Áhrif

Það sem mér finnst asnalegast eru áhrifin sem þær höfðu á mig!  Þær voru búnar að brjóta mig svo mikið niður!
Td. þá kom ein stelpa til mín sem ég hélt að væri vinkona mín og sagði mér frá því að stelpunum fyndist ég tala of mikið um litlu frændur mína!  Ss. Syni bróður míns.   Ég hafði mjög sjaldan talað um þá. Þótt ég eigi ekki að þurfa að afsaka mig!  Ég elska þá útaf lífinu og ég á alveg að fá að tala um manneskjurnar sem hafa alltaf elskað mig og taka mér eins og ég er!    En bara það að vita að þessar pebbles stelpur höfðu sagt þetta lét mig hugsa um að það væri bara best að ég færi inná klósett og tæki líf mitt!

Síðan nokkrum dögum seinna var eyða,  en við fengum að fá stofu til að læra í, klára verkefni sem voru sett fyrir og fl.     Þá sátu þær þarna að tala saman á meðan ég var að læra,   og byrja að tala um frændur sínar og frænkur og fl.    Ég varð svo reið að ég rauk út!       Ég hugsaði með sjálfri mér:  af hverju meiga þær tala um sína fjölskyldumeðlimi en ekki ég !

Mér finnst þetta bara rosalega leiðinlegt!   Sérstaklega það að þær skyldu hafa þessi áhrif á mig!

-Fríða

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er sammála þér ... Þú átt alveg eins að geta talað um þína fjölskyldumeðlim og sagt þínar skoðanir jafn mikið og þær mega það... :)

Gangi þér vel í framtíðinni :P

-Sigríður Þórunn :]

Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 17:01

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er ótrúlegt hvað við látum aðra hafa mikil áhrif á okkur. Þarna hefur þú greinilega verið orðin ansi hvekkt vegna eineltisins. Þú veist ekkert hvort þessi stelpa hefur sagt satt eða hvort hún hafi spunnið þetta upp til að særa þig.

Helga Magnúsdóttir, 30.3.2009 kl. 22:48

3 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

já nákvæmlega!    en það leiðinlega er að það eina sem það var þurft að segja við mig var þetta!    ég vissi alveg að ég mætti tala um litlu frændur mína, en tók þetta rosalega inná mig og hugsunin skaust inni kollinn á mér!!   ég fór auðvitað beint til mömmu og sagði henni frá þessu og hún náði að tala mig niður þannig að það bjargaðist :)

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 31.3.2009 kl. 08:41

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Við værum betur sett ef fleiri hefðu kjark til að segja frá og uppljóstra um kúgun á öllun stigum samfélagsins.

Við þurfum fleiri hetjur á Íslandi.

Takk fyrir að stíga fram :)

Jón Þór Ólafsson, 22.8.2009 kl. 11:35

5 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

:D

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 9.9.2009 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband