Þundlyndi vegna eineltis

Það eru allmargir sem verða þunglyndir vegna eineltis,  ég er því miður ein þeirra.  Ég lenti í því að byrja að hugsa um að drepa sjálfa mig sem er hræðileg tilhugsun, það er rosalega erfitt að berjast við þessar tilfinningar.    Ég las hérna fyrir stuttu þar sem kona sagði að sjálfsmorð séu sjálfsvorkun og uppgjöf, ég er ekki sammála, þetta eru tilfinningar sem maður ræður ekkert við og margir ráða ekki við þær og láta eftir þeim.  Ég var mjög heppin að komast upp úr versta kaflanum hjá mér í þunglyndinu en ég finn hinsvegar ennþá fyrir þunglyndinu öðru hvoru.  Þegar ég var að hætta í skólanum þá var eg að fá allskonar æðisköst þar sem ég gekk um húsið og öskraði, þá þurfti ég að fara bara inn til mín og gráta.   Núna hinsvegar hef ég verið dugleg við að reyna að vinna á þessu sjálf, ég hef verið að reyna að fara inn í herbergi og gráta og leiða þetta hjá mér.  Margir í kringum mig hafa tekið eftir mikilli breytingu á mér, ég er meira opin og glaðari.  Það eina sem ég er hrædd um er að þetta brjótist upp á yfirborðið þegar ég verð eldri,  fyrir mér er það hræðileg tilhugsun því ég vil ekki þurfa að óska mér að deyja og alltaf þegar bíll kemur framhjá vilja að kasta sér fyrir hann,  þannig leið mér nefnilega lengi í skólanum.

Hins vegar þá hef ég fundið mér leið til að halda þessu niðri,  þegar ég er í skólanum (nýja skólanum) þá reyni ég alltaf að vera í óstjórnlega miklu stuði, ég er alltaf hlæjandi alltaf glöð og þá líður mér alltaf vel.    En síðan ef ég er ein og er ekki búin að hlæja í einhvern tíma þá líður mér mjög illa. 

Ég vildi svo sannarlega að enginn þyrfti að upplifa þessar tilfinningar og hugsanir og ég vona svo sannarlega að enginn þurfi að láta eftir svona tilfinningum!

Takk fyrir

Fríða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: aloevera

  Flott hjá þér að færa þessa reynslu yfir á netið.  Það getur hjálpað mörgum að lesa um þína reynslu.

aloevera, 10.1.2009 kl. 21:24

2 identicon

Sæl og blessuð Hólmfríður.

Flott og sterk stelpa sem þú ert.

Ég á strák sem í dag er að verða 18 ára sem varð líka fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi í Varmárskóla. Vissulega er stærsti hluti starfsfólks Varmárskóla alveg frábært en þeir sem voru að höndla son minn gerðu ekki neitt og illa fór.

Hann fór líka í Réttó þar sem hann bókstaflega blómstraði. Þar er ekkert einelti, stjórnendur skólans eru mjög samviskusamir að fylgast með og sérlega góðir hlustendur. Þannig upplifði ég alla vega Réttó. Ég treysti þeim fyrir syni mínum og það var góð tilfinning.

Eg hugsa alltaf þannig að enginn dagur er vondur bara misjafnlega góður og ég vona svo sannarlega að þínir dagar í nýja skólanum séu góðir.

Gangi þér allt í haginn flotta stelpa,

Kristín.

Kristín Ingvadóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 08:03

3 identicon

Þú stendur þig frábærlega vel. Einelti er skelfilegt og í raun ekki þeim að kenna sem verður fyrir ofsóknum. Það myndast svona hópstemmning í vissum skólum og svo heldur hún hugsunarlaust áfram líkt og í dýrasamfélagi.  Einhver byrjar og svo tekur annar við og erfitt að rjúfa þennan hring. Sonur minn lenti í þessu og mikilli útilokun. Í dag er hann læknir og blómstrar. Hann hefur lesið Brian Tracy mikið og þær bækur og hljóðsnældur hafa gert hann sterkann. Oft koma manneskjur sterkari út úr svona hremmingum því þær herðast og geta þá frekar tekist á við önnur vandamál í lífinu. Ég vona svo sannarlega að þú verðir sterk kona sem á eftir að ná miklum árangri í þínu lífi. Þú fórst hetjulega í gegn um þennan eld og munt komast vel áfram.

ólafur M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:29

4 identicon

Sæl Hólmfríður, ég veit ekki hver þú ert en ég sá þig á mbl og fór á síðuna þína. Ég finn rosalega til með þér. Það er ekki rétt að þú værir lögð í einelti !  Þú ert dugleg, falleg og sjálfstæð. Ég er 13 á stelpa ...  
Vona að þér muni ganga vel.

Halla. 

Halla (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:55

5 identicon

Sæl hetja ! :D

Ég lenti líka í einelti þegar ég var í grunnskóla - en ég útskrifaðist, þar sem ég fattaði ekki að það sem væri að koma fyrir mig væri einelti. Þetta var svo algengt í skólanum mínum að ég hélt að svona væri "eðlileg" hegðun. Ég lenti í frábærum framhaldsskóla en svo þegar ég var að fara í HÍ, þá greindist ég með félagsfælni. Hef náð að vinna mér úr því og gengur betur í Háskólanum.

Ég kannast alveg við þessar hugsanir - og þessi grátköst. Það besta sem maður getur gert er að tala um þetta frekar enn að fela tilfinningarnar sínar.

Gangi þér allt í haginn í framtíðinni og mundu - þú ert betri en þetta fólk sem þú skildir eftir í Mosó.

M. Þórðardóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:21

6 identicon

Elsku Fríða mér finnst þú vera algjör hetja að koma fram og tjá þig um reynsluna. Ég lenti í mjög slæmu einelti sem krakki sem var viðloðandi í mörg ár, þetta var hræðilegur timi sem ég óska engum að upplifa. Eg er bara nýlega farin að vinna úr sársaukanum og er orðin 33 ára, ég vildi óska þess að hafa byrjað fyrr. Þú ert svo heppin að vera byrjuð að vinna þig úr þessu svona snemma þá tekurðu þetta ekki með þér inn í fullorðinsárin eins og ég gerði. Haltu áfram að vera þú sjálf og hjálpaðu öðrum að sjá með skrifum þínum að það er von um betra líf og líðan. Knús til þín elskan mín

Fórnarlamb eineltis. (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:07

7 identicon

vá hvað mér finnst þetta frábært hjá þér!

Ég er ekki svona sterk. Ég lenti einnig i einelti í Varmárskóla í 9 ár, ég skipti því miður ekki um skóla, þó svo ég hafi grát beðið um það. Það breyttist allt loksins að ég fór i menntaskóla. Ég hef samt aldrei náð mér eftir þessa lífsreynslu. Í dag er ég í háskólanámi erlendis og mer hefur aldrei gengið betur í skóla á æfinni. Ekki það að mer hafi gengið illa í námi í Varmárskóla, þvi mer gekk vel þar, en líðan mín hafði ekki jákvæð árhif á námsgetuna. Mér líður best þegar ég er ekki í mosó, mér finnst erfitt i hvert skipti sem ég kem til Islands þar sem eg bý hjá foreldrum mínum í mosó meðan ég er staðsett á landinu. Ég vil ekki sjá þetta folk. Ég fæ martraðir þegar ég hugsa eða tala um þetta. Ég reyni ennþá bara að loka á þetta og gleyma þessu. Mér finnst það bara sína hvað þu ert sterk manneskja að þú sert að blogga um þessa lífsreynslu þína. Bestu kveðjur og hafðu það sem best

fórnarlamb eineltis í mosó (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:51

8 Smámynd: Helga Rós Sveinsdóttir

Kæra Hólmfríður.

Mig langar til að byrja á því að hrósa þér fyrir hetjudáðina, að koma útúr þögninni, standa andspænis heilum skóla svo ég tali nú ekki um fjölskyldum sem loka augunum fyrir svona hegðun barna sinna eða sinni eigin, að allir aðrir séu fífl en ekki þeir.  Því miður er allt of mikið af þeim sem sjá flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin. 

Þú virðist vera mjög þroskuð miðað við aldur því lýsingar þínar á þunglyndi þekki ég af eigin raun og er hugsunin um að hverfa af jarðríki einmitt vegna neikvæða tilfinningabunkans sem maður er að reyna að höndla og getur hann verið það yfirþyrmandi að maður er vart að ná andanum, svo kemur líka sú ranghugmynd að maður sé öðrum byrði með sitt vandamál.

En þú virðist vera sterkur karakter með stórt og fallegt hjarta og mátt þú sko vera stolt af sjálfri þér.  Ég ætla að leyfa mér að hafa þig sem fyrirmynd/hvatning fyrir dóttur mína sem er á fjórtánda ári, er mikið ein og á milli tannanna á krökkunum, í skóla sem er einmitt með þessa "eyðaeineltisstefnu" en er nú ekki alltof duglegur að fylgja henni, kemur því soldið yfir á nemandann sem á að vera að "gera úlfalda úr mýflugu" og á ekki réttu foreldranna.

Að lokum segi ég bara "áfram stelpa", Drottinn blessi þig og styrki og ég fylgist með blómstrun þinni því þú átt það svo sannarlega skilið.

Risa knús til þín og mömmu þinnar sem virðist vera þér sterkur bakhjarl

Helga Rós Sveinsdóttir, 16.1.2009 kl. 16:23

9 identicon

Halló :) Frábært framtak hjá þér. Ég lenti í einelti allann minn grunnskóla, og var ekki í boði fyrir mig að skipta um skóla, eða jú en það var á nokkurn veginn sama stað þannig ég hefði aldrei sloppið við eineltið :(

Núna er ég að skríða í 21 árs aldurinn og hef unnið mig mikið uppúr þessu þó svo ég eigi mína "down" daga.

Þessi hræðilega reynsla mun fylgja mér allt mitt líf og ég mun ALLTAF svo lengi sem ég lifi muna þetta og hvernig mér leið og það var hreint ekki vel sem mér leið. 

 Ég fór sömu leið og þú, ég ákvaða að tala opinskátt um þetta á netinu og fann þar með leið til að gefa mér von. 

Gangi þér ROSALEGA vel! En trúðu mér,  þetta mun batna! Ef þú vilt aðþetta batni þá gerir það það á endanum! Vertu bara jákvæð, það er allt sem gildir! Sjáðu birtuna í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur! það er hægt að sjá ljós í allra svörtustu hlutunum :)

Sædís Anna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:29

10 identicon

mikið kanast ég við þessa grímu sem þú setur upp 

ég er þunglindissjúklingur og nota/ði þessa grímu mjög mikið 

alltaf hress og í miklu stuði i kringum aðra og svo þegar ég er ein þá fellur gríman og allt verður dimmt 

ég er mjög stolt af þer haltu þessu áfram klapp á bakið þú ert æði mundu það min kæra sama hvað aðrir segja þá ertu æði 

knus þórunn/tóta 

þórunn (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:56

11 identicon

Sæl Fríða.

Ég er á nákvæmlega sama aldri og þú og lenti í einelti frá 4-7 bekk. Þegar við vorum að fara að skipta úr grunnskóla upp í gaggó skipti ég um skóla og hef kynnst svo mikið af nýjum krökkum og hef það mjög fínt núna. En í den var ég alveg ótrúlega út úr og ég les þetta eins og ég sé að lesa færslu skrifaða um sjálfa mig. Ég hef nánast ekkert séð þessa krakka frá því í 7unda bekk nema ég sé þau einstaka sinnum þegar ég í sjoppunni eða ehv. Þá fæ ég alltaf svona fiðring í magan og langar helst að setja á mig hettuna og ganga út af því að mér líður eins og þau séu að koma og yfirtaka þetta frábæra líf sem er búin að búa mér til. Ef þú hefðir séð mig fyrir 4 árum og í dag myndiru ekki undir neinum kringumstæðum sjá að við værum sama manneskjan. Ég hef breyst svo mikið og fullorðnast alveg heilan helling að mér finnst það ekki einu sinni fyndið. Ég finn samt alveg ennþá fyrir svona kvíðaköstum þegar ég sé þessa krakka en svo talaði ég við nokkur þeirra og það kom í ljós að þau hefðu séð að sér og voru í fyrsta skipti virkilega vingjarnleg við mig. Ég vissi ekki alveg hvað var að gerast en reyndi að spila með. Samt vil ég nú helst bara halda að ég þekki þetta fólk ekki lengur svo þegar ég sé það horfi ég á það eins og ég þekki það ekki. Mér er alveg drullusama hvað þeim finnst um mig og þau hafa ekkert að segja um það. Hugsaðu bara þannig, vertu sjálfsörugg og hættu að pæla í þessum krakkaösnum. Það gerði ég og í dag hefur mér aldrei liðið betur.

 Kveðja, Nafnlaus Stelpa. Gangi þér vel !

Nafnlaus Stelpa. (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 22:28

12 identicon

Hæ, Fríða!  Ég lenti í einelti í mörg ár í grunnskóla, og það lagaðist ekki fyrr en í 10. bekk, þegar ég lenti í nýjum bekk þar sem ég þekkti engan.  Afleiðingar þess fylgja mér enn í dag, ég efast oft um sjálfa mig og oft skortir á sjálfsvirðinguna.  Mundu að það er sama hvað aðrir segja oft að þú sért falleg og æðisleg, þú verður að trúa því sjálf til þess að það gagnist þér.  Það er auðvelt að ná sér í viðurkenningu með því að vera góð við aðra á alls kyns vegu, en sú viðurkenning dugir skammt ef maður trúir því ekki innst inni að maður sé hennar verður.  Ef það vantar er maður alltaf að leita að "næsta skammti" (meiri viðurkenningu), sem getur auðveldlega leitt mann á ranga braut.  Það tók mig mörg ár að átta mig á þessu, en ég vona að ég geti gefið þér það núna strax.  Gangi þér allt í haginn, flotta stelpa!

Ragna (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 01:54

13 identicon

vill bara koma því á framfæri að þó þessar sögur kannski snerti marga og allt það þá þarf engan veginn að dæma einn eða neinn í þessu!!......þurfið ekki að hugsa um "pebbles" sem einhverja fávita eða kakkalakka, það sem gerðist gerðist og þurfa þær ekki að þola allt þetta skítkast á sig

ást og kveðja: Gúndi..

BENNI GÚNDI!! (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 02:35

14 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Benni Gúndi... er ekki kominn tími til að þú skoðir það sem þú skrifar?  Þarftu ekki eitthvað að reyna að setja þig í spor annarra, áður en þú sendir orð sem þessi frá þér?  Reyndu að tala við einhvern fullorðinn til að fá skilning á því sem er í gangi. 

Auðvitað er þetta mál erfitt fyrir alla.  Mér hins vegar finnst ágætt að þeir sem að þessu máli komu, líði fyrir það sem þeir gerðu þessari stelpu.  Hún þurfti að líða fyrir gjörðir þessara krakka í mörg ár og því er þessum krökkum engin vorkunn að þurfa að líða í smá tíma fyrir sínar gjörðir.  Öðruvísi læra þau greinilega ekki og ekki fá þau útskýringar og þroska heiman frá sér af þessu máli að dæma.... því ef svo væri, væri ég búin að sjá hér, færslu eftir foreldra þessara ungmenna, þar sem þeir biðjast afsökunar fyrir hönd barna sinna og segi okkur að þeir ætli að taka á þessu máli með sínu barni. 

Ég ætla að taka það fram hérna, að ég er þekki Hólmfríði og hennar fjölskyldu ekkert og engan sem stendur að þessu máli. 

Emma Vilhjálmsdóttir, 17.1.2009 kl. 15:07

15 identicon

ég hef þekkt pebbles sltelpurnar lengi og get þess vegna fullyrt að þær eru allveg yndislegar manneskur :)

:) (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 15:51

16 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Kannski eru pebbles stelpurnar yndislegar í þinn garð?  En hafa hins vegar verið vondar við aðra t.d. þessa stelpu sem tjáir sig á þessari síðu.  Það er ljótt að gera lítið úr þjáningunni, svo sleppum því!

Emma Vilhjálmsdóttir, 17.1.2009 kl. 16:15

17 identicon

Pebbles stelpur .. eigum við ekki að hætta að tala um þær sem hóp því flestar í þessum hóp gerðu ALLS EKKI NEITT ? þetta kemur leiðinlega út fyrir þær

random (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband