:)

Á þessari bloggsíðu hef ég ákveðið að segja frá eineltisreynslu minni og hvernig ég kom mér út úr eineltinu!   ég lenti í einelti í 9 ár og er nýbúin að koma mér úr henni! 

Ég sendi Þorláki framkvæmdastjóra Olweus bréf þar sem ég sagði honum frá því sem ég lenti í. Það er ekki allt en það er það sem ég man eftir því hugurinn minn hefur lokað á mjög margar minningar!    Ég ætla að láta þetta bréf hér inná! Ég sendi líka morgunblaðinu bréf þar sem ég sagði frá reynslu minni en þeir eru ekki enn búnir að birta það. Og svo sendi ég líka Kompás bréf þar sem ég sagði líka frá reynslu minni. Ég hef reynt að vekja athygli á einelti yfir höfuð og vekja athygli á því hversu alvarlegt og algengt þetta er! Ég vona endilega að þið látið fólk vita af þessari síðu og fylgist með síðunni, því ég vil að allir viti hvernig komið var fram við mig og hvernig skólinn brást við þessu! Og endilega ef þið þekkið einhvern sem hefur verið lagður í einelti þá endilega láttu hann vita því það er oft sem það hjálpar þolendum að vita að fleiri hafa lent í svona, það hjálpaði mér mikið að vita að ég væri ekki sú eina sem væri að lenda í þessu!  Ég skrifa meira bráðum!

Hér er bréfið sem ég sendi Þorláki;;     ég veit að það er langt en endilega lesiði það!

                  ----------------------------------------------------------------------------

 Ég heiti Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir.    
 Ég var í Varmárskóla frá 1-9 bekk.  Frá því ég byrjaði í Varmárskóla hef ég verið lögð í bæði andlegt og líkamlegt einelti. Stelpa byrjaði að leggja mig í einelti í fyrsta bekk alveg upp í sjötta bekk.   Hún m.a. passaði sig að þegar ég var við það að eignast vini þá bað hún um að fá að vera með og þegar hún fékk það þá passaði hún að ég fengi ekki að vera með. Þetta gerði hún ítrekað ásamt fleiru.   
    Verstar voru hins vegar tvíburarnir.  Ég byrjaði með þeim í bekk í þriðja bekk og þær byrjuðu strax,  ég hef nefnilega aldrei viljað leggja aðra í einelti né baktala fólk, og af því að ég vildi ekki leggja í einelti með þeim þá hentu þær mér út úr hópnum og lögðu mig í einelti í staðin. Þær svoleiðis tröðkuðu á mér og pössuðu sig að leyfa mér aldrei að vera með í neinu. Þær  kölluðu m.a. á eftir mér öllum illum nöfnum þegar ég gekk framhjá þeim. Einu sinni gómaði kennari þær. Hún skammaði þær og  þá fóru þær grenjandi heim og klöguðu í foreldra  sína og sögðu að hún væri að leggja þær í einelti og foreldrarnir hringja brjálaðir  í skólann. Síðan var líka einu sinni í frímínútum sem flestar stelpurnar í bekknum króuðu mig af í horni úti og lömdu úlpuermunum sínum í mig. Í sjötta bekk var kennarinn í burtu í einum tíma og þá notuðu þær auðvitað tækifærið til að vera andstyggilegar við mig.  Ég var í kór og þær notuðu það gegn mér með því að segja að þær vorkenndu öllum sem kæmu á tónleika hjá mér því ég öskraði í staðin fyrir að syngja og fullt fleira við mig þangað til ég hljóp grátandi út.
    Mamma mín reyndi og reyndi að fá stjórnendur skólans til að hleypa mér í annan bekk, en alltaf fékk hún þau svör það væri fullt í bekkjunum og að þetta myndi lagast eftir einhvern tíma og að það myndi ekkert laga að skipta um bekk.
    Þær voru búnar að sannfæra mig um að þetta væri allt mér að kenna og að ég ætti þetta skilið, þannig að ég þagði um eineltið, frekar lengi, en í staðin þá grét ég mig í svefn og síðan var ég alltaf að reyna að meiða mig, þegar ég var að labba úti þá hugsaði ég í hvert skipti sem bíll keyrði framhjá að ég hefði átt að kasta mér fyrir hann og að eg vildi óska að bíll kæmi og keyrði á mig og ég myndi deyja eða slasast illa. Einu sinni lamdi ég hendinni minni geðveikt mörgum sinnum fast í náttborðið mitt þar til ég var orðin stokkbólgin og marin á hendinni.. bara til að finna sársauka.   Síðan þegar ég var spurð hvað gerðist, þá sagði ég að ég hefði rekið hendina í. Ég þurfti m.a. að fara til hjúkkunar út af hendinni og þá spurði hún mig hvað gerðist, og ég sagðist hafa rekið hendina í. Síðan var ég alltaf að biðja foreldra mina um að flytja en mömmu og pabba fannst að ég ætti ekki að þurfa að flýja, og þá var ég byrjuð að hóta að drepa mig og var alveg byrjuð að ímynda mér hvað það væri gott ef ég myndi bara deyja og að það væri bara best að drepa sig.
    Þegar ég byrjaði að hóta að drepa mig þá varð mamma alveg rosalega hrædd og talaði við nemendaverndarráðið í skólanum og þá var ég send til skólasálfræðingsins sem hjálpaði mér alveg ágætlega, síðan af því hún var eiginlega aldrei við þá sendi hún mig til námsráðgjafa sem ég man ekki einu sinni hvað voru margir því það var alltaf verið að skipta.  Síðan gerði skólasálfræðingurinn könnun sem hún lét fyrir bekkinn minn. Könnunin spurði svona spurningar eins og með hverjum maður væri og með hverjum maður vildi ekki vera og fl.  Síðan eftir þessa könnun var mamma kölluð í viðtal til skólasálfræðingsins því ég hafði komið alverst úr könnuninni.  Þá fyrst var mér hleypt í annan bekk en þá var hálfur sjötti bekkur búinn, þannig að ég hafði þurft að þola þetta í 5 og hálft ár áður en ég fékk að fara úr bekknum. En þegar ég fékk að skipta um bekk fékk ég að vera þetta hálfa ár í friði.   
Síðan fór ég í 7. bekk og þar kynntist ég tveim stelpum. Ég var með þeim í 7. bekk og hálfan 8. bekk. Á meðan ég var með þeim þá komu þær fram við mig eins og skít. Í rúmlega hálfum áttunda þá fékk ég bara nóg og hætti að vera með þeim, þá talaði ég við "vinkonu" mína og hún fór strax af stað við að reyna að koma mér inn í vinahópinn sinn. Inni í þessum “vinahóp” voru tvíburarnir. Fyrst um sinn létu þær mig vera og voru alveg fínar en þær fóru svona fínt í þetta.  Þær td. eyðilögðu matarboðið sem ég ætlaði að halda með þrem öðrum stelpum.  
Í byrjun 9. byrjuðu þær aftur.  Í einum frímínútunum helltu þær sér yfir mig og fengu nokkrar aðrar stelpur með sér í það og voru alveg rosalega andstyggilegar, eftir þessar frímínútur titraði ég svo mikið að ég gat varla skrifað. Síðan var ALDREI sagt hæ við mig þegar ég kom í skólann.  Og þegar ég sat við hliðina á vinkonu minni sem ég kynntist í 9. bekk komu þær og settust hjá okkur og byrjuðu bara að tala við eina af bestu vinkonum mínum og sneru bakinu í mig og yrtu ekki á mig, þetta gerðu þær mjög oft.  Það var TVISVAR sinnum sem allur hópurinn stóð upp og gekk í burtu þegar ég settist hjá þeim.  Síðan var mér eiginlega aldrei boðið í neitt, engin afmæli og engin bíó. Síðan núna nokkrum mánuðum áður en ég lauk 9. bekk spurði stelpa mig hvernig tvíburarnir lögðu mig í einelti, og ég sagði henni það.   2 dögum seinna koma tvíburarnir og ein önnur stelpa (sem hefur hjálpað þeim síðan í 7. bekk) alveg brjálaðar af því ég sagði stelpunni þetta, þá hafði stelpan sagt þeim frá þessu,  ég sat á borði með bestu vinkonu minni að borða og vinkona tvíburanna settist á borðið og tvíburarnir stóðu fyrir ofan mig og þær öskra á mig og voru rosalega andstyggilegar. Síðan kom gangavörður og sá þetta og ég varð rosa ánægð því ég hélt að gangavörðurinn ætlaði að stoppa þetta en nei, hún sagði vinkonu þeirra bara að sitja ekki á borðinu og gekk í burtu, og auðvitað tvíburarnir og þær áfram, ég náði að standa á mínu og svaraði bara fyrir mig og bugaðist ekkert.  Síðan endaði með því að þær fóru, þá hafði einn 10. bekkingur komið og horft á þetta brosandi því henni fannst gaman að þær væru svona vondar við mig (ég veit það því hún sagði mér það), allavegana þegar þær eru farnar þá segir hún að ég sé rosalega bitur og eitthvað bull og ég var svo reið að ég rauk í burtu og vinkona mín á eftir mér til að standa með mér.  Síðan komu annar tvíburinn og vinkona þeirra aftur þegar ég er nýfarin frá 10.bekkjarstelpunni, og byrja aftur að hella sér yfir mig. Þá kemur annar gangavörður og spyr okkur hvort við viljum ekki fara upp að rífast og ég sagði bara nei og rauk í burtu. Þá fyrst fór ég að gráta.   Ég fór til mömmu minnar og hún fór með mig heim og hringdi í skólastjórann og þær sögðust ætla að taka á þessu, síðan fór ég með mömmu í bæinn en fór síðan aftur í skólann því mig langaði í fatasaum, þá fer ég upp til að fá mér eitthvað að borða og þar sé ég annan tvíburann grenjandi og allar stelpurnar að hugga hana og þær líta geðveikt illilega á mig, síðan sögðu þær við mig að ég ætti að fara til skólastjórans, og ég gerði það og síðan þá voru skólastýrurnar ótrúlega andstyggilegar við mig, önnur skólastýran gargaði á mig að ég ætti bara að gleyma þessu og ætti aldrei að tala um þetta aftur. Hvernig á ég að gera það þegar þetta er í gangi?   Og þær höndluðu þetta alls ekki rétt, það endaði með því að ég fór hágrátandi þaðan út og ég sagði við mömmu að ég væri hætt í skólanum, af því að þær hefðu bara haldið áfram, og það segi ég af reynslu, og að skólastýrurnar myndu ekki gera neitt,   


Ég sendi þér þetta bréf því Varmárskóli er í Olweusar verkefninu en fylgir því ekki,  Ég man ekki eftir því að það hafi verið talað um eineltishringinn eða unnið með einelti á einn eða neinn hátt.
    Það eru bara örfáir kennarar sem hafa virkilega reynt að hjálpa mér,   einn kennari barðist gegn þessu einelti og hjálpaði mér alveg rosalega mikið, hann lenti nefnilega í foreldrum tvíburanna og það var alveg hrikalegt, hann reyndi eins og hann gat að hjálpa mér en það er ekki hægt ef hann stendur bara einn í þessu. Síðan er stigstjórinn minn búinn að hjálpa mér alveg rosalega mikið, en hún lenti líka í tvíburunum  og foreldrum þegar hún reyndi að hjálpa mér. Einu sinni skammaði hún tvær stelpur af því þær voru að hvísla og flissa í eineltiskönnun þegar stigstjórinn minn var að lýsa því hvað einelti væri og hún var akkúrat að útskýra það sem ég hafði lent í þegar þær byrja að flissa. Þá fóru þær og söfnuðu undiskriftarlista til að fá stigstjórann minn rekna úr vinnunni. Síðan var annar kennari sem hjálpaði mér líka en lenti í klónum á foreldrum tvíburanna, síðan auðvitað mamma mín (sem er kennari í skólanum) en það hefur oft sett hana í erfiða stöðu.    
Síðan þegar ég gekk út úr skólanum og sagðist vera hætt, þá átti allt í einu að gera eitthvað í þessu.


En reiðin og örvæntingin sem býr innra með mér vegna alls þessa er svo sterk að bara það eitt að horfa á myndir af þeim langar mig að lemja eitthvað.   Ég finn ennþá fyrir þeirri tilfinningu að mig langar alveg ofboðslega að meiða sjálfa mig að ég þarf að berjast við að gera það ekki.  Mér finnst þetta ekki réttlátt, sérstaklega þar sem ég þurfti að flýja undan þessum stelpum. ÉG þurfti að hætta í skólanum mínum og fara í annan skóla  vegna þess að það var aldrei gert neitt í þessu máli! Þau hafa haft NÍU ár til að stoppa þetta..!   Þetta er búið að rústa 9 árum af skólagöngu minni!   Ég hef hins vegar tækifæri á 1 góðu ári því ég er að fara í 10. bekk í Réttarholtsskóla.  Vonandi verður það byrjun á skólagöngu án eineltis.  



Ég vildi bara láta þig vita að Varmárskóli fylgir ekki Olweus, og ef það er ekki gert neitt í þessu, þá hætta þær aldrei og vinkona mín er byrjuð að lenda í þeim líka.



Virðingarfyllst
Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

 

            --------------------------------------------------------------------------------------------


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ fríða ég las þetta allt, þótt að þú sért nú búin að seigja mér þetta flest allt :)
ég er mjög stolt af þér að hafa bara ákveðið að skipta um skóla og ég vona að þér líði vel.
sjáumst örugglega einhvern tíman í vinnuni.

gangi þér vel;*

Linda Petursdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 16:28

2 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

takk :)

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 9.1.2009 kl. 16:30

3 identicon

æææ ástarbollan mín !! tvíburarnir hafa alltaf verið andstyggilegar og leiðinlegar! þú er mjög góð að standa fyrir þínu! ;***

ástrós <3 (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 16:31

4 identicon

þetta er ekki satt þær lögðu þig ekki í einelti engin af stelpunum sem þú ímyndaðir þér að gerðu það

ég (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 18:21

5 identicon

Það er ekki sniðugt að nefna nöfn.

Það á að segja sannleikann.

Þú segir ekki það góða sem kom fyrir þig á þessum erfiðu árum td.pebbles ( það var greinilega ekki mikilvægt fyrir þig hve við allar í pebbles vorum góðar við þig, líka Kristrún og Ásdís )

Svo var þetta ekki matarboðið þitt, þetta var matarboðið þitt og tveggja aðra stelpna fyrir pebbles, og við allar í pebbles ákváðum að fresta því vegna þess að meiri en helmingurinn komst ekki.

Þú gefur heldur engar upplýsingar um af hverju þær "helltu sig yfir þig" 

Með fullri virðingu

 pebbles vinkona.

... (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 21:38

6 identicon

Heyðu nafnlausa pebbles vinkona!   Það eitt að þora ekki að skrifa undir nafni segir allt sem segja þarf.   Það að henni var "hleypt inní" pebbles reyndist hefndargjöf.   Eftir á að hyggja er það eitt það versta sem gat fyrir hana komið að lenda með þessum stelpum í "vinahóp" sem gaf þeim endurtekin og ítrekuð tækifæri til að koma illa fram við hana sem þær notuðu óspart.   Ég get nefnt mýmörg dæmi en ætla að nefna aðeins eitt.   Það var þegar pebbles hélt matarboð þar sem aðeins útvöldum var boðið.   Auðvitað var Fríða ein af þeim sem var ekki boðið.   Þú, ónefnda pebbles vinkona, hefur vafalaust aldei lent í svona útilokun og þori ég að veðja að þú tækir því ekki vel.   Það er annað að vera í innsta hring en alltaf úti á jaðrinum.   Vonandi þarft þú aldrei að upplifa það.   Hins vegar veistu greinilega ekkert um hvað þú ert að tala.   Pebbles tóku Fríðu aldrei með heilum hug inn í hópinn og ef þú sérð það ekki er það vegna þess að þú vilt ekki sjá það.   Það voru alltaf einhver leiðindi í gangi.   Þegar upp kom ágreiningur stóð aldrei neinn með Fríðu og þeir sem voru hlutlausir eða þorðu ekki að segja neitt andspænis höfuðpaurunum í eineltinu (ég nefni engin nöfn en þú veist vel hverjar þær eru) urðu þar með þátttakendur í eineltinu.   Þeir sem horfa uppá einelti og gera ekkert eru beinir þátttakendur í einelti.   Besta leiðin til að fyrra sig ábyrgð er bara hreinlega að neita því að einelti hafi átt sér stað.   Þið í pebbles hafa verið einstaklega duglegar við það.

Með því að opna þessa bloggsíðu er Fríða ótrúlega hugrökk.  Hún er að opinbera sig og það sem hún hefur þurft að ganga í gegnum í fáranlega mörg ár.  Tilgangurinn var að gefa öðrum sem lent hafa í svipuðum aðstæðum tækifæri til að bera saman bækur og styrkja hvort annað í baráttunni gegn einelti, finna jafnvægi í lífinu og leið fyrir Fríðu til að vinna úr þessari hræðilegu lífsreynslu.   Þetta er ekki "HÖLDUMÁFRAMAÐRÁÐASTÁFRÍÐU" pebbles síða.  Ef þið eruð eða hafið einhverntímann verið vinkonur Fríðu, leyfið henni að vinna úr þessu á sinn hátt.  Ef þið hafið ekkert jákvætt fram að færa - sleppið því þá bara að kommenta...

 Með fullri virðingu,

Mamma Fríðu, ekki pebbles vinkona.

Bergljót Ingvadóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 23:17

7 identicon

þetta er ekki satt þær lögðu þig ekki í einelti engin af stelpunum sem þú ímyndaðir þér að gerðu það

ég (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 18:21

Sæl &#39;ég&#39;,

Ég er ekki viss um að þú hafir verið á staðnum greinilega þegar þetta átti sér stað. Ég er besta vinkona hennar Fríðu og er búin að standa með henni í gegnum þetta allt og ég get sko sagt þér að þetta gerðist, ég er vitni.

Kv. Gerða Jóna

Gerða Jóna (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 12:48

8 identicon

gerða jóna.. ég er nú strákur ? og jú þetta er nú bara rugl

gunnar (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 20:17

9 identicon

þetta er ekki rassgat rugl &#39;gunnar&#39; þú ert bróðir stelpnanna riiight ??
við höfum fullt af vitnum af þessu einelti !!! þar á meðal ég

Ásta (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:33

10 identicon

af hverju sagðiru &#39;gunnar&#39; ? en allavega þá voru engin vitni nema þau sem segja að þetta hafi ekki verið einelti &#39;ásta&#39; . því að þú og gerða jóna voruð ekki vitni

gunnar (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 15:46

11 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

það eru mikið fleiri vitni en ásta og gerða,, það var líka gerð könnun sem sannar þetta, og þetta fór í gegnum sálfræðing sem getur staðfest þetta og þetta fór líka í gegnum nemendavernarráðið.  ef þú veist ekkert um þetta mál nema lygarnar sem systur þínar hafa logið að þér þá skaltu ekki vera neitt að skipta þér að. Ég kæri mig ekki um neitt vesen á þessari síðu!  þetta er mín leið til að vinna úr mínum málum og ég á rétt á að gera það í friði!

-Fríða

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 13.1.2009 kl. 16:11

12 identicon

hææ fríða jeeg er mjög ánægð að þú ákvaðst að taka svona á þessu & leyfa fólki að lesa um þetta & fl.
jeg gæti aldei geert neitt þessu líkt jeg myndii klúðra öllu
mátt vita að fjölskylda mín stendur með þér & jeg <3
& jáá fóólk eins & þessi gunnar " bróðirinn" ekki hlusta áá þaað hann styður noddlega systur sínar ;s

addaa líf (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 18:25

13 identicon

Aumingjaskapur er þetta að koma ekki undir nafni.

Tobba (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:21

14 identicon

Sæl Fríða mín frábært framtak hjá þér ég vona að þetta hjálpi þér að setja þetta hræðilega tímabil á bakvið þig og horfa fram á veginn til bjartari tíma. Ég hef nú orðið vitni af þessari meðferð sjálfur og veit að þú lýgur engu. Ég verð nú bara að segja fyrir mitt leiti að þeir sem koma hérna og eru með skíta komment og rógburð í skjóli nafleyndar sýna bara sitt rétta eðli í því að vera aumir eineltarar. Hvaða ástæðu aðra ættuð þið að hafa fyrir því að koma ekki fram undir nafni. Svo vil ég bara minna ykkur á að hugsa ykkur um áður en þið segið eitthvað hér því allar iptölur eru skráðar og því barnaleikur að komast að því hver þið eruð.

En Fríða mín ég hvet þig áfram í þessu framtaki ást Stóri Bróðir

Og muniði Big brother is watching

Ingvi Ágústsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:41

15 identicon

Það er hárrétt hjá þér að vinna úr þessu á þennan hátt. Þú ert hetja og öðrum til fyrirmyndar. Gangi þér vel!

Þráinn Lárusson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 08:24

16 Smámynd: Linda Pé

Sæl Fríða.

Ég sá fréttina á mbl.is og las allt bloggið þitt. Vildi bara senda þér eitt knús ,  þú ert svo hugrökk að gera þetta. Vonandi hjálpar þetta þér að komast útúr þessu :-)

Láttu þér líða vel

Linda Pé, 16.1.2009 kl. 08:35

17 identicon

Hæ Fríða.

 Ég er rosalega stolt af því sem þú ert að gera hér. Ég á littla systur sem er á sama aldri og þú og hún hefur lenti í þó nokkru veseni með sinn vinahóp. Núna fyrir 10 bekk skipti hún um skóla og það er strax betra.  Ég veit ekki hvort það hjálpar eitthvað, en því eldri sem maður verður ( ég er 22 í dag) þá sér maður meira og meira hversu yfirboðskendir grunnskólar geta verið. Og hvað lífið hefur margt annað frábært og spennandi að upp á að bjóða. Gangi þér sem best í öllu!

kv. Berglind  

Berglind (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:19

18 identicon

Sæl Fríða

Við þekkjumst ekki en ég rakst á bloggið þitt og las það. Ég vona að þú eigir eftir að geta unnið þig út úr þessu, það er nefnilega hætta á að þetta eigi eftir að hafa áhrif á sjálfsmynd þína um ókomna tíð.  þú ert greinilega vel gefin og hugrökk stúlka. Gleymdu því aldrei að þú einstök manneskja. Núna verður þú að læra að elska og virða sjálfa þig, trúðu aldrei aftur því sem hefur verið sagt um þig og við, treystu á þá sem þér þykir vænt um.

Gangi þér vel, ég óska þess að framtíð þín verði full af hamingju. 

Hanna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:21

19 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Sæl Fríða, ég sá líka fréttina á mbl.is eins og hún Linda hér fyrir ofan (en Linda er einmitt mjög góð vinkona mín =o)) og las líka allt bloggið þitt.

Haltu áfram að týna til minningarnar og lesa þig í gegnum þær. Ég lenti ekki í einelti, en erfiðri lífsreynslu samt, og vann aldrei úr því. Nú 14 árum síðar líður mér oft eins og ég sé alltaf að opna bókina á verstu blaðsíðunni afþví ég kláraði aldrei að lesa mig í gegnum hana alla. Með góðri hjálp og góðum vilja getur þú unnið úr þínum málum og komist yfir þessa hræðilegu lífsreynslu, amk upp að því marki sem hægt er að komast yfir svona lagað.

Lestu í gegnum alla bókina, leggðu hana svo til hliðar og láttu nægja að horfa á hana í bókahillunni af og til - bara svona til að minna þig á það hvað þú afrekaðir, og hvernig þú ætlar að nýta þessa leiðinlegu lífsreynslu sjálfum þér og öðrum til góðs.

Ég vona að myndlíkingin komist til skila.

Stórt knús frá mér líka og baráttukveðjur =o)

Hjördís Þráinsdóttir, Ísafirði.

Hjördís Þráinsdóttir, 16.1.2009 kl. 09:23

20 identicon

Flott hjá þér að blogga um reynslu þína.  Það þarf mikinn kjark til að segja frá svona opinberlega en þú munt ekki bara hjálpa sjálfri þér heldur munt þú ná að hjálpa öðrum með því að koma svona fram.  Gangi þér vel og ég mun halda áfram að fylgjast með.

Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:32

21 identicon

Veistu það Fríða að þú ert að gera ómetanlega hluti með að skrifa þetta blogg. Ég var að lesa yfir þetta og að sjá hvað mamma þín og bróðir þinn eru að standa við bakið á þér er yndislegt, þú átt greinilega yndislega fjölskyldu sem reynir að hjálpa þér í gegnum þetta elskan. Og fólk sem skrifar nafnlaust og er að reyna að gera lítið úr þér, þau eru bara að sanna fyrir mér og öðrum að þau eru eins og þú segir að þau eru:) Ég hef orðið vitni af mörgum eineltum þegar ég var í grunnskóla og jafnvel löngu áður en ég kláraði grunnskólann og maður skilur ekki hvernig fólk getur verið svona illgjarnt. En þú stendur þig eins og hetja, með þennan kjark og hugrekki. Ég var líka í Réttó einu sinni og sá skóli hjálpaði mér mikið. En mér finnst líka gott að þú skrifir um þennan skóla í Mosó, því ég held að foreldrar ættu að fá að vita hvernig er unnið úr málum þarna. Ég þekki þig ekki, en ég er rosalega stolt af þér, að þú skulir gera þetta og þar af leiðandi hjálpað fleirum ertu bæði að hjálpa sjálfri þér að líða betur og ert að hleypa okkur foreldrunum líka að fylgjast betur með og skilja betur börnin okkar. Þannig að þú ert ekki bara að hjálpa öðrum krökkum og unglingum heldur ertu að hjálpa okkur foreldrunum líka:) Gangi þér rosalega vel í lífinu! Þú átt það meira en skilið:)

Inga G (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:53

22 identicon

Hæ Fríða,

Ég þekki þig ekki neitt en rakst á bloggið þitt á mbl. Mér finnst þú ofboðslega dugleg að gera þetta svona, það er alveg hrikalegt hvað börn geta verið grimm í dag og þá sérstaklega stelpur. Sjálf á ég stelpu sem er 10 ára gamla, þannig að ég þekki lítillega þessi stelpuvesen og sjálf var ég lítil stelpa einu sinni. Það eru alltaf einhverjar svona stelpur sem að stjórna gjörsamlega öllum í kringum sig, stundum skil ég ekki hvernig krakkar haga sér í dag og verið svona illgjörn á annarra hlut. Ég held að þetta sé nú svolítið foreldranna sök líka, vegna þess að ef dóttir mín tæki þátt í svona þá mundi ég taka á því, það er bara einhvern veginn þannig að margir foreldrar virðast eiga erfitt með að viðurkenna að börnin þeirra eigi í hlut. En ofboðslega líður þessum stelpum illa, þær hljóta að vera með gífurlega minnimáttarkennd að það hálfa væri nóg, ég verð ofboðslega reið að heyra svona þó að ég þekki þig ekki neitt.

Haltu áfram svona vina mín, það er svo margt annað sem er gott í lífinu og þú átt allt lífið framundan.

Ég óska þér alls það besta elsku Fríða.

Móðir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:13

23 identicon

Elsku Fríða,

þú ert hetja! Að byrja á þessari vefsíðu og opna umræðuna um einelti.

Gangi þér vel að vinna úr öllum þessu erfiðu minningum.

Ástarkveðja og stórt knús

Jóhanna, frænka Ástrósar í London

Jóhanna Katrín Helgadóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:22

24 identicon

Sæl Fríða

ég sá fréttina um þig á mbl.is í morgun og hentist hér inn um leið. Ég lennti í einelti sjálf í grunnskóla þó ekki jafn miklu og þú, mér finnst þetta frábært hjá þér að tjá þig um þetta á blogginu þínu, því ég veit um fullt af fólki sem hefur lennt og er í sömu stöðu og þú, gangi þér rosalega vel, svo ef þú hefur tíma þá vil ég benda þér og foreldrum þínum á síðu( félag) sem var stofnuð í minningu frænda míns sem því miður hafði ekki orku í meira í þessari vondu veröld slóðirnar eru jerico.is   og http://lidsmennjerico.wordpress.com/

gangi þér sem allra best :D

bestu kveðjur

Þuríður R. Sig

Þuríður R. Sig (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:52

25 identicon

Hæ Fríða

Rakst á bloggið þitt á mbl.is

Vildi bara segja þér að þú ert algjör hetja! Ég hef sjálf lent í einelti og veit hversu ógeðslega vont það er.  Bara pepp pepp og fullt af knúsi.

Stay strong, og talaðu/bloggaðu um þetta. það lagar svo mikið að bara fá tilfinningarnar út, niður á blað eða hvað sem er.

Mundu líka að þú ert einstök. :)

Fullt af knúsi frá mér

Hildur 

Hildur (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:55

26 identicon

Ég sá fréttina á mb.is og langar að segja eitt stutt við þig:

Ég er svo ánægð með þetta framtak hjá þér og hef í raun ekki mörg orð til þess að lýsa hrifningu minni. Þú ert mjög sterk persóna og falleg innan sem utan (mundu það;)) og með því að koma svona fram og undir nafni rennir þú stoðum undir þá kenningu mína. Ég veit að þetta framtak á eftir að aðstoða fólk sem er í svipaðri stöðu svo keep on going girl;)

Í sambandi við liðið sem þorir ekki að koma undir nafni á þessari síðu hef ég bara eitt að segja:

Hugleysingjar.

Stór knús á þig vinan og láttu ekki bugast og haltu áfram

kveðja Anna María Þórðar

Anna María (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:27

27 identicon

Elsku Fríða !

Ég er ein af þeim sem rakst á bloggið þitt á mbl.is. Þó að nú sé rúmur áratugur síðan ég lauk gaggó man ég alveg hvað það var oft erfitt - sérstaklega þegar maður er ekki í góðum bekk og duglegur að læra að auki. Ég átti sjálf erfiða tíma í 5. - 7. bekk, kannski var það vægt einelti því eins og þú hef ég bælt margar minningarnar niður og svo blossa tilfinningarnar upp þegar mér finnst mér vera hafnað. Ég fæ ennþá (tæplega þrítug!) massíva nördatilfinningu þegar ég er í kringum fólk sem mér finnst vera svalara en ég ... alveg eins og í gaggó. En, ég veit af hverju ég er svona og er stöðugt að vinna í þessu. 

Mér finnst þú ótrúlega hugrökk með bloggið þitt og ég dáist líka að þér fyrir að hafa skipt um skóla. Ég vona að skrifin hjálpi þér til að vinna þig út úr þessu og að þú njótir ársins í Réttó og svo menntaskólaáranna auðvitað líka - það er nefnilega besti tíminn ! 

Stuðningskveðjur ! 

Solla (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:38

28 Smámynd: Sigrún Þöll

Flott hjá þér að tala svona opinskátt um þetta. Því miður hafa alltof margir orðið einelti að bráð og oftar en ekki er ekkert gert í þeim málum eða beðið alltof lengi í að gera eitthvað í málunum.

kv.

Sigrún Þöll

Sigrún Þöll, 16.1.2009 kl. 11:47

29 identicon

Sæl Fríða

Eins og svo margir aðrir þá rakst ég á þessa síðu í gegnum mbl.is og vildi bara láta þig vita að þú stendur þig eins og hetja. Það er augljóst að þú ert mjög klár stelpa og hefur alla kosti til að vinna þig úr þessu og þessi síða er góð leið til þess meðal annars. Ásamt því að losa um neikvæðar tilfinningar þínar og vinna þig úr þessu þá er þessi síða líka ákveðin forvörn fyrir þá sem lesa þetta og verða meðvitaðir um einelti og afleiðingar og líka leið út fyrir þá sem eru að upplifa einelti í dag og komast að því að þeir eru ekki einir og geta losnað undan þessu eins og þú.

Ef þessir einstaklingar, ónafngreindir eða ekki, sem kommenta hérna og þykjast vita betur og segja þetta ekki hafa gerst þá eru þeir ekki svaraverðir. Þetta er heimskuleg tilraun til að fá okkur sem lesum þetta til að efast um það sem þú segir (sem virkar alls ekki) en segir meira um þá en þig og staðfestir eingöngu sem þú ert að tala um.

Endilega haltu áfram að vera svona sterk, ákveðin, yndisleg og þykja vænt um sjálfa þig og þér verða allir vegir færir.  Og mundu að þú gerðir aldrei neitt rangt!

Risastórt knús frá einni ókunnugri :)

Elísabet

Elísabet (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:07

30 identicon

Haltu áfram að skrifa og láttu ekki slá þig út af laginu.

Mér sýnist margir vera komnir í vörn en það er eðli þeirra sem misnota " vald "  Þetta er flott hjá þér.

Hildur (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:07

31 identicon

Sæl Fríða

Rakst á bloggið þitt í gegnum mbl.is, langaði bara að hrósa þér fyrir mikið hugrekki að þora að tala um þetta. Með þessu ert þú að hjálpa öðrum sem að hafa lent í svipuðu einelti og þú, kannski einhverjir fleiri sem að þora að tjá sig núna :)

Ekki láta nafnlausa hafa áhrif á það hvað þú segir og skrifar.

Gangi þér vel að vinna úr þessu.

kv.
Stella

Stella (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:18

32 identicon

Frábært hjá þér að tala um þetta.

Því miður virðist það vera vaninn í leik- og grunnskóla málum í Mosfellsbæ að þagga niður allt sem miður fer og láta þess í stað allt líta vel út á yfirborðinu!! En þannig er raunin alls ekki þar sem skorið er niður í þjónustu hjá þeim sem minnst mega sín!! Ég þekki til eineltismáls sem var reynt að þagga niður og svo versnaði það upp frá því og manneskjan þurfti, eins og þú að hverfa úr bænum. Ég hef EKKERT álit á flestum ráðamönnum þarna í bæ sem eru SVIKULIR EIGINHAGSMUNASEGGIR og ættu að skammast sín!!!!!!!

R (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:33

33 identicon

ég er komin með hjartslátt af reiði fyrir þína hönd, hvernig þú getur enn staðað á þínu eftir þessar hörmungar er alveg ótrúlegt og þú mátt vera stolt af þér!

Eva Dögg Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:10

34 identicon

þetta e hrikalegt það sem þú hefur mátt ganga í gegnum. Það er það eina sem ég get sagt. Mér finnst mjög gott hjá þér að ganga bara út og segjast vera hætt. ÞÚ ERT ALGJÖR HETJA að geta skrifað um þetta obinberlega.

Ragnheiður S (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:37

35 Smámynd: Tinna

Þú ert algjör hetja.
Gott hjá þér að koma þessu svona opinberlega frá þér, og kjánalegt af krökkunum að kommenta svona nafnlaust á færsluna þína, því með þessum nafnlausu árásum styðja þau þitt mál.

Tinna, 16.1.2009 kl. 15:18

36 identicon

Sæl vertu Fríða

 Það er með ólíkindum að svona atburðir geti átt sér stað árið 2008! Ég hélt að nemendur og starfsmenn skóla væru betur upplýstir en þetta gefur til kynna.

Mig langaði að segja eitt við þig... þeir sem að leggja í einelti eru mjög veikar manneskjur með gríðarlega slæma sjáflsmynd. Vittu til, ef þessar stelpur breyta ekki snarlega sínu viðhorfi og sjá að sér, þá verður þeirra framtíð mjög erfið. Að lifa eins og drottingar í skjóli síns vinahóps í grunnskóla er ekki raunveruleikinn og ekki það sem koma skal hjá þessum stelpum - þær munu átta sig á því. Vonandi - allra vegna- geta þær séð að sér og reynt að finna snefil af samvisku til að vinna úr því sem þær hafa gert þér og væntanlega öðrum líka.

 Þér óska ég alls hins besta, þú ert greinilega sérstaklega sterk og vel gerð stelpa. Þú átt þína framtíð bjarta fyrir þér :)

Með allra bestu kveðju og þökkum fyrir frábært framtak.

Johanna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:28

37 identicon

Gott hjá þér Hólmfríður.

Einelti er svo grimmt. Það er gott að heyra að til eru svona skólar eins og Réttarhotltsskóli. Mun þessi skóli í Mosfellsbæ ekki gera eitthvað í sínum málum? Er ekki eitthvert kerfi líka til að ná gerendunum út úr sínum munstrum svo þeir haldi ekki áfram?

Gangi þér vel. Þú munt koma sterk út úr þessu öllu saman spái ég.

Hlín (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:30

38 identicon

Sæl Fríða

Ég sá fréttina í mogganum i dag, mig langar bara að segja þér að ég er svo stollt af þér og það sést langar leiðir að þú ert ofsalega hugrökk og skynsöm stúlka

Ég þekki það hvernig það er að líða illa i skóla og veit vel að það er ömurleg tilfining og sérstaklega þegar maður er farinn að ýminda sér að það sé eitthvað að manni sjálfum...en mundu bara : það er ekkert að þér heldur þeim, þessum andstyggilegu stelpum sem eru búnar að vera að leggja þig í einelti. Ég get líka sagt þér það til upplyftingar að eftir að ég útskrifaðist úr þeim grunnskóla sem ég var í og byrjaði í framhaldsskóla líður mér svo mikklu mikklu betur og get glaðst yfir því að eiga frábæra vini og vinkonur sem mér þykir afar vænt um  

Stórt knús og gangi þér vel í nýja skólanum

kveðja - anna sóley

Anna Sóley (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:40

39 identicon

Það krefst mikils hugrekkis að segja frá svona hræðilegri reynslu og þú átt heiður skilinn fyrir það. Ég er sannfærð um að þú átt eftir að verða enn sterkari manneskja fyrir að þora að horfast í augu við þetta nú þegar, í stað þess að reyna að gleyma þessari leiðinlegu reynslu og þora ekki að deila henni með neinum eins og margir gera.

Ég vona líka að þessi frásögn megi verða til þess að þeir sem hafa komið illa fram við þig læri að iðrast og ekki síst að skólayfirvöld í Mosfellsbæ verði dregin til ábyrgðar. Þau létu þetta viðgangast sjö árum of lengi og allir hljóta að sjá að svoleiðis stjórnendur eru algjörlega óhæfir. 

Baráttukveðjur!

Björk (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:42

40 identicon

Sæl vinan,

Mér þykir þetta svo ofboðslega sláandi, ég get varla skrifað því ég titra af reiði, og svo kemur þetta fólk, eins og þessi drengur og segjir að þetta sé skáldskapur í þér, eitt hef ég að segja við þig vinur, þú færð það í bakið að skrifa sona ummæli og ásamt systrum þínum, það er greinilega ekki til þroskað bein i bakinu á þessum krökkum!

Ég hef aldrei upplifað einelti en ég hef komið upp á milli geranda og þolanda, og það var nú þannig að það var litli bróðir vinar mins sem lagður var i einelti og er einmitt á sama aldri og þú, og þau fáu ár sem að við vinirnir vorum á sama tíma og þolandin i grunnskóla kom þolandin alltaf til okkar, og við hjálpuðum honum, en þegar við útskrifuðumst úr grunnskólanum gerðist eineltið enn heiftarlegra og enn meira því við vorum ekki til staðar að hjálpa, og meira að segja fólkið við skólan var byrjað að níðast á greyjið dreingnum, en hann skipti um skóla þegar hann kom i 7 bekk og er nú buin að vera þar síðan og fer í menntaskóla næsta haust og líður mikið betur..

en það sem ég er að segja að fólk sem að leggur i einelti það er ekki þroskaðra en þetta.


En elsku dúllan min, haltu áfram að skrifa og láttu þér líða vel..

og vonandi sjá þessir krakkaormar af sér og biðjast þig afsökunar eithvern timan:)

-HeiðdísE    

Heiðdís Erla (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:13

41 identicon

Sæl Hólmfríður

Sá umsögnina á mbl.is og datt í hug að kíkja inn og segja eitthvað fallegt, þekki þetta sjálfur ekki persónulega en mjög mjög nálægt mér, mér finnst þetta alveg frábært hjá þér og vona innilega að þú haldir þessu áfram og vinnir í því sem lætur þér líða betur, lífið er fjandi erfitt en þess virði að vinna í :þ 

bestu kveðjur

skuggi

skuggi (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:32

42 identicon

Hæ hæ elsku Fríða!
Ég vill bara segja þér það að þú ert augljóslega virkilega dugleg og getur svo sannarlega verið ekkert nema stolt af því sem þú ert að gera! Af eigin reynslu veit ég það að það er ekki auðvelt að koma fram með viðkvæm málefni og þú gerir það svo sannarlega vel:) Held að fleiri ættu að taka þig sér til fyrirmyndar. Lífið er grimt... en engin sagði það ætti að vera neitt annað... reynslan er rosaleg sem maður fær í gegnum erfiðustu tímabilin í lífinu. Gangi þér ótrúlega vel í því sem þú ert að gera og njóttu lífsins eins og unt er.

Sólveig (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:33

43 identicon

p.s vildi bæta við að já það þarf sterka persónu til að gera það sem þú gerir :Þ ekki láta bugast af einhverjum sem eru með slæm comment það er alltaf eitthvað af því. Þú kemur mjög líklega og trúi ég ekki öðru en að þú hjálpir öðrum með þessu.

skuggi (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:37

44 identicon

þetta kallast ekki rass einelti, hvernig dirfist þú að dæma niður heilan skóla vegna þess hve þú varst óvinsæl og hvaða kjaftæði er þetta með líkamlegt og andlegt ofbeldi þú bullar bara

:D (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 17:18

45 identicon

ég var líka í þessum "ofbeldisfulla" skóla og ég veit að þú varst ekki lögð í einelti sá þig oft hangandi með stelpunum í KD varst líka með þeim á blogcentral síðu, fyrirgefðu ef ég er harðorður en þetta var ekki einelti, allavega á meðan ég var í skóla með þér

:D (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 17:23

46 identicon

Mjög flott blogg hjá þér, þú ert greinilega sterk stelpa!

 Fleiri skólar sigla undir flaggi Olweus eineltisáætlunar en fara ekki eftir því. Sonur minn var lagður í gróft einelti í einum slíkum, ég verð að viðurkenna að mér hafði ekki dottið í hug að láta vita af því.

 *knús* á þig. Þú ert flott.

Hrefna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 17:48

47 identicon

Sæl Fríða 

Vinkona mín benti mér á síðuna þína! Ég vil bara segja það hreint fram að það er stórkostlegt að þú hefur ákveðið að standa upprétt og ekki láta þagga niður í þessu máli, ég er ákaflega stolt af þér og ég vona þér allra besta.

 

Ég hef einnig verið í Varmárskóla og lenti líka í einelti og sömuleiðis nokkrir af mínum nánustu vinum. En mitt ástand varð ekki jafn slæmt og þitt.! Einn kennaranna tók strax á málinu og það var stöðvað um leið. Mér þykir það leitt að það er ekki sagan í þínu máli, og mér sárnar mjög að heyra yfir því sem þú lentir í. Sjálf þegar ég lenti í þessu einelti voru árin sem ég lenti í þeim og eftir mjög erfið og ég mörgu sinnum hugsaði ég um að binda enda á líf mitt. En ég get sagt með glöðu geði að ég er fegin að hafa ekki gert það. Ég get sagt það að þetta verður erfitt tímabil en þetta tekur á enda og von bráðar mun lífið brosa við þér á ný. Því þú átt það sannarlega skilið. Og ég segi enn og aftur að ég er mjög stolt af þér við að opna þig og sýna það fram að þetta er alvarlegt mál. Sálin manns er alltaf sár eftir svona atburði en ég get fullvissað þig um að þeir sem gerðu þér þetta eiga í framtíðinni að sjá eftir þessu, og sjálf get ég sagt að þeir sem lögðu mig í einelti hafa verið í miklu veseni.


Trúðu á sjálfa þig og láttu engan yfirbuga þig, þú ert mjög sterk, og miðað við að lesa bloggið þitt eru mjög greind og láttu engan vitleysing stjórna lífi þínu. Stattu fast á þínu máli.
Varmárskóli er mikið þekktur að þar séu mörg mál af einelti, sem hafa verið í ára raðir. Ég vissi ekki af því að þeir hafi farið í Olweus átak og leiðinlegt að þeir eru engan veginn virkir í því.  Hins vegar titra ég af reiði yfir því að yfirvöld skólans skyldu ekki reyna að stöðva þetta og heldur segja þér að gleyma þessu. Það er komi tími til að þetta mál fari upp á yfirborð og verður tekið hart á þessu. Einelti er ekkert djók þetta er graf alvarlegt mál sem þarf að taka á. Ég er mjög ánægð að sjá að fjölskyldan þín stendur eins og klettur við hliðina á þér og gangi þér sem allra best í haginn.

Kær kveðja Björg

Björg (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 17:49

48 identicon

Þú ert hetja stelpa!  Þú talar með svo miklum þroska og ég er svo ánægð fyrir þína hönd að hafa loksins staðið upp og gert eitthvað í málinu. 

 Ég veit sjálf hvernig það er að þurfa finna fyrir einelti, og sérstaklega líka í Varmárskóla, þar sem ekkert var tekið á einelti.  Þetta var alltaf eins og starfsfólkið væri ekki nógu kjarkað til að taka á neinu.  

 Ég vona að þú blómstir í framhaldinu og fáir að njóta skólagöngu þinni;)

Thelma (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:20

49 identicon

Mér finnst þetta frábært hjá þér.Ég er alveg sammála að ekki sé unnið efrir olweus .i Varmárskóla.Það ætti að senda gerendur til sálfræðings ekki þolendur.Mér finnst að það sé ekki allt í lagi heima hjá þessum sem beita aðra andlegu og líkmlegu ofbeldi.Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.Fyrirmyndir barnana eru inn á heimilunum.Og einhvern vegin hefur það verið lenska í skólunum hér í bænum í áraraðir,að það er ekki sama undan hverjum þú ert þú þarft helst að vera komin af einhverjum velmegandi, eða einhverjum sem er nógu stórt númer til að vera tekin gild í hópnum. Gangi þér vel. Kv.Linda Björk Stefánsdóttir

Linda Björk Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:31

50 identicon

Sæl Hólmfríður.

Ég vil bara segja hvað ég er ótrúlega stolt af þér, ég þekkji þig ekki neitt en er bæði búin að lesa um þig á mbl.is og sá þig núna rétt áðan í sjónvarpinu. Að þú hafir þorað að segja frá þessu er yndislegt. Þú ert yndisleg.

Ég vil líka segja að oft kemur tími þar sem þú heldur að allt sé orðið gott, ekki ofmeta, passaðu að tala reglulega um þetta. En ég vil líka segja þér að það kemur tími þar sem þú hugsa ,,vá hvað ég á yndislega vini". Ég var sjálf lögð í einelti í rosalega litlum skóla þegar ég var yngri, Tók mig mörg ár og er enn að taka mig að komast uppúr því, en á erfiðum tímum eignaðist ég góða vini sem hjálpa mér í gegnum allt. Það er stutt eftir, hlutir oftast breytast í menntaskóla. Flest allir þroskast og þaðan koma oft bestu vinirnir.

En bara endilega haltu áfram, finnst alveg æðislegt að þú tjáir þig svona.

Þú ert yndi!

Kv. Rósa

Rósa (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:37

51 identicon

Komdu sæl og blessuð elsku Fríða. Þú ert mjög sterk og skynsöm stelpa. Ég er ekki alveg að skilja frekar en þú af hverju "meininu" þ.e.a.s. þeim sem beittu þig ofbeldinu var ekki vikið úr skóla. Af hverju var ekkert gert í málinu af skóla- yfirvöldum?  Óteljandi spurningar vakna en þú færð líklega ekki frekar en fyrri daginn nein vitræn svör frá skólanum í Mosó. Þú átt örugglega eftir að eiga góða framtíð þar sem þú ert farin að vinna í sjálfri þér með hjálp góðs fólks. Eins og þú veist þá breytum við ekki fortíðinni. Við lærum að lifa með henni og höldum áfram. Svo vil ég nefna, að það er ekkert óeðlilegt að þú hafir verið með sjálfsmorðs hugsanir þar sem þú varst fyrir einelti í öll þessi ár. Ég er sammála þér um að þegar maður er í mikilli andlegri vanlíðan eftir svona hræðilega lífsreynslu, ég tala nú ekki um í mörg ár, og fer að hugsa um sjálfsmorð, þá er það ekki "sjálfsvorkunn né uppgjöf" eins og konan sagði. (bloggið þitt 10.01.09.)  Þunglyndis sjúklingar sem hugsa og eða tala um að taka líf sitt, þeim finnst það mjög rökrétt í sinni vanlíðan. Þunglyndi er geðrænn sjúkdómur sem einstaklingar veikjast af eftir langa andlega vanlíðan. Ég vil benda krökkunum sem beittu þig þessu hræðilega ofbeldi að fara inn á www.regnbogaborn.is og lesa um hvað einelti er. Þau lesa örugglega bloggið þitt, eins og sá sem sagði "þetta kallast ekki rass einelti"! Elsku Fríða, þú ert mjög þroskuð, gáfuð og gefandi stelpa og láttu engan telja þér trú um annað. Haltu áfram að vera þú sjálf. Ég þakka þér fyrir að opna á þessa umræðu og ég er svo stolt af þér hvernig þú tókst málin í þínar hendur. Við þekkjumst ekki neitt en ég skil þig samt svo vel að mér finnst ég þekkja þig.     Kær kveðja, Elísabet.          

Elísabet Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:38

52 identicon

Jahérna. Fríða mín, ég stend með þér allshugar og láttu þessa kjánalega færslur krakkanna sem lögðu þig í einelti sem vind um eyrun þjóta. Þau vita upp á sig skömmina og eru að reyna að firra sig ábyrgð á eineltinu. Þetta eru vesælar sálir sem geta ekki viðurkennt að hafa gert eitthvað rangt. Þegar ég gekk í skóla þá var svolítið um einelti sem kallaðist stríðni þá. En var vissulega einelti. Ég var aldrei fyrir slíku en tvær stúlkur sem ég þekkti urðu stöðugt fyrir því. En þar sem ég hafði svo ríka réttlætiskennd neitaði ég að standa hjá og horfa upp á þetta. Frá átta ára aldri og fram eftir tók ég þær að mér, fylgdi þeim stundum heim úr skóla og varði þær með kjafti og klóm. Eineltinu létti þó ekki en ég vona oft að mér hafi tekist að gera líf þeirra aðeins léttbærara. Einnig var strákur með mér í bekk sem varð fyrir stöðugri stríðni og ég sá hvað það fór illa með hann. Ég stóð með honum og mörgum árum seinna, þakkaði hann mér fyrir það. Ég vil beina orðum mínum að krökkum sem leggja aðra í einelti að svona lagað kemur í bakið á þeim seinna.

Þú verður miklu heilli og betri manneskja en þessir kjánar, því þú breytir rétt.

Kaja

Kaja Þrastar (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:42

53 identicon

Hæhæ elsku Fríða!

Ég er ótrúlega stolt af þér að hafa komið fram og tala um eineltið sem þú hefur orðið fyrir!
Haltu áfram að vinna í þínum málum, vertu sterk og mundu að þú ert frábær stelpa!:)

Hafðu það æðislega gott í Réttarholtsskóla og njóttu 10.bekkjarins!;)

Kær kveðja,
Brynja Finnsdóttir:)

Brynja Finnsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:13

54 identicon

Sæl Fríða

Ég vildi láta þig vita að ég stend með þér. Ég skil hvað þú ert að tala um þar sem ég lenti nú líka í þessum stelpum. Ég átti lengi erfitt með að tala um þetta en get nú sagt að ég hafi verið lögð í einelti í varmárskóla og af sama fólki sem þú ert að tala um. Stelpur sem eru að skrifa fyrir hönd pebbles þið vitið að þið getið ekki gert neitt. Hún stendur á sínu og seigir sannleikan. Ég vil seigja að þið hafið veirð andstiggilegar gagnvart fólki sem hefur sínar skoðanir og mér finnst hræðilegt að þið reynið að berjast á móti þessu í stað þess að hætta bara. Er þetta ekki komið nóg. En það sem hjálpaði mér bara fyrir stuttu og ég fór í 9 bekk í tjarnarskóla. var það að ég komst að því að ég var ekki ein. Ég var ekki eina manneskjan sem lenti í þessum stelpum. Þær eru andstigilegar afþví að þær eiga bágt. Kennarar í skólanum hafa ekki fylgst nógu vel með eineltinu. Samt hafa þau sýnt okkur myndbönd um hversu slæm þau geta verið. En samt fylgjast þau ekki með því í kringum sig og neita að taka eftir því. Ég vill bara ýtreka það að ég stend með þér. Ég man að þegar ég var lögð í einelti var fenginn sálfræðingur til að tala við bekkinn en mér leið hræðilega þegar það var talað um það þar sem stelpurnar sendu skot á mig úr öllum hornum bæði með setningum og augnarráði. En það sem gerði útslagið hjá mér var að kennari sem kennir var með okkur úti sá þær allar standa upp á móti mér líka og hann lét þetta um eyru þjóta. Ég endaði með því að koma ekki aftur í skólan eins og þú og talaði ekki við neinn. Það sem mér fannst verst var að einginn stóð upp með mér. Og það sem ég hélt að væru vinnir mínir stóðu þarna á móti mér. Eftir þetta atvik átti ég erfitt með að hitta ýmsar maneskjur og hef falið mig fyrir þeim þegar þær gegnu í áttina af mér en vissu ekki af mér.

En ég komst að þessari blogg síðu í dag á ætla að fylgjast með henni hjá þér. Ég sá þig á stöð tvö og fannst þú koma rosalega vel út. Þetta er flott hjá þér að reyna að koma þessu á framfæri margir átta sig ekki á hvað þetta getur gert manni í lífinu sérstaklega á þessum erfiðustu árum.

Sæunn Ýr 

Sæunn Ýr (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:47

55 identicon

hæhæ

fann bloggið þitt á mbl og vildi bara segja þér að ég er stolt af þér :) lenti sjálf í andlegu ofbeldi í grunnskóla og trúði varla að skóli gæti verið skemmtilegur fyrr en ég fór í framhaldsskóla.

gangi þér vel :)

Erla

Erla Rós (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 21:53

56 identicon

Hæ Fríða sá fréttina á mbl og kíkti á bloggið þitt. Þú ert ekkert smá dugleg og mikil hetja..ég sit bara með tárin í augunum eftir að hafa lesið þetta allt...ótrúlegt að fólk geti komið svona fram..yfirleitt er það samt þannig að fólk sem gerir svona á mjög erfitt og líður virkilega ílla.

 Vertu sterk og haltu áfram og gangi þér sem allra best í lífinu, ég er rosalega stolt af þér.

Stórt knús til þín..kveðja Gunnhildur..;)

Gunnhildur (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:27

57 identicon

Vá, lenti í smávegis einelti, eða jáááá, svona.

ÉG skil nokkurnveginn hvernig þér líður.

Og þessar tussukuntur sem eru að kommenta einhver skítakomment um að þetta hafi ekki verið einelti eru bara helvítis óþverrar sem þora ekki einu sinni að koma undir nafni!

Mér finnst það eins hallærislegt og það gerist.

Ef þið eruð svona miklar, hardcore, manneskjur... getið þið einu sinni ekki komið undir nafni?

Helvítis pakk.

En gangi þér vel í baráttunni gegn þessu ógeðslega fyrirbæri, sem ég skil ekki hvers vegna það er til.

Og bæta við einu; Þótt hún hafi verið partur af einhverju &#39;crew-i&#39; þýðir ekki að þær hafi verið svo &#39;&#39;góðar&#39;&#39; og &#39;&#39;skemmtilegar&#39;&#39;, believe me, ég þekki svona fólk sem hleypir &#39;&#39;óvinsæla&#39;&#39; fólkinu inn og notar það!

Birta (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:36

58 identicon

Já, og ég vil bæta við:

Djöfulsins hálvitar þessar skólastýrur... að segja þér að gleyma þessu?

Ok, fólk segir kannski: Ah, þetta er allt í lagi, þetta er bara smá stríðni, take it as it is.

En það sem það fólk veit ekki er að þegar þetta endurtekur sig dag eftir dag eftir dag þá er þetta ekki lengur saklaus stríðni, heldur einelti.

Þú ert alger hetja.

Birta (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:49

59 identicon

Sæl var með þér í skóla en töluðum aldrei saman. Mer finnst fínt hjá þér að vera tjá þig hérna ef að það hjálpar þér eitthvað en þú lætur þetta hljóma eins og starfsfólk og krakkarnir í varmárskóla séu allgjörir fávitar þótt að stelpurnar í pebbles séu það fyrir að hafa strítt þér svona(þótt að ég hafi ekki séð né vitað til þess að þér hafi verið strítt). Í varmárskóla er mjög gott fólk og góðir kennarar og frá því sem ég best veit taka þau mjög vel á svona málum, allavega hef ég verið tekinn á teppið sjálfur þó nokkrum sinnum fyrir mjög lítið (að vísu ekki fyrir einelti). ÉG VILL BARA KOMA ÞVÍ Á FRAMFÆRI AÐ VARMÁRSKÓLI ER ALLS EKKI SLÆMUR SKÓLI OG EKKI MEÐ SLÆMUM NEMENDUM NÉ KENNURUM Í ! en það er leiðinlegt að svona gerist og það hefði átt að gera eitthvað í þessu mikið fyrr. En þetta er komið gott og eg vona að þér batni en ekki koma fram í fjölmiðlum og tala um kennara og nemendur sem einhverja djöfla því að það er enganveginn sannleikurinn.

Orri (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 01:17

60 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sæl, ég dáist að þér fyrir að þora að blogga um eineltið.  Láttu þessar hópsálir sem koma hingað á bloggið þitt til þess að halda áfram eineltinu ekki hafa áhrif á þig.  Þessir tvíburar sem þú nefnir eru greinilega afkvæmi svipaðra manneskja.  Það er að segja ofbeldismanneskja, sem stjórna skólastjórnendum með hótunum eða öðru álíka.  Dóttir mín lenti í svipuðu einelti og varð að hætta í skóla vegna þess.  Ekki láta bleyðurnar sem blogga nafnlaust og reyna að halda eineltinu áfram hér hafa áhrif á þig.  Til hamingju með það að hafa tekið stjórnina sjálf. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.1.2009 kl. 01:37

61 Smámynd: Dagbjört Vilhjálmsdóttir

En þetta er komið gott og eg vona að þér batni.........Ertu ekki að grínast Orri!!

Þú hlómar eins og skólastjórinn í þessum skóla........já já Fríða mín þú ert lögð í einelti en hættu bara að hugsa um þetta og brostu. 

þú lætur þetta hljóma eins og starfsfólk og krakkarnir í varmárskóla séu allgjörir fávitar

Hvernig gerir hún það Orri? Hún er aðeins að tala um fólkið sem þú hafði samskypti við út af sínu máli.

Ég veit alveg nákvæmlega hverju hún Fríða hefur lennt í með þessar stelpur, við höfum nú ekki svo lítið talað um þetta hún og ég, og oft hefur mig dagdreymt um að heimsækja þessar stelpur og taka í þær, en þær eru ekki þess virði að maður eyði í þær orðum eða tíma. Þær eiga einhvern tímann eftir að þroskast og vonandi bara vonandi á þeim eftir að líða ílla út af þessu alla æfi!!

Fríða mín þú ert yndisleg í alla staði, ég hef oft sagt þér það og þú veist að þú getur alltaf leitað til mín eftir hjálp eða eyra. Ég er svo endalaust stolt af þér!

Love you always ;)

Daja frænka (besta frænka sko, sorry Ástrós :P)

Dagbjört Vilhjálmsdóttir, 17.1.2009 kl. 03:00

62 identicon

vill bara koma því á framfæri að þó þessar sögur kannski snerti marga og allt það þá þarf engan veginn að dæma einn eða neinn í þessu!!......þurfið ekki að hugsa um "pebbles" sem einhverja fávita eða kakkalakka, það sem gerðist gerðist og þurfa þær ekki að þola allt þetta skítkast á sig

ást og kveðja: Gúndi..

BENNI GÚNDI!! (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 03:17

63 Smámynd: Dagbjört Vilhjálmsdóttir

æj æj Gúndi eru þær nú búnar að skrúfa frá táraflóðinu?

það sem gerðist gerðist og þurfa þær ekki að þola allt þetta skítkast á sig

Fríða þurfti að þola skítkast frá þeim í  9 ár!!!!!

Það ætti bara að taka þessar stelpur og flengja, og hvernig dirfistu að segja þær þurfi ekki að þola allt þetta skítkast á sig!!

Ættir bara að skammast þín

Dagbjört Vilhjálmsdóttir, 17.1.2009 kl. 03:57

64 identicon

Sæl

Það þarf mikið hugrekki og kjark til að tala um  eineltið og það er bara frábært hjá þér og hjálpar þér að vinna úr málunum.  Ég þekki vel til eineltis þar sem dóttir mín hefur fengið að kynnast því og ég var einmitt mjög ósátt við hvernig skólinn tók á þeim málum og er sá skóli líka í Olweus verkefninu.  Þetta er bara ömurlegt.

Frábært að þú sérts að skipta um skóla held að það geti skipt sköpum fyrir þig.

Gangi þér rosalega vel.

Erna Einarsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 09:29

65 identicon

Vildi bara seigja að sumar stelpurnar í pebbles eru allveg ágætar. En það vill til að sumar þeirra eru það ekki og stjórna solítið hóppnum

Sæunn Ýr (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 13:35

66 identicon

Dagbjört: þessi síða er farin að ganga eingöngu út á það hvað "pebbles eru miklir hálfvitar" þar sem hún á að snúast um Fríðu...

hugsið aðeins áður en þið skrifið, gæti alveg eins verið hið besta fólk sem þið skrifið um

 --Gúndi

BENNI GÚNDI!! (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 13:56

67 identicon

fyrirgefði orri en Varmárskóli er ekkert svo góður skóli.

það að bróður minn hafi verið lamin í íþróttum í síðastliðnri viku af tvem strákum!

hann hefur verið að gangi í gegnum einelti þó það hafi kannski minnkað og í minni skólagöngu í þennan skóla þá skal ég segja þér að það voru nokkur tímabil sem mér leið eins og rusli í skólanum, ég hef átt margar vinkonur sem hafa á endanum, bara hunsað mig og ekki viljað talað við mig án ástæðu. eitt sinn þegar ég grét í skólanum var farið með mig inn til aðstoðarskólastjóran og hún bara spurði mig hvort þetta hafi verið eitthvað heimahjá mér hvor mamma mín hafði gert eitthvað eða sagt eitthvað í morgun. en fannst ég hafa verið frelsuð í 10.bekk þar sem það voru engir eldri bekkingar að horfa á mig illum augum. það voru nokkrir eldribekkingar sem eggjuðu húsið hjá vinkonum mínum nokkrusinnum. þær kölluðu okkur "skítugar og ógeðslegar".   þó ég sé ekki að nefna allt

takk fyrir mig

Eyrún (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 14:08

68 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Mér finnst þessar "pebbles vinkonur" ekkert smá nördalegar.  Þykjast vera vinsæll hópur og líta á sig sem eitthvað æðri öðrum.... bwahahahaha.  Hef reyndar aldrei skilið vinsældarkeppnir hjá börnum og finnst fátt hallærislegra en það og eins það að reyna að "fitta inn" (lol).  Þessir krakkar eiga eftir að læra það að það er lang flottast að vera maður sjálfur og standa með sér og sínum.    Þau læra það strax á næsta skólastigi.

Þeir "vinsælustu" í grunnskólum lenda því miður oft í erfiðleikum síðar á lífsleiðinni og eiga erfitt með að fóta sig í lífinu.  Margir hverjir byrja að drekka allt of snemma (áður en þeir kynnast eigin innri mann fyrst) og leiðast jafnvel útí neyslu.  Þetta er hópurinn sem á erfitt með að þroskast og takast á við lífið einsog það er.  Það kemur þó síðar og verður þá þungur skellur fyrir þessa einstaklinga.  Mistökin sem þessir krakkar gera á unga aldri, fylgja þeim oft á tíðum út lífið og koma í veg fyrir að þeir nái þeim þroska sem ætlast er til af þeim í þjóðfélaginu. 

Þegar mannorð okkar skemmist er mjög erfitt að vinna sér það inn aftur.  Það sem þessir óþroskuðu krakkar setja hérna inn á síðuna, lýsir þeirra innri manni vel og sýnir okkur vel hvaða mann þau hafa að geyma og hvernig þeir eiga langt í land með að kynnast lífinu í raun.  Þau eiga eftir að læra þetta allt síðar, hvort sem þeim líkar það betur eða verr og þau eiga eftir að ganga með skottið á milli lappanna alltaf.  Ég sé á athugasemdum þeirra hér, að þau hafa margt að fela... og skammast sín sjálfsagt innst inni mikið.  En eineltið mun ekki líðast áfram á þessari síðu... því hér er hægt að rekja ip tölur þegar maður vill :)  Ég vona að allt einelti í garð Hólmfríðar verði stöðvað og krakkarnir sem komust upp með þetta allt of lengi, sjái að sér og biðjist fyrirgefningar.  Foreldrar þeirra einnig og svo einnig stjórn skólans. 

Ekki er hægt að dæma allan skólann, þ.e. allt starfsfólkið útfrá þessu, og inná milli leynast alltaf góðir starfsmenn sem vilja öðrum vel.  Þarna hefur hins vegar eitthvað mikið farið úrskeiðis, því fullorðið fólk á aldrei að gera lítið úr þjáningunni þegar börnin leita til þeirra, einsog stjórn skólans virðist hafa gert.  Ég vona að þeir þurfi að gera grein fyrir sínum mistökum og biðjast opinberlega afsökunar á þessu máli og eins öllum hinum málunum sem ég les að hafa liðist og viðgengist í þessum skóla. 

Ég verð að viðurkenna að ég er með þakklát fyrir að þekkja ekki til í þessum skóla, og bara sem betur fer fyrir stjórnendur skólans, því ég hefði aldrei látið svona yfir mig eða mína ganga.  Það sama er að segja af Hólmfríði og hennar fólki, sem risu upp og sögðu frá.  Upp fyrir þeim!  Bara hetjur!

Emma Vilhjálmsdóttir, 17.1.2009 kl. 15:44

69 identicon

Það sem ég er að segja að það eru flestir mjög góðir og hefðu barist gegn þessu einelti en það sá ekki neinn (allavega ekki af mínum vinum) að þessi stelpa hefði verið lögð í einelti á þessum 9 árum þótt ótrúlegt sé miðað við þessar lýsingar. Allt fólkið í varmárskóla er frábært þótt það geti leynst svartir sauðir þar inn á milli eins og í öllum skólum held ég. Síðan stundum getur einelti skilgreinst vitlaust, eins og sumir taka öllu sem árás á sig þótt að gerendurnir séu ekkert að meina með þvi og átta sig ekki einu sinni á því að þolandinn taki þetta svona inn á sig en ég er samt ekki að tala um þetta með Fríðu!

Orri (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 16:47

70 identicon

Orri, fólk tekur ekkert alltaf eftir einelti.

Versta eineltið er að vera útilokaður, viljandi. Þ.e.a.s. þegar maður veit að þeir sem útiloka mann séu að gera það viljandi.

Og það gerist yfirleitt ekki fyrir augum allra.

Birta (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 17:10

71 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Komdu sæl Fríða.

Ég ætla að byrja með því að lýsa yfir aðdáun minni á hugrekki þínu og styrk, að leggja í að segja frá þessari erfiðu reynslu þinni. Það er ekki á allra færi að gera það á jafn skilmerkilegan hátt og þú gerir. 

Ég er móðir stúlku sem er jafn gömul þér og hefur lent í mjög svipuðu einelti og þú í sínum skóla. Það hefur lagst þungt á sálina á henni og hún nær bugaðist undan sífelldri útilokun og skætingi sem hún sætti í tíma og ótíma. 

Meira að segja eftir að hún loksins eignaðist "alvöru" vinkonur, þá voru þær teknar fyrir og fengu illa meðferð líka þegar ekki tókst að skilja þær frá henni. Hér eru tveir bekkir í sama árgangi og hún hefur lent í því að allar telpurnar í báðum bekkjunum, utan vinkonurnar, hafi stillt sér upp í kring um hana til að vera með leiðindi.  Hún er hins vegar hætt að gefa eftir og svarar fullum hálsi í dag, sé á hana ráðist. Tel ég það merki um að styrkur hennar sé að aukast og sjálfsálit sömuleiðis. Verð ég að segja að ég gleðst ég yfir því.

Olweusar áætlunin á að vera í gangi í skólanum hennar, og hafa verið haldnir innan við fjórir fundir um efnið frá því það byrjaði og finnst mér áætlunin sú meira vera í orði en á borði. Núverandi umsjónarkennari hefur stutt ágætlega við bakið á henni eftir hún bugaðist og þurfti að leggjast inn á BUGL fyri ári síðan og er ég þakklát fyrir það. Þó verð ég fegin er skólavist hennar í þessum skóla lýkur. Vona ég að leiðindi fylgi henni ekki í framhaldsskóla, því hætt er á að þessar telpur muni flestar fara í sama skóla og hún.

Að síðustu Fríða; Gangi þér vel í nýjum skóla og nýttu þér reynslu þína til að efla þroska þinn.  Eftir að hafa lesið það sem þú skrifar, dettur mér einna helst í hug að þarna sé á ferð framtíðar rithöfundur, því þú kemst vel að orði. 

Bestu kveðjur,

Linda Samsonar Gísladóttir

Linda Samsonar Gísladóttir, 17.1.2009 kl. 18:40

72 identicon

hæ fríða mín,

ég er samála orra. þetta sem þú ert að skrifa kemur mjög illa út. fólk heldur kannski að í varmaskóla séu bara leiðinlegir krakkar og kennarar. þú verður að skoða betur hvað þú ert að skrifa. við verðum að tala saman þótt að þú villt ekki tala við  mig lengur. (ekki eyða kommentinu mínu aftur!)

natalie (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 00:27

73 identicon

Sæl Hómfríður

Ég las færsluna þína og ég verð að segja að ég er mjög stolt af þér. Ég veit af eigin reynslu að það er mjög erfitt að halda áfram að vera hugrökk og ekki bugast þegar fólk reynir að telja úr þér kjarkinn. Haltu áfram, vertu sterk, þú ert greinilega klár og skýr stelpa og átt allt lífið fram undan.

Kær kveðja, Berglind Dögg

Berglind Dögg (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 00:46

74 identicon

Kæra Fríða

Ég rakst æa bloggið frá mbl.is.

Mér finnst þetta æðislegt hjá þér :) Gangi þér rosalega vel í þessu öllu saman og ekki gefast upp!

Það er eins og sumir sem eru að kommenta og taka þessu eins og persónulegri árás, ætli það séu ekki bara þáttakendur í þessu einelti?

Helga (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 01:12

75 identicon

langar bara að nefna, þar sem svo margir eru að segja að þetta se eins og skot a kennara og nemendur i Varmárskóla, að þegar maður hefur rennt yfir öll kommentin og bloggin þá eru allt of margir sem eru að kommenta sem eru eða voru í Varmárskóla og lagðir i einelti i þeim skóla, svo Fríða er als ekki að láta þetta líta neitt illa út. Heldur fer þetta bara að líta ansi illa út fyrir skólann þegar svona rosalegur fjöldi fólks er farið að taka fram að það hafi verið í þessum skóla og lent i einelti. Bæði nýlega og fyrir mörgum árum. Á meðan hafa pott þett margir kennarar og stjórnendur komið og farið og ég veit fyrir vist að það er lika búið að skipta um skólastjóra frá því tímabili sem margt af þessu fólki var í skólanum. Aðal málið er að það þurfa ALLIR sem eru við störf i skólanum að vera meðvitaðir um einelti og taka á svoleðis málum. Það er ekki nóg að nokkrir geri það og þetta á við um ALLA skóla.

Takk fyrir mig...

og gangi þér rosalega vel í framtíðinni Fríða. Þú veist ekki hvað mer finnst þú sterk manneskja að þora að vera með þessa bloggsíðu og koma fram í sjónvarpi og blöðum. Finnst það alveg frábært hjá þér. (ég er reyndar búin að kommenta annarstaðar líka en varð bara aðeins að gera athugasemd við þetta þar sem ég tok eftir þvi hve margir höfðu skrifað sem höfðu lent i einelti í Varmárskóla þar a meðal ég) þú mátt senda mer póst ef þu vilt, þu serð líka nafnið mitt þar,´býst allavega við að þú fáir aðgang að sjá emailið hérna þó það se ekki opið fyrir alla

baráttukveðja

ein úr mosó (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 01:21

76 identicon

Sæl Fríða

 Ég las fréttina um þig í mogganum og langaði bara að senda þér baráttukveðjur! Flott hjá þér að blogga um þetta, haltu áfram að vera svona hugrökk.

Kv.

Sara

Sara Hrund Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 13:36

77 identicon

það er mjög leiðinlegt fyrir aðra nemendur
Varmárskóla ef verið er að tala um hann ALLANN. því þau hafa ekkert gert vitlaust, nema að ykkar mati kannski farið í vitlausann skóla ? þessi eineltisgrúppa er bara þessi eineltisgrúppa, ég hef aðeins einu sinni tekið eftir einelti í 9.árgangnum núna og það var hjálpað manneskjuni, núna líður manneskjuni vel. en annrs hafa engin leiðindi eða einelti komið upp í bekkjunum fyrir aftan okkur allavega alveg niður í 7. það sýnir að þessi árgangur sem um er að ræða hér er kannski eitthvað aðeins öðruvísi ha ? og þá er ég ekki að tala um alla í árgangnum

random (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 14:08

78 identicon

random ; fríða er ekki að tala um ALLANN skólann.  hún er að tala um þessa eineltisgrúppu.   fríðu finnst fullt af fólki í skólanum vera alveg æðislegt !

og það gæti vel verið að það sé einelti í ÖLLUM árgöngum skólans! það er bara ekki enþá komið í ljós !.. ég veit að það er í 9. árganginum og 7unda,, það gæti allt eins verið í öllum árgöngunum !

ekkert skítakomment eða neitt. ég er bara að segja það sem ég veit.

Ásta (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 16:04

79 identicon

hæhæ :) 

fann þessa síðu á mbl og það sem ég er búin að vera lesa er ótrúlega leiðinlegt og frekar sorglegt af gerendunum.. vil bara segja að það styðja þig örugglega allir í þessu nema kannski einhver sem er bara hingað komin til að rífast. vonandi mun þér líða vel í lífinu og vonandi munu þessar stelpur fara að sjá hvað þú þurftir að þola útaf ÞEIM !  

-birnasól 

Birna Sól :D (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 14:55

80 identicon

Rakst á umfjöllun um bloggið þitt á öðru bloggi og vildi bara hrósa þér, Fríða, fyrir hugrekki. Þú tjáir þig á skýran hátt og það er greinilegt að þú hefur lent í leiðinlegu einelti. Svona stelpuhópar geta verið mjög erfiðir og einmitt svona andlegt ofbeldi og tíkarskapur getur haft slæm áhrif.

Til hamingju með að vera laus úr þessu ástandi. Ég vona að það verði betur tekið á svona málum í Varmárskóla í framtíðinni.

Adda (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:49

81 identicon

þú stendur þig vel

vertu bara hreinskilin,og ég veit um svona dæmi sjálf úr mínu lífi, stelpur eru mjög líkar í eðli sínu og í gamla daga varðandi einelti, fals og undirlægjuháttur

kveðja

eyglo k

Éyglo Karlsdottir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 22:52

82 identicon

Kvatnig

haltu áfram

kveðja

Eyglo

Eyglo Karlsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 22:54

83 identicon

Ég verð að segja aðeins meira,

ég hef lesið hvað stelpurnar voru að segja,

þær sjálfar sögðu nöfnin sín en ekki þú.

Ég sé að þú ert vel gefin, og þú munt ná langt í lífinu, en þú þarft heila herdeild í kringum þig og góða vini sem hvetja þig, þú átt það inni og ert hetja.

kveðja Eyglo k

Eyglo Karlsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 23:00

84 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

takk :)

mér finnst einmitt svo skrítið að stelpurnar eru að segja að ég hafi verið að nefna nöfnin þeirra en í rauninni eru það þær sem eru að því í kommentunum!      ég er heppin að ég á góða vini og fjölskyldu sem hjálpa mér mikið!

takk fyrir :)

-Fríða

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 12.2.2009 kl. 20:05

85 identicon

Sæl vertu, ég hef sjálfur lent í einelti og orðið valdur af einelti... Og það er alveg satt að maður veit ekki hversu alvarlegt þetta er fyrr en maður lendir sjálfur í þessu.

 Það hefur tekið mig mörg ár að vinna mig upp úr svona löguðu og ég dáist af hugrekki þínu að koma svona opið framm með þessa hluti, ég lokaði mig gjörsamlega inni!

Fyrir mig hefur það virkað best að fyrirgefa. Þá sérstaklega sjálfum mér fyrir bæði hafa orðið valdur af slíkum viðburði og hafa leift hlutum að ganga svona yfir mig.

Því miður get ég ekki nefnt nein dæmi með skóla göngu mína vegna þess að ég man hana ekki... (er búinn að reina rifja hana upp í 10 mín en ekkert gengur, rosalega skrítið!)

p.s

Ég ætla bara að taka það framm að ég var líka í þessum sama skóla og þú, þó mörgum árum fyrr.

Gaur (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband