Þundlyndi vegna eineltis

Það eru allmargir sem verða þunglyndir vegna eineltis,  ég er því miður ein þeirra.  Ég lenti í því að byrja að hugsa um að drepa sjálfa mig sem er hræðileg tilhugsun, það er rosalega erfitt að berjast við þessar tilfinningar.    Ég las hérna fyrir stuttu þar sem kona sagði að sjálfsmorð séu sjálfsvorkun og uppgjöf, ég er ekki sammála, þetta eru tilfinningar sem maður ræður ekkert við og margir ráða ekki við þær og láta eftir þeim.  Ég var mjög heppin að komast upp úr versta kaflanum hjá mér í þunglyndinu en ég finn hinsvegar ennþá fyrir þunglyndinu öðru hvoru.  Þegar ég var að hætta í skólanum þá var eg að fá allskonar æðisköst þar sem ég gekk um húsið og öskraði, þá þurfti ég að fara bara inn til mín og gráta.   Núna hinsvegar hef ég verið dugleg við að reyna að vinna á þessu sjálf, ég hef verið að reyna að fara inn í herbergi og gráta og leiða þetta hjá mér.  Margir í kringum mig hafa tekið eftir mikilli breytingu á mér, ég er meira opin og glaðari.  Það eina sem ég er hrædd um er að þetta brjótist upp á yfirborðið þegar ég verð eldri,  fyrir mér er það hræðileg tilhugsun því ég vil ekki þurfa að óska mér að deyja og alltaf þegar bíll kemur framhjá vilja að kasta sér fyrir hann,  þannig leið mér nefnilega lengi í skólanum.

Hins vegar þá hef ég fundið mér leið til að halda þessu niðri,  þegar ég er í skólanum (nýja skólanum) þá reyni ég alltaf að vera í óstjórnlega miklu stuði, ég er alltaf hlæjandi alltaf glöð og þá líður mér alltaf vel.    En síðan ef ég er ein og er ekki búin að hlæja í einhvern tíma þá líður mér mjög illa. 

Ég vildi svo sannarlega að enginn þyrfti að upplifa þessar tilfinningar og hugsanir og ég vona svo sannarlega að enginn þurfi að láta eftir svona tilfinningum!

Takk fyrir

Fríða


minningar

Það hefur verið að rifjast upp fyrir mér mikið af því sem ég mundi ekki eftir úr eineltinu. Mamma mín hefur verið að reyna að hjálpa mér að muna og það hefur gengið ágætlega,, hún hefur til dæmis verið að segja mér ýmislegt sem ég var búin að gleyma.     Ég mundi t.d. eftir því að ég stóð eitt sinn í röð og annar tvíburinn og vinkona hennar stóðu á undan mér, vinkona hennar var og er mjög stór en tvíburinn mjög lítil (ef þú hefur lesið neðra blogg mitt þá er hún aðalhöfuðpaurinn ásamt tvíburasystur sinni), allavega þá stóð ég þarna í rólegheitum að bíða eftir mínum mat og allt í einu snúa þær sér við og stærri stelpan lyftir tvíburanum og hún byrjar að sparka í mig og frussa á mig!   Ég vissi auðvitað ekkert hvað væri um að vera og skildi ekki neitt í neinu en ég sagði ekki frá þessu því ég hélt að svona kæmi fólk fram við aðra!        Síðan lenti ég í því að það var girt niðrum mig þegar ég hékk í einu leiktækinu á skólalóðinni fyrir framan marga krakka.    Ég lenti líka í því að ég fór á klósettið og þær komu (annar tvíburinn og stóra vinkona hennar) og litu undir hurðina og gerðu grín að mér, það voru nefnilega svona básar eins og eru í flestum skólum,    eftir þetta á ég mjög erfitt með að fara á almenningsklósett.    þetta er dæmi um það að aðeins lítil atriði geta haft áhrif á mann lengi eftir á!   

Í bréfinu sem ég sendi Þorláki var ekki allt sem ég hafði lent í,  ég sagði frá mjög fáum ofbeldis atvikum sem ég lenti í,    en nú vil ég segja frá því og ætla að gera það í þessari bloggfærslu. ;;  

Ég held að það hafi verið í 3 bekk sem **** var kennarinn minn. Hún fór stundum fram að ljósrita sem má alls ekki gera, og sérstaklega ekki þegar bekkurinn er vandræðabekkur,   eitt sinn þegar hún fór í einn ljósritunarleiðangurinn þá byrjaði strákur að labba uppá borðunum,  þá sagði ég við "vinkonu" mína ;; ú flott tískusýning,,         bara svona í djóki. Þá kallaði hún í hann og sagði honum frá því.   Ég man eftir hnefanum á leiðinni í átt að andliti mínu og svo er restin af deginum í móðu.

Síðan lenti ég í því að ég var útí frímínútum sem ég btw. hataði, ég þoldi ekki frímínútur mér leið mjög illa í þeim,  en allavega þá lenti ég í því að ég var útí frímínútum og allt í einu kemur stór hópur af stelpum sem voru með mér í bekk,   það var rigning úti og allir voru í regnjökkum og það er eða var mjög oft sem það voru rennilásar á ermunum á regnjökkum, síðan sé ég að þær eru búnar að lyfta höndunum úr ermunum þannig að ermarnar löfuðu bara niður og síðan byrja þær að króa mig af útí horni og lemja mig með úlpuermunum! 

Síðan voru líka tveir strákar sem hótuðu að berja mig ef ég myndi tala, þeir myndu fylgjast með mér heima hjá mér og ef ég myndi segja eitt orð við mömmu mína þá myndu þeir berja mig í skólanum daginn eftir. það endaði með því að ég þorði bara ekkert að tala,, það var möööög sjaldan sem ég talaði.   Krakkar voru hættir að þekkja röddina mína.

Allavega þá hefur ýmislegt verið að rifjast upp fyrir mér og mamma hefur verið að hjálpa mér en það er ýmislegt sem hún er bara að frétta núna, sem hún vissi ekki áður. Eitthvað sem ég hef verið að muna eftir.  En mér finnst mjög gott að tala um þetta, það hjálpar mér að muna ýmislegt sem ég hef verið að reyna að vinna úr og með því að tala um atvik sem ég man eftir þá skjótast stundum upp í kollinn á mér minningar.    

En þetta er komið nóg í bili.   Takk fyrir

Hólmfríður


:)

Á þessari bloggsíðu hef ég ákveðið að segja frá eineltisreynslu minni og hvernig ég kom mér út úr eineltinu!   ég lenti í einelti í 9 ár og er nýbúin að koma mér úr henni! 

Ég sendi Þorláki framkvæmdastjóra Olweus bréf þar sem ég sagði honum frá því sem ég lenti í. Það er ekki allt en það er það sem ég man eftir því hugurinn minn hefur lokað á mjög margar minningar!    Ég ætla að láta þetta bréf hér inná! Ég sendi líka morgunblaðinu bréf þar sem ég sagði frá reynslu minni en þeir eru ekki enn búnir að birta það. Og svo sendi ég líka Kompás bréf þar sem ég sagði líka frá reynslu minni. Ég hef reynt að vekja athygli á einelti yfir höfuð og vekja athygli á því hversu alvarlegt og algengt þetta er! Ég vona endilega að þið látið fólk vita af þessari síðu og fylgist með síðunni, því ég vil að allir viti hvernig komið var fram við mig og hvernig skólinn brást við þessu! Og endilega ef þið þekkið einhvern sem hefur verið lagður í einelti þá endilega láttu hann vita því það er oft sem það hjálpar þolendum að vita að fleiri hafa lent í svona, það hjálpaði mér mikið að vita að ég væri ekki sú eina sem væri að lenda í þessu!  Ég skrifa meira bráðum!

Hér er bréfið sem ég sendi Þorláki;;     ég veit að það er langt en endilega lesiði það!

                  ----------------------------------------------------------------------------

 Ég heiti Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir.    
 Ég var í Varmárskóla frá 1-9 bekk.  Frá því ég byrjaði í Varmárskóla hef ég verið lögð í bæði andlegt og líkamlegt einelti. Stelpa byrjaði að leggja mig í einelti í fyrsta bekk alveg upp í sjötta bekk.   Hún m.a. passaði sig að þegar ég var við það að eignast vini þá bað hún um að fá að vera með og þegar hún fékk það þá passaði hún að ég fengi ekki að vera með. Þetta gerði hún ítrekað ásamt fleiru.   
    Verstar voru hins vegar tvíburarnir.  Ég byrjaði með þeim í bekk í þriðja bekk og þær byrjuðu strax,  ég hef nefnilega aldrei viljað leggja aðra í einelti né baktala fólk, og af því að ég vildi ekki leggja í einelti með þeim þá hentu þær mér út úr hópnum og lögðu mig í einelti í staðin. Þær svoleiðis tröðkuðu á mér og pössuðu sig að leyfa mér aldrei að vera með í neinu. Þær  kölluðu m.a. á eftir mér öllum illum nöfnum þegar ég gekk framhjá þeim. Einu sinni gómaði kennari þær. Hún skammaði þær og  þá fóru þær grenjandi heim og klöguðu í foreldra  sína og sögðu að hún væri að leggja þær í einelti og foreldrarnir hringja brjálaðir  í skólann. Síðan var líka einu sinni í frímínútum sem flestar stelpurnar í bekknum króuðu mig af í horni úti og lömdu úlpuermunum sínum í mig. Í sjötta bekk var kennarinn í burtu í einum tíma og þá notuðu þær auðvitað tækifærið til að vera andstyggilegar við mig.  Ég var í kór og þær notuðu það gegn mér með því að segja að þær vorkenndu öllum sem kæmu á tónleika hjá mér því ég öskraði í staðin fyrir að syngja og fullt fleira við mig þangað til ég hljóp grátandi út.
    Mamma mín reyndi og reyndi að fá stjórnendur skólans til að hleypa mér í annan bekk, en alltaf fékk hún þau svör það væri fullt í bekkjunum og að þetta myndi lagast eftir einhvern tíma og að það myndi ekkert laga að skipta um bekk.
    Þær voru búnar að sannfæra mig um að þetta væri allt mér að kenna og að ég ætti þetta skilið, þannig að ég þagði um eineltið, frekar lengi, en í staðin þá grét ég mig í svefn og síðan var ég alltaf að reyna að meiða mig, þegar ég var að labba úti þá hugsaði ég í hvert skipti sem bíll keyrði framhjá að ég hefði átt að kasta mér fyrir hann og að eg vildi óska að bíll kæmi og keyrði á mig og ég myndi deyja eða slasast illa. Einu sinni lamdi ég hendinni minni geðveikt mörgum sinnum fast í náttborðið mitt þar til ég var orðin stokkbólgin og marin á hendinni.. bara til að finna sársauka.   Síðan þegar ég var spurð hvað gerðist, þá sagði ég að ég hefði rekið hendina í. Ég þurfti m.a. að fara til hjúkkunar út af hendinni og þá spurði hún mig hvað gerðist, og ég sagðist hafa rekið hendina í. Síðan var ég alltaf að biðja foreldra mina um að flytja en mömmu og pabba fannst að ég ætti ekki að þurfa að flýja, og þá var ég byrjuð að hóta að drepa mig og var alveg byrjuð að ímynda mér hvað það væri gott ef ég myndi bara deyja og að það væri bara best að drepa sig.
    Þegar ég byrjaði að hóta að drepa mig þá varð mamma alveg rosalega hrædd og talaði við nemendaverndarráðið í skólanum og þá var ég send til skólasálfræðingsins sem hjálpaði mér alveg ágætlega, síðan af því hún var eiginlega aldrei við þá sendi hún mig til námsráðgjafa sem ég man ekki einu sinni hvað voru margir því það var alltaf verið að skipta.  Síðan gerði skólasálfræðingurinn könnun sem hún lét fyrir bekkinn minn. Könnunin spurði svona spurningar eins og með hverjum maður væri og með hverjum maður vildi ekki vera og fl.  Síðan eftir þessa könnun var mamma kölluð í viðtal til skólasálfræðingsins því ég hafði komið alverst úr könnuninni.  Þá fyrst var mér hleypt í annan bekk en þá var hálfur sjötti bekkur búinn, þannig að ég hafði þurft að þola þetta í 5 og hálft ár áður en ég fékk að fara úr bekknum. En þegar ég fékk að skipta um bekk fékk ég að vera þetta hálfa ár í friði.   
Síðan fór ég í 7. bekk og þar kynntist ég tveim stelpum. Ég var með þeim í 7. bekk og hálfan 8. bekk. Á meðan ég var með þeim þá komu þær fram við mig eins og skít. Í rúmlega hálfum áttunda þá fékk ég bara nóg og hætti að vera með þeim, þá talaði ég við "vinkonu" mína og hún fór strax af stað við að reyna að koma mér inn í vinahópinn sinn. Inni í þessum “vinahóp” voru tvíburarnir. Fyrst um sinn létu þær mig vera og voru alveg fínar en þær fóru svona fínt í þetta.  Þær td. eyðilögðu matarboðið sem ég ætlaði að halda með þrem öðrum stelpum.  
Í byrjun 9. byrjuðu þær aftur.  Í einum frímínútunum helltu þær sér yfir mig og fengu nokkrar aðrar stelpur með sér í það og voru alveg rosalega andstyggilegar, eftir þessar frímínútur titraði ég svo mikið að ég gat varla skrifað. Síðan var ALDREI sagt hæ við mig þegar ég kom í skólann.  Og þegar ég sat við hliðina á vinkonu minni sem ég kynntist í 9. bekk komu þær og settust hjá okkur og byrjuðu bara að tala við eina af bestu vinkonum mínum og sneru bakinu í mig og yrtu ekki á mig, þetta gerðu þær mjög oft.  Það var TVISVAR sinnum sem allur hópurinn stóð upp og gekk í burtu þegar ég settist hjá þeim.  Síðan var mér eiginlega aldrei boðið í neitt, engin afmæli og engin bíó. Síðan núna nokkrum mánuðum áður en ég lauk 9. bekk spurði stelpa mig hvernig tvíburarnir lögðu mig í einelti, og ég sagði henni það.   2 dögum seinna koma tvíburarnir og ein önnur stelpa (sem hefur hjálpað þeim síðan í 7. bekk) alveg brjálaðar af því ég sagði stelpunni þetta, þá hafði stelpan sagt þeim frá þessu,  ég sat á borði með bestu vinkonu minni að borða og vinkona tvíburanna settist á borðið og tvíburarnir stóðu fyrir ofan mig og þær öskra á mig og voru rosalega andstyggilegar. Síðan kom gangavörður og sá þetta og ég varð rosa ánægð því ég hélt að gangavörðurinn ætlaði að stoppa þetta en nei, hún sagði vinkonu þeirra bara að sitja ekki á borðinu og gekk í burtu, og auðvitað tvíburarnir og þær áfram, ég náði að standa á mínu og svaraði bara fyrir mig og bugaðist ekkert.  Síðan endaði með því að þær fóru, þá hafði einn 10. bekkingur komið og horft á þetta brosandi því henni fannst gaman að þær væru svona vondar við mig (ég veit það því hún sagði mér það), allavegana þegar þær eru farnar þá segir hún að ég sé rosalega bitur og eitthvað bull og ég var svo reið að ég rauk í burtu og vinkona mín á eftir mér til að standa með mér.  Síðan komu annar tvíburinn og vinkona þeirra aftur þegar ég er nýfarin frá 10.bekkjarstelpunni, og byrja aftur að hella sér yfir mig. Þá kemur annar gangavörður og spyr okkur hvort við viljum ekki fara upp að rífast og ég sagði bara nei og rauk í burtu. Þá fyrst fór ég að gráta.   Ég fór til mömmu minnar og hún fór með mig heim og hringdi í skólastjórann og þær sögðust ætla að taka á þessu, síðan fór ég með mömmu í bæinn en fór síðan aftur í skólann því mig langaði í fatasaum, þá fer ég upp til að fá mér eitthvað að borða og þar sé ég annan tvíburann grenjandi og allar stelpurnar að hugga hana og þær líta geðveikt illilega á mig, síðan sögðu þær við mig að ég ætti að fara til skólastjórans, og ég gerði það og síðan þá voru skólastýrurnar ótrúlega andstyggilegar við mig, önnur skólastýran gargaði á mig að ég ætti bara að gleyma þessu og ætti aldrei að tala um þetta aftur. Hvernig á ég að gera það þegar þetta er í gangi?   Og þær höndluðu þetta alls ekki rétt, það endaði með því að ég fór hágrátandi þaðan út og ég sagði við mömmu að ég væri hætt í skólanum, af því að þær hefðu bara haldið áfram, og það segi ég af reynslu, og að skólastýrurnar myndu ekki gera neitt,   


Ég sendi þér þetta bréf því Varmárskóli er í Olweusar verkefninu en fylgir því ekki,  Ég man ekki eftir því að það hafi verið talað um eineltishringinn eða unnið með einelti á einn eða neinn hátt.
    Það eru bara örfáir kennarar sem hafa virkilega reynt að hjálpa mér,   einn kennari barðist gegn þessu einelti og hjálpaði mér alveg rosalega mikið, hann lenti nefnilega í foreldrum tvíburanna og það var alveg hrikalegt, hann reyndi eins og hann gat að hjálpa mér en það er ekki hægt ef hann stendur bara einn í þessu. Síðan er stigstjórinn minn búinn að hjálpa mér alveg rosalega mikið, en hún lenti líka í tvíburunum  og foreldrum þegar hún reyndi að hjálpa mér. Einu sinni skammaði hún tvær stelpur af því þær voru að hvísla og flissa í eineltiskönnun þegar stigstjórinn minn var að lýsa því hvað einelti væri og hún var akkúrat að útskýra það sem ég hafði lent í þegar þær byrja að flissa. Þá fóru þær og söfnuðu undiskriftarlista til að fá stigstjórann minn rekna úr vinnunni. Síðan var annar kennari sem hjálpaði mér líka en lenti í klónum á foreldrum tvíburanna, síðan auðvitað mamma mín (sem er kennari í skólanum) en það hefur oft sett hana í erfiða stöðu.    
Síðan þegar ég gekk út úr skólanum og sagðist vera hætt, þá átti allt í einu að gera eitthvað í þessu.


En reiðin og örvæntingin sem býr innra með mér vegna alls þessa er svo sterk að bara það eitt að horfa á myndir af þeim langar mig að lemja eitthvað.   Ég finn ennþá fyrir þeirri tilfinningu að mig langar alveg ofboðslega að meiða sjálfa mig að ég þarf að berjast við að gera það ekki.  Mér finnst þetta ekki réttlátt, sérstaklega þar sem ég þurfti að flýja undan þessum stelpum. ÉG þurfti að hætta í skólanum mínum og fara í annan skóla  vegna þess að það var aldrei gert neitt í þessu máli! Þau hafa haft NÍU ár til að stoppa þetta..!   Þetta er búið að rústa 9 árum af skólagöngu minni!   Ég hef hins vegar tækifæri á 1 góðu ári því ég er að fara í 10. bekk í Réttarholtsskóla.  Vonandi verður það byrjun á skólagöngu án eineltis.  



Ég vildi bara láta þig vita að Varmárskóli fylgir ekki Olweus, og ef það er ekki gert neitt í þessu, þá hætta þær aldrei og vinkona mín er byrjuð að lenda í þeim líka.



Virðingarfyllst
Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

 

            --------------------------------------------------------------------------------------------


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband