minningar

Það hefur verið að rifjast upp fyrir mér mikið af því sem ég mundi ekki eftir úr eineltinu. Mamma mín hefur verið að reyna að hjálpa mér að muna og það hefur gengið ágætlega,, hún hefur til dæmis verið að segja mér ýmislegt sem ég var búin að gleyma.     Ég mundi t.d. eftir því að ég stóð eitt sinn í röð og annar tvíburinn og vinkona hennar stóðu á undan mér, vinkona hennar var og er mjög stór en tvíburinn mjög lítil (ef þú hefur lesið neðra blogg mitt þá er hún aðalhöfuðpaurinn ásamt tvíburasystur sinni), allavega þá stóð ég þarna í rólegheitum að bíða eftir mínum mat og allt í einu snúa þær sér við og stærri stelpan lyftir tvíburanum og hún byrjar að sparka í mig og frussa á mig!   Ég vissi auðvitað ekkert hvað væri um að vera og skildi ekki neitt í neinu en ég sagði ekki frá þessu því ég hélt að svona kæmi fólk fram við aðra!        Síðan lenti ég í því að það var girt niðrum mig þegar ég hékk í einu leiktækinu á skólalóðinni fyrir framan marga krakka.    Ég lenti líka í því að ég fór á klósettið og þær komu (annar tvíburinn og stóra vinkona hennar) og litu undir hurðina og gerðu grín að mér, það voru nefnilega svona básar eins og eru í flestum skólum,    eftir þetta á ég mjög erfitt með að fara á almenningsklósett.    þetta er dæmi um það að aðeins lítil atriði geta haft áhrif á mann lengi eftir á!   

Í bréfinu sem ég sendi Þorláki var ekki allt sem ég hafði lent í,  ég sagði frá mjög fáum ofbeldis atvikum sem ég lenti í,    en nú vil ég segja frá því og ætla að gera það í þessari bloggfærslu. ;;  

Ég held að það hafi verið í 3 bekk sem **** var kennarinn minn. Hún fór stundum fram að ljósrita sem má alls ekki gera, og sérstaklega ekki þegar bekkurinn er vandræðabekkur,   eitt sinn þegar hún fór í einn ljósritunarleiðangurinn þá byrjaði strákur að labba uppá borðunum,  þá sagði ég við "vinkonu" mína ;; ú flott tískusýning,,         bara svona í djóki. Þá kallaði hún í hann og sagði honum frá því.   Ég man eftir hnefanum á leiðinni í átt að andliti mínu og svo er restin af deginum í móðu.

Síðan lenti ég í því að ég var útí frímínútum sem ég btw. hataði, ég þoldi ekki frímínútur mér leið mjög illa í þeim,  en allavega þá lenti ég í því að ég var útí frímínútum og allt í einu kemur stór hópur af stelpum sem voru með mér í bekk,   það var rigning úti og allir voru í regnjökkum og það er eða var mjög oft sem það voru rennilásar á ermunum á regnjökkum, síðan sé ég að þær eru búnar að lyfta höndunum úr ermunum þannig að ermarnar löfuðu bara niður og síðan byrja þær að króa mig af útí horni og lemja mig með úlpuermunum! 

Síðan voru líka tveir strákar sem hótuðu að berja mig ef ég myndi tala, þeir myndu fylgjast með mér heima hjá mér og ef ég myndi segja eitt orð við mömmu mína þá myndu þeir berja mig í skólanum daginn eftir. það endaði með því að ég þorði bara ekkert að tala,, það var möööög sjaldan sem ég talaði.   Krakkar voru hættir að þekkja röddina mína.

Allavega þá hefur ýmislegt verið að rifjast upp fyrir mér og mamma hefur verið að hjálpa mér en það er ýmislegt sem hún er bara að frétta núna, sem hún vissi ekki áður. Eitthvað sem ég hef verið að muna eftir.  En mér finnst mjög gott að tala um þetta, það hjálpar mér að muna ýmislegt sem ég hef verið að reyna að vinna úr og með því að tala um atvik sem ég man eftir þá skjótast stundum upp í kollinn á mér minningar.    

En þetta er komið nóg í bili.   Takk fyrir

Hólmfríður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Axelsson

Þetta er alveg svakaleg lesning allt saman og gott hjá þér að skrifa um þetta opinberlega. Svona rugl þarf að komast upp á yfirborðið. Krakkarnir mínir eru í Hlíðaskóla og þar er mikið um einelti og jafnvel kynferðisleg misnotkun nemenda á öðrum nemendum. Engin Olweusar áætlun í gangi þar og þegar talað er við skólastjórann segir hún bara að það sé ekkert að. Tvo nemendur veit ég um sem hafa flúið úr skólanum vegna þessa.

Gangi þér vel að vinna úr þessari martröð, vonandi geta skrif þín hjalpað öðrum.  

Magnús Axelsson, 9.1.2009 kl. 17:04

2 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

takk fyrir :)

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 9.1.2009 kl. 17:10

3 identicon

Váá... Þetta hlýtur að hafa verið erfitt.. :$ En það er gott að þú nærð að tala um þetta við aðra og foreldra...

Ps.

Það er samt ekki of ráðlegt að nefna nein nöfn á krökkunum.. 

Gunný (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 17:18

4 identicon

vá hvað þú ert dugleg! eins og þú ert altaf ! ;** þú nærð að standa fyrir þínu!

ástrós (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 18:15

5 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

:)

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 9.1.2009 kl. 18:47

6 identicon

þú ert best & besta vinkona mín fríða :D(L)

Gerða Jóna (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 19:46

7 identicon

til gunnýar :.. það getur hver sem er heitið þessum nöfnum,, það er í lagi að nefna nöfn bara svo lengi sem það stendur ekki fullt nafn.. reyndar er mér sama þótt það standi fullt nafn svo að..,,


en já.. fríða þú ert ''ÆÐI''.. þetta á eftir að ná langt :D

Ásta (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 20:01

8 identicon

gott hjá þér að koma þessu á framfæri ! ;* :)

Diljá Auður (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 23:00

9 identicon

hæjj elsku Fríða mín, mikið ofboðslega er ég stolt af þér... Mér finnst alveg æðislegt að þú getir loksins talað um þetta og komið þinni reynslu á framfarir...

Þessi reynsla er ein sú versta sem hægt er að lenda í og það krefst mikils hugrekkis að þora að tala um það..

Ég vona bara að þetta seinasta grunnskólaár þitt verði sem allra best því þú átt það svo sannarlega skilið

- Kær kveðja Lára Björk

Lára Björk (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 23:29

10 identicon

Eins og mér finnst þetta mjög leiðinlegt , að ég er ekki að trúa að annar tvíburinn hafi gert þetta en hins vegar hinn tvíburinn sem þú veist örugglega hver er , var mjög leiðinleg við mig á tímabili og ég gæti alveg trúað að hún gerði þetta. En þú ert mjög hugrökk að skrifa þetta hérna :) gangi þér vel

Lilja (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 15:10

11 identicon

ég er meistari tan dudududu

meistari tan (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 09:58

12 identicon

ég vorkenni þér svoooo mikið :'(:'( en hey þú mátt koma á rúntz með meistara tan!

farinn í ljós leiter

tanZineggz (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 09:59

13 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

what?  hver er þetta?

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 14.1.2009 kl. 14:55

14 identicon

þetta er danni.

... (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 08:26

15 identicon

haha átti ég s.s. að hafa gert þetta? hólmfríður þú sérð aðra ip tölu þarna en herna

kv ég danneháw hefur verið eh annar danni rsum

dannéháw (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 23:03

16 identicon

vá,þú ert ekkert smá hugrökk Fríða min:) gott að vita að þér líður vel  í hinum skólanum:)

-Erla:)

Erla:) (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:20

17 identicon

"Það er samt ekki of ráðlegt að nefna nein nöfn á krökkunum.. "

Rugl. Það ætti að nafngreina þau öll svo þau verði minnt á það sem þau gerðu alltaf og að þau viti að allir viti hvað þau gerðu.

. (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:26

18 identicon

Þar sem ég er fyrrverandi bekkjarfélagi þinn tók ég ekki eftir neinu meðan við vorum í yngri deildinni. Ástæðan er líklegast sú að ég var ekkert að skipta mér af þér og var ekkert í sambandi við þig eða neitt slíkt.

Hinsvegar þegar þú talar um það þegar þessi strákur (sem ég trúlega veit að sé ég) hafi kýlt þig í andlitið, þá var ég ekki mjög "rólegur" einstaklingur frá 5-12 ára.

Ef ég hef einhverntímann kýlt þig fyrir comment eins og þessu sem þú lýsir, mundu það að ég gerði það ekki útaf öllu þessu "einelti" sem gerðist í kringum þig og var beint að þér. Ég hef aldrei lagt neinn í einelti, og mér gæt ekki verið meira sama ef fólk fer að segja að ég eigi að horfa á þína reynslu á þessu. Ég hef glímt við nákvæmlega sömu vandamál og þú hefur og fleiri sem hafa haft gífurleg áhrif á mig og aðra í kringum mig.

Ef þú á einhvern hátt hugsar um hvað krakkarnir sem lögðu þig í "einelti" voru að hugsa á tímabili, taktu það með í reikningin. Það eru ekki allir sömu manneskjurnar og þær voru fyrir 5-7 árum. Fólk breytist, sumir ekki og þeir einstaklingar sem breytast ekki halda áfram að leggja þig í "einelti" þangað til að þú byrjar að standa fyrir þínu. Ef þú hefðir staðið upp fyrir sjálfri þér þá held ég að þetta hefði hætt fyrr en í staðinn kaust þú að taka því sem var skellt á þig og þú gerðir ekkert í því nema að væla og leggjast í þunglyndisköst.

Hinsvegar er frábært að þú hafir náð að skipta um skóla og ég vona að þú náir að halda þínu sjálfstrausti og virðingu.

Óskar Þór (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:10

19 identicon

Ef þú hefðir staðið upp fyrir sjálfri þér þá held ég að þetta hefði hætt fyrr en í staðinn kaust þú að taka því sem var skellt á þig og þú gerðir ekkert í því nema að væla og leggjast í þunglyndisköst

 oskar thu ert halfviti........ef thu aetlar ad bidjast afsokunar tha aettir ekki ad vera reyna rettlaeta thad med thvi ad thu hafir bara ekki verid mjog rolegur einstaklingur eins og thu segir sjalfur. reyndu frekar ad vera madur og taka abyrgd i thvi sem thu gerdir sem er samt btw algerlega oafsakanlegt.

ad kyla stelpu i hofudid svona algerlegu upp ur engu thu hefdir audveldlega getad storslasad hana............vona ad thessi drengur fai mjog videigandi mat a gedastandi fra gedlaekni og roandi lyf.

Frida thu ert mjog hugrokk stelpa ad koma svona fram frabaert hja ther gangi ther sem allra best med allt.

Kjartan (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 01:57

20 identicon

Við erum í Mosó og frá því sem við heyrum var Óskar ofvirkur á þessum tíma og að segja svona við ofvirkt fólk getur alveg komið því að stað að hann kýli hana. Hann er breyttur núna... og myndi ALDREI kýla hana á þessum tíma. og það er beinlínis ógeðslegt af fólkiu að dæma án þess að vita almennilega um hvað málið snýst KJARTAN. .að eru alltaf tvær eða fleiri hliðar á öllum sögum. Við erum annars ekki að gera lítið úr þessu eineltismáli Fríðu ein okkar er góð vinkona hennar sem þykir mjög vænt um hana og þykir það sem hún er að gera gott.

Go Fríða !   ;)

random (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 03:04

21 identicon

hæ,

ég er 9 ára  og er ekki að leggja í einelti.... ég las greinina í Morgunnblaðinu hvernig dirfast þessir krakkar að gera svona hluti er þetta samt virkilega satt með þetta sem stóð í mogganum að þegar þú talaðir við SKÓLASTJÓRANN að hann hafi sagt að þú ættir að vera góð við þessar leiðinda stelpur.... mér finst þetta ömurlegt

óli (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:38

22 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

önnur skólastýran sagði mér að þetta hefði gerst í þriðja bekk, að ég ætti að gleyma þessu og hætta að tala um þetta! 

En námsráðgjafinn sagði mér að ég ætti að reyna að breyta mér og sagði að ég ætti að vera góð við þær því þá kannski yrðu þær góðar við mig.   Eins og margir vita þá virkaði það ekki!

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 18.1.2009 kl. 14:52

23 identicon

ég er algörlega á móti því hvernig skólastýrurnar létu við þig,, þ´æær ættu að segja upp eins og skot !!

random (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband