstaklega ef maður fær ekki í hendur réttar upplýsingar. Dóttir mín neitaði alltaf að tjá sig um þetta, en ég gafst ekkert upp og á endanum fann ég gerandan, en það tók nokkur ár. Þegar þessari áþján var lokið sko bara brilleraði hún og var dux í 10 bekk.

Burt séð frá öllu því sem þú hefur orðið fyrir, þá mundu að það að standa upp og segja frá, vera hreinskilin, takast á við vandamálið mun að lokum skila þér miklu. Sko ég myndi ráða svona manneskju í vinnu, manneskju með bein í nefinu, ég elska svoleiðis fólk.

Þú átt stórt hrós skilið og fjölda kossa, vertu samt bara þú og ég óska þér alls hins besta, ég veit að þú munt eiga glæsta framtíð

Kveðja frá ( gömlum ) pappa sem lét sér ant um dóttir sína. Suggs

Suggs (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:54

99 identicon

hæ mér finnst flott hja þér að blogga um þetta. það hefði mér ekki dottið í hug á sínum tíma. ég var lögð í einelti frá 3 bekk og allvega uppi 10 bekk í varmárskóla í mosó. skelfilegur skóli hvað einelti varðar. ég kom fram í sjónvarpsþætti örlagadeginum með sirrý á stöð 2 i fyrra sumar og ræddi þetta þar. og ég kom líka í viku blaðinu á svipuðum tíma, aðeins á eftir. þannig er að ég fæddist með ekkert bein í nefinu og þurfti að gangast undir margar aðgerðir á höfði fyrstu 8 ár ævi minnar. og er með ör í framan sem er buið að laga mjög vel sest ekki eins mikið og það gerði þegar ég var yngri. mér leið mjög illa í skólanum og hætti að mæta á timabili. en mer finnst allveg frábært að það verði rætt meira um einelti þetta er skelfilegt að þurfa að þola þetta rugl sem barn og bara yfir höfuð. þetta á bara ekki að vera til í þessu litla þjóðfélagi. gangi þér ótrúlega vel að vinnu úr þínum vondu minningum.:)

guðný soffía (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:13

100 identicon

Vá, ég gat bara ekki stillt mig yfir því að kommenta á þetta blogg! Ég get ekki sagt annað elsku stelpa, að ég sé viiirkilega ánægð með því að hafa farið í sjónvarpið og opnað þig! Þetta er svo virkilega gott hjá þér að opna þig og þetta er líka svo rosalega gott á þá sem höguðu sér svona illa !!!

Þunglyndi. (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:17

101 identicon

Vá... e´g er svo sammála síðasta.

Ég er virkilega ánægð með að hafa horft á sjónvarpið og séð þig vera í viðtali þar.

Þú ert hetja hvort sem þér líkar það betur eða verr

Þú ert rosa sæt og krúttleg stelpa.

 Og vonandi líður þér vel...

Sara (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:21

102 identicon

Þekki sjálf svona upplifanir úr skóla þar sem alltaf var kosið í hópa í leikfimi. Ég var alltaf súkkulaðikleinan sem mætti afgangi og var aldrei kosin í lið. Vona að sú aðferð sé löngu útdauð í grunnskólanum.

 Frábært blogg og nauðsynleg umræða! Er ánægð með þig :)

Heiða (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:22

103 identicon

Fallega, klára, hugrakka, vel gefna stúlka. Þvílík útgeislun. Það þarf kjark og þor að koma fram í sjónvarpi alveg sama hvað málefnið er, tala nú ekki um í svona tilviki. Haltu áfram á sömu braut!!

Sjónvarpsáhorfandi (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:23

104 identicon

Ég var einmitt að horfa á þig í sjónvarpinu áðan ! þú ert æðisleg! skil nú bara ekki þessar stelpur að leggja þig í einelti ... en svona eru stelpur grimmar. ég veit algjörlega hvað þú ert að fara. Ég er líka í 10.bekk . og hef verið lögð í einelt frá 1.bekk upp að 8.bekk og hef lent i flest öllu sem þú segir frá á síðunni. óska þér alls hins besta <3

lexa.

Lexa Karen (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:29

105 identicon

Sæl Hólmfríður,

Þú átt eftir að ná langt !

Finn það á mér!

Kannski bankastjóri ???

Ég dáist að þér

Ég varð ekki fyrir einelti en ég veit mun á réttu og röngu

gangi þér vel,

kv,

Raggi

Raggi (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:30

106 identicon

Vá.. var að enda við horfa á innlegið um þig í Ísland í dag. Þvílíkt hugrekki sem þú sýndir með því að koma svona fram og segja frá þessu. Var sjálfur það heppin að lenta aldrei í einelti en hef þó orðið vitni að slíku. Get meira segja skilgreint mig sem svona 3ja aðila í eineltis máli þegar ég var í barnaskóla, þ.e. ég tók ekki beint þátt í eineltinu. Varð bara vitni af því og gerði ekkert í því og sé að sjálfsögðu mikið eftir því enn þann dag í dag. Það sem þú ert að gera núna er gífurlega mikilvægt fyrir alla sem verða fyrir einelti, hvort sem það er nú í dag eða í framtíðinni. Takk fyrir að sýna þetta hugrekki og skýra mál þitt fyrir framan þjóðina! 

Þú ert algjör hetja!  

Róbert Blanco (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:30

107 identicon

Sæl vertu..

Mikið ofboðslega fer þetta fyrir brjóstið á mér...

Ég lenti líka í einelti þegar ég var yngri. Nú er ég ekki að segja að það hafi verið alveg eins og þitt eða neitt þannig, en ég er bara að segja þér þetta því að ég vil alveg endilega tala betur við þig um þetta. Ég veit bara af minni reynslu að það er svo mikils virði að tala við aðra sem að geta kannski skilið mann. Ég er alltaf eitthvað á netinu svo að endilega sendu mér línu, hvort sem að þú vilt mína aðstoð eða ekki.

En endilega hafðu samband, ég býð eftir e-maili frá þér.

kv Elín Birna :)

Elín Birna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:30

108 identicon

Sæl :)

Ég vildi bara skrifa hérna að segja þér hvað ég dáist að þér!

Ég er einu ári eldri en þú og var lögð í einelti í 5 ár með hléum eftir að ég kom ný í skólann. Ég vildi oft ekki mæta í skólann og stelpurnar sem voru "forsprakkarnir" fengu oft hina í bekknum með sér í að niðurlægja mig, sögðu oftar en einusinni að þau ætluðu "halda partý" þegar ég myndi deyja eða hætta í bekknum, gerðu grín að fötunum mínu, hárinu mínu, nestinu mínu og bara hverju sem þær gátu.
Skólastjórnin, námsráðgjafar og kennarar tóku mjög illa á þessu, því gerendurnir settu bara upp spari-svipinn og þóttust vera ógurlega leiðar yfir þessu öllu saman, en byrjuðu strax aftur að hamast í mér daginn eftir. Ég skil ekki hvernig fullorðið fólk getur látið svona líðast í mörg ár!

Eineltið snarhætti eftir að við komumst upp í unglingadeildin og gerendurnir fóru í aðra bekki. Lífið varð allt annað og mér leið miklu betur :)

Ég dáist að þér fyrir að hafa kjark til að tala svona opinskátt um þetta, þú ert hetja vinkona!! Það er frábært að þér líður betur eftir að hafa skipt um skóla! :)

Haltu áfram að hjálpa öðrum og vera svona hugrökk! Þú ert æði! :]
Allt það besta til þín, get ekki lýst því hvað ég dáist af þér, þú ert þroskuð og frábær. Þú átt bjarta framtíð fyrir þér :)

Ein sem dáist að þér! (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:36

109 Smámynd: Abigail Stock

Ég var líka í Varmá, þannig ég skil þig. Ekkert sem er gert við mann tóku kennararnir alvarlega og vildu heldur að maður þagði um það og bara að einbeita sér að námi.

Ekki tala um það að maður þorði ekki að sofna í skólaferðalögum úr hræðslu að það yrði krotað á mann, ó nei, helst ekki. Og alls ekki að maður hataði sjálfann sig svo mikið að sex árum seinna er maður ennþá mað sama litla sjálfstraustið og kærastinn að gefast upp.

Einni plúsinn er að maður finnur sína styrkleika og þrautseygju. Þú munt aldrei gleyma þessu en þú munt verða 100 sinnum sterkari við þetta allt saman. Treystu mér

 Abi Stock

Abigail Stock, 16.1.2009 kl. 19:38

110 identicon

hæhæ.. flott síða hjá þér,

ég var í varmárskóla og þykir leitt að heyra þetta að skólinn minn hafi ekki tekið nógu vel á þínum málum.

ég lenti í erfiðleikum í 10.bekk og þar bjargaði aðstoðarskólastjórinn mér alveg og ég fékk stuðning frá starfsfólki.

Ég vona að þér líði vel í nýja skólanum og hugsir ekki slæmt til allra í varmá, því það er gott fólk inni á milli. =)

Haltu áfram nafna mín.

Nafna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:42

111 identicon

Blessuð og sæl "hugrakka" stelpa

Ég lenti illa í því í grunnskóla en skipti um skóla í 4 bekk, og var mjög vel tekið í nýja skólanum. nú er ég fullorðin kona og á enn marga vini úr "nýja" skólanum...  og það sem er enn betra er að þær stúlkur sem voru hvað grimmastar við mig í "gamla" skólanum eru ágætis vinkonu mínar í dag og ég held að þeim líði verr en mér yfir þessu.  

Stattu þig þú er miklu meiri og betri manneskja en þeir sem þurfa að níðast á öðrum og gera lítið úr þeim.  

Ég segi við mín börn "sá sem er að hrekkja þig eða gera lítið úr þér, er öfundsjúkur út í þig, vegna þess að þú þorir !!!

STATTU ÞIG STELPA 

kveðja Helga 

Helga (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:53

112 identicon

Sæl Fríða!
Ég bara verð að segja að mér finnst þú rosalega hugrökk að koma fram og segja sögu þína!
Ég sá þig í Íslandi í dag nú í kvöld og fór beint inn á síðuna og las hana alla eftir þáttinn...
Reynsla þín er hörmuleg og ég vona að þú náir að vinna þig út úr henni og að þunglyndið verði ekki þinn fylgifiskur nema í skamman tíma :)

Baráttan gegn hinu ógeðfellda og ógeðslega einelti er erfið og það eru margir sem snúa blinda auganu að því, þar á meðal greinilega skólayfirvöld þess grunnskóla sem þú dvaldir lengstum í við nám, en sem betur fer er til fólk eins og þú sem rís upp á móti ógeðinu og lætur í sér heyra... það hjálpar þér og mörgum öðrum í baráttunni... GANGI ÞÉR VEL OG GUÐ VERI MEÐ ÞÉR :) 

Sigríður Inga Björnsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:55

113 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sæl Hólmfríður, ég kynntist einelti vegna einkunna í Danmörku, en þar jafnt sem hér á Íslandi hefur verið reynt að taka á því!

Hef ekki kynnst einelti á Íslandi (þótt ég sé "útlensk" og hafi haft góðar einkunnir?")

Einelti er greinilega mjög flókið ferli og það ber ekki að afgreiða sem "lélegur" eða "góður" að læra?

Ég var góð að læra og af erlendum bergi brotin, en lenti aldrei í einelti?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.1.2009 kl. 20:01

114 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þú ert samt hetja!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.1.2009 kl. 20:02

115 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Líst vel á þig, flott að koma fram og gefa öðrum þolendum eineltis von, von um að koma líka fram og tjá sig. Þú varst fín í Íslandi í dag, til hamingju með það! Ég er svolítið miður mín yfir samskiptum við skólastjórann þinn, og hlýtur hann að biðja þig afsökunar á þessum viðbrögðum.  Ég var að blogga svolítið um þetta á mínu bloggi og gef þér einnig hrós þar.

Gangi þér vel - ég myndi í þínum sporum einmitt nýta mér þessa lífsreynslu til að hjálpa öðrum sem lenda í svipuðum sporum. Þú ert að gera það með því að koma fram og segja sögu þína!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.1.2009 kl. 20:03

116 identicon

sæl Hólmfríður

ótrúlega stolt af þér að tala um þína reynslu. ég lenti sjálf í einelti þegar ég var í skóla. þegar ég var í 5.bekk þá flutti ég úr sveit þar sem ég var í 30 manna skóla og vorum við tvær stöllur saman í bekk, þar voru allir vinir og allir léku sér saman og pössuðu upp á hvern annan. En í fimmta bekk flutti ég í þorp sem er rétt hjá sveitinni sem ég bjó í og fór þar í mun stærri skóla, bekkurinn sem ég var í var jafn stór og allur skólinn sem ég hafði verið í áður. ég samlagaðist voða illa til að byrja með og reyndu samt krakkarnir í bekknum að hjálpa mér og taka mér vel. En ég var voða "sveitó" og fannst eldri krökkunum það ferlega ókúl. Ég hafði fengið lopapeysu að gjöf sem mér fannst æðisleg og fór ég í henni í skólann og lennti fyrir aðkasti vegna þess, Enn í dag er lopapeysa í tísku. ég lennti í því að drengur sem bjó rétt hjá mér gerði í því að ganga á eftir mér heim úr skólanum og kalla fúkyrði að mér, henda snjóboltum í mig og gerði það einu sinni að sparka í mig þannig að sást á mér. þá tók nágranni minn það að sér að ganga með mér heim, yndislegur strákur sem var ári eldri en ég og hjálpaði mér rosalega mikið. En svo fluttum við í annað hús og versnuðu þá málin því sá hluti þorpssins sem við fluttum í var fjölmennarri og bjuggu þar fleiri krakkar. í húsinu við hliðina á mér bjó strákur sem var nokkrum árum yngri en ég og fóru hann og vinir hans að ganga á eftir mér heim og kasta í mig snjóboltum.... sagan fór að endurtaka sig nema núna var það nágranni minn sem gerði það og ég hafði ekki lengur gamla góða nágranna minn sem hafði bjargað mér á sínum tíma.

þetta gékk svona allan veturinn en kennarar og skólastjórnendur stóðu sig ágætlega við að sinna þessu.

þetta gékk svo langt að þessi nágranni og hans vinir voru farnir að leggja húsið okkar í einelti og alla í fjölskyldu minni. grýta í glugga, bæði snjó og grjóti. hringja og vera með leiðindi. Ég vildi helst ekki orðið fara í skólann eða út úr húsi

en þetta lagaðist með tímanum þegar þessir vinir þarna hættu og foreldrar þeirra fóru viðurkenndu lokssins þeirra aðild.... þeir viðurkenndu það samt ekki fyrr en mamma hringdi í nágranna okkar og sagði henni að sonur hennar og vinir hans væru í garðinum hjá þeim að kasta snjóboltum í gluggana hjá okkur. þá sá konan það með eigin augum.

síðasta árið í skólanum var reyndar ágætt en bara þetta smá einelti sem ég varð fyrir varð til þess að ég lokaðist og hef alltaf átt erfitt með að samlagast fólki og eignast vini. ég á nokkra góða vini sem eru þó nokkru eldri en ég og svo eignaðist ég rosalega góða vini þegar ég byrjaði í háskólanum.

þetta er orðin rosaleg athugasemd hjá mér en veistu mér líður rosalega vel að hafa sagt þetta því þetta er í fyrsta skipti sem ég segi frá þessi ef frá er talið við mömmu og skólasálfræðing. þú hefur hvetjandi áhrif á fólk sem hefur lent í þessu og það er frábært

Gangi þér rosalega vel í lífinu og mundu bara að þú átt allt lífið framundan og ég er alveg viss um að þú átt eftir að brillera í því sem þú tekur þér fyrir hendur

 Kv Sigurbjörg

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:17

117 identicon

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA

DJÖFLL ERTU LJÓT (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:19

118 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hæ Hólmfríður!

Mér finnst alveg magnað hvað þú ert sterk og það þarf mikið sjálfstraust til að geta birt svona á netinu. Mér finnst að einelti eigi ekki að líðast, gerendur oft átta sig ekki á því sjálfir hvað það er erfitt fyrir þolandann.

Ég er ótrúlega stolt af þér að geta gert þetta sjálf!

Áfram þú!!!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.1.2009 kl. 20:25

119 identicon

Flott hjá þér að blogga um þetta og greinilega einhver vanþroska með minnimáttarkennd hérna aðeins ofar miðað við þessa "fyndnu" athugasemd.  Hann hlýtur að hafa kynnst einelti og komið mjög illa út úr því.  En þú ert greinilega vel sköpuð og tekur flott á málunum.

Örvar (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:30

120 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Örvar og hinir sem skrifIÐ undir "no name" eða "halfu nafni" ....verið svo væn að taka mark á þeim sem eru einlægir og skrifa undir FLLU NAFNI!??

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.1.2009 kl. 20:34

121 identicon

Ég vildi bara hrósa þér Hólmfríður fyrir það hvernig þér tekst að vinna úr því sem þú hefur gengið í gegnum. Ég hafði ekki nokkra hugmynd um að þetta einelti ætti sér stað þegar ég var í skólanum. Sá þig bara í sjónvarpinu áðan og var ekkert lítið hissa!

Gangi þér vel í Réttarholtsskóla og hafðu það sem best í framtíðinni (: .

-Svanhildur

Svanhildur (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:35

122 identicon

Hææh sætasta mín..ég er óendanlega stolt af þér, vá hvað ég skildi þetta ekki þegar að þú varst að segja mér frá þessuí ensku tímunum í haust(mér þykir það geðveikt leitt að ég skuli ekki hafa ekki hlustað 100% á þig!) Þú ert með hugrakkari manneskjum sem að ég þekki.

 En svo er bara að læra stíft undir íslenskuna(úff, ef að ég mæti ekki á mánudaginn í prófið er ég líklega steinrotuð úr þreytu yfir Málfinni)

Sjáumst sætasta mín..stolt af því að þekkja þig ;)&#39;stoltkall&#39;

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:35

123 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hólmfríður . þú ert stór hetja og gangi þér rosa vel í lífinu...alltaf!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.1.2009 kl. 20:38

124 identicon

Ég var lagður í einelti í barnafangelsi sem kallast Digranesskóli. Ég veit nákvæmlega hvernig það er að heyra ráðleggingar frá öðrum, þær virka ekki því ekkert virkar, annað en að flýja. Svo flúðu og þakkaðu fyrir að geta það. Þú munt aldrei líta til baka og hugsa með þér að réttlætinu hafi verið þjónað því það er ekkert réttlæti á meðal barna.

Losaðu þig við þá hugmynd að þú þurfir samþykki eða umburðarlyndi jafningja þinna. Lærðu að hætta að afsaka þína eigin tilvist. Ekki halda að þú þurfir leyfi til að gera það sem þér sýnist. Landslög þýða ekkert nema því fólk fer eftir þeim, og niðurlæging er einungis sársaukafull þegar þú sjálf viðurkennir hana. Taktu hatur þitt á sjálfri þér og beindu því þangað sem það á heima, með hefndum ef til þarf. Ekki hafa fyrir því að sannfæra heiminn um þitt eigið ágæti því þú ert ekki það sem aðrir segja og gera, né ertu skyldug til að viðurkenna samfélagið sem þú býrð við, nema þá vegna þess að þú viljir það sjálf.

Þú munt komast yfir þetta, eina spurningin er hversu mikinn tíma það tekur en vittu að það tekur mörg ár. Og þegar það gerist mun ekkert geta hrætt þig lengur. Sterkar sálir eru þaktar örum.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:48

125 identicon

váá... hvad þú ert dugleg að hafa komist i gegnum þetta ! og það er of satt að skólarnir taka einelti ekki of alvarlega !

ég sendi þér alla baráttukvedju sem eg hef

kv. Tara

Tara ókunnug ! (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:52

126 identicon

hæhæ, ótrúlega frábært að sjá að þú gast skipt um skóla og ert að vinna í þínum málum. Veit ekki hvort þú veist af þessari síðu en hún er um einelti, þar eru sögur og ýmis fróðleikur: http://lidsmennjerico.wordpress.com/

Það að vinna sig uppúr svona lífsreynslu er miklu meira mál en margir halda og ég vona að þér gangi vel í framtíðinni.

Knús:)

Bylgja (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 21:07

127 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...EINELTI ER GREINILEGA MJÖG FLÓKIÐ FERLI!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.1.2009 kl. 21:08

128 identicon

 Sæl Hólmfríður

 Vildi bara hvetja þig áfram líkt og hinir hér að ofan. Þú ert flott stelpa!

Gangi þér vel.

og Ingi Þór (skrifar undir nafninu "DJÖFULL ERTU LJÓT") vonandi lenda börnin þín aldrei í einelti því ekki sé ég að þú gætir verið til staðar ef það myndi gerast! (ég fór inn á myspace-ið hans með því að smella á undirskriftina)

Ragna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 21:11

129 identicon

Thad er viljinn sem skiptir mali!!! thu ert stjarna.... ekki gleyma thvi! Thitt alit, thinar skodanir og thin lidan numer eitt tvo og thrju!!

Innilegt knus!!!

Anton (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 21:21

130 identicon

Takk fyrir að stíga fram og segja frá þinni reynslu. Það þarf mikið þor til þess og sérstaklega ef maður er bara 15 ára. Það var stuðningshópur starfræktur um nokkurt skeið fyrir þolendur eineltis. Hann vann út frá 12 spora kerfinu, en einnig var rætt um þessa reynslu. Ég er ekki viss hvort hann er ennþá í gangi, en þarf að tékka á því. Það mikilvægasta er að standa með sjálfum sér í lífinu. En einnig er gott að opna sig og segja frá sinni reynslu, því annars er hætta á að reiðin byrgist inni. En takk fyrir að stíga fram með þetta.

Kær kveðja, Hallvarður

Hallvarður Ásgeirsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 21:24

131 identicon

þetta er alveg ótrúlegt að lesa þetta. ég verð að viðurkenna að ég vissi að einelti væri enn í gangi, ég held að þetta sé fyrirbæri sem verður mjög líklegast alltaf í gangi (alla vega finnst mér það) en ég hélt alltaf að það sem ég hafði lent í væri bara alls ekki við líði í dag en greinilega er það enn í gangi.

Mér finnst þú einstaklega hugrökk og ég er alveg ótrúlega stolt af þér að þora að koma svona fram með þetta og vinna úr þínum málum. ég þurfti að gera þetta allt á eigin spítur eftir að vera 13 + ár í einelti. ég var bara með mín vandamál sem var erfitt að vinna úr og var mjög óheppin með kennara. þetta var þarna þegar einelti var rétt að koma fram í opnum umræðum og ég fékk alltaf að heyra að þetta væri bara því að strákarnir væru skotnir í mér og ég át það upp eins og nammi en þegar stelpurnar voru farnar að gera eitthvað líka var erfiðara fyrir kenarann til að þagga niður í mér og mínu "klagi". ekki bara ég lenti illa í þessu líka þetta kom fyrir alla fjölskylduna með félagsþjónustuna og barnavernarnefnd í fararbroddi. það er ótrúlegt hvað þetta fólk trúir miklu sem 8-9 ára smá stelpur ljúga um.

 þetta elti mig alveg út í framhaldsskóla og ég hélt að ég myndi aldrei ná mér upp úr þessu og sá bara eina von og hún lá í gröfinni, það eina sem hélt mér hérna var að ég er eina barnið hennar mömmu og ég vissi að hún myndi ekki lifa fráfall mitt af.

eftir mörg mistök eins og að byrja að djamma og reykja ALLT of ung, vera í kúgaðari sambúð og hafa blandað mér í slæman félagsskap (+ meira) þá stend ég enn hérna sem heilsteipt manneskja, 26 ára með lítinn 2ja ára gullmola. ég á ekki marga vini ef ég segi eins og er og geri ekki mikið nema það sé með litla gullmolanum mínum. en ég á mömmu mína sem er líklegast besta vinkona mín og stjúp pabbi minn sem ég kalla bara pabba sem er ótrúlegt stoð í mínu lífi.

það sem ég er eiginlega að reyna að segja er alveg sama hvað ef að þú ert tilbúinn að vinna í þínum málum og þínum tilfinningum þá er "ljós í enda gangnanna". ég sé ekki eftir neinu þannig séð því að það sem ég hef lent í hefur gert mig að því sem ég er í dag og ég er stolt af sjálfri mér í dag.

 ég vil enda þetta á því mottói sem ég ólst upp við, mamma var vön að segja þetta við mig á hverjum degi bara til að reyna að efla sjálfstraustið mitt.

"Elskaðu sjálfa þig því að þú ert eina vinkona þín, þú ert sú eina sem er alltaf þarna fyrir sjálfa þig"

Kristjana Ósk (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 21:31

132 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

....halló?....er engin að lesa um öll "hin börnin!...sem eru "svo vond"?

sbr:

Langar bara að benda á eitt, svona áður en fólk skellir meira skítkasti á stjórnendur Varmárskóla (Gaggó). Það er mjög stutt síðan að nýjir skólastjórnendur tóku við, þær sem stjórna núna beita sér að því að minnka ofbeldi og laga. Í öllum skólum þekkjast þessi vandamál, en það þarf líka tíma til að laga þau.

Bara svona til að verja þær því þær eru að gera mjög gott starf þarna í dag.

Sigrún (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:19

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.1.2009 kl. 21:33

133 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

öll börn sem verða fyrir einelt eru góð?

öll börn sem verða fyrir að "beita" ein... ERU VOND?

SEM SAGT...FLEST BÖRN OG FLESTIR SKOLAStjórnendur ERU VONDIR? ?

PS; 

Takið eftir spurningamerninu!

Engin að halda neinu fram!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.1.2009 kl. 21:38

134 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

halló????

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.1.2009 kl. 21:38

135 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Fríða  þú hefur orðið fyrir  einelti ...ekki spurning...en ruslið hér , sem þykist vera í þínum sporum er aumkunarvert...sv ekki sé meira sagt!...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.1.2009 kl. 21:40

136 identicon

Hæ HETJA.

Gangi þér sem allra allra best í nýja skólanum. Ég var og er með börn í varmárskóla og get tekið undir með þér að það er illa staðið að þeim nemendum sem lenda í einelti í skólanum. Ég hef reynsluna af því með elsta barnið mitt. Þú ert sannkölluð hetja að standa upp og segja hingað og ekki lengra. Ég hef fulla trú á að þú eigir eftir að ná langt í lífinu fyrst að þú hefur þetta hugrekki og þor til að standa upp og láta í þér heyra.

Guðríður Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 21:42

137 Smámynd: Kittý Sveins

Sæl Fríða.

Stendur þig vel í að koma þessu frá þér.

Óskaði eftir að verða bloggvinur þinn til að geta fylgst með þér.

Með kveðju

Kittý!

Kittý Sveins, 16.1.2009 kl. 21:49

138 Smámynd: Dísa Dóra

Frábært framtak hjá þér og ég vil óska þér til hamingju með hugrekkið að koma opinberlega með söguna þína.

Það er svo sannarlega ávalt þörf á að þeir sem verða fyrir slíkri reynslu komi fram og segi sögu sína því þetta eru því miður mál sem viðgangast í allt of mörgum tilfellum í dag.  Þetta eru einnig mál sem þarf að tala um í stað þess að sópa undir teppi.

Gangi þér vel með þetta - þú ert algjör HETJA!

Dísa Dóra, 16.1.2009 kl. 22:19

139 identicon

hæhæ, vildi bara segja að þú ert ótrúlega dugleg stelpa að geta talað svona opinskátt um þetta. haltu þessu áftam og ekki láta þessi skítköst pirra þig :) .. þú ert greynilega mjög góð stelpa og átt framtíðina fyrir þér !! 

Regina (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 22:31

140 identicon

Sæl

Þú ert hetja að koma fram með sögu þína! Mundu að þú ert einstök manneskja og láttu aldrei, aldrei neinn segja þér annað. Ég kannast við þessa tilfinningu að verða fyrir einelti í barnaskóla.. ég var aldrei vinsæl í skóla þar sem ég þótti ekki nógu "kúl". Ég reykti hvorki reykti né drakk eins og hinir krakkarnir í bekknum þegar við vorum komin upp í eldri bekkina, málaði mig ekki mikið eins og hinar sem mættu stífmálaðar á hverjum morgni og allt fram eftir þessu. Þetta fékk mjög á mig þá og enn þann dag í dag hugsa ég til baka með vissa vanmáttarkennd í huganum. En ég beit á jaxlinn og átti góða að sem stóðu við bakið á mér. Núna er ég eins hamingjusöm og hægt er að vera.. á góða fjölskyldu, mann og barn og góða vini.. tel mig vera mjög ríka! :) Ég segi aftur, þú ert einstaklega hugrökk manneskja og framtíð þín á eftir að vera björt, ég hef enga trú á öðru!

Margrét (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 22:47

141 Smámynd: Dísa Dóra

Tók mér það bessaleyfi að benda fólki á bloggið þitt á mínu bloggi.  Vona að það sé í lagi

Dísa Dóra, 16.1.2009 kl. 22:55

142 identicon

Gott hjá þér. Afburða námsmenn geta lent í einelti bara vegna þess að fólk öfundar það. Fólk er alltof öfundsjúkt og barnalegt. Þú stendur þig mjög vel. Haltu því bara áfram og hlustaðu ekki á þessar neikvæðisraddir.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:01

143 identicon

Sæl Fríða,

Frábært hjá þér að segja frá þinni reynslu,  ég hefði ekki getað þetta á þínum aldri,  það er alveg pottþétt!!  

Mig langaði að benda þér og öllum sem hafa þurft að kljást við einelti á

Liðsmenn Jercio  -->   http://www.jerico.is          

Gangi þér vel!

Albert Valur Albertsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:11

144 identicon

Sæl og blessuð hugrakka stelpa!

Ég er búnað lesa bloggið þittog þú ert YNDISLEG!

Gangi þér sem allra best í framtíðinni og þú ert svo sannarlega gullfalleg stelpa sem átt bjarta framtíð fyrir höndum.

Virðing og kærleikur .

Jóhann eskill halldórsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:18

145 identicon

Komdu sæl kæra  Hólmfríður, það þarf dirfsku og þor til að gera það sem þú ert að gera og ég get ekki annað sagt, en þú komst hetjulega fram í sjónvarpinu í gærkvöldi. Ég heiti Jónas Helgi og starfa sem ráðgjafi vegna eineltismála o.fl. ,ég er liðsmaður í nýstofnuðum samtökum sem heita Liðsmenn Jerico, netfang, lidsmennjerico .is á heimasíðu okkar fynnur þú og þeir sem vilja skoða mikinn fróðleik varðandi einelti og lausnir gegn vandanum Markmið samtakanna er að vinna gegn eineltisofbeldi og aðstoða bæði börn og uppkomna eineltisþolendur, ásamt gerendum sem einnig líður illa vegna fyrri athafna sinna, þú getur hringt í ráðgjafa á okkar vegum ef þér finnst þú þurfa að tala við einhvern klikaðu á linkin símanúmer á heimasíðunni með baráttukveðum,Jónas Helgi Eyjólfsson varaformaður Liðsmanna Jerico.

Jónas Helgi Eyjólfsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:22

146 identicon

Vá ég verð nú bara að segja þessum Jonna, nemanda úr 10 bekk og þeim sem eru að halda því fram að hún sé að ljúga að þessu.

Að þeir sem að aldrei hafa lent í því að vera lagðir í einelti eru svo blindir á það að þó svo að þið hefðuð horft uppá þetta þá mynduð þið ekki vita hvað væri að gerast og auðvitað vill enginn segjast hafa verið vitni af þessu því þá yrðu þeir sakaðir um einelti. Einnig ætli þessi blessaði skóli sé bara ekki undir stjórn þessara tvíbura.

Svo hvernig væri bara að hætta að koma með þessi tilgangslausu skítköst okkur langar ekkert að vita um ykkar biturleika við erum hér til að lesa um hana Hólmfríði og hennar raunir ekki ykkar upplifun á þeim.

P.s
Takk kærlega Hómfríður fyrir að deila þessu með okkur kannski fær þetta fólk til að vakna uppúr þessum djúpa svefni sem samfélagið er búið að vera fast í.

Kveðja, Berglind sem þolir ekki einelti

Berglind (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 01:22

147 identicon

vill bara koma því á framfæri að þó þessar sögur kannski snerti marga og allt það þá þarf engan veginn að dæma einn eða neinn í þessu!!......þurfið ekki að hugsa um "pebbles" sem einhverja fávita eða kakkalakka, það sem gerðist gerðist og þurfa þær ekki að þola allt þetta skítkast á sig

ást og kveðja: Gúndi..

BENNI GÚNDI!! (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 03:08

148 identicon

Hæ Hólmfríður,

ég er ein af mörgum sem lásu um bloggið þitt á mbl.is

Ég er úr Mosfellsbæ og var í Varmárskóla í mörg ár. Ég lenti aldrei í einelti í þessum skóla og hef þannig séð ágæta reynslu og góðar minningar. Það eru núna um 6-7 ár síðan ég útskrifaðist þaðan.

EN það er alveg rétt þegar ég hugsa til baka að það voru nokkrir einstaklingar í árgangnum mínum lagðir í mjög alvarlegt einelti! Það var aldrei tekið á því svo ég muni. Ég man eftir því, og ég veit þetta hljómar illa, að það var einhvern vegin eins og allir samþykktu (nemendur og kennarar) að þessir einstaklingar væru bara einfaldlega of skrítnir og asnalegir til að eiga skilið að eiga vini.  Og þetta er alveg HRÆÐILEGT! Ég veit það núna að þetta gerir mig í raun að gerenda og mér líður illa yfir því.   

Ég skil ekki hvað er að! Ég man eftir einu tilviki þar sem kastað var gosdós í strák sem var lagður í einelti í bekknum.  Hann fékk innihaldið í augun og sveið mjög mikið. ÞETTA GERÐIST Í TÍMA.  Ohh ég fæ alveg hnút í magann að hugsa um þetta.

Þú ert mjög hugrökk að koma svona fram, og mér finnst það alveg frábært hjá þér! Ég vona að þú náir að vinna úr þessu og sjáir að þetta var aldrei þér að kenna, heldur sprottið frá minnimáttarkennd gerandanna.

Ég er sannfærð um að þú ert að hjálpa mörgum, og þetta hristir svo sannarlega upp í þjóðinni og fær fólk til að hugsa sinn gang.

 Kær kveðja,

Emelía. 

Emelía Antonsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 04:33

149 identicon

Hólmfríður ég send með þér. Ekki láta þagga niðrí þér, þú ert frábær og mjög hugrökk manneskja. Ég hef ekki lent í einelti sjálf, en ég hef algjöra óbeit á því. Ég vil trúa því að heimurinn geti orðið betri, þú styrkir mína trú með því að opna þig hérna.

Gangi þér vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur:D

Aðdáandi (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 12:55

150 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Hvar eru foreldrar gerendanna?  Hvers vegna sé ég engin innlegg hér frá þeim, þar sem þeir viðurkenna að eitthvað hafi farið úrskeiðis?  Ætla þeir virkilega ekki að taka á þessu máli á mannsæmandi hátt?  Getur verið að þeir ætli að lifa í meðvirkni og standa með sínum börnum, þrátt fyrir þetta allt?  Ef foreldrarnir sem vita nú, hvað börnin þeirra gerðu þessari tilteknu stelpu, ætla ekki að bregðast við núna og taka börnin sín í gegn, þá eiga börnin þeirra ekki gott í vændum.  Gerendurnir munu þá ekki fá tækifæri til að öðlast þroska á réttan hátt og trúa því þá sennilega að þeir hafi gert rétt.  Ég hvet foreldrana til að ræða alvarlega við börnin sín og leita leiða til að koma þeim í einhvers konar ráðgjöf. 

Kennara skólans og skólayfirvöld, hvet ég til að taka gerendurna í þessu máli í dagleg viðtöl og vonast til þess að þessir einstaklingar fái stöðuga eftirfylgni það sem eftir er af grunnskólanum.  Eins vona ég að þessir einstaklingar verði látnir skilja hvað þeir gerðu... en ef við fullorðna fólkið ætlum ekki að standa saman í því að verja fórnarlömb eineltis, í máli sem þessu, þá er illa fyrir okkur þjóðinni komið. 

Afsökunarbeiðni er það minnsta sem fólkið getur sýnt þessari ungu konu.

Emma Vilhjálmsdóttir, 17.1.2009 kl. 13:53

151 identicon

Hæhæ

Ég þekki þig reyndar ekki neitt, en ég heiti Sigga ( 17 ára )og hef verið að lesa öll bloggin þín. Mér finnst þú vera mjög mikil hetja að koma þér úr þessu og allt sjálfstraustið sem maður sér í bloggunum hjá þér og hvað þú ert búin að vinna þig mikið upp:)

Mér finnst algjör synd hinsvegar að þetta léglega fólk sem lagði þig í einelti sem er að commenta hér getur ekki viðurkennt hvað þau gerðu og geta ekki sagt "fyrirgefðu Fríða mín, ég viðurkenni mistök min", í staðinn að koma með kjafta hér og gelgjuköst.

Ég viðurkenni það sjálf að ég lagði eina stelpu í einelti í 4.bekk ( sirka eitt ár), ég var athyglissjúk, svo á endanum áttaði ég mig á því hvað ég gerði rangt. Í dag erum við búnar að vera bestu vinkonur í 7 ár. Við ferðumst saman, hittumst hvern einasta dag og gerum liggur við allt saman. Ég segi mjög oft ennþá fyrirgefðu við hana afþvi þetta var svo endalaust heimskulegt af mér. Ég grét og grét því ég var með svo mikið samviskubit því þessi stelpa gerir engum mein. En ég samt sem áður viðurkenndi mistök min og ákvað að vera frekar ég sjálf í staðinn að gera eitthvað sem myndi hrífa aðra krakka ( t.d. að segja eitthvað ljótt við hana og svo er hópur bakvið að hlægja).

Ég styð þig endalaust mikið þó þú þekkir mig ekkert. Haltu áfram að vera svona sterk einsog þú ert, endilega haltu áfram að blogga, mjög gaman að lesa þetta :)
Já svo vildi ég spurja, ertu í 10 bekk núna í Réttarholtsskóla eða ertu komin í Menntaskóla ? :)

Kv.Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 16:55

152 Smámynd: corvus corax

Hólmfríður er hetja! Skólastjórnendur í Varmárskóla hins vegar óhæfir í starfi og ætti að reka þá úr starfi ...strax!

corvus corax, 17.1.2009 kl. 17:38

153 identicon

sko fólk...  það eru alltaf tvær hliðar af öllum sögum... svo verið ekki að skítkasta fólk sem þið vitið ekkert hver er og vitið ekki hver öll sagan er bakvið hana...!!! ég er mjöög ósátt við það sem fólk er að seigja um vitlaust fólk ! 

james bond (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:44

154 identicon

og svo að það að gagga sitji ekki við hliðiná henni í eðlisfræði afþví hún ætlaði að sitja hjá öðrum, það er ekki fokking einelti... bara djöss kjaftæði,  einelti er margtekinn hlutur, ekki að strákur í 3 bekk, sem btw er ofvirkur lemji hana einu sinni... það er ekki einelti,  einelti er margendurtekinn hlutur.

james bond (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:47

155 identicon

ertu ekki að grínast ???

ertu búin að lesa allt bloggið &#39;james bond&#39; ??
þetta er miklu meira en það sem þú segir að það sé..
það sem gerðist er margendurtekinn hlutur !!
og hver var nokkurntíma að segja að gagga hafi ekki viljað sitja hjá henni í eðlisfræði ??
 ENGINN !!

Ásta (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 22:16

156 identicon

Hææj,  þetta er alveg rosalegt.. það var einu sinni strítt mér svona svakalega af tveim stelpum og ég sagði mömmu frá því og hún sagði kennaranum það.  Kennarinn setti mig eins fjær þeim og hún gat og talaði mikið við þær um þetta.

núna eru 3 ár síðan og ég er í öðrum og mikið betri skóla  og líður vel. 

talaðu við mömmu þína og sem flesta fullorðna sem þú treystir, t.d. kennara, skólaliða, foreldrum, eldri systkinum og skólastjóra

Steinunn (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 22:52

157 Smámynd: Guðrún Ösp

hæ Fríða.

Ég er sonur Guðrunar og ég lenti í einelti líka. Svo flutum við norður og ég er í rosalega góðum skóla sem hjálpaði mér að vera svona hræddur við að eignast vini og fá sjálfstraust.  Fór líka til rosalega góðs sálfræðings sem hjálpaði mér.  takk fyrir að vilja vera vinur minn þegar ég bjó í mosfellsbæ. Mér finnst þú rosalega dugleg að skrifa og koma í sjónvarpinu. þú manst kanski eftir mér. er núna í 7 bekk.  

kv:Elvar Jóhann

Guðrún Ösp, 17.1.2009 kl. 23:09

158 identicon

Halló!?

 Þið sem segið að þetta sé bara djöss kjaftæði! Þekkiði Fríðu? Vitiði hvað hún hefur þurft að ganga í gegnum? Hafið þið verið lögð í einelti? Nei.. hélt ekki!

Og Anna benkovic: MAKE UP YOUR MIND! ertu stolt af henni eða ertu með skítaköst? Esque me cago en dios! Ég er frænka hennar og þekki hana rosalega vel! Þótt hún hafi ekki sagt neitt meðan ég var í heimókn á Íslandi fann ég að eitthvað var að og hef alltaf gert það!

Ég er stoltari af þér en ég er af mér með að kipta um umhverfi þegar ég var ekki sem best! Þú veist að ég styð þig alltaf! Og þú lofar að kaupa bókin mínaef hún kemur út!! hehe!

En í alvöru ef þið eruðmeð skítaköst geymið þau fyrir ykkur! Que el pensamiento no habla!! jajaja ókei sorrí en vissi ekki hvernig átti að segja þetta á Íslensku! Farið bara á babelfish eða eitthvað!! ;)

En já ég hef lent í að hafa marga á móti mér og það er ekki gaman! Trust me! Svo þeir sem eru með skítaköst... A TOMAR POR CULOO!! (BABELFISH:D) ókei fríðaa elskan þú veist að þú getur alltaf hringt í mig og éger alltaf með hugann hjá þér! Ef einhver abbast upp á þig hugsaðu.. "hvað mundi Sessa gera núna?" Og dale una ostia! pero bien dáh! (babelfish) Ókeii sorrí fyrir spænskuna ;)

Stoltastaa frænkaan sem kemur vonandi bráðum að heimsækja ykkur öll!

Elska þig meira en allta sætamíín!! <3

tanaða frænkan á Spánii!! (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 00:19

159 identicon

og mundu! ég verð fimmtán 10 feb! bíð spennt eftir símtaliii :)

tanaða frænkan á Spánii!! (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 00:21

160 identicon

kisses og huggies til þin elskan min..

Tedda í aussie (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 01:56

161 identicon

Vildi bara segja

sumir lenda í vondum skólafélögum. ég man að þegar ég var í 7-8 bekk var ég lögð í einelti frá mjög mörgum í þessum skóla.  meira að segja þær sem ég taldi vera bestu vinkonur mínar. ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað mér leið illa fyrr en ég kom í nýjann hóp sem var í öðrum bekk ég ákvað þá að skipta og leið miklu betur fyrir vikið. en það stóð ekki lengi því að nýji hópurinn byrjaði líka að forðast mig baktala og fleira. það fyrsta sem mér datt í hug var það að þetta væri allt mér að kenna ég væri ljót vond og leiðinleg. en ég er með hreint út sagt FRÁBÆRANN kennara sem hjálpaði mér í gegnum það og nú er hópurinn sem áður forðaðist mig og fleira, orðinn vinir mínir aftur, og án þess að baktala eða vera með leiðindi. En eftir það byrjaði líka það að allir eldri krakkarnir gerðu grín að mér.. í hvert skipti sem ég labbaði ein eða borðaði ein voru eitthverjir að hvíslast um mig eða horfa á mig. þetta er næstum alveg hætt í dag, og bara því ég ákvað að taka ekki mark á þessu, ég átti mína vini og þeir duguðu alveg fyrir mig Takk fyrir ! ég þekki Fríðu og mér þykir alveg ósegjanlega vænt um hana. Hún er góð og yndisleg manneskja.

aðrir eru heppnari. lenda í góðum félagsskap og kynnast ekki einelti..

Líf mitt hefur því verið bæði uppi og niðri en akkúrat á þessum tímapunkti líður mér sem allra best því ég hef einsett mér að hlusta ekki á neitt kjaftæði í öðru fólki, ég er FRÁBÆR og það er Fríða líka..

Og hún á rétt á að segja frá sinni sögu, sem og hinir aðilarnir í málinu að segja sína hlið

En annars eru ekki ALLIR kennarar þarna vondir minn kennari er FRÁBÆR Í ALLA STAÐI og hefur ekkert nema gott gert fyrir okkur

Stattu þiig Fríða ! <3

nemandi Varmárskóla (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 03:55

162 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég tek undir með nemanda í Varmárskóla hér að ofan...og "tanaða frænkan á Spánii!!"...það er von þú spyrjir, en mér finnst Fríða flott og hugrökk.  Finnst bara umræðan svolítið svart/hvít. ...en ekki alltaf sbr. "En annars eru ekki ALLIR kennarar þarna vondir minn kennari er FRÁBÆR Í ALLA STAÐI og hefur ekkert nema gott gert fyrir okkur" til dæmis.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.1.2009 kl. 10:38

163 identicon

okey ég er að verða ekkert smá pirraður!!!

ef þið ætlist til að þið getið lagað hennar líf með því að dissa tvíburana og Pebbles þá er það bara kjaftæði!!!

þið verðið líka að heyra hvað þær og aðstandendur myndu segja um þetta mál en ekki bara dæma útí bláinn....OG EKKERT HELVÍTIS SKÍTKAST!!! ég þekki tvíburana og þær eru bara hinar fínustu manneskjur, allir gera mistök fólk!!!(þó að ég viti ekki einusinni hvað er satt og hvað er ekki)

->Gúndi

BENNI GÚNDI!! (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 15:04

164 identicon

já Gúndi við erum löngu búina ð fatta að þú þekkir tvíburana, en ég skil samt ekki afhverju þú ert eitthvað að lýsa því yfir hérna hvað þú sért að verða pirraður. Tvíburarnir hafa auðsjáanlega verið fínir gangvart þér, en Fríða lenti í þeim í 9 ár, gagnvart henni voru þeir ömurlegir. Ég er bara ekki viss við hverju þú bjóst hérna? Að Fríða myndi setja upp blogg, fara í sjónvarpið og segja "ég lenti í 9ára einelti af tvíburnum en þær eru samt ágætar"

Ég veit að það er rosalega dónalegt af mér að segja þetta, en nenniru að væla annars staðar!

Love you Fríða

Daja (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 15:40

165 identicon

anna; já ókei var bara ekki viss hehe..

benni gúndi; ég er sammála daju.. þær eru kannski fínar við þig en ekki við alla! Ég hef einu sinni lent í þeim í leiðindaskapi! Eða ég og systir mín Ástrós. Ekki nærrum því eins illa og Fríða enda eru þær ári eldri en ég en samt. Þær eru fínar við þá sem þær vilja! Svo eins og Daja sagði farðu að væla einhvers annarsstaðar! :)

tanaða frænkan á Spánii!! (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 19:00

166 identicon

"Anna, foreldrar stelpnanna eru ekki kennarar við skólann. Það er mamma Fríðu sem er kennari við skólann.

Vildi bara leiðrétta það..,,

ég var í þessum skóla sjálf  og ég veit það að tvíburarnir eiga foreldri í skólanum:)

Anna (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband