:D

jæjja, ég veit ég hef ekki verið nógu dugleg að skrifa en núna kemur eitt lítið blogg!

eins og margir vita þá er hunsun mikið notuð í einelti, aðallega hjá eldri krökkum sem hafa þróað tæknina í að leggja í einelti (þannig var það allavega hjá mér).

mér var mjög lítið boðið í ýmislegt,  td. bíó og afmæli.   það var m.a. haldið matarboð, talað um það fyrir framan mig án þess að segja nógu mikið til að ég fattaði að það væri matarboð, og síðan daginn eftir matarboðið þá var blaðrað um það hversu gaman það var hjá þeim! þá komst ég að því að þetta hafði verið matarboð!   Þá höfðu aðeins útvaldir fengið að koma, og ég var ekki meðal þeirra.   Ég var meðal c.a. 5 manneskja sem var ekki boðið í þetta matarboð.  

og síðan var það líka þannig að G**** vildi kannski fara á Subway í matnum, en hún spurði mig þegar flestallir voru búnir að segja nei við hana,  en ef einhverjir vildu koma með þá var mér mjög sjaldan boðið með.  Reyndar var það einu sinni sem ég hugsaði bara, nú er komið nóg, og ég sagði bara við þær;  ég kem með!  og var ákveðin á því! 

Síðan var kannski verið að fara í bíó án þess að láta mig vita af því.        ég veit að það þarf ekki alltaf að bjóða öllum, en það hefði verið allt í lagi að láta mig vita af því að þær væru að fara í bíó, til að ég gæti sagst ætla með!

En td. núna, þegar ég er komin í Réttó, var ég td. að koma úr bíó með mikið af vinkonum, en ég og vinkona mín létum þær allar vita af þessu og báðum þær um að koma, og þær komu.

en eins og þegar ég var í þessari pebbles-grúppu þá var G**** alltaf að segja við mig að ég ætti að koma með uppástungur um hvað við ættum að gera, en þegar ég loksins kom með uppástungu (að fara í sund) þá var það skotið niður strax.   Þá voru allir svaka uppteknir, en þegar einhver annar stakk uppá sundi þá var farið án þess að láta mig vita!

 

Svona útilokun er hræðileg, það brýtur mann nefnilega svona mikið niður,  þannig að ef þið finnið fyrir svona, þá endilega gáið hvort þetta sé rétt, því það gæti verið að þau taki ekki eftir því að þau séu að gera þetta!

 

-Fríða

 

ps. ég vil benda á það að ég fékk hérna komment þar sem sagt var í lokin ;   Mundu : Að rífa kjaft á netinu er eins og að taka þátt í ólympíuleikum fatlaðra, jafnvel þó þú vinnir - þá ertu ennþá fatlaður.

að segja svona er ógeðslegt!  frænka mín tók þátt í ólympíuleikum fatlaðra og vann til verðlauna,   og hún er enn fötluð,   en hvað með það?  hún er samt ein frábærasta manneskja sem ég þekki,   og að setja útá það er hræðilegt!    Ég vil bara segja að fólk sem skrifar svona er hjartalaust! og á greinilega ekki fatlaða fjölskyldumeðlimi! því að fatlaðir eru líka fólk, þau eru fólk eins og við,  og ólympíuleikar fatlaðra eru frábærir því þeir gera fötluðu fólki kleift að gera hluti eins og við!    

Ég þoli skítakomment á mig, en það að koma með  svona komment er hreint og beint ógeðslegt! og þeir sem koma með svona komment ættu að skammast sín!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Kvaran

Já Fríða mín ,það þori ég eiginlega að veðja um að frænka þín mundi sennilega taka viðkomandi í nefið ef þau kepptu á milli sín hehe!

Kolbrún Kvaran, 28.1.2009 kl. 10:38

2 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

pottþétt :D

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 28.1.2009 kl. 11:03

3 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Elsku Fríða endilega halda áfram að blogga um einelti.

Það má aldrei hætta

Því miður er og verður alltaf til staðar

Meðan að það eru til tilfinningar(held ég)

Blíðar birtu kveðjur til þín vina mín

Gangi þér sem best í lífinu

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 28.1.2009 kl. 11:43

4 Smámynd: Didda

Aðgát skal höfð í nærveru sálar........fólk mætti temja sér það.

Hafðu það sem best

Didda, 28.1.2009 kl. 16:55

5 identicon

Sæl Fríða (vona að ég megi kalla þig það, það virðast allir aðrir gera það :) Annars mætti alveg skipta í-inu í nafninu þínu út fyrir ó, ef þú skilur hvað ég meina :) Þú sýnir ótrúlegan innri styrk með því að stíga svona fram og segja þína sögu með svona mikilli innsýn og það ekki eldri en þú ert. Ég vona svo innilega að sem flestir taki þig sér til fyrirmyndar og spurning um hvort að einhver myndi vilja styrkja þig í því að fara í skólana og tala við krakkana í yngri bekkjum grunnskólanna um þessa reynslu þína, því oftast vill þetta vera algert hugsunarleysi og skilningsleysi hjá svo mörgum krökkum á þessum grunnskólaaldri. Fæstir gera sér grein fyrir hvers konar ör þess konar upplifun skilur eftir á sálinni til frambúðar og takmarkar fólki að ná fram því besta úr sjálfum sér vegna skorts á sjálfstrausti. Og er svo er líka annað sem er vert að benda á að athuga með, en það er Hugarafl, veit að þeir taka öllum opnum örmum annaðhvort með beinni hjálp eða ráðleggingum um hvert er best að leita. 

Alla vega, vegni þér sem allra best í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur og ég sendi þér mínar bestu kveðjur, Lilja :)

Lilja Líndal (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:01

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála þér með þessa viðbjóðslegu athugasemd um fatlaða íþróttamenn. Sá sem svona skrifar er greinilega hugfatlaður.

Helga Magnúsdóttir, 29.1.2009 kl. 13:50

7 Smámynd: Tómas Þráinsson

Ég vinn með einum sem var keppnismaður í sundi á sama tíma og ég, þ.e. frá því laust eftir 1980 og fram til um 1988. Ég man alltaf eftir því hve keppnisgleðin var mikil hjá honum og æfinga- og keppnisfélögum hans í Ösp. Þau voru alltaf glöð og ánægð og eitt kommentið hjá honum fékk mig til að horfa aðeins öðruvísi á sjálfan mig: "Þetta er besti tíminn minn síðan í síðustu viku", sagði hann og brosti út að eyrum.

Þarna hitti hann nefnilega naglann á höfuðið. Hann var svo yfirmáta jákvæður að það var engin leið til að gera hann óánægðan með sinn árangur.

Á sama hátt vil ég hvetja þig til að halda áfram að segja frá og tjá tilfinningar þínar. Jákvæðni er skotheld aðferð til að komast yfir svona áföll, sem eineltið er.

Fólk sem kemur með svona athugasemdir, eins og þá sem þú vitnaðir í hér að ofan, á óskaplega mikið bágt. Ég held að það væri réttara að vorkenna þeim, heldur en að fordæma þau. Þau eru bara ekki betur upplýst en þetta og þurfa nauðsynlega á fræðslu að halda.

Tómas Þráinsson, 29.1.2009 kl. 15:39

8 identicon

hæhæ eg veit eg er 22 ára enn eg vil kynnast þer samt eg hef lika lend i einelti og mer finnst það ekki gaman enn ef þer vantar vinkonu og góða og sanna vinkonu er eg alveg til i að kynnast þer og vera vinkona þin þu ert orugglega yndisleg stelpa enda á eg ekki mjog marga vini væri gaman að fa þig i hópinn

Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 21:04

9 identicon

Halló skvís

Bara að segja það að ég þekki nú eitthvað af þessu liði og þær meiga alveg taka það inn á sig sem að eiga það skilið. Þegar ég heyrið um þetta einelti fyrst í fyrra vor almennilega þá hélt ég að það væri eitthvað að þessum stelpum langaði sko ekkert að tala við þær eða neitt þær meiga eiga sig sem að láta svona. Ég reyndi að komast að öllum hliðum málsins þegar ég heyrði þetta og vitið menn þetta var dagsatt. Ekki það að ég hafi eitthvertíman talið að hún væri að ljúga en það eru alltaf til 2 hliðar af öllu og ég varð já mjög reið. Skólinn gersamlega lokaði á þig og svörin sem að skólayfirvöld sendu þér er bara sorglegt. Bæjaryfirvöld ættu í alvörunni að skipta um stjórn skólans og skólastjórinn ætti að skammast sín og hirða bokann sinn.

Það merkilega er að ég frétti að eftir að þú komst fyrst fyrir í morgunblaðinu þá hitti ég eina sem er í Varárskóla og hún sagði við mig að krakkarir mættu ekki segja neitt ef að það kæmu eitthverjir fjölmiðlar að spurja spurning. Skrítið að skólinn geti ekki svarað fyrir sér. Er þögn ekki sama og samþyki?

Ég þekki strák sem að fyrirfór sér í síðastliði sumar, hann hafði lent í virkilega slæmu einelti þegar hann var í grunnskóla og endaði með að þurfa að skipta um skóla. Hversu heilbrigt er það að þurfa að skipta um skóla út úr sínu sveitafélagi út af því að skólinn vill ekki gera neitt í málinu. Það vesta er fyrir gerenduna að vita af því síðarmeir að þeir hafi átt eitthvað að gera með eineltið loksins þegar þeir eru farinr að sjá það. Er þá ekki best að fræða krakkana meira um þetta mál eða er þetta bara eins og kynfræðslan í skólum er mikið feimismál og á helst ekki að ræða . Allt í lagi að taka einn til tvo tíma en svo er það bara búið og allir vita hvað einelti er?

Ég vil bara benda á að ég er ekkert á mót þessum stelpum og krökkum sem að ég veit að eru gerendurnir en horfið framan í veruleikann krakkar og sáið hvað þið eru að gera út frá hennar sjónarhorni ekki bara ykkar. Þið verið að læra að setja ykkur í spor annarra ekki bara ykkar.

Eitt að lokum þá vil ég benda ykkur sem að eruð að lesa þetta að þetta er ekki áróðurssíða en það er hægt að kalla þetta fræðslusíðu sem að talar um allt sem að tengist þessu málefni, FORVARNIR.

Lilja Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 22:16

10 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

takk lilja,,   ég vissi samt ekki af þessu með það að krökkunum hafi verið bannað að tala við fjölmiðlana! :/ 

en við sjaumst :D

-Fríða

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 30.1.2009 kl. 23:08

11 identicon

Jamm mer finnst einelti virkilega ljott og mer finnst að maður eigi bara setja stopp á það

Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 16:51

12 identicon

Sæl Fríða.

Ég þekki aðeins til í umhverfinu sem þú varst í og þekki eitthvað af stelpunum sem þú talar um.

Ég skil að þér líði illa. Það er gott að þú sést að vinna í þínum málum, en nú þegar þú hefur fengið mikla athygli og umfjöllun um bloggið þitt verðurðu að passa þig að missa þig ekki í hefndinni. Því það er ekkert betra en að vera strítt. Ég veit að mörgum af þessum stelpum líður mjög illa, það að þú skulir skrifa þína skoðun um einelti og stríðni og [næstum] nafngreinir þær, er persónuleg árás og þær geta í raun ekkert sagt til baka. Svo skrifar ókunnugt fólk komment hjá þér þar sem það talar illa um þessar tilteknu stelpur og lofar þig. Það getur alveg farið með sálina.

Ég skil alveg að þú viljir hefna þín og viljir að þeim líði jafn illa og þér leið. En elsku Fríða, passaðu þig. Það er ekkert betra að verða gerandi, þú sem þekkir það að vera þolandi.

Gangi þér vel!

Lalí (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 04:28

13 identicon

Láttu sem þú sjáir þau ekki,þau dæma sig sjálf. Þar er brengluð hugsun á bak við svona komment. Og trúlega öfund. Áfram stelpa. Þú hefur áhrif sem margur þolir illa.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 09:27

14 identicon

Sæl... Ekki er séns að fá að tala við þig? ég er að gera verkefni um einelti í sálfræði í skólanum mínum MH og við viljum endilega tala við þig ef það væri hægt. Við erum öll sammála um að þú ert stórmerkileg fyrir að gera þetta sem þú gerðir og alls ekki allir gætu komið svona opinberlega fram með tilfinningar sýnar.

Netfangið mitt er steinarun@visir.is ef þú vilt hafa samband=)

-Steina

Steina Rún Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:46

15 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

eins og ég segi, þá er þessi síða ekki til að hefna mín og mér er nákvæmlega sama hvernig þessum stelpum líður,  þær vita bara uppá sig sökina!

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 3.2.2009 kl. 15:32

16 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

og ég vil líka segja að það að þú segir að þetta sé persónuleg árás á þær er ekki satt! þær eru að koma sér í þessi vandræði með því að skrifa einhver skítakomment! ég er að tala um mitt einelti, ekki um þær! þær koma bara inní söguna (ath. ónafngreindar) af því þær LÖGÐU MIG Í EINELTI!   Ef þær hefðu aldrei lagt mig í einelti eða hætt þegar þær voru beðnar um það, þá hefði ég enga ástæðu til að stofna bloggsíðu!   Ég gæti skrifað öll nöfn þeirra en ég geri það ekki, það segir ekkert með lögum að ég megi ekki nafngreina þær!  en ég hef samvisku og hjarta og þess vegna geri ég það ekki!  það að ég skuli tjá mig um mínar tilfinningar og mína reynslu, er ekki persónuleg árás á þær!

Ég vil taka það fram að ein úr þessum hóp er búin að koma og biðja mig afsökunar, og auðvitað tók ég þeirri afsökunarbeiðni,  því hún bað mig afsökunar frá hjartanu, hún sá eftir þessu! en enginn af höfuðpaurunum (sem ég er sárust útí) er búin að koma og biðja mig afsökunar! og ég veit ekki hvort þær eiga nokkurn tíman að gera það!

Ég er ekki hefnigjörn manneskja og ég hef hjarta!   hvar í þessu bloggi sérð þú að ég vilji hefna mín?  ef ég vildi hefna mín á þeim þá myndi ég kæra þær og láta nafn þeirra á netið, en hvað er ég að gera? ekkert af því! ég er að segja frá mínum tilfinningum og reyna að ná til annarra sem hafa lent í svipaðri lífsreynslu og ég. 

-Fríða

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 5.2.2009 kl. 22:23

17 identicon

ég hef líka lent í einelti en ekki svona stóru ég vorkenni þér agalega :')

en lifðu góðu lífi:þ

evíta (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 11:42

18 identicon

Þessi frásögn kemur mér ekkert sérstaklega á óvart þegar ég heyrir Varmársskóla nefndan á nafn ég var lagður í smá einelti þegar ég byrjaði í þessum skóla í 7.bekk 2001 en ekkert langvarandi, ekki svona miklu eins og þú sem er bara skelfilegt að heyra af. En ég veit til þess af eigin reynslu að skólastjórinn gerði aldrei neitt aðstoðarskólastjórinn var sú sem réði einhverju. Aðstoðarskólastjórinn og Anne Lise og stundum námsráðgjafinn sögðu manni alltaf bara að láta þetta bara sem vind um eyrun þjóta, hneykslanlegt að heyra af fólki í þeirra stöðu. Þó verð ég að segja að aðstoðarskólastýran var nú alltaf almennileg við mig og margir af kennurunum líka þar ber að nefna Herstein, Halldór og Gullu snilling. Þeir létu ekki einelti viðgangast í sínum umsjónarbekkjum né tímum þeir sýndu það í verki.

 En allavega baráttukveðjur ;)

Dósi (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 15:45

19 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

ég hef verið í tímum hjá Halldóri og hann er snillingur,   dýrka hann :)  lætur krakkana ekkert komast upp með neitt!       og já,,  það er alltof oft sem það er sagt manni að hætta að hugsa þetta og eins og þú orðar þetta;  láta vind um eyrun þjóta!!

takk fyrir kommentið :)

-Fríða

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 7.2.2009 kl. 18:21

20 identicon

Þessi síða er bara til að búa til meira vesen!

Þú varst ekki lögð í einelti í fyrsta lagi! Og í öðru lagi djöfull vantar þér mikla athygli barn!

Þú varst farin í annan skóla búin að fá nógu mikla athygli í Varmárskóla og fórst þá í annan skóla og hættir alveg að tala við stelpurnar sem hefðu átt að leggja þig í "einelti".  Þá gastu ekki lengur sagt að þær voru leiðinlegar við þig svo þú ákvaðst að búa til bloggsíðu og fara í moggan og sjónvarpið til að fá aðeins meiri athygli og byrja allt vesenið sem var búið uppá nýtt!

Þessi síða er fjandi óþroskuð vegna þess að þú ert að koma með sögur af ýmsum atburðum og auðvitað eru til nokkrar hliðar af hverjum og einum atburði og það er bara fyndið að sjá hvað sumt fullorðið fólk er að skrifa hérna án þess að vita ekki rassgat um neitt, og vera aðeins búin að heyra eina hlið á öllu , þetta er bara barnalegt og kjánaskapur að mínu mati!

Áður en maður færi að skrifa eitthvað comment hérna þá ætti maður að minnsta kosti vera búinn að kynna sér aðeins meira en bara Fríðu hlið, þar sem hun er alveg kol vitlaus!!

varmárskóla nemandi (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 14:13

21 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

jájá segir þú sem þorir ekki að koma undir nafni!

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 17.2.2009 kl. 17:17

22 identicon

Ég er búin að lesa allt bloggið þitt vá hvað þú ert sterk og hugrökk stelpa að geta unnið þig svona útúr þessu :)
Hundsaðu þessi skítkomment, þetta eru þeir sem eru að reyna að fegra fyrir sér hlutina sem þeir hafa gert, og vita nákvæmlega upp á sig sökina.
Gangi þér rosalega vel, haltu svona áfram !

Tinna (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 22:51

23 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

takk :)

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 17.2.2009 kl. 23:50

24 identicon

Þágufallsýki!!! Varmárskóla nemandi -_-

 Fríða þú ert awesome!!! :)

Sóla (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 13:23

25 identicon

ætlaru ekki að fara að blogga meira bíð og kíki stundum inn á síðuna, hefur ekki bloggað lengi

magga (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 23:39

26 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

já ég veit xD   ég hef ekkert fundið neitt og það hefur verið svo mikið að gera :P

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 26.2.2009 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband